Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 47 Frímsýn 99 Ljósm. Hjalti Jóhannesson. Margir heimsóttu FRÍMSÝN 99. FRÍMERKI Halflin í samvinnu við Islandspóst hf. í SÍÐASTA þætti var sagt frá Degi frímerkisins og eins stuttlega frá frímerkjasýningunni. FRÍMSÝN 99, sem Félag frí- merkjasafnara hélt af því tilefni „í samvinnu við Islandspóst hf‘. Mér skilst, að samvinna Pósts- ins hafi fyrst og fremst verið fólg- in í því að hafa sérstakt pósthús fyrsta dag sýningarinnar, sem jafnframt var útgáfudagur nýrra frímerkja. Pósturinn mun einnig hafa haft straum af kostnaði við að koma sýningunni á framfæri við almenning. Það ber að sjálfsögðu að virða og þakka, enda bar það árangur með góðri aðsókn. Er mér sagt, að um 300 gestir hafi heimsótt sýninguna þá þrjá daga, sem hún stóð. Oftar en einu sinni hefur í þátt- um þessum verið látið í ljós - og þá tekið mið af framkvæmdum Póstsins í frímerkjamálum, að áhugi stjórnenda hans á frí- merkjasöfnun sé mjög takmarkað- ur og beinist einkum að því að hafa sem mestan hagnað af póst- flutningum, m.a. með því að draga úr notkun frímerkja og nota gúm- stimpla í staðinn. I nýlegum þætti hér í Mbl. var svo sýnt með skýr- um dæmum, að Pósturinn eyði- legði jafnvel þau frímerki, sem enn væru látin á sendingar, með „groddalegum" bylgjustimplum og það í rauðum lit. Allt um það vilja forráðamenn Póstsins láta líta svo út sem þeir hafi einhvern áhuga á frímerkjasöfnun. Áþreif- anlegt dæmi um annað kom því miður fram við opnun þessarar sýningar. Á FRÍMSÝN 99 var enginn af stjórnarmönnum Póstsins við- staddur, og eftir því tóku margir auk mín, þar á meðal formenn LÍF og FF, og létu undrun sína í ljós við mig. Eini „fulltrúi“ Pósts- ins var Ingibjörg Hafliðadóttir, forstöðukona Frímerkjasölunnar, en auðvitað sem starfsmaður Póstsins til þess að selja sýningar- gestum frímerki á útgáfudegi. Ef þetta er ekki óvirðing við samtök safnara, þá veit ég ekki, hvaða orð á að hafa um þetta. Sá, sem þess- um þætti stýrir, hefur verið á flestum frímerkjasýningum hér- lendis frá upphafi samtaka safnara fyrir 40 árum og hefur aldrei fyrr orðið vitni að því, að enginn full- trúi Póstsins hafi verið við opnun sýningar, jafnvel hinnar smæstu. Vel má vera, að einhver afsökun hafi getað verið fyrir fjarveru þeirra, en hún kom ekki fram við opnun sýningarinnar, svo sem þó hefði verið sjálfsagt. Eins og þegar hefur komið fram, var FRIMSÝN 99 ekki stór í sniðum, enda var hlutverk hennar eingöngu það að gefa almenningi á sjálfum Degi frímerkisins nokkurn kost á að kynnast frímerkjasöfnun og um leið ýmiss konar annarri hliðarsöfnun við frímerkin. Þannig fær almenningur tækifæri til að öðlast svolitla þekkingu á tóm- stundagamni þess hóps samborg- ara sinna, sem stundar söfnun í hjáverkum frá önn dagsins. í þætti 6. þ.m. var sagt nokkuð frá væntanlegu efni á FRÍMSÝN 99. Nú er sýningin að baki, svo að unnt er að segja nokkru nánar frá því, sem þar mátti sjá. Sýningarrammar voru alls 32. Guðni Friðrik Árnason átti fimm ramma með efni, þar sem segir frá Kristóferi Kólumbusi og komu hans til Ameríku 1492. Guðni rek- ur þar sögu Kólumbusar mjög ná- kvæmlega og undirbúning undir siglingu hans yfir Atlantshaf vest- urleiðina til Indlands, eins og að var stefnt. Allir vita nú, hvar hann lenti með flota sinn. Þetta er allt rakið skilmerkilega hjá Guðna eft- ir fjölmörgum frímerkjum, sem út hafa komið allt frá 1892, er 400 ár voru liðin