Morgunblaðið - 20.10.1999, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.10.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 25 AP Lundúnaaugað RISAVAXIÐ Parísarhjól, sem hlotið hefur nafnið Lundúnaaug- að, hefur nú verið reist á syðri bakkaThames í London, gegnt þinghúsinu í Westminster, í til- efni komandi aldamóta. Hjólið vegur fímmtán hundruð tonn og er 173 metra hátt. Á því verður komið fyrir 32 „útsýnishylkjum" og er gestum heitið því að út- sýnið yfir borgina verði stórkost- legt. CIA neitar því að árásin á Súdan hafí verið mistök Washington. AP. GEORGE Tenet, yfirmaður banda- rísku leyniþjónustunnar CIA, við- urkenndi í fyrrakvöld að henni hefðu orðið á nokkur mistök á síð- ustu árum en neitaði því að sprengjuárás Bandaríkjamanna á lyfjaverksmiðju í Súdan á síðasta ári væri á meðal þeirra. „Við höfðum ekki rangt fyrir okkur,“ sagði Tenet og bætti við að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að árásin hefði verið tilefn- islaus. Bill Clinton Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina til að hefna sprengjuárása hermdarverka- manna á bandarísku sendiráðin í Kenýa og Tansaníu sem urðu 224 að bana, þeirra á meðal tólf Banda- ríkjamönnum. Bandaríkjastjórn hefur haldið því fram að verksmiðjan í Súdan hafi framleitt efnavopn og tengst Sádi-Arabanum Osama bin Laden, sem er grunaður um að hafa staðið fyrir hermdarverkunum. Stjómin í Súdan neitar því að verksmiðjan hafi tengst efnavopnaframleiðslu, svo og sádi-arabískur kaupsýslu- maður er segist eiga verksmiðjuna og hefur hótað að höfða mál gegn Bandaríkjunum. Jórdanskir og breskir verkfræðingar, sem reistu og ráku verksmiðjuna, segja einnig að hún hafi ekki verið búin nógu háþróuðum tækjum til að geta framleitt efni til hemaðar. Valdi ekki rangt skotmark Tenet neitaði því að CIA kynni að hafa valið rangt skotmark í Súd- an, eins og í loftárásunum á Júg- óslavíu þegar sprengju vai- varpað á kínverska sendiráðið í Belgrad. „Ég afsaka ekki þau mistök leyni- þjónustunnar sem leiddu til sprengjuárásarinnar á kínverska sendiráðið," sagði hann. „Við vitum núna hvað fór úrskeiðis og höfum gert viðeigandi ráðstafanir.11 Tenet viðurkenndi einnig að kjarnorkutilraunir Indverja á síð- asta ári hefðu komið CIA í opna skjöldu en bætti við að þrátt fyrir slík mistök væri engin ástæða til að véfengja upplýsingar leyniþjónust- unnar um starfsemi verksmiðjunn- ar í Súdan. Gagnrýni á svissneskan þjóðernissinna kyndir undir kosningabaráttunni Sagður hafa tekið undir afneitun helfararinnar Ziirich. Reuters. ÁSAKANIR um að einn bezt þekkti stjórnmálamaður Sviss hafi lofað bók eftir höfund sem heldur því fram að helför nazista gegn gyðingum hafi aldrei átt sér stað hefur hleypt óvæntu lífi í daufa kosningabaráttu fyrir þingkosning- ar sem fram fara í landinu um kom- andi helgi. Blocher, sem á sæti á þingi, fer fyrir Svissneska þjóðarflokknum (SW) í Ziirich-kantónu. Skoðana- kannanir benda til að flokkurinn vinni talsvert á í kosningunum. Pólitískir andstæðingar Blochers, sem eru ófáir, hafa gert að umtalsefni bréf nokkurt, sem Blocher skrifaði fyrir tveimur árum til stuðningsmanns í þakkarskyni fyrir bók sem hann hafði sent hon- um. Bókin er eftir Júrgen Graf og ber titilinn „Um hnignun sviss- nesks frelsis". Graf þessi hefur ít- rekað vakið athygli með því að halda því fram að helförin gegn gyðingum sé uppspuni. Hann hefur hlotið dóm fyrir að brjóta gegn svissneskum lögum sem banna kynþáttamismunun. „Hann hefur rétt fyrir sér,“ skrifaði Blocher í hinu stutta þakk- arbréfi, sem svissneskt dagblað kom höndum yfir og birti í vikunni. Þetta telja andstæðingar Blochers til vitnis um að hann aðhyllist ekki þau gildi lýðræðisins, sem séu grundvöllur svissneskrar stjóm- málahefðar. Segir ásakanir kosningaáróður Blocher staðhæfir að hann hafi aldrei lesið bókina, heldur aðeins lagt út af titli hennar í umræddu bréfi, sem skrifað hafi verið í skyndi. Þessi ummæli Blochers urðu skopmyndateiknara tilefni til að teikna mynd af honum með bók Adolfs Hitlers, „Mein Kamj>f‘, í hendi, með þessi orð á vör: „Eg hef aldrei lesið bókina, en titillinn er fínn.“ Blocher segir ásakanirnar á hendur sér ekkert annað en óm- erkilegt skítkast. „Það er varla nokkur annar maður sem er eins skeleggur málsvari lýðræðisins og ég,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á mánudagskvöld. „Þetta er kosn- ingaáróður sem á rætur að rekja til ótta hinna stjómmálaflokkanna við eigin ófarir [í kosningunum], vegna þess að þeir hafa ekki gert neitt í þágu svissnesks frelsis, vegna þess að þeir hafa ekki staðið sig í að verja hagsmuni Sviss, vegna þess að þeir hafa stöðugt hækkað skatta og vegna þess að þeir hafa ekki leyst úr þeim vanda sem felst í mis- notkun flóttamannalaganna," sagði Blocher. Hann er harður fylgismaður hlutleysis Sviss og andstæðingur nánari tengsla við Evrópusam- bandið og finnur auknum straumi innflytjenda flest til foráttu, svipað og Jörg Haider, sigurvegari nýafst- aðinna kosninga i Austurríki. Baöinnréttingar og hreinlætistæki Fyrir stærstu sem smæstu baðherbergi. Mánud.-föstud. 9-18 Laugard. 10-14 Síbumúla 34 Viá Fellsmúla Sími 588 7332 Fax 588 7335 férslunin.is http://www. Innréttingar m—log tæki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.