Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 *----------------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Til sölu eða gefins „I okkar listalandslagi hefurþó hingað til tíðkastsú óskrifaða regla að hugsjóna- menn fara afstað afeigin rammleik og reka sitt leikhús um hríð þar til opinber viðurkenningfæst í formi fjárstyrks. “ Sjálfstæðu atvinnu- leikhúsin vöktu á sér verðskuldaða athygli með veglegri auglýsingu í Morgunblaðinu á dögunum. Þar komu fram athyglisverðar upp- lýsingar, m.a. að með flötum út- reikningi má halda því iram að op- inber stuðningur við sjálfstæðu leihúsin - eða leikhópana - sé 180 krónur á hvem seldan aðgöngum- iða en opinber stuðningur við Borgar- og Þjóðleikhús losar 3000 krónur á hvem seldan miða. Þó em áhorfendur samtals á sýning- ar atvmnuleikhópanna/húsanna heldur fleiri en þeirra sem sækja stóm leikhúsin ef marka má töl- umar sem birtast í umræddri auglýsingu. Reyndar er engin i iin m astæða til að VlVnUlfr efastumað þær séu rétt- ar en tfl að réttlætis sé Eftir Hávar Sigurjónsson gætt má fara betur í saumana á hvemig niðurstöðumar em fengnar. Eg hef áður bent á að sjálf- stæðu atvinnuleikhúsin sem nú em starfandi em rekin með mis- munandi hætti. Þar er fyrst að telja einkaleikhúsin tvö sem njóta lítilla opinberra styrkja en hafa verið mjög áberandi undanfarin ár. Loftkastalinn og Iðnó. Þessi tvö leikhús hafa gjörbreytt lands- laginu í leiklistinni, með þeim hef- ur í raun mótast sú hugmynd al- mennings að leikhús sé á einhvem máta gróðavænlegur rekstur þótt efast megi um sannleiksgfldi þess og foiystumenn leikhúsanna tveggja em fljótir að draga úr slíkum fullyrðingum þegar á þá er gengið. Engu síður hefm- nýtt rekstrarform mtt sér braut með leikhúsunum tveimur, einka- leikhús sem gerir nánast al- gjörlega út á aðsóknina og verður að haga rekstri sínum samkvæmt því; reyna stöðugt að finna hvað „fólk vfll sjá“. Verður ekki annað sagt en leikhúsunum hafi gengið þetta mestan partinn vel, þótt áhættuþátturinn sé stór og rekst- urinn ekki svo stöndugur að megi við mörgum áfóllum. I okkar lista- landslagi hefur þó hingað til tíðk- ast sú óskrifaða regla að hug- sjónamenn fara af stað af eigin rammleik, reka sitt leikhús um hríð þar til opinber viðurkenning fæst í formi fjárstyrks, að öðmm kosti er sjálfgert að leggja upp laupana þegar orkan og pers- ónulegir fjármunir era á þrotum. Margt bendir til að þessi farvegur sé að breytast og að leikhúsrekst- ur með markaðskenndu ívafi sé mögulegur án þess að reksturinn sé tryggður með opinbem fram- lagi. Þó er margt sem bendir tfl hins gagnstæða og má þá aftur vitna í áðumefnda auglýsingu. Þar kem- ur fram að sá kostnaðarliður sem helst verður útundan þegar reikn- ingar hafa verið greiddir, era launin til listamánnanna sjálfra. Opinber styrkur til allrar starf- semi sjálfstæðu leikhópanna nem- ur nú um 40 milljónum króna. Fjöldi sýninga sem leikhópamir koma á fjalimar með einum eða öðmm hætti em árlega á fjórða tuginn. Vægt áætlað má reikna með að hver sýning kosti upp- komin um 4-8 mflljónir króna. Þama ber því í mflli um 80-200 milljónir króna. Hvaðan koma þeir