Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT AP Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ásamt Sama Banya, utanríkisráðherra Sierra Leone. Hún er með í fanginu þriggja ára gamalt barn, sem misst hefur annan handlegginn vegna stríðs- átakanna í landinu. Madeleine Albright í sex daga Afríkuferð Hét stuðningi við upp- byggingu í Sierra Leone Bamako, Abuja. Reuters. MADELEINE Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, ræddi við stjómvöld í þremur AMkuríkj- um í fyrradag og kom til þess fjórða í gær. Mun hún alls koma til sex ríkja í Afríkuferðinni, sem lýkur í Tansaníu þar sem hún verður við- stödd útför Julius Nyerere, íyrr- verandi forseta landsins. Albright hóf Afríkuferðina í Gu- ineu þar sem hún átti viðræður við Lansana Conte, forseta landsins, sem hún þakkaði fyrir að hafa skot- ið skjólshúsi yfir hundruð þúsunda flóttamanna frá Sierra Leone og Líberíu. Því næst lá leið hennar til Freetown í Sierra Leone þar sem hún átti fund með forsetanum, Ahmad Tejan Kabbah, og leiðtog- um tveggja helstu skæruliðahreyf- inganna í landinu, Foday Sankoh og Johnny Paul Koroma. Að sögn bandarískra embættismanna sagði hún þeim, að það væri í þeirra valdi að stöðva manndrápin í landinu og tilkynnti, að skuldir Sierra Leone við Bandaríkin, tæplega fimm mili- jarðar kr., yrðu afskrifaðar ef stjórnvöld fylgdu efnahagsáætlun- um IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Auk þess myndu Bandaríkin láta rúmlega fjóra milljarða kr. af hendi rakna til uppbyggingar í landinu að loknu borgarastríðinu. Albright lauk mánudeginum með því að koma við í Malí en í gær kom hún til Nígeríu þar sem hún ætlaði að vera í tvo daga. Þar mun hún ræða við Olusegun Obasanjo for- seta en hann var kjörinn í embættið í maí. Var þar með bundinn endi á 15 ára herstjóm í landinu. Nígería er fjölmennasta ríki í Afríku. A fimmtudag fer Albrighttil Kenía og þaðan til Tansaníu. Opinberir starfsmenn í Þýskalandi Mótmæla niður- skurðaráformum stjórnar Schröders Reuters. Lögreglumenn í Berlín voru meðal þeirra opinberu starfsmanna sem mótmæltu niður- skurðaráformum ríkisstjómar Gerhards Schröders. Berlín. Reuters. Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, stóð í gær frammi fyr- ir nýrri mótlætis- bylgju, er allt að 100.000 opinberir starfsmenn tóku á götum Berlínar þátt í mótmælum gegn sparnaðaráformum ríkisstjórnarinnar. Þessi nýjustu mót- mæli koma í kjölfar þess að kanzlarinn virtist ætla að sveigja frá þeirri einörðu miðjustefnu sem hann hefur fylgt fram að þessu, til að friða há- væran vinstriarm Jafnaðarmanna- flokksins. Schröder hefur lýst stuðningi - með lyrir- vörum þó - við nýja áætlun hins áhrifa- mikla verkalýðsfélags IG Metall um að lækka eftirlaunaaldur í því skyni að bæta atvinnuhorfur ungs fólks. Hugmyndum af þessu tagi hafði Schröder lýst sem efna- hagslegri fásinnu nokkrum dögum áður. Hann hefur líka fallizt á að taka tillögu vinstrimanna í flokkn- um um sérstakan „milljónamær- ingaskatt" á dagskrá flokksþings í desember, þrátt fyrir að hafa áður lýst yfir andstöðu sinni við slíkan skatt. „Meginvandi þessarar ríkis- stjórnar er ekki handvömm í vélar- rúminu, heldur sú óvissa sem ríkir um stefnu skipstjórans," skrifaði viðskiptatímaritið Handelsblatt í leiðara og tók þar með undir gagn- rýni Der Spiegel, sem segir Schröder hafa virzt svo ákveðinn og stefnufastan í sumar, en núna væri hann hopandi, sýndi fát og reyndi að slá hlutum á frest. Gagnrýni frá talsmönnum vinstrivængs SPD á „Blair-lega“ miðjustefnu Schröders hefur öll færzt í aukana eftir röð ósigra flokksins í kosningum til hérað- sþinga á undanförnum vikum. Saksóknarinn í málum Bills Clintons segir af sór Aðstoðarmaður Starrs tekur við rannsókninni Washington. Reuters. KENNETH Starr hefur látið af störfum sem sjálfstæður saksóknari og helsti aðstoðarmaður hans, Robert Ray, hefur verið skipaður í hans stað til að ljúka rannsókninni á málum Bills Clintons Bandaríkja- forseta og eiginkonu hans. Ray sór embættiseiðinn íyrir luktum dyrum í dómsal í Washing- ton á mánudag og lofaði að ljúka rannsókninni með „skjótum, ábyrg- um og hagsýnum hætti“. Hann hét því einnig að rannsóknin yrði „ítar- leg og sanngjöm“. Rannsókn Starrs stóð í rúm fimm ár og kostaði rúmar 47 milljónir dala, andvirði 3,3 milljarða króna. Hún beindist í fyrstu að viðskiptum Clintons og eiginkonu hans þegar