Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Fjárfestingarfélagið 3P fjár-hús ehf. og Jón L. Arnalds eignast hlut í íslenska sjónvarpsfélaginu hf./Skjá einum Nýir hluthafar með helming hlutafíár Skjár einn hefur útsendingar í kvöld FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ 3P fjár-hús ehf., sem er í eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar, Jóns Pálmasonar og Páls Kr. Pálssonar, og Jón L. Arnalds hæstaréttarlögmaður hafa gerst hluthafar í Islenska sjón- varpsfélaginu hf. sem rekur sjón- varpsrásina Skjá einn, en hún mun hefja útsendingar að nýju í kvöld. Fjárfestingin er i tengslum við breytt skipulag íslenska sjónvarps- félagsins og tengist hlutafjáraukn- ingu í félaginu, og kemur nýtt fé inn í félagið með fjárfestingunni. Árni Þór Vigfússon, íram- kvæmdastjóri Islenska sjónvarpsfé- lagsins hf., segir í samtali við Morg- unblaðið að skipulagsbreytingarnar feli í sér að rúmlega 60 manns hafi verið ráðnir til félagsins, en dagskrá Skjás eins muni koma til með að breytast mjög. Megináherslan verð- ur á innlenda dagskrárgerð og nú sé komin fréttastofa hjá sjónvarps- félaginu. Árni segir að ekki sé hægt að gefa upp að svo stöddu hver upp- hæð fjárfestingarinnar sé, né held- ur hver hlutafjáraukningin hafi ver- ið. Eftir fjárfestinguna eiga nýir fjárfestar 50% í félaginu, og eldri fjárfestar 50%. Hin nýja fjárfesting skiptist svo að 3P eiga tæp 30% og Jón Amalds rúm 20%. Áður áttu þeir Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra. Kristjánsson 90% og Guðmund- ur Kristjánsson og Guðbergur Da- víðsson áttu 10%. Að sögn Árna Þórs Vigfússonar er hlutfallsleg skipting þeirra 50% sem þeir eiga nú í félaginu svipuð, þótt einhverjar h'tilsháttar breytingar hafi orðið. Nær til 47.000 heimila „Við verðum með íslenska við- skiptaþætti, pólitíska þætti, gaman- þætti, rabbþætti og svo framvegis. Svo eru ýmis önnur framtíðaráform sem ekki er hægt að ræða frekar um á þessari stundu, og mun það verða ljóst á næstu vikum og mán- uðum. Þetta er því algerlega ný sjónvarpsstöð með innlendri dag- skrárgerð og fréttastofu,“ segir Árni, og bætir við að hinn erlendi hluti dagskrárinnar verði byggður upp á ákveðnum þemum. lvAðalá- herslan er á skemmtanagildið," seg- ir Arni. Að sögn Árna miðast dagskrár- stefna sjónvarpsstöðvarinnar við að höfða til ungs fólks á öllum aldri. „Við höfum verið með tilraunaút- sendingar, og sjáum að við skemmt- um fólki án tillits til aldurs. Fólki sem hefur gaman af að lifa,“ segir Ami. Hann segir að dagskráin á Skjá einum verði í opinni dagskrá en tekjur sjónvarpsstöðvarinnar verða af auglýsingum. Hann segir einnig að dagskráin náist nú hjá 47.000 heimilum, sem era um 63% heimila á Faxaflóasvæðinu. Að sögn Ama verður dagskráin send út á ör- bylgjutíðni og á breiðbandinu. „Göður hópur og djarfir frumkvöðlar" Páll Kr. Pálsson, framkvæmda- stjóri 3P fjár-húss ehf., segir í sam- tali við Morgunblaðið að fjárfesting- in í Skjá einum sé að þeirra mati spennandi verkefni. „Þarna er góður hópur og djarfir frumkvöðlar á ferð. I fjölmiðlaheim- inum eiga sér nú stað geysimiklar breytingar, og við teljum þama vera mikil sóknarfæri með áhuga- verðum tengimöguleikum við ýmsa aðra fjölmiðla á markaðnum," segir Páll. Ekki náðist í Jón L. Amalds hæstaréttarlögmann. Merrill Lynch metur Ericsson Flugleiðir bæta við flugferdum til London í NÝLEGU mati alþjóðlega ráð- gjafar- og fjárfestingarfyrirtækis- ins Merrill Lynch er sænska fjar- skiptafyrirtækið Ericsson talið vænlegri fjárfestingarkostur en áð- ur. M.a. er vísað til eignarhlutar Ericsson í íslenska hugbúnaðarfyr- irtækinu OZ.COM og samstarfs fyr- irtækjanna. Matseinkunn Merrill