peningar? Ekki stendur miðasala undir þeim nema að litlu leyti. Þetta era að miklu leyti hin ógreiddu laun listamannanna, fómarkostnaðurinn sem ungt listafólk leggur fram tfl að geta þroskað sig í list sinni. Þetta hefúr í sjálfu sér verið álitin nauðsynleg leið fyrir unga listamenn til að koma sér á framfæri og jafnvel talin eins konar eldskfrn og stað- festing þess að viðkomandi megi tfl einhvers duga og sé haldinn nægflegri einurð tfl að stunda list sína hvað sem það kostar. Eg vfl leyfa mér að halda því fram að einkaleikhúsin sem hér hafa verið nefnd nýti sér á heldur harðn- eskjulegan hátt þessa stöðu mála og greiði í raun ekki þau lágmar- kslaun sem um hefur verið samið og greidd era í opinbera leikhús- unum; rekstrargrandvöllur þeiiTa byggist á því að listamennimir geri ekki sömu launakröfur gagn- vart þeim og opinbera leikhúsun- um. Þetta á reyndar við um alla sjálfstæðu leikhópana og er kjam- inn í skflaboðum þeirra í títtn- efndri auglýsingu, sumsé hversu lengi eigi listamennimir að gefa vinnu sína til að hægt sé að stæra sig af og segja með stolti að hér þrífist öflugra leiklistarlíf en víð- ast hvar annars staðar? Ljúkum þessum pistli á ívitnun í óútkomna bók Sveins Einarssonar, íyrrver- andi þjóðleikhússtjóra, Ellefu ár í efra, sem væntanleg er á markað- inn eftir nokkrar vikur, þar sem hann hugleiðir samspfl leikhússins við áhorfendur á markaðstorgi nútímans. „Ég hef heyrt því fleygt að það sé góður leikhúsrekstur ef fólk flykkist í leikhúsið, þegar „gengur vel“ eins og það er kallað. Ekki get ég faHist á það. Það era tfl all- ar mögulegar aðferðir tfl að græða peninga ef menn hafa það að hugsjón. Leikhús hefur aðeins eitt markmið; að flytja góða leikl- ist. Hvað er þá góð leiklist, munu margir segja, er það ekki það sem fólkið vill sjá? Það er ekki endi- lega gefið að fólk vilji almennt sjá góða leiklist. Það er ekki endflega gefið heldur að fólk vflji almennt sjá lélega leiklist. Og það er alls ekki gefið að svokallaður smekkur almennings sé endflega það sem kallað er lélegur. Það vfll nú þann- ig tfl að smekkur er engin fijst stærð, smekkur er breytflegur og þróanlegur. Reynsla mín í Iðnó hafði kennt mér það. Hin svoköll- uðu „gangstykki“ frá West End og Broadway, sem oft era óþarf- lega innihaldslítfl, viku þar íyrir kröfumeiri verkum og innlendum verkum sem oft náðu sambæi-fleg- um eða hærri áhorfendafjölda. Með öðrum orðum, smekkur mót- ast allmjög af því sem fyrir fólki er haft. Við eram þannig aftur komin að uppeldisgildi leikhússins og ég get heflshugar tekið undir með fóður Þjóðleikhússins (Indr- iða Einarssyni innsk.), þegar hann kallaði það „helztu mentastpfnun fyrir fullorðið alþýðufólk“. í dag heyrist slagorðið að markaðurinn heimti þetta eða hitt. Undir- lægjuháttur. Markaður er ekkert annað en mannanna tilbúningur. Og markaði er hægt að breyta ekki síður en smekk.