hann var ríkisstjóri Arkansas á síð- asta áratug en varð æ umfangs- meiri. Starr rannsakaði m.a. hvort Clinton hefði framið meinsæri og lagt stein í götu réttvísinnar til að leyna sambandi sínu við Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. Rannsóknin varð til þess að fulltrúadeild Bandaríkja- þings höfðaði mál á hendur forset- anum til embættismissis en öld- ungadeildin sýknaði hann í febrúar. Rannsókn tveggja mála enn ólokið Ray á að ganga frá lokaskýrslu um rannsóknina og rannsaka tvö mál sem hafa ekki enn verið leidd til AP Robert Ray ásamt konu sinni, Kristen, eftir að hann sór embættiseið sem eftirmaður Starrs. lykta. Annað þessara mála snýst um hvort Hillary Clinton hafi borið ljúgvitni um brottvikningu starfs- manna ferðaskrifstofu Hvíta húss- ins, en hitt um hvort Nathan Lan- dow, auðugur verktaki frá Maiyland sem safnaði fé fyrii- de- mókrata, hafi reynt að hafa áhrif á vitnisburð KatMeen Willey, sem sakaði forsetann um kynferðislega áreitni. Starr varði störf sín í afsagnar- bréfinu en kvaðst telja heppilegra að nýjum manni yrði falið að stjóma rannsókninni þar sem hún hefði ver- ið „persónugerð" um of, einkum vegna deilunnar um málshöfðunina. Rússnesk stjórnvöld eru andvíg öllum breytingum á ABM-samningnum Yarað við nýju vígbún- aðarkapphlaupi RÚSSAR hafa varað við nýju víg- búnaðarkapphlaupi í heiminum vegna tillögu Bandaríkjastjórnar um breytingar á samningnum sem takmarkar varnir gegn langdræg- um eldflaugum (ABM). Rússar segja að ABM-samningurinn sé undirstaða þeirra afvopnunar- samninga sem gerðir hafa verið á síðustu 25 árum og að þeir kunni að þurfa að smíða ný kjarnavopn verði honum breytt. Tillaga Bandaríkjastjórnar hef- ur valdið miklu uppnámi meðal stjórnmálamanna og yfirmanna hersins í Rússlandi. Þeir segja að verði tillögunni haldið til streitu grafi hún undan öllu því sem áunnist hefur í afvopnunarmálum frá því ABM-samningurinn var undirritaður árið 1972. „Allir þeir samningar sem hafa verið undir- ritaðir eða undirbúnir verða í hættu - þ.e. START-1, START-2 og viðræðumar um START-3,“ sagði Vladímír Jakovlev, yfirmað- ur kjarnorkuherafla Rússlands. Bandaríkjastjórn vill breyta ABM-samningnum þannig að Bandaríkin og Rússland geti kom- ið upp varnarkerfum til að verjast hugsanlegum kjarnorkuárásum ríkja eins og Norður-Kóreu. Hún hefur boðist til að aðstoða Rússa við að koma upp eigin varnarkerfi en stjórnin í Moskvu hefur ekki enn svarað því tilboði. Rússar segja að Bandaríkja- menn ýki hættuna á kjarnorkuár- ásum nýrra kjarnorkuvelda og óttast að markmið þeirra sé að byggja upp varnir gegn hvers konar kjarnorkuárásum. Það myndi þýða að rússnesku kjarna- vopnin yrðu gagnslaus. Bandaríska þingið staðfesti START-2 samninginn árið 1996 en hann hefur ekki verið staðfest- ur í Dúmunni, neðri deild rúss- neska þingsins, vegna andstöðu kommúnista og þjóðernissinna, sem segja hann stofna öryggis- hagsmunum landsins í hættu. Samkvæmt samningnum á að fækka kjarnavopnum ríkjanna um helming og hvoru þeirra verður leyft að halda 3.000-3.500 kjarna- oddum. Verði samningurinn staðfestur í Dúmunni greiðir hann fyrir nýj- um samningi, START-3, sem kveður á um að kjarnaoddunum verði fækkað í allt að 2.000 á hvort ríki. Rannsóknafe í eigin neyslu París. AFP. FYRRVERANDI yfirmaður franskrar krabbameinsstofnun- ar var dæmdur í gær í fjögurra ára fangelsi og til að greiða háa sekt fyrir að hafa dregið sér hundruð milljóna ísl. kr. af fé, sem gefíð var til krabbameins- rannsókna. Jacques Crozemarie veitti for- stöðu mjög stórri hjálpar- og krabbameinsstofnun, ARC, og var hann fundinn sekur um að hafa misfarið með 2,3 til 3,4 millj- arða króna. Svarar það til tveggja þriðju þeirra framlaga, sem stofnuninni bárust frá 3,5 milljónum manna. Var hann einnig dæmdur til að greiða um 17 milljónir íslenskra króna í sekt. Rétturinn fann einnig24 menn aðra seka um svik, þar á meðal Michel Simon, forstjóra eignar- haldsfélagsins IDH. Var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi og til að greiða sömu sekt og Crozemarie. Dómar yfir öðrum voru minni. Voru þeir Crozema- rie og Simon sagðir hafa staðið saman að fjárdrættinum. Sagt er, að Crozemarie hafi notað féð, sem hann stal, til að endurnýja húseignir sínar, í ferðakostnað og í laun fyrir þjón- ustufólk og til að halda uppi hjá- konum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.