Lynch á Ericsson fer úr „hold“ í „buy“ sem merkir að fjárfestum er nú ráðlagt að kaupa hlutabréf í Ericsson í stað hlutlauss mats áður, þ.e. að fjárfestum var hvorki ráð- lagt að selja né kaupa bréf í Erics- son. Að mati Merrill Lynch er svig- rúm til allt að 50% hækkunar á gengi hlutabréfa í Ericsson næstu tólf mánuði, miðað við það sem nú er. Merrill Lynch telur hugsanlegt að hlutabréfaverð fari í 400 sænskar krónur eða 49 dollara innan tólf mánaða en nú er gengið 259 sænsk- ar krónur eða 31 dollari. Meðal röksemda fyrir hækkun á einkunn Ericsson er samstarf sænska fyrirtækisins við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið OZ.COM en Ericsson fjárfesti í rúmlega 900 milljóna króna nafnverðshlut í OZ.COM síðastliðið vor. Fyrirtækin hafa sameiginlega þróað notenda- búnað fyrir Netið, iPulse, en búnað- urinn hefur vakið mikla athygli. Notendur eiga með iPulse að geta haft samskipti hvort sem þeir era með einkatölvu, síma, boðtæki, handtölvu eða farsíma við höndina, ef þeir skilgreina með hvaða hætti þeir vilja láta ná í sig. Vöraþróun stendur enn yfir en iPulse hefur hlotið góðar viðtökur á sýningum erlendis. Að mati Merrill Lynch er mark- aðshlutdeild Ericsson í GSM-far- símakerfinu um 35% og útlit fyrir að slík hlutdeild haldist áfram. I matinu kemur fram að Ericsson hefur sterka markaðsstöðu með fjölbreytta framleiðslu á ýmiss kon- ar fjarskiptabúnaði. FLUGLEIÐIR munu svara sfauk- inni eftirspurn ferðamanna í við- skiptaerindum með því að bæta við elleftu flugferðinni á viku til London frá og með 2. nóvember, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu. Einnig verður ferðum á milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur fjölgað úr tveimur á dag í þijár. „Aukin ferðatíðni til London og Kaupmannahafnar endur- speglar vel útrás íslensks við- skiptalífs til Evrópu," segir í til- kynningunni. Ennfremur kemur fram að fjölgun ferða til lykilá- fangastaða komi til móts við þarfir farþega í viðskiptaerind- um sem leggja áherslu á að nýta tíma sinn sem best. f tilefni af fjölgun ferða til London bjóða Flugleiðir sérstakt kynningartilboð á vikuferðum til London á 12.900 krónur. Gengi krónunn- ar í sögulegu lágmarki GENGI íslensku krónunnar hefur náð sögulegu lágmarki en viðskipta- vegin gengisvog krónunnar fór á mánudag undir 111. í gær endaði hún í 111,05. Gengisvísitalan fór lægst í 110,88 á mánudag en opin- ber skráning hennar var 110,95 þann dag. Samkvæmt upplýsingum frá Islandsbanka F&M var fyrra lægsta gildi opinberrar gengis- skráningar krónunnar 111,09 hinn 12. júní 1998 en þann dag fór vísital- an lægst í 110,95 innan dagsins. Ný- verandi gengisfyrirkomulag gerir ráð fyrir að gengisvísitalan geti sveiflast innan +/-6% vikmarka, sem þýðir að neðri mörk vísitölunn- ar era við 108,11. I markaðsyfirliti Landsbanka Is- lands kemur fram að þessi vikmörk séu í sjálfu sér ekki bindandi af hálfu Seðlabankans og því ekkert til fyrirstöðu að krónan styrkist enn frekar og rjúfi þessi neðri mörk. Verðbólga farin úr böndum „Verðbólga er farin úr böndum og mælist nú allt að þrisvar sinnum meiri en í okkar helstu viðskipta- löndum - undan þessari staðreynd verður ekki vikist. Frekari aukning verðbólgu mun grafa enn frekar undan trausti innlendra og erlendra aðila á efnahag landsins og þar með gengi krónunnar. Gengi krónunnar hefur styrkst talsvert á árinu en það hefur ekki dugað til að halda aftur af verðbólgunni. Gefi gengi krónunnar eftir mun það valda auk- inni verðbólgu frá því sem nú er. Það era hinir háu vextir hér á landi sem stutt hafa við gengi krónunnar en vegna þess mikla munar sem er á innlendum og erlendum vöxtum hefur gjaldeyrisinnstreymi