“ Nýr sauðfjársamning- ur - sama kerfí með áherslu á jaðarsvæði í VIÐTALI á Stöð 2 fimmtudaginn 14. október gætir mis- skilnings hjá frétta- manninum þar sem hann túlkar orð mín um væntanlegan sauð- fjársamning. Land- búnaðarmálin eru flókin og ekki alltaf auðskilin. Vil ég því árétta nokkur grund- vallaratriði sem eink- um snerta víðlendustu sauðfjárræktarsvæði landsins. Mikilvægt er við gerð nýs búvörusamn- ings í sauðfjárrækt að byggja á sömu forsendum og í nú- gildandi samningi. Þau markmið eru: Að auka hagkvæmni og sam- keppnishæfni sauðfjárframleiðslu. Að treysta tekjugrundvöll sauð- fjárbænda. Að ná jafnvægi milli framleiðslu og sölu sauðfjárafurða. Að sauðfjárrækt sé stunduð í samræmi við umhverfisvemd. Sum þessara markmiða hafa náð fram að ganga betur en önnur. Sauðfjárbændur hafa þó lægri tekjur en flestar aðrar starfsstéttir í landinu. Auk markmiða samnings- ins þarf í nýjum samningi að koma til móts við byggð á jaðarsvæðum. A víð- lendum sauðfjárrækt- arsvæðum landsins byggir fólk afkomu sína á fjárbúskapnum að stærstum hluta og hefur litla aðra mögu- leika til atvinnusókn- ar. Við stöðugan sam- drátt innanlandsmarkaðar og lág verð í útflutn- ingi kemur að því að þessi svæði landsins fara meira eða minna í eyði þar sem ekki er unnt að auka tekjurn- ar með vinnu utan bús. Fái þessi svæði því ekki aukið vægi í stuðningi er þar með tekin ákvörð- un um að byggðin skuli leggjast af. Sérstaða sauðfjárræktarinnar tengir hana beint við umræðu um byggðamál, varðveislu byggðar og nýtingu náttúruauðlinda. I þingsál- yktunartillögu forsætisráðherra um stefnu í byggðamálum, sem Al- þingi samþykkti 3. mars s.l., segir m.a.: „Sköpuð verði skilyrði til þess að styðja sérstaklega aðgerðir á af- mörkuðum svæðum þar sem veru- leg röskun verður á atvinnuháttum og búsetu. Sérstaklega verði hugað að aðgerðum í byggðum þar sem Landbúnaðarmál Ég tel rétt að nýr sauð- fjársamningur verði lík- ur þeim núgildandi, seg- ir Hjálmar Jónsson, og stöðugleiki verði tryggður í greininni til alllangs tíma. atvinnulíf er fábreytt og útgerð á í vök að verjast. I þeim sveitum sem byggja nær eingöngu á sauðfjár- rækt og samgöngur hindra at- vinnusókn í önnur byggðarlög verði hugað að aðgerðum sem gætu m.a. falist í breyttum áherslum í ráð- stöfun beingreiðslna með tflliti til byggðasjónarmiða." Ég tel rétt að nýr sauðfjársamn- ingur verði líkur þeim núgildandi og stöðugleiki verði tryggður í greininni til alllangs tíma. I sér- stökum stuðningi við dreifbýl sauð- fjárræktarsvæði era til færar leiðir sem ekki ganga gegn hagsmunum fjárbænda á öðrum svæðum lands- ins. Höfundur er alþingismaður. Hjálmar Jónsson Viimueftirlitið viljalaust verk- færi í höndum atvinnurekenda EITT af þeim atrið- um sem stéttarfélög voru grundvölluð á og hafa um langt ái’abil barist fyrir er bættur aðbúnaður og vinnu- aðstaða launamanna. Félögin hafa ásamt trúnaðarmönnum reynt að fylgjast með því að fyrirtækin fari að þeim lögum og reglugerðum sem náðst hafa fram. Víða hefur okkur orðið töluvert ágengt og oft og tíðum sakir þess að fyrirtæki hafa í vax- andi mæli tekið upp þá stefnu að setja starfsfólkið efst á blað og viðurkennt að gott og án- ægt starfsfólk sé grundvöllur vel- gengni og tilvist fyrirtækis. A öðr- um stöðum hefur ekki gengið eins vel og þá hafa stéttarfélögin og trúnaðarmenn þeirra leitað til Vinnueftirlits um aðstoð. Það hefur stundum orðið