Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 33
urlusonar
rtil
míboði
aðeins að því, sem erfítt sé að sýna
fram á, sé einfaldlega hafnað, rétt eins
og gerst hafi með Vínlandskortið og
Kensington-steininn, sem síðan hafi
verið úrskurðuð sem upprunalegar
heimildir. Hann rifjar upp að það hafi
vakið mikla athygli og ólgu þegar Vín-
landskortið, þar sem segir frá Vín-
landsfundi Leifs heppna, hafi verið úr-
skurðað upprunalegt. Margir hafi tekið
það óstinnt upp að Kólumbus væri
sviptur heiðrinum.
Heyerdahl hnykkir á að Leifur hafi
komið til Vínlands um 500 árum á und-
an Kólumbusi, en ekki í landaleit held-
ur sem kristinn trúboði. Lilliestrpm
bendir á að Vínlandskortið frá 1440
hafi einmitt verið gert til að sýna fram
á hve kirkjan hafi
snemma náð frá Kína í
austur til Ameríku í vest-
ur. TOgátu sína um
portugölsku þrælasalana
segist hann byggja á
páfabréfi frá 1448, þar
sem segi frá þessum at-
burðum.
Heyerdahl er á því að
siðaskiptunum megi að
mörgu leyti kenna um
hve elsta saga norrænna
manna sé óljós. Með
þeim hafi Norðurlöndin
fallið í ónáð hjá páfastóli
og um leið verið dregið
úr vægi þeirra í mann-
kynssögunni. Ymsar
heimildir séu þó enn
varðveittar í skjalasafni
páfagarðs og einnig séu
til margar mikilvægar
arabískar heimildir um
norrænar miðaldir. „Þar
hef ég skoðað mikið efni
sem flestum er ókunn-
ugt,“ segir Heyerdahl.
Að sögn þeirra Heyer-
dahl og Liiliestrom von-
ast þeir til að bókin veki
upp umræðu og bæti við vitneskju
manna. „Tilgangur okkar er ekki að
leggja fram nýtt fræðirit, heldur ýta
undir nýjar hugmyndir og umræður
um mikilvæg tímabil og heimildir um
sögu okkar,“ segir Heyerdahl að lok-
um.
Fornleifafræðingur og sægarpur
^ Thor Heyerdahl er nýorðinn 85 ára
og hefur á langri starfsævi orðið
þekktur sem fornleifafræðingur og sæ-
garpur. Kenningar hans um sjóferðir
fyrri tíma hafa á stundum þótt ævin-
týralegar, rétt eins og leiðangrarnir
frægu sem hann fór yfir Kyrrahafið á
balsaviðarflekanum Kon-Tiki og yfir
Atlantshafið á sefbátunum Ra I og Ra
H.
Árið 1951 fékk Heyerdahl Óskars-
verðlaun í flokki heimildarmynda fyrir
mynd sem hann gerði um Kon-Tiki-
leiðangurinn árið 1947, en í ferðinni
Iagði hann að baki átta þúsund kíló-
metra á balsaviðarflekanum Kon-Tiki,
frá Perú til Pólýnesíu. Heyerdahl
sigldi ásamt fímm félögum sínum í
þeim tilgangi að sanna þá kenningu
sína að íbúar Kyrrahafseyja hefðu get-
að komið frá Suður-Ameríku en ekki
frá Suðaustur-Asíu.
Heyerdahl hefur skrifað fjölda bóka
um leiðangra sína og sett fram kenn-
ingar um sjóferðir fyrri tíma en sú
kenning hans sem hefur mestan hljóm-
gi-unn fengið, er kenning hans um upp-
runa Pólýnesíumanna, sem Kon-Tiki-
leiðangurinn var einmitt farinn til að
sýna fram á.
Undanfarin ár hefur Heyerdahl búið
á Tenerife, einni eyja Kanaríeyja, með
eiginkonu sinni sem hann hitti fyrir
tæpum áratug á Kanaríeyjum.
Heyerdahl kom hingað til lands um
síðustu jól og dvaldi hér í eina viku,
m.a. til að kynna sér Islendingasögurn-
ar og ræða við íslenska fræðimenn í
þeim tilgangi að aíla sér vitneskju um
siglingar norrænna manna um Atlants-
hafið fyrr á öldum.
S?
