Morgunblaðið - 20.10.1999, Page 32

Morgunblaðið - 20.10.1999, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BYGGÐ OG UPP- LÝSIN GATÆKNI AUGLJÓST er að leita þarf nýrra leiða til að byggja upp atvinnulíf á landsbyggðinni og styrkja búsetu. Byggða- stefna undanfarinna áratuga hefur ekki skilað þeim árangri, sem væntingar stóðu til, enda hafa fólksflutningarnir til höfuðborgarsvæðisins haldið stöðugt áfram. Nýir möguleik- ar blasa nú við, en það er nýting fjarvinnslu og gagna- vinnslu til að byggja upp atvinnulífíð í dreifðum byggðum landsins. Þetta kemur glöggt í ljós í nýrri skýrslu Iðntækni- stofnunar, sem unnin er í samráði við forsætisráðuneytið og Byggðastofnun. í skýrslunni eru kortlögð þau tækifæri, sem upplýsinga- tæknin gefur til uppbyggingar á landsbyggðinni, og eru þar nefndar 211 verkefnahugmyndir, sem mótaðar eru af um sextíu manna hópi víðsvegar úr atvinnulífinu og stjórnsýsl- unni. Verkefnahugmyndunum er skipt í þrennt eftir stofn- kostnaði og sérhæfíngu. I fyrsta flokknum eru verkefni, sem talin eru kosta lítið fé og kalla ekki á mikla sérhæfingu, og má þar nefna ýmis þjónustuverkefni eins og t.d. gagna- skráningu, símsvörun og úthringingarþjónustu. í öðrum flokknum eru verkefni, sem kalla á talsverðan stofnkostnað og má þar nefna yfírfærsluverkefni, sem nú eru unnin af fyrirtækjum og stofnunum á höfuðborgarsvæðinu, en vinna má annars staðar. í sumum tilvikum þarf að byggja upp þekkingu og færni vegna þessara starfa, en sem síðar geta orðið vaxtarbroddur frekari uppbyggingar. I þriðja flokkn- um eru verkefni, sem kalla á sérfræðimenntun, þekkingu og reynslu starfsmanna. Við kynningu á skýrslu Iðntæknistofnunar kom fram hjá Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, að mikilvægt sé að leita nýrra leiða í þeirri baráttu að byggðirnar haldi velli og hægt sé að snúa vörn í sókn. Ný hugsun og ný vinnubrögð þurfí að koma til eigi að skapa viðfangsefni fyrir landsbyggð í sókn. Undir þessi orð forsætisráðherra má taka, enda er það deginum ljósara, að hefðbundin byggðastefna skilar ekki þeim árangri að halda fólki í heimabyggð, sérstaklega ekki ungu fólki, sem leitar viðnáms fyrir krafta sína og menntun í þéttbýlinu. Upplýsingatæknin er áreiðanlega leið til end- ursköpunar atvinnulífs landsbyggðarinnar. ÍSLENSKUR VERULEIKI FJÖLDI sjúklinga í yngsta aldursflokki eykst stöðugt á Sjúkrahúsinu Vogi eins og fram kom í frétt Morgun- blaðsins síðastliðinn föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ hefur fjöldi sjúklinga tuttugu ára og yngri næstum fjórfaldast frá 1993. Að sögn Þórarins Tyrfíngssonar, yfir- læknis SÁÁ, á meirihluti þessa unga fólks við mjög alvarleg vandamál að stríða vegna hass- og amfetamínneyslu. Flest hafi þau flosnað upp frá námi eða vinnu, þau þjáist af van- líðan og séu óvirk í þjóðfélaginu. Þetta mátti lesa úr frásögnum þriggja ungmenna sem rætt var við í blaðinu á föstudaginn. I frásögn eins þeirra, sem byrjaði að fikta með áfengi tólf ára og var komið út í hassneyslu og e-töflunotkun skömmu síðar, sagði meðal annars: „Ég var rekinn úr skóla þegar ég var í tíunda bekk og hef ekki verið í skóla síðan. Ég hef einu sinni áður farið í meðferð, en þá var mér bara hent inn og ég byrjaði fljótlega aftur í neyslu þegar ég var kominn út. Nú finnst mér ég hins vegar hafa breyst svo mikið, ég var alltaf mikið fyrir að vera innan um fólk en nú vil ég bara vera einn og ég er oft mjög þunglyndur. Því ákvað ég að fara í meðferð.