til þess að fyrirtæk- ið hefur hent trúnaðarmanni á dyr með aðstoð forstöðumanns Vinnu- eftirlitsins í formi yfirlýsinga á borð við að viðkomandi reglugerðir gildi ekki, „stundum!". Hér má t.d. benda á hvernig mál enduðu hjá trúnaðarmanni RSÍ við byggingu Búrfellslínu á síðasta ári og einnig trúnaðarmanni Hlífar hjá ISAL í sumar. Báðfr þessir trúnaðar- menn unnu sér það eitt til saka að benda á að ekki væri farið að gildandi lögum og reglugerðum í aðbún- aði launamanna. í báðum tilfellum höfðu trúnaðarmenn og stéttarfélög þeirra bent á reglugerðir og fengið staðfestingu um að rétt væri með farið hjá starfsmönn- um Vinnueftirlitsins og höfðu þeir tekið undir réttmæti gagn- rýninnar. Atburðarásin var í mörgu mjög lík, hér er rakin at- burðarás ISAL-málsins. A fyi’ri stigum setur trúnaðarmaður fram gagnrýni og starfsmaður Vinnueft- irlits tekur undir þá gagnrýni. A síðari stigum málsins er haldinn fundur, á þeim fundi er viðkomandi starfsmaður Vinnueftirlitsins ásamt yfirmanni sínum og fulltrú- um fyrirtækisins og trúnaðar- mönnum starfsmanna. Þar er búið að snúa framburði starfsmanns Vinnueftirlitsins og fullyrt að trún- aðarmaðurinn hefði verið með dylgjur og farið með, rangt mál. Þetta varð til þess að ISAL hrakti trúnaðarmanninn í starfsloka- samning og er hann hættur störf- um hjá ISAL, að höfðu samráði við stéttarfélag sitt. Trúnaðarráð starfsmanna ÍSAL tók þetta mál fyrir. Þar var sam- þykkt að senda bréf til Vinnueftir- litsins og tilkynna að trúnaðar- menn höfnuðu að starfa með umræddum embættismanni vegna þess trúnaðarbrests sem orðið hefði. Eins og búast mátti við vildi forstöðumaður Vinnueftirlitsins losna við þetta kusk af hvítflibban- um og hann tók höndum saman við fulltrúa atvinnurekenda á síðasta Vinnumarkaður Hvenær ætlar for- stöðumaðurinn, spyr Guðmundur Gunnars- son, að sýna launamönn- um þá kurteisi að segja starfi sínu lausu?“ stjórnarfundi Vinnueftirlitsins í til- raun til þess að smeygja sér undan ábyrgð og rúllað var í gegn sam- þykkt um að það sé óþolandi að starfsmenn Vinnueftirlitsins sitji undir því að fá á sig vantraust launamanna þegar þeir séu að sinna skyldum sínum! Spyrja má: „Er forstöðumaður Vinnueftirlits- ins svo langt leiddur að hann telji að það séu helstu skyldur starfs- manna þess að snúa og laga til túlkun reglugerða og framburð sinn eftir pöntunum fyrirtækja og með því að eru trúnaðarmenn sett- ir í vonlausa stöðu gagnvart fyrir- tækjunum?" Margt í þessu máli er likt því sem við rafiðnaðarmenn upplifðum í samskiptum okkar við Vinnueftir- litið síðastliðið ár og endirinn er sá sami. Með aðstoð þess er trúnaðar- maður hrakinn úr starfi. Það eina sem viðkomandi trúnaðarmenn höfðu unnið til saka var að reyna að framfylgja þeim reglugerðum sem Vinnueftirlitið sjálft hefur sett. Vinnueftirlitið er í dag viljalaust verkfæri í höndum vinnuveitenda og ég hef áður spurt opinberlega og ítreka hér þá spurningu: „Hve- nær ætlar forstöðumaður þess að sýna launamönnum þá kurteisi að segja starfi sínu lausu?" Höfundur er formaður Rafiðnaðar- sambands íslands. Guðmundur Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.