Arkitekt íslenska sendiráðsins segir mikla reynslu að vinna að stóru heildarverkefni
Við hönnun sendiráðsins þurfti
að hugsa lóðrétt - ekki lárétt
Morgunblaðið/NORDFOTO
Unnið var hörðum höndum við frágang á ldð sendiráðanna í gær. Hér er
norski listamaðurinn Finn Schjoell að koma fyrir bldmaskreytingu.
Ólafssonar og húsgögnin í Desformi.
Líparítið var sagað í Steinsmiðjunni.
Þar sem húsið er ekki klætt lípar-
íti að utan bylgjast steypan eins og
bárujárn. Pálmai- sagði að það væri
með ráðum gert og hefði hann rneð
því viljað vísa í þá hefð, sem er á Is-
landi fyrir því að nota bárujárn. Það
hefði hins vegar komið illa út vegna
koparsins að nota járn í bygginguna
og því hefði hann ákveðið að láta
bárujárnsformið koma fram í steyp-
unni.
Talsverður munur er á íslenska
sendiráðinu og hinum sendiráðun-
um. Ljóst líparítið einkennir það ís-
lenska, en í hinum fær gler meira
vægi og eru rimlar úr viði utan á
glerinu sem klæðir finnska sendiráð-
ið. Pálmar sagði að hann hefði viljað
nota það byggingarefni, sem ein-
kennandi væri fyrir Island, og það
væri steinn. Viður væri hins vegar
meira einkennandi byggingarefni
fyrir Finnland og Finnar væra
einnig þekktir fyrir gleriðnað. Þá
mætti bæta því við að íslenska sendi-
ráðið væri að mörgu leyti opnara
þegar inn í það væri komið en hin
sendiráðin.
Hugmyndir Pálmars voru valdar í
samkeppni, sem haldin var um bygg-
ingu sendiráðs árið 1996, en áður
hafði verið haldin samkeppni um
sameiginlega svæðið í Evrópusam-
bandinu auk íslands og Noregs og
bárast nokkur hundrað tillögur í
hana. Pálmar sagði að það hefði ver-
ið strembið að vinna með þetta svæði
þar sem settar hefðu verið mjög
ákveðnar skorður. Byggingin hefði
orðið að vera jafn há og hinar sendi-
ráðsbyggingarnar - 14 metrar - en
hún hefði verið á minnstu lóðinni.
Stiginn hefði því verið aðalatriði og
við hönnun hússins hefði þurft að
hugsa lóðrétt en ekki lárétt eins og
venjan væri á Islandi. Hafist var
handa við að reisa sendiráðin árið
1997 og hin ýmsu verk síðan unnin í
þeirri röð, sem verktakinn kaus. Is-
lendingar fluttu síðan inn í júní og
vora fyrsta þjóðin tii að flytja inn í
sendiráð sitt á sameiginlega svæð-
inu.
Sameiginlegu framtaki
veitt athygli
„Ég held að það hafi verið rétt
ákvörðun að halda sig saman,“ sagði
Pálmar. „Þessu sameiginlega fram-
taki hefur verið veitt athygli vegna
þess að það er stórt, en það er þó
það lítið að það er manneskjulegt.
Þetta er ekki eins og til dæmis á
Potsdamer Platz þar sem bygging-
arnar eru ekki 14 metrar heldur 14
hæðir.“
Þegar margir aðilar með
mismunandi þarfir koma að
sama verkefni getur oft*’
verið erfitt að ná saman.
Munurinn á þörfum Islendinga og
norrænu frændþjóðanna hefur
sennilega komið einna sterkast fram
í mismunandi öryggiskröfum. Aður
en komið er inn á litla torgið, sem
sendiráðin standa við, þarf að fara í
gegnum móttöku og gera grein fyrir
ferðum sínum. Þegar komið var í ís-
lenska sendiráðið sjálft gátu gestir
og gangandi gengið inn án þess að
gerðar væru athugasemdir og var
aðeins farið gegnum einar dyr, sem í
gær voru opnar. í sænska sendiráð-
inu var ekki eins auðvelt að komast
leiðar sinnar. Þar þurfti að ganga í
gegnum tvennar dyr, sem greinilega
eru aldrei opnar hvorar tveggja í- -
einu, og í móttöku er enn spurt um
erindi viðkomandi.
