Morgunblaðið - 20.10.1999, Page 28

Morgunblaðið - 20.10.1999, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Bruggað af fíngrum fram Hvalreki MYJVPLIST M o k k a MYNDVERK GÍSLI STEINDÓR ÞÓRÐARSON SIGURÐUR ÞÓR ELÍASSON Opið alla daga á tíma kaffihússins. Til 5. nóvember. Aðgangur ókeypis. ÞESSI öld gríðarlegra umskipta í mannheimi hefur jafnframt lokið upp mörgum hurðum er snerta mannssálina og undirvitundina. Ekkert hefur í jafn ríkum mæli stuðlað að því og myndmálið, sem verður æ stærri þáttur í daglegu lífí og er undir stöðugri krufningu. Hér kemur bæði til uppgötvun röntgen- geislanna í kjölfar ljósmyndarinnar, í lok síðustu aldar, sem og innsæi listamanna sem voru heillaðir af þessari tækni gegnumlýsingar hluta, jafti uppnumdir og þeir eru á síðustu tímum af nýjustu hátækni á sviði tölvunnar er opnar þeim ný og áður óþekkt svið. Hin teiknandi hendi mannsins er framlenging sálarinnar, sagði franski málarinn Matisse í upphafí aldarinnar, og voru það orð að sönnu. Við það má bæta að rissið og myndmálið er orðið nýtt og full- gilt lesmál við hlið bókmálsins og sjónmenntir jafngildar bókmennt- um, sem þær hafa raunar alltaf verið þótt sums staðar hafi mönnum alls ekld verið það Ijóst, jafnvel þótt hin mesta fjarstæða. Þá hafa menn upp- götvað að skapandi myndræn tján- ing afhjúpar innri tilfinningar og er kannski besta meðalið til að kanna sálarlíf sjúklinga, einkum ef veikindi þeirra eru geðræns eðlis eða með- fæddur galli, einhverfír og/ eða þroskaheftir. Menn hafa uppgötvað að geðsjúkir eru einstaklega hug- myndaríkir í myndrænni tjáningu og hafa oftar en ekki eðlislæga tilfinn- ingu bamsins lyrir litasampili, sem það tapar er fram líða stundir eins og svo mörgu upprunalegu, einkum þar sem svonefnd, siðmenning, hefur rutt sér rúms. Aður var vitað að í sumum tilfellum er biiið stutt milli snilligáfu og brjálsemi og sumir lista- menn hafa raunar lengstum verið með annan fótinn á geðsjúkrahúsum eða dvalið á þeim aímarkaðan tíma. Frá því Goethe leið hafa engir í jaih ríkum mæli rannsakað sálræn áhrif lita, forma og lína og módem- istar aldarinnar og má hér nefna þá Paul Klee og Max Emst, en sá síðar- nefndi var um skeið umsjónarmaður á geðsjúkrahúsi og fékk mikinn áhuga á myndrænni tjáningu sjúkl- inganna. Það er þetta beina sam- band við miðilinn sem þetta fók hef- ur í svo ríkum mæli sem er svo mikilvægt. Er einfaldlega að tjá sig á svipaðan hátt og það fyrsta sem ungabamið gerir þegar það fær blý- ant eða liti í hönd, er að fara eftir hrynjandi hjartsláttarins og geð- sveiflum sínum. Þessar hugleiðingar era settar á blað vegna sýningar tveggja vistmanna á sambýlinu að Lækjarási 8, á veggjum Mokka kaffi, þeirra Gísla Steindórs Þórðarsonar og Sigurðar Þórs Elíassonar. Báðir era þeir einhverfir, þroskaheftir og heymarlausii' og mætti í fljótu bragði álykta að heimurinn sé þeim lokuð bók. En svo er þó ekki því myndlist þeirra segir okkur að hér er um skyni gædda einstaklinga að ræða, þótt fullmikið hafi þeir ekki af því sem aðrir hafa og eðlilegir teljast. I Ijósi þess að hér er einungis um afrakstur eins námskeiðs að ræða, auk nokkurrar tilsagnar áður, er um eftirtektarverðan árangur að ræða sem vonandi verður til þess að myndsköpun verði stærri þáttur í lífi þeirra í framtíðinni. Opni þeim dyr sköpunargleðinnar og auðveldi jafnt læknum sem starfsfólki að þrengja sér nær vitundarlífi þeirra. Sýningin er líka sláandi dæmi þess hvemig unnt er að lesa í myndir þessa fólks, þótt ekki sé iyrir annað en á hve ólíkan hátt þeir nálgast miðla sína, eins og um tvö tungumál væri að ræða. Myndir Sigurðar Þórs era dimmar og byggjast á