Morgunblaðið - 20.10.1999, Síða 50

Morgunblaðið - 20.10.1999, Síða 50
150 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens SAGT ERAÐ KETTIR SKYNJI I ÞEGARILLT ER k FERD Á W -------------- - uppáhaldið mitt! - ávextir, ostur, samlokur, kaefa. Aha, skinka Látum okkur sjá, hvaS erum við með hérna - Ljóska Ferdinand 4 WHEH YOU GRADUATe/nO, I ^ FROM HIGH 5CH00L, / DON'T | DOE5 50MEONE 6IVE THINK ) ^ VOU A BICYCLE? 50.. J 6RAMPA 5M5 WHEN HE 6RADUATEP, 50MEONE 6AVE HIM _A FOUNTAIN PEN.. B-ZH- G& g#, «’»*'! teg Gefur einhver manni Nei, það reiðhjól þegar maður held ég klárar grunnskóiann? ekki. Afi segir að þegar hann útskrifaðist þá gaf einhver honum blekpenna. Það væri flott að fá rautt reiðhjól. Hann sagði að það hefði verið rauður blekpenni. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Að ganga niður Austfírði Frá Vigfúsi Ingvari Ingvarssyni: NEI, þetta er ekki um virkjanamál heldur nokkrar ábendingar um málfar. Ég heyrði brot úr þættin- um, „Ut um græna grundu", laug- ardagsmorguninn 9. október, sem er raunar fjölbreyttur og áhuga- verður þáttur. Málfar þar er víst ekki verra en almennt í fjölmiðlum en ég get ekki stillt mig um að nefna orðfæri í nefndum þætti. Viðmælandi var að lýsa ferðalagi um Austfirði og talað var um að hópurinn hefði „gengið úr Njarð- víkum niður Austfirði." Aðeins ein Njarðvík er á Austurlandi en Njarðvíkur eru við sunnanverðan Faxaflóa en það er víst ekki í fyrsta sinn sem þessi ruglingur heyrist. En það var þó þetta að „ganga niður Austfirði" sem varð kveikja þessara orða. Að ganga einhvern niður merkir samkvæmt minni málvitund að svo geyst sé gengið og óvarlega að einhver sem fyrir verður falli og sé jafnvel troð- inn undir. En þetta var nú ekki það sem átt var við heldur hafði flokkur fólks gengið suður með Austfjörð- um (eða suður Austfirði). Það er furðuleg árátta fólks nú síðari árin að apa úr ensku að segja niður í staðinn fyrir suður. Þetta orðalag þekkir fólk svo sem líka úr dönsku og líklega fleiri tungumálum en það fer ákaflega illa í íslensku, í fjöllóttu landi, þar sem rótgrónar venjur eru um að upp og niður í áttatilvísunum tengist halla á landi eða frá og að sjó en ekki norður og suður. Áðurnefnd Njarðvík er við Borgarfjörð, hefur víst heitið Nærvík til forna eins og rök hafa verið færð íyrir, m.a. með tilvísun til norskra örnefna, enda sú vík sem næst er Borgarfirði en nokkr- ar aðrar eru sunnan hans og fjær. Með nafn fjarðarins var einnig far- ið rangt eins og raunar er alsiða í fjölmiðlum. Hann heitir ekki Borg- arfjörður eystri heldur aðeins Borgarfjörður en ef ekki er aug- ljóst að um Borgarfjörð í N-Múla- sýslu er að ræða er bætt við at- viksorðinu „eystra“, þ.e. sá Borg- arfjörður sem er „fyrir austan“. Þetta „eystra" beygist ekki enda ekki lýsingarorð. En fyrst minnst var á (ekki „talandi um“) enskuskotið orðalag kemur mér í hug nýr faraldur sem felst í því að nota orðið „einhver" í merkingunni „um það bil“. Furðu- legt er þegar fólk segir t.d.: Þetta kostar „einhver þrjúþúsund“ (some three thousands). Óþarfi er að inn- leiða þessa merkingu orðsins ein- hver því nóg er af íslenskum orðum og orðasamböndum sem tjá þessa ónákvæmni, t.d. „nálega,“ „á að giska,“ eða „hér um bil“. Enska orðið „debriefing" er not- að um fund þar sem fólki gefst kostur á að tjá sig varðandi nýliðna atburði eða aðgerðir, t.d. björg- unaræfingu eða einhverja erfiða reynslu. Ég hef ekki heyrt þýðingu á þessu en dettur í hug að kalla þetta „viðrun“. Ef til er betra orð um þetta væri gott að það kæmi fram. Miklu varðar um framtíð ís- lenskrar tungu og þar með þjóð- emisins og samhengis menningar okkar að rækt sé lögð við íslensk- una og vel sé þeim sem leggja sig fram við að tala fjölbreytt og vand- að mál. VIGFÚS INGVAR INGVARSSON, Mánatröð 18, Egilsstöðum. Einfalt mál Frá Þorsteini Guðjónssyni: EKKI linnir deilunum um „alda- mótin“ og ekki virðast málin skýr- ast við þær deilur, svo að dugi. Vissulega hafa ýmsir skrifað vel og skipulega, en þó er enn verið að klappa steininn. Mér hefur dottið í hug, hvort ekki væri hægt að ein- falda málið. Þegar ég sat við það fyrir rúm- um sextíu árum - nepja var úti og kuldaleg kreppuára-skýin - að stauta á Almanakið, þá stóð þar á forsíðu 1936, en á 2. síðu voru mál- in skýrð: „Á þessu ári teljast liðin vera: frá fæðingu Krists 1936 ár, frá upphafi íslandsbyggðar 1062 ár, frá stofnun allsherjarríkis á ís- landi 1006 ár, o.s.frv. Þarna er ekki sagt „eru liðin“ þetta mörg ár, heldur „teljast", af tillitssemi við þá, sem vildu ímynda sér eitthvað sérstakt. Það stendur EKKI, að ár NÚMER þetta eða hitt byrji 1. janúar, held- ur að (einhverntíma) á því ári verði sá tíma-punktur, að liðin verði frá hinni áætluðu fæðingu Krists: 1936 ár. Alþingi íslendinga varð 1006 ára í júní 1936, Kristur var talinn 1936 ára í desember, samkvæmt út- reikningi Dionysiusar Exiguusar munks. Þessvegna gat Ólafur Dan Daní- elsson stærðfræðingur með góðri vísinda-samvisku sett á forsíðuna: 1936. Það var einfalt mál og ekkert rifrildi varð. Það verður fróðlegt að sjá hvort Númersmenn gera nokkra tilraun til að svara okkur Ólafi Daníels- syni. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.