Pálmar sagði að öryggismál hefðu
ekki verið ofarlega á lista Islendinga,
en í þeim efnum hefði orðið að lúta
vilja samstarfsaðilanna. Þannig hefði
ekki mátt gefa út teikningu af sendi-
ráðinu vegna þess að það jafnaðist á
við leiðarvísi fyrir þá, sem kynnu að
vilja koma illu til leiðar. Þegar reynt
var að halda fram að óþarfí væri að
hafa skothelt gler þar sem íslenska
sendiráðið vísar út að götunni vegna
þess að enginn færi að skjóta á Is-
lendinga var bent á að þá væri hægt
að skjóta í gegnum íslenska sendi-
ráðið og inn í það norska.
Norrænu sendiráðin í Berlín verða form-
lega tekin í notkun í dag, en þau eru öll
reist á sömu lóðinni. Um 20 arkitektar
komu að hönnun sendiráðanna, en Pálmar
Kristmundsson er arkitekt íslenska sendi-
ráðsins. Hann segir að við hönnun sendi-
ráðsins hafí hann lagt áherslu á að nota ís-
lenskt efni í bygginguna.
RÆNU koparskildirnir,
sem mynda vegginn ut-
um sameiginlega
sendiráðslóð Norður-
landanna, vekur strax
athygli þess, sem á leið framhjá, og
strætisvagnastöðin fyrir utan hefur
þegar hlotið heitið Norrænu sendi-
ráðin þótt þau verði ekki opnuð
formlega fyrr en í dag. Þegar komið
er inn á svæðið þar sem í gær úði og
grúði af starfsfólki, sem var að setja
upp ljósabúnað fyrir beina útsend-
ingu frá athöfninni á stöðvunum
ARD og NTV, ganga frá sviði og
draga fána Norðurlandanna að húni
og niður aftur, er gengið
inn í sameiginlega bygg-
ingu. Þar verður meðal ann-
ars hægt að setja upp sýn-
ingar og í gær var komin
upp ljósmyndasýning nor-
rænna ljósmyndara þar
sem meðal annars getur að
líta myndir af víkingum eft-
ir Pétur Maack.
Til hliðar við sameigin-
legu bygginguna er torg og
við það standa frá vinstri til
hægri danska, íslenska,
norska, sænska og finnska
sendiráðið og var hvert hús
reist út frá þeim forsend-
um, sem heildin setti. „Það
er mikil reynsla og
skemmtilegt að taka þátt í
verkefni sem þessu þar sem
hugsa þarf um heildina,"
sagði Pálmar Kristmunds-
son, arkitekt íslenska sendi-
ráðsins, sem í gær var að
fylgjast með lokaundirbún-
ingnum. „Hér koma saman
hugmyndir fimm arkitekta
frá Norðurlöndunum, sem
komu inn í áætlunina um heildar-
skipulagið, og mér finnst þær eiga
vel saman.“
Reynt að nota íslenskt efni
Pálmar kvaðst hafa reynt að not-
ast við íslenskt efni og vísa í íslensk-
an byggingarstíl við hönnun húss-
ins. I litlum garði við horn svæðis-
ins, sem vísar að götunni, væru
hraunhellur af Reykjanesi og undir
þeim logaði rautt ijós, en að utan
væri sá hluti sendiráðsins, sem
rúmaði skrifstofur, klæddur líparíti,
sem einnig væri gosefni. Þar kölluð-
ust því á hrátt grjótið úr iðrum Is-
lands og efnið þegar það hefði verið
unnið.