endur- teknu hryni, og hann notar mest finguma við gerð pastelmynda sinna, strýkur litina út með fingrun- um. Litavalið og styrkur áferðarinn- ar fer eftir líðan hans, þannig að hér era hinai' skynrænu kenndir á fullu líkt og hjá baminu. Gísli Steindór vinnur eftir íyrirmyndum, eftirgerir myndir í þá veru sem honum dettur í hug hverju sinni og era myndir hans með öllu glaðlegara yfirbragði, auk þess að lithljómurinn er ferskari. Eitt námskeið segir sjaldnast mikið um hæfileika viðkomandi, hvort sem um fatlað eða ófatlað fólk er að ræða, en sýningin staðfestir svo ekki verð- ur um villst gildi þess að halda skap>- andi athöfnum að fólki á þroskastigi þeirra Gísla Steindórs og Sigurðar Þórs. Bragi Ásgeirsson Tilvera undir sól, 1999. Leiðrétting Mynd snúið við VEGNA mistaka í vinnslu Lesbók- ar 2. október sl. var mynd af mál- verki Jóhönnu Bogadóttur, Tilvera undir sól, birt á hvolfi. Um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum er myndin birt aftur á réttum kili. í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, stendur nú yfir sýning á olíumálverkum Jó- hönnu, undir yfirskriftinni Frá Skeiðará til Sahara. Sýningin er op- in alla daga nema þriðjudaga kl. 12- 18 og henni lýkur sunnudaginn 24. október. LIST OG HÖJYNlJjV Thomas Hauffe HÖNNUN SÖGULEGT ÁGRIP Háskólaútgáfan 1999. Kilja, 198 bls. ÚT er komið yfirlitsrit um sögu hönnunar eftir þýska listsögufræð- inginn Thomas Hauffe, sem einnig bætti við sig félags- og hagsögu í Bochum. Er þannig um hámennt- aðan mann í þessum fræðum að ræða, doktor að auki, og fjallaði lokaritgerð hans um nýju þýsku hönnunina, á níunda áratugnum. Starfar að útgáfu bóka um listir og listasögu. Eðli hugtaksins hönn- un hefur lengi velkst fyrir Islendingum, hönnunar- saga er ekki til í íslenzku skólakerfi, frekar en sjón- menntasaga. Fyrir vikið má segja margar ófagrar sem skoplegar sögur af fáfræði landans, einna neyðarlegast er að fólk hefur í nýjungagimi farg- að og fleygt í haugana ómældum tonnum af ekta og fágætum hlutum, til að rýma fyrir nýjum og fjöldaframleiddum sem lítið hönnunar- minja og markaðsgildi hafa. Þá var hönnun bannorð í fataiðn- aði til skamms tíma, enda nær allar hugmyndir um snið og skreyti sóttar í er- lend vikurit og tízkublöð, og tíðkast því miður enn í alltof ríkum mæli. Verðmæti frum- legrar sköpunar í hönnun er þó óumdeilanleg og snjallir nafn- kenndir hönnuðir ytra hafa allar klær úti gegn eftirlíkingum, sumir með lögmenn á fullum launum, sem gera ekkert annað en að eltast við falsanir eins og ég hef endurtekið vísað til. Hér hafa menn hins vegar skjól af einangran og fáfræði til ýmissa vafasamra verka hvort tveggja í hönnun og myndlist, ásamt örmarkaði sem lengstum hefur skipt heiminn harla litlu. Ritið er eins konar hraðnámskeið í hönnun eða, Design, eins og menn nefna fyrirbærið í útlandinu, er sem slíkt hvalreki á fjörur óþolinmóðrar þjóðar á harðahlaupum eftir hrað- soðnum nýjungum og fróðleik í smáskömmtum, sem illu heilli ein- kennir kennslukerfið og gegnsýrir þjóðfélagið. En fagið sem hugtakið hefur fengið slíkan byr undir báða vængi ytra, að það er að skipa sér við hlið listasögu sem sjálfstæður geiri sagnfræði. Eins og segir í for- mála; „flæðir ört vaxandi fjöldi bóka um einstök svið hönnunar og hönnunarsaga er á bestu leið með að verða sjálfstæð fræðigrein eins og listasagan. Lengst á veg komin er þessi unga grein á Bretlandseyj- um og frá árinu 1977 hefur þar ver- ið starfrækt sérstakt félag um hönnunarsögu og óvíða er að finna jafn marga hönnunarsagnfræðinga. I öðram löndum eru það einkum listsagnfræðingar (listsögufræð- ingar), blaðamenn