“ Þessi saga er því miður ekkert einsdæmi. Þetta er veru- leiki, íslenskur veruleiki þó að þjóðfélagið hafí ef til vill ekki viljað viðurkenna það að fullu, horfast í augu við hann. Til að bregðast við þessum aukna vanda hyggst SÁA opna unglingadeild á nýársdag árið 2000 en um er að ræða viðbótarálmu við Sjúkrahúsið Vog sem verið hefur í bygg- ingu að undanförnu. Um svipað leyti á að opna nýja göngu- deild. Á hin nýja aðstaða að gera starfsfólki kleift að kljást betur við vanda unglinganna. Framkvæmdirnar kosta um 200 milljónir króna og hyggst SÁÁ efna til söfnunarátaks vegna þeirra, auk þess að leita á náðir ríkisvaldsins. Söfnunarátakið hefst 28. október og er ástæða til að hvetja fólk til þess að ljá þessu málefni lið. Thor Heyerdahl hefur tröllatrú á sagnaritun Snorra S1 Leifur heppni fo: Vesturheims sem ti S Innan mánaðar kemur út ný bók eftir hinn heimskunna norska landkönnuð Thor Heyer- dahl, sem hann skrifaði í samvinnu við ---------- ——--------------------------7- sænska kortasérfræðinginn Per Lilliestróm. I bókinni eru rakin spor norrænna manna aftur á tíma þjóðflutninganna og álíta höfundar sig m.a. geta sýnt fram á að norrænir menn eigi ættir að rekja til Kákasus, þar sem enn sé til þjóðflokkur er kenni sig við Oðin. UtwéöUi.-: iBrvuHiJue 13SL, , <■ iBL Heyerdahl greindi frá kenn- ingum sinum á hausthátíð i Minot í N-Dakóta. Svavar Gestsson sendiherra og Guð- rún Ágústsdóttir hlýddu á hann. lbteðið/lEG Miklar umræður urðu um Vínlandskortið IÖLLUM mínum fræðistörfum hef ég leitast við að koma á sam- vinnu yfir öll faglandamæri í von um að geta á þann hátt fundið yf- irlit og samhengi í menningarþróun- inni,“ segir norski landkönnuðurinn Thor Heyerdahl í viðtali, sem birtist í norska blaðinu Aftenposten í dag. Þar segir Heyerdahl frá bók, sem hann og sænski kortasérfræðingurinn Per Lilliestrom hafa skrifað saman, en í bókinni rekja þeir sérstæðar tilgátur sínar um uppruna og ferðir norrænna manna á miðöldum. Þeir álíta sig meðal annars geta sýnt fram á að norrænir menn eigi ættir að rekja til Kákasus, þar sem enn sé tO þjóðflokkur er kenni sig við Óðin. Heyerdahl álítur því að frásögn Ynglingasögu Snorra Sturlusonar eigi við rök að styðjast. Einnig álítur hann að Leifur heppni hafi farið tíl Ameríku sem krist- inn trúboði. Fyrri frá- sagnir Aftenposten af kenningum þeirra fé- laga hafa áður vakið gríðarlega athygli og mikla umræðu í Noregi. Margt í sögunni sveipað myrkri „Ég hef undrast hversu margt það er í sögu okkar, sem vísind- in geta heldur ekki gef- ið svar við. Mikið af sögu okkar er sveipað myrkri. Vissulega eru norræn saga og miðald- ir ekki mín sérgrein, sem ég tek líka skýrt fram. I bókinni vel ég því að spyrja spurninga og leita svara hjá sér- fræðingum,“ segir Heyerdahl í viðtalinu. Á þann hátt álítur hann að sem best mynd fáist af þekkingu á hinum ýmsu sviðum, er snerta þessi efni. Bókin kemur út í Noregi 15. nóvember og er skrifuð sem samtal mOli Heyerdahls og Lilliestrpms, rétt eins og kennslu- bækur voru á miðöldum. í bókinni rekja þeir félagar spor