Morgunblaðið - 20.10.1999, Side 39

Morgunblaðið - 20.10.1999, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 3% ___________UMRÆÐAN_ Beinþynning - faraldur 21. aldar f DAG, 20. október, er alþjóðlegi bein- vemdardagurinn. Hann er haldinn til að vekja athygli á bein- þynningu sem rætt er um sem faraldur 21. aldarinnar. Hérlendis verða a.m.k. 1.000 ein- staklingar árlega fyiir beinbrotum sem rekja má til beinþynningar. Hvert slíkt brot er þjóðfélaginu dýrt í formi útgjalda til með- ferðar og endurhæf- ingar, en ekki síður vegna þjáninga, vinnu- taps og félagslegra erfiðleika sjúklinganna. Oft er rætt um beinþynningu sem hinn þögla sjúkdóm vegna þess að hún hefur fengið minni umfjöllun en margir aðrir dramatískari sjúkdómar og einnig vegna þeirrar staðreyndar að sjúklingarnir hafa iðulega borið þjáningar sínar í hljóði. Þetta er í fjórða sinn sem alþjóðadagur beinvemdar er hald- inn, en fyrsta sinn sem Island tekur virkan þátt. Það era Alþjóða- samtök beinþynningar (IFO) sem standa að deginum í samvinnu við Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunina (WHO), en Gro Har- lem Brandtland fram- væmdastjóri WHO hefur lýst því yfir að nauðsynlegt sé að gera tillögur um að- gerðir á heimsvísu til að sinna forvömum og meðferð beinþynningar. Beinvemd, sem er landssamtök áhugafólks um bein- þynningu, var stofnuð 12. mars ár- ið 1997. Formaður Beinvemdar er Ólafur Ólafsson formaður Félags eldri borgara og fyrrverandi land- Beinvernd Sjúklingarnir, segir Anna Björg Aradóttir, hafa iðulega borið þján- ingar sínar í hljóði. læknir. Markmið Beinvemdar era: að vekja athygli almennings og stjómvalda á beinþynningu; að standa að fræðslu og rannsóknum um orsakir, meðferð og leiðir til vamar beinþynningu; og að eiga samskipti við erlend félög á svipuð- um grandvelli. Beinvemd hefur m.a. staðið fyrir kynningu og fræðslu um beinþynningu, bæði fyrir almenning og heilbrigðisstétt- ir. Gefnir hafa verið út tveir bæk- lingar, annar fjallar almennt um orsakir og áhættuþætti beinþynn- ingar, en hinn um líkamsrækt og Anna Björg Aradóttir beinþynningu. í nóvember á sl. ári var haldinn samráðsfundur um for- vamir og meðferð beinþynningar þar sem m.a. var rætt um umfang vandamálsins og greiningu þess, en meiri gaumur gefinn að því hvernig hægt er að veijast sjúk- dómnum. Þar var t.d. fjallað um mikilvægi kalks og D-vítamíns í fæðunni, gildi líkamsræktar, og það að forðast reykingar og neyta áfengis og kaffis í hófi. Stofnaðar hafa verið svæðisdeildir í öllum landsfjórðungum til að ná betur til íbúanna þar og virkja á þann hátt fleiri í baráttunni gegn beinþynn- ingu. Það er von okkar í samtökunum Beinvemd að viðburðir dagsins veki athygli sem flestra og menn verði þannig fróðari um beinþynn- ingu og hvemig megi verjast henni. Höfundur er stjórnarmaður í sam- tökunum Beinvernd. HAGFISKUR - hagur heimilinna 5677040 Rækja, humar, hörpuskei.ýsa.lúða.siungur.laxofi. FRI HEIMSENDING lief hafiö sölu á glæsilegum samkvæmisfatnaöi, pilsum, drögtum og toppum frá f Ronald Joyce London. f 3 'A Ra^Iia, Garðatorgi. sími 565 6680 Opið kl. 9-16. lau. kl. 10-12 ! FBA og lýð- ræðismálin VIÐ stöndum nú frammi fyrir mikilli umræðu og uppstign- ingu kvenna í átt til lýðræðis. Get ég ekki orða bundist með að segja frá reynslu minni af þeim málum. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (FBA) er í sókn á fjármála- markaðnum. Þar er ungt fólk um borð og slagorð bankans er „FBA - ný hugsun, nýjar leiðir, tækifæri fýrir þig!