frá fyrstu ferð Kól- umbusar. Guðni nýtir efnivið sinn á skemmtilegan hátt og les skyn- samlega úr frímerkjum, blokkum og stimplum það, sem þau segja um Kólumbus og ferðir hans. - Hjalti Jóhannesson átti þarna tvo ramma, annan með svonefndum kórónustimplum, en hinn með tölustimplum. Sýndi hann stök merki, en mest þó merki á heilum umslögum. Þetta var auðvitað ör- lítið brot af heildarsafni því, sem hann hefur víða hlotið verðskulduð verðlaun fyi’ir. - Garðar Schiöth sýndi bílafrímerki í þremur römm- um, en hann er sjálfur kunnur áhugamaður um fornbíla, svo að þetta mótífefni er honum að sjálf- sögðu kært. - Af öðrum frímerkj- um voru þarna fiskamerki úr mörgum áttum og eins merki frá Kúbu, sem einn áhugasamasti safnari í F.F., Kristján Borgþórs- son, hefur safnað. - Formaður FF, Sveinn Ingi Sveinsson, sýndi jóla- merki og skákfrímerki í þremur römmum og mörg á póstgengnum umslögum. - Hrafn Hallgrímsson átti eperantó-frímerki í einum ramma. Jón Egilsson sýndi skátafrímerki og smáarkir á umslögum, stimpl- uðum í Hafnarfirði, enda hann sjálfur Hafnfirðingur. Þá átti hann alls konar efni í þremur römmum, sem tengist fyrstu NORDIU-sýn- ingu hér á landi 1984. Slík saman- tekt Jóns er ábending til safnara, hverju má halda til haga í sögu- legu tilliti. - Sama má raunar segja um póstsögulegt efni, sem Sigurður H. Þorsteinsson sýndi og nefndi Hólmavík. Hefur hann haldið ýmsu því til haga frá veru sinni þar nyrðra, sem öðrum hefði tæplega dottið í hug, en er vissu- lega póstsaga, þótt frímerki komi ekki alltaf við sögu. - Löngu er Einar Ingi Siggeirsson þekktur fyrir áhuga sinn á páfanum í Róm og ferðum hans um heimsbyggð- ina. Þarna mátt fá svipleiftur af ferðum páfa í tveimur römmum. - Eggert Óli Antonsson sýndi í þremur römmum svonefndan Þýzkan heilpóst úr seinni heims- styrjöld. - Loks er ein hliðargrein við frímerkin, sem Þór Þorsteins hefur gefið verulegan gaum. Eru það margs konar gjaldmerki og auglýsingamiðar, sem menn hafa ekki almennt talið eiga samleið með frímerkjum. Þetta sýndi hann, en að auki frímerld, sem notuð voru sem stimpilmerki 1918 og 19 og eins sem tollmerki um 1920. Loks voru þama leifar íslenzkra frímerkja, sem enduðu „ævi“ sína sem yfirprentuð orlofsmerld. Ég hafði gaman af að renna augum yf- ir ýmsa miða í safni Þórs. Mér þótti samt nöturlegast, þegar ég sá miða tileinkaðan Þórbergi Þórðar- syni á hundruðustu ártíð hans 1989. Ártíð er „dánarafmæli", en ekki afmæli, svo sem hér átti að standa. Jón Aðalsteinn Jónsson BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn Sandgerði Miðvikudaginn 13. október lauk tveggja kvölda einmenningi og urðu úrslit efstu manna þessi: Amar Amgrímssson 150 Bjöm Dúason 136 Þórir Hrafnkelsson 133 Lokastaða efstu manna eftir bæði kvöldin varð þessi: Amar Amgrírasson 286 Gunnar Guðbjömsson 252 Karl G. Karlsson 252 Miðvikudaginn 20. október hefst fjögurra kvölda hausttvímenningur barometer með forgefnum spilum og vonum við að spilarar fari nú að vakna af værum blundi og fari að láta sjá sig. Eftir þessa keppni hefst haustsveitakeppni sem mun standa yfir í 4 kvöld og mun efsta par og neðsta par spila saman í sveita- keppninni, spiluð verða 2X14 spil með von um góða þátttöku. Spilað á fimmtudögum í Þönglabakka Fimmtudaginn 7. október mættu 11 pör. Spilaður vai- Howell-tvímenning- ui' með þremur spilum á milli para. Lokastaða efstu para varð þessi: Bryndís Porsteinsd. - Hanna Friðriksd. 