Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 3 I dag hefst baráttan við heilsufarsvandamál næstu aldar \ Tíminn hefur áhrif á okkur öll. Fyrirhyggjuleysi í dag getur komið í bakið á okkur á morgun - í orðsins fyllstu merkingu. Bein okkar eru lifandi vefur sem inniheldur kalk. Við hreyfingarleysi og ófullnægjandi kalk- og D-vítamínneyslu eigum við á hættu að beinin eyðist hraðar og meira en óhjá- kvæmilegt er. Við köllum þetta beinþynningu. Við beinþynningu þynnist hin harða og þétta skurn beinanna og frauðbeiniö sem fyllir hol þeirra gisnar. Beinin verða stökk og brotna við minnsta átak. Hryggjaliðir falla auð- veldlega saman og líkaminn verður hokinn. Konur eru í þrefalt meiri hættu á að fá beinþynningu en karlar. Þær þurfa því að huga sérstaklega að mataræði sínu og hreyfingu. Farsælast er að byggja upp beinforöa sinn í uppvextinum, allt til þrítugs, ogtaka síðan upp þráðinn á ný á efri árum. Það sem gerir beinþynningu einkar hættulega er að hún er einkennalaus uns brotastigi er náð. Þá þarf að grípa til sértækra aðgerða sem oft koma að gagni. Ekkert jafnast þó á við árangursríkar forvarnir. Því skiptir miklu máli að ungt fólk fái kalk- og D-vítamín- ríka fæðu og nægilega og holla hreyfingu. Greining í tlma! „í dag er aiþjóðlegur beinverndardagur. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um beinþynningu. Hér á landi verða árlega um 1.300 beinbrot vegna beinþynningar og ef ekkert er að gert verður hún eitt helsta heilsufarsvandamálið á nýrri öld. Til að hægt sé að gríþa til viðeigandi ráðstafana í tíma er nauðsynlegt að vita hver staöan er. Beinþéttnimæling er einföld og sársaukalaus aögerð til að komast aö ástandi beinanna. Uþplýsingar um hana fást á næstu heilsugæslustöö. En hæfileg hreyfing, gönguferðir og sund, ásamt heilbrigðu mataræði er einfaldasta leiðin til að sporna við þessum alvarlega sjúkdómi." Ólafur Ólafsson, formaður Beinverndar BEINVERND Alþjóðlegur beinverndardagur 20. október 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.