til landsins verið mikið. Seðlabankinn hefur hækkað vexti í þrígang og hafa þessar vaxtahækk- anir haft það að markmiði að slá á þenslu og koma í veg fyrir veikingu krónunnar. Tekist hefur að styðja við gengi krónunnar en það er ekki að sjá að innlend eftirspurn hafi minnkað að neinu marki,“ að því er fram kemur í markaðsyflrliti Lands- bankans. Þar kemur fram að í nóv- ember muni seðlabankar Bandaríkj- anna, Bretlands og Evrópu, taka ákvörðun um hvort vextir verða hækkaðir í þessum löndum. En þessi lönd mynda ríflega 80% af gengisvog krónunnar og myndi 25 punkta hækkun skammtímavaxta í löndun- um valda 0,20% lækkun á núverandi vaxtamun. DeCODE hækkar um 58% á 4 mánuðum HLUTABRÉF í DeCode Genetics hafa hækkað um 58% frá því í júní síðastliðnum þegar 17% hlutur stofnfjárfesta var keyptur af inn- lendum aðilum. Gengi hlutabréf- anna er nú um 27 dollarar á hlut og hefur verið að hækka síðustu daga, að því er fram kom í morgunkorni Fjárfestingarbanka atvinnulífsins í gær. I morgunkominu kemur fram að umræða um seinkun á leyfisveitingu gagnagranns á heilbrigðissviði og þar af leiðandi seinkun á skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað erlendis hafi orðið til þess að hluta- bréf fyrirtækisins lækkuðu nokkuð í verði fyrir um tveimur vikum. Hins- vegar hafi fréttir um að von sé á til- kynningum frá íyrirtækinu um já- kvæðan árangur af rannsóknar- starfsemi aukið eftirspurn eftir hlutabréfum. Engin þörf á skráningu strax Um miðjan júní sl. var undirritað- ur samningur um kaup FBA, Landsbankans, Búnaðarbankans og eignarhaldsfélagsins Hofs á um 17% hlut í DeCODE Genetics, eign- arhaldsfélagi Islenskrar erfðagrein- ingar, fyrir rúma sex milljarða króna. Þá kom fram í máli forstjóra Is- lenskrar erfðagreiningar, Kára Stefánssonar, að stefnt væri að skráningu félagsins á alþjóðlegum markaði fyrir lok ársins. I viðtali við Kára á Reuters á fóstudag kemur fram að engin ákvörðun hafi verið tekin um skrán- ingu DeCODE á markað á næst- unni. Hann sagði, samkvæmt morg- unfréttum F&M í gær, að engin þörf væri á því á þessari stundu þar sem fyrirtækið hefði úr nægu fjár- magni að spila í bili. Þegar tíminn kæmi yrði fyrirtækið skráð á mark- að þannig að sem mest fé fengist inn í fyrirtækið. Kári sagði að í fyrra hefði verið fyrirhugað að skrá DeCODE á dönskum markaði en hætt hefði verið við þau áform þeg- ar markaðurinn þar í landi lækkaði. ---------------------- Mikið tilkynnt um ólöglegan hugbúnað TALSVERT hefur verið tilkynnt um ólöglegan hugbúnað í kjölfar þess að BSA, samtök nokkurra stærstu hugbúnaðarframleiðenda heims, auglýstu eftir upplýsingum um fyrirtæki sem nota ólöglegan hugbúnað. Að sögn Sveins Jónatanssonar, lögmanns BSA hér á landi, hefur auglýsingin vakið mikla athygli og töluvert verið hringt út af henni, en eðli málsins samkvæmt gæti hann ekki gefið frekari upplýsingar þar sem trúnað- ur væri mikilvægur varðandi mál af þessu tagi. Sveinn sagði að ef þær upplýsing- ar sem bærast væra á rökum reist- ar og nægilega vel rökstuddar þá væri í sumum tilfellum haft beint samband við viðkomandi fyrirtæki, en ef talið væri að sönnunarstaðan væri viðkvæm þá væri haft beint samband við lögreglu. „Við viljum hins vegar ekkert láta uppi um einstök tilvik eða hvort verið sé á grundvelli þessar- ar herferðar að fara af stað á eftir einhverjum aðilum, en þetta hefur jú gerst í fjölmörgum tilfellum gegnumsneitt," sagði Sveinn. „Við erum búnir að vera að fá upphring- ingar alveg frá því að fólk fór að frétta af því að við værum að starfa að þessum málum, og eftir að þessi auglýsing kom út hefur það síst minnkað."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.