204 Sigurður B. Þorsteinss. - Bjöm Theódórss. 188 Unnar Atli Guðmundss. - Þórður Sigfúss. 186 Miðlungur 165. Fimmtudaginn 14. október var einnig spilaður Howell-tvímenningur og spiluðu 14 pör þar sem spiluð voru tvö spil milli para. Lokastaða varð þessi: AlfreðKristjánsson-BaldurBjartmars 193 GuðmundurBaldursson-Birkir Jónsson 192 Miðlungur var 156. Besta prósentuskor mánaðarins og flest bronsstig mánaðarins gefa 5.000 kr. Gjafabréf á Þrjá Frakka. Alfreð og Kristján eru þar með komnir með forystu á báðum stöðum. 61,85% pró- sent skor og 26 bronsstig skoruð. Aðaltvímenningur Bridsfélags Kópavogs hafinn Aðaltvímenningur BK hófst fimmtudaginn 14. október. Var spil- að fyrsta kvöldið af fjórum og mættu 20 pör til leiks. Skor efstu para kvöldsins var eft- irfarandi: Halldóra Magnúsd,- Soffía Danielsd. 39 Bjöm Árnason - Jón Páll Siguijónss. 38 Daniel Már Sigurðss. - Vilhjálmur Sigurðss. 26 Þórður Jörandss. - Vilhjálmur Sigurðss. 25 ATVINNU- AUGLÝSINGAR Blaðbera vantar á Laufásveg I. Upplýsingar í síma 569 1122. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sinum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Indland — viðskipti Leitum að fólki með tengsl við Indland vegna markaðssetningar á nýrri vöru þar í landi. Spennandi viðskiptatækifæri. Áhugasamir hringi í síma 881 2930. Cafe Bleu, Kringlunni Þjónar athugið! Vegna mikilla anna vantar þjóna til starfa strax. Upplýsingar gefur Björk í síma 899 1217. Starf í blómabúð TiL SÖLU Starfskraftur óskast í hlutastarf í blómabúð í Reykjavík. Reynsla æskileg. Áhugasamir sendi umsóknirtil afgreiðslu Mbl., merktar: „Blóm — 8856", fyrir 25. október. V MISLEGT Veitingarekstur til leigu Til leigu er veitingarekstur og veisluþjónusta Hótels Óðinsvéa, Þórs- götu 1, Reykjavík. Veitingareksturinn, sem nú er í fullum rekstri, er boðinn til leigu frá og með næstu áramótum. Fyrir hendi er fuilbúin aðstaða með flestum tækjum, sem til rekstrarins þarf. Veitingasalur rúmar u.þ.b. 70 manns í sæti og koníaksstofa u.þ.b. 30 manns í sæti, allt í ágætu ásigkomulagi, Góð staðsetning miðsvæðis í Reykjavík. Frekari upplýsingar veita Ólafur Haralds- son, Lágmúla 7, í síma 581 2622, og Bjarni í síma 511 6200. Til sölu bókhaldsstofa á Norðurlandi vestra sem starfað hefur í 17 ár. Góð verkefnaaðstaða, sveigjanlegur vinnu- tími með góðum sumarfríum. Hentar einstak- lingi eða hjónum. Fjölskylduvænt umhverfi, stutt í vinnu og skóla, einungs 2V2 klst. akstur til Rvíkur. Lágur húsnæðiskostnaður hvort sem ertil leigu eða kaups. Kjörið tækifæri fyrir rétt- an aðila. Upplýsingar í síma 451 2600 á skrif- stofutíma og 451 2609 á kvöldin. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF ÉSAMBAND ÍSLENZKRA KRISÍNIBOÐSFÉIAGA Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Jónas Þórisson talar. Hörður Geirlaugsson syngur einsöng. Allir hjartanlega velkomnir. http://sik.torg.is/ Hörgshlfð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld ki. 20.00. I.O.O.F. 18 = 18010-” = Rn. □ Njörður 5999102019 Stofnfundur. □ HELGAFELL 5999102019 IV/V I.O.O.F. 9 = 18010208’/! = Dd. □ GLITNIR 5999102019 1 I.O.O.F. 7 = 18010208’/! m Bk. DULSPEKI Sálarrannsóknarfélagið Metaria Þýska sálarrannsóknarfélagið Metaria, með miðilinn og hug- læknirinn Edel Schröder í farar- broddi, verður með opinn fund í Borgartúni 6 fimmtudaginn 21. otktóber kl. 20.00. Allir velkomn- ir. Enginn aðgangseyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.