“ Þegar ég fór af stað að finna mér nýtt starf, valdi ég FBA m.a. vegna þess að mér fannst verkefnin þar spennandi og ólík fyrri störfum mínum. Að ekki sé talað um það hvað mér finnst liturinn fallegur á merkinu, „þessi blái“ enda er eld- húsið mitt í sama lit. Ég kastaði veiðarfæram mínum út til þeirra. Með menntun mína og starfsferil á önglinum og FBA beit á agnið. Eg var ráðin í deild hjá FBA sem heitir reikningshald og áætl- anir. Þar era bara starfandi konur og hefur deildin stundum verið kölluð saumaklúbburinn. Eftir að hafa starfað í deildinni í stuttan tíma, fann ég það að yfir- maður saumaklúbbsins (kona) hafði samþykkt ráðningu mína, en ekki þátttöku mína í saumaklúbbn- um, vegna fyrri starfa minna. Þetta fékk ég staðfest þegar í ljós kom að fela átti starfsferil minn í kynningunni um mig, sem starfs- mann FBA á Netinu. Það er mín skoðun að mér hefði ekki verið boðið upp á þetta, nema vegna þess að ég er kona. Þegar ég gaf þetta ekki eftir var ekki um annað að ræða af hennar hálfu, en að ég hætti störfum hjá FBA. Ég á glæsilegan 15 ára starfsfer- il að baki m.a sviði stjórnunar, ásamt ýmsu öðra, hjá Islands- banka hf. En þar era konum og körlum gefin jöfn tækifæri til þess að njóta sín í starfi. Framkoman sem ég hef sagt frá hér, gæti hafa tíðkast á tímum Brí- etar Bjarnhéðinsdóttur. En eins og flestum er kunnugt, barðist hún iyrir kosningarétti íslenskra kvenna fyrr á öldinni. Nú lifum við rétt fyrir aldamótin 2000. Og ráðstefnu Hillary Rod- ham Clinton um konur og lýðræði við árþús- undamótin er nýaf- staðin. Þjóðin hefur öll hlýtt á þau fögra orð, sem sögð vora á þing- inu um bættan hag kvenna og aukinn byr í segl þeirra á leið til jafnræðis. Finnst mér þessi reynsla mín ekki í nokkra samræmi við þær væntingar sem gerðar era til lýðræð- ismála. í þessu sambandi bendi ég á bók Halldórs Laxnes „Sjálfstætt fólk“ og sérstaklega á það hvernig Bjartur í Sumarhúsum leitaði ár- Jafnrétti Fela átti starfsferíl minn, segir Sara Franks, í kynningunum um mig sem starfs- mann FBA á Netinu. angurslaust að rollunni sem konan hans át í heilu lagi, þegar hann var að heiman, vegna þess að hún var svo svöng. Höfundur er bankamaður. SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Oðrntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Sara Franks - • # Námskeið fremstu sérfræðinga á sviði áfallahjálpar og sálrænnar skynaihjálpar. SLYSAVARIUAFELAGID LAIUDSBJORG Landssamband björgunarsveita Þrír bandarískir sérfræöingar á sviöi váhrifa- meðferðar og áfallahjálpar munu halda fjögur tveggja daga námskeið og einn fyrirlestur dagana 28.-31. október 1999. George S. Everly og Jeffrey T. Mitchell eru íslendingum að góðu kunnir en þeir heimsóttu ísland í tvígang á síðasta ári til námskeiðshalds. Sérstök athygli er vakin á námskeiðinu Áfallahjálp fyrir börn en þar er fjallað um það hvernig veita má börnum nauðsynlega aðstoð í kjölfar sálrænna áfalla. Kennarar og aðrir sem fást við börn í daglegu starfi sínu er sérstaklega bent á þetta námskeið sem kennt er af færustu sérfræðingum heims á þessu sviði. Hér er um einstakt tækifæri að ræða sem áhugamenn um áfallahjálp ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Námskeiðin verða haldin á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Skráning og upplýsingar eru á skrifstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar í síma 570 5900 < - 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.