nor- rænna manna aftur á tíma þjóðflutning- anna, en beina annars athyglinni að stóratburðum miðalda, landafundunum og trúarátökum siðaskiptanna, þegar mótmælendur stunduðu bókabrennur af kappi og eyðOögðu þar með mikO- vægar heimOdir um fyrri tíma. Höfundamir álíta að rekja megi ferð- 0’ norrænna manna aOt frá Kákasus- fjöllum. Þau spor, sem þeir álíta sig finna þar efth- norræna menn, hafa auk- ið trú þeirra á að Ynglingasaga Snorra eigi við rök að styðjast, þótt hún sé ann- ars almennt álitin skáldskapur. Þetta séu Æsir, eins og Snoi-ri kallar þá. Þeir hafi lagt land undir fót á fyrstu öldum eftir Krist sökum rómverskrar ásóknar á heimahaga þeirra í Aserbædsjan við Kaspíahaf. Leið þeirra hafi legið um Rússland og inn á Skandinavíuskaga, þar sem þeir hafi komið sér fyrir þar sem nú er Sigtuna í Svíþjóð. Foringi þeirra hafi verið Óðinn, sem síðan í ald- anna rás hafi komist í guða tölu og orðið höfuðguð. Lilliestrpm álítur leiðarlýs- ingu Snorra svo nákvæma að hann hljóti að hafa haft kort og ekki megi gleyma að enn sé tO þjóð í Kákasus, sem kenni sig við Óðin. Siðaskiptin skekkja sögusýnina Heyerdahl og LOliestrom hafa áður hleypt fjöri í norskai- umræður með því að halda því fram að Kristófer Kól- umbus hafi siglt til suðurheimskautsins fimmtán árum áður en hann sigldi vest- ur um haf. LOliestrpm hefur haldið því fram að portúgalskir þrælakaupmenn hafi siglt tO Grænlands og eytt byggð- um norrænna manna þar og fengið þau svör að hann væri draumóramaður. Lilliestrpm álítur þó að þetta sýni f OKTÓBERMÁNUÐI árið 1965 fór frétt um að út væri að koma bók, þar sem birt væri landabréf, sem sannaði Vínlandsfund Leifs heppna, eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. f frétt Morgunblaðsins laugar- daginn 9. október, tveimur dögum áður en bókin kom út segir að vís- indamenn hefðu staðhæft að fund- ur Vínlandskortsins væri merkasti landabréfafundur aldarinnar til þessa. Kortið fannst árið 1957 og færði vísindamönnum heim sanninn um að fræðimenn suður í álfu hefðu haft spurnir af Vínlandsfundi Leifs heppna fyrir daga Kristófers Kólumbusar. Vakti gífurlegar deilur Kortið, ásamt rannsóknum vís- indamanna við Yale-háskólann í Bandarikjunum og fræðimanna hjá British Museum, var gefið út á bók undir heitinu The Vinland Map And The Tartar Relation og bókin endurútgefin fyrir fjórum árum, á 30 ára útgáfuafmælinu. Var endurútgáfunni fylgt úr hlaði m.a. með þeim orðum að fyrsta útgáfa kortsins árið 1965 hefði vakið gífurlegar deilur og að efnafræðilegar rannsóknir á bleki kortsins hefðu bent til að um föls- un væri að ræða, en við nýlegt mat á sönnunargögnum um uppruna kortsins hefði stoðum hins vegar verið rennt undir staðhæfingar um hið gagnstæða. I frétt Morgunblaðsins frá 9. október 1965 segir að talið hafi verið að Vínlandskortið hafl verið gert í svissnesku klaustri, en frá sjónarhóli sagnfræðinga skipti það þó meginmáli að það hail ver- ið teiknað eftir heimilduin sem taldar væru frá 13. öld eða jafn- vel enn eldri. Teldu vísindamenn því að kortið sannaði að norrænir menn hefðu þá þegar verið búnir að kanna strandlengju Norður- Ameríku að því marki að þeir gátu gert uppdrætti af svæðinu umhverfis St. Laurentflóa í Kanada.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.