fagtímarita og jafnvel hönnuðirnir sjálfir sem fjalla um efnið“. Þar segir ennfrem- ur, að samanborið við listasöguna er framboðið af bókum um hönnun- arsögu takmarkað og áhugasamir eiga oft ekki annarra kosta völ en að ganga út frá afmörkuðu hönnun- arsviði og leita svo á náðir lista- sögubóka til að afla sér frekari þekkingar. Þrátt fyrir að ritið sé með minnsta móti eru efnistök og frá- gangur slíkur að skiptir sköpum um útgáfu listaverkabóka hér á landi, prentunin mjög góð og litmyndir skýrar þótt litlar séu, hins vegar tapa svart-hvítar myndir sér eðli- lega meira við slíka minnkun. Hér er dregin saman í hnotskurn viða- mikill fróðleikur eins og sjá má af efnisyfirlitinu; Hvað er hönnun/ Forsaga/Iðnbyltingin/ Umbóta- hreyfingar/ Upphaf módernismans/ Bylting og framúrstefna/Lúxus og vald/Viðreisn eftir strið/Góð hönn- un“ og „falleg hönnun“/Tilraunir og andhönnun/Eftir módemismann. Þá eru vel að merkja viðaukar: Orðaskýringar/ Afangar í sögu hönnunar/ Hönnunarsöfn og -sýn- ingar/ Ritaskrá/ Atriðaorðaskrá/ Nafnaskrá/ Myndaskrá. Er þannig jafnframt hafsjór skilvirkni við út- gáfu listaverkabóka og mikilvægur lærdómm- um þá hlið sem hérlendir hafa vægast sagt verið áttavilltir í til þessa. Það inniheldur meiri fróð- leik þótt ágripskenndur sé en margur íslenzkur doðranturinn og er afar handhægt og upplýsandi uppflettirit. Hér kemur glettilega vel fram hve víðtækt svið hönnunar er, en á því hef ég verið að hamra í áratugi í skrifum mínum og rekið mig á marga þykka og járnbenta veggi, myrkviði fáfræði og for- dóma. En nú er þetta loks komið á prent á landi hér, að auki frá út- landinu og ættu þá ýmsir vantrúað- ir að láta sannfærast. Um er að ræða svo mikilvægan áfanga um miðlun upplýsinga um gildi sjón- mennta og sjónmenntasögu að Hkja má við opinberan, skref inn í nýja öld, og ritið ætti að vera til á hverju heimili. Næsta vonlaust er að koma öllu að í almennri og knappri umsögn, og án þess að teygja lopann fram úr öllu valdi þar sem um frumútgáfu upplýsingarits um hönnun hér á landi er að ræða, en vitaskuld mun ritið verða vegið og metið er fram líða stundir og lengi skara umfjöll- un um sjónmenntir. Lýk skrifinu með upplýsandi upptalningu á um- fangi hönnunar, sem tekin er orð- rétt og athugasemdalaust úr ritinu; Ásýndarhönnun / Tölvuviðmóts- hönnun / Iðnhönnun / Híbýlahönn- un / Opinber hönnun / Tízkuhönnun / Bílahönnun / Grafísk hönnun / Hugmyndahönnun / Tölvustudd hönnun / Upplýsingahönnun / Um- búðahönnun / Samskiptahönnun / Framúrstefnuhönnun / Vélbúnað- arhönnun / Table-Top-hönnun Counter-hönnun / Róttæk hönnun / Fjölmiðlahönnun / Andhönnun / Endurhönnun / Kvikmyndahönnun / Hljómhönnun / Objekthönnun / Hugbúnaðarhönnun. Eins og fram kemur hefur ekki tekist að þýða öll heitin, og hér er að auki hægast að bæta ýmsu við svo sem samgöngu- hönnun, hönnun drauma og ímynda, jafnt í kvikmyndum leik- húsverkum sem bókmenntum al- mennt... Þýðingin er verk Magnúsar Diðriks Baldurssonar, en hér hef ég ekki samanburð. Þó kemur fram að hann hefur eðlilega lent í erfiðleik- um við að íslenzka ýmis sérheiti. Sérfræðileg ráðgjöf var í höndum Baldurs J. Baldurssonar. Bókin var uppranalega gefin út í Þýskalandi af DuMont-forlaginu í Köln og er prentuð á Italíu af Editorale Lloyd. Bragi Ásgeirsson Nýkomið í sölu stórglæsilegt 327 fm einbýli ásamt 32 fm bílskúr við Kjarrveg. Fallegar og vandaðar innréttingar, m.a. nýtt eldhús, glæsilegar stofur með arni, parket, flísar og falleg verönd með heit- um potti. Ahv. 11 millj. Verð 33 millj. (1161). Ýmsar gerðir framúrstefnu í almennri hönnun á öldinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.