Líparít hefur ekki verið notað áð-
ur við húsbyggingar. Líparítið í
sendiráðinu hefur þurft að uppfylla
ströng skilyrði á leiðinni frá
Hamarsfirði við Djúpavog til hverfis-
ins Tiergarten í Berlín. Sakir þess að
um óreynt byggingarefni er að ræða
þurfti að kanna hvort það stæðist
þýska byggingarstaðla og í hálft ár
stóðu yfir prófanir á kuldaþoli og
ýmsu öðru. Grjótið var fryst og þítt
áður en leyfi fékkst. í gólfi sendi-
ráðsins er íslenskt grágrýti og Pálm-
ar hannaði bæði fastar innréttingar
og húsgögn. Innréttingarnar vora
smíðaðar í Smíðastofu Sigurðar
Hann sagði að sér þætti heildar-
myndin einnig falla vei inn í um-
hverfið og sú ætlan höfundanna,
arkitektanna Aifreds Bergers og Ti-
inu Parkkinens, að grænn kopar-
veggurinn félli inn í iandslagið og
yrði eins konar mótvægi við grænar
laufkrónur trjánna hinum megin við
götuna hefði gengið upp. Pálmar
sagði að ekki sakaði að sendiráðið
væri sérlega vel staðsett, skammt^
frá Fílharmóníunni og Potsdamer
Platz. Á þessu svæði væru um 60
þjóðir að reisa sér sendiráð. Lóðin
hefur tengst Norðurlöndum frá
upphafi þessa áratugar. Árið 1912
keypti sænska ríkið sér
þar lóð undir sendiráð og
skömmu áður en heims-
styrjöidin síðari braust út
keyptu Finnar sér lóðina
við hliðina. Eftir þrotlausa
samninga tókst Finnum og
Svíum síðan að kaupa lóð-
irnar aftur af Berlínarborg
og þriðju lóðina keyptu
Danir af sambandslandinu
Hessen.
Rúmlega tuttugu arki-
tektar komu að sendiráðs—*
byggingunum og hönnun
heildarsvæðisins og þurfti
því gífurlegrar samhæfing-
ar við. Pálmar sagði að sér
fyndist hins vegar að heild-
aráhrifin væra greinilega
meiri en framlag einstak-
linganna.
Mismunandi öryggis-
þarfír
Halldór Ásgrímsson um opnun norrænu sendiráðanna í Berlín
Mikilvægur dag
ur fyrir Island
Berlín. Mor^unblaðið.
ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Norður-
landanna komu til Berlínar einn
af öðrum í gær til að vera við-
staddir opnun norrænu sendiráð-
anna í dag. Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti íslands, sem
flytur ávarp við opnunina þar
sem Island er í forsæti í Norður-
landaráði, kom síðdegis í gær frá
London og Haildór Ásgrímsson
utanríkisráðherra kom undir
kvöld frá Kænugarði.
Haiidór sagði að það væri
mjög táknrænt að Norðurlöndin
væru að opna saman sendiráð í
Berlín. „Jafnframt er Þýskaland
okkar helsta viðskiptaland og
Þjóðverjar hafa reynst okkur
mjög vel í samstarfínu í Evrópu,"
sagði Halldór. „Þetta er því mjög
mikilvægur dagur fyrir ísland.“
Auk fullrúanna frá íslandi eru
viðstödd Margrét Danadrottning,
Haraldur Noregskonungur,
Martti Alitisaari, forseti Finn-
lands, og Karl Gústav Svíakonun-
ungur ásamt mökum sínum. Þá
eni hér Tarja Halonen, utanrík-
isráðherra Finnlands, Niels Hel-
veg Petersen, utanríkisráðherra
Danmerkur, Knut Vollebæk, ut-
anríkisráðherra Noregs, og Anna
Lindh, utanríkisráðherra Sví-
þjóðar.
f gærkvöldi hélt hljómsveitin
Orkester Norden eða Norræna
hljómsveitin, sem skipuð er
hljóðfæraleikurum yngri en 25
ára, tónleika f Berlínarfílharm-
óníunni undir stjórn Okkos Kam-
us. Á tónleikunum voru leikin
verk eftir norræn tónskáld, þar á
meðal píanókonsert Edwards
Griegs þar sem Peter Jablonski
lék einleik, fiinmta sinfónía Jeans
Sibeliusar, Hanadansin úr óper-
unni „Maskarade" eftir Carl Ni-
elsen og verkið Tokkata fyrir
hljómsveit, sem Karólína Eiríks-
dóttir samdi sérstaklega af þessu
tilefni. Karólína var viðstödd tón-
leikana og tók við blómvendi eft-
ir flutning verksins. Hún sagði að
við samningu verksins hefði hún
haft að leiðarljósi að allir fengju p
eitthvað spennandi að fást við.
í hléi heilsuðu þjóðhöfðingj-
arnir og utanríkisráðherrarnir
upp á gesti í fílharmóníunni, en
að tónleikunum loknum þáðu
þjóðhöfðingjarnir léttan kvöld-
verð í boði Danadrottningar og
Hinriks prins á lótel Adlon við
Brandenborgarliliðið. *