Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Aðalsteinn Á. Baldursson kjörinn formaður Alþýðusambands Norðurlands
AÐALSTEINN Á. Baldursson var
kjörinn formaður Alþýðusambands
Norðurlands á 26. þingi sambands-
ins sem fór fram um síðustu helgi.
Um 100 fulltrúar sátu þingið frá
verkalýðsfélögum á Norðurlandi.
Aðalsteinn tekur við af Matthildi
Sigurjónsdóttur, varaformanni Ein-
ingar. Hann segir að framundan séu
líklega einhverjir erfíðustu kjara-
samningar sem verkalýðshreyfingin
hafi staðið frammi fyrir vegna mik-
ils launaskriðs hjá vissum hópum
meðan láglaunafólk hafí setið eftir.
„Hitt er ekki síður alvarlegt sem
er hinn mikli klofningur innan
hreyfingarinnar. Framundan eru
því mjög erfiðir tímar fyrir íslenska
verkalýðshreyfingu," segir Aðal-
steinn.
Átök um ályktun
um virkjanamál
Hann segir að þingið hafi verið
málefnalegt og gott og samstaða
hafi verið um allar ályktanir nema
um virkjanamál. Tekist var á um
hvort þingið ætti að álykta um þessi
mál en í atkvæðagreiðslu var það
samþykkt með 52 atkvæðum gegn
33 atkvæðum að álykta um virkj-
anamál. I ályktuninni lýsir Alþýðu-
samband Norðurlands yfir fullum
stuðningi við baráttu Aust-
firðinga um virkjun í
Fljótsdal og álver á Reyð-
arfirði. „Sú barátta endur-
speglar baráttu lands-
byggðarinnar til að halda
velli í samkeppni við höfuð-
borgarsvæðið. 26. þing Al-
þýðusambands Norður-
lands skorar á stjómvöld
að næsti kostur á eftir
Reyðarfirði í orkufrekum
iðnaði verði staðsettur á Norður-
landi,“ segir í ályktuninni.
Fáar og skýrar kröfur
Aðrar ályktanir vora samþykktar
samróma. I ályktun um kjaramál
segir að forsenda þess að hægt sé
að tryggja þann kaupmátt sem unn-
ist hefur og auka hann til
framtíðar sé sem víðtæk-
ust samstaða. Sláandi mis-
munur hafi skapast mOli
einstakra hópa hjá ríki og
sveitarfélögum og hann
verði að jafna í komandi
samningum. Launamunur
nú sé allt að tuttugufaldur
og fólk á lægri launum uni
ekki þessu ástandi. Þingið
telur að krónutöluhækkun
launa sé sú leið sem fara beri og að
það svigrúm sem er til launahækk-
ana í þjóðfélaginu verði notað til að
auka kaupmátt hinna lægra launuðu
með ríflegum hætti. Þingið leggur
áherslu á að í komandi samningum
verði farið fram með fáar en skýrar
kröfur og þeim verði fylgt fast eftir.
Þingið lýsir vanþóknun sinni á
þeim vinnubrögðum atvinnurek-
enda sem viðhöfð hafa verið í samn-
ingum við sjómenn á undanförnum
árum og skorar á Samtök atvinnu-
lífsins að setjast að samningaborði
af heOindum í komandi kjaravið-
ræðum við sjómenn.
Þingið telur að grípa þurfi nú
þegar til róttækra aðgerða í
byggða- og atvinnumálum á lands-
byggðinni sem tryggi áframhald-
andi búsetu og sporni við frekari
byggðai’öskun en nú þegar er orðin.
Sá þáttur sem hefur vaxandi áhrif á
fólksflóttann af landsbyggðinni er
sú láglaunastefna sem rekin hefur
verið af stjórnvöldum, sveitarfélög-
um og fyrirtækjum á landsbyggð-
inni. Þingið telur að ein besta leiðin
tO að efla byggð og atvinnu á svæð-
inu sé veruleg hækkun lægstu
launa. Að þessu markmiði er þingið
tilbúið að vinna með opinberum að-
Oum og fyrirtækjum.
Þá telur þingið að aðskilja beri
fiskveiðar og fiskvinnslu og að öll
verðmyndun sjávai’afla fari fram á
fiskmarkaði. Á þann hátt verði full-
komnu markaðskerfi komið á í
vinnslu sjávarafla þannig að allh’
þegnar landsins hafi jafna mögu-
leika tO nýtingar hans.
Erfiðir kjara-
samningar
eru framundan
Aðalsteinn
Baldursson
Verkalýðsfélög
við Faxaflóa
Samstarfs-
samning-
ur undir-
ritaður
FJÖGUR verkalýðsfélög við
Faxaflóa hafa undirritað sam-
komulag um samstarf og sam-
stöðu í komandi kjarasamn-
ingum.
Félögin eru Efling-stéttar-
félag í Reykjavík, Iðja félag
verksmiðjufólks, Verkalýðsfé-
lagið Hlíf í Hafnarfirði og
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur. Samkomulagið fel-
ur meðal annars í sér að félög-
in skipa sameiginlega samn-
inga- og viðræðunefnd sem fer
sameiginlega með öll megin-
mál, svo sem hækkun launa,
tímalengd samnings og ti’ygg-
ingarákvæði. Komi til verk-
fallsátaka eru félögin bundin
af sameiginlegri aðgerðaáætl-
un.
Ríkisstjórnin og hagsmunaaðilar hefja kynningarátak í Bandarikjunum
Leggja fram 70
milljónir í fímm ár
EFNT hefur verið til átaks til að
kynna íslenskar vörur fyrir
Bandaríkjamönnum og stendur
ríkisstjórn íslands að því auk að-
ila sem eiga hagsmuna að gæta
á Bandaríkjmarkaði. Átakið á að
standa yfir í fimm ár og mun
kostnaður nema rúmlega 70
milljónum króna á ári hveiju.
Ríkið mun greiða 70% kostn-
aðarins og það sem eftir stendur
kemur frá hagsmunaaðilunum.
Ríkisstjórnin hefur skipað stýri-
hóp sem sér um það verkefni að
kynna ísland fyrir Bandaríkja-
mönnum og styrkja stöðu út-
flutningsfyrirtækja og hags-
munaaðila í ferðamannaiðnaðin-
um. Stýrihópinn skipa fulltrúar
frá samgöngu- og utanríkisráðu-
neyti ásamt fulltrúum frá hags-
munaaðilum.
Að sögn Sturlu Böðvarssonar
samgönguráðherra er ástæðan
fyrir þessari kynningarherferð
niðurstöður úr könnun sem
London
írá 13.890
Helgarferð
frá 24.990
Heimsferðir kynna nú einstök tilboð til
heimsborgarinnar London í nóvember og
fyrstu 100 farþegamir sem bóka geta
tryggt sér hreint ótrúlegt verð, flugsæti
frá aðeins 13.890 krónum.
Hvergi í Evrópu er jafnmikið um að vera
í listum og menningarlífi og hjá Heims-
ferðum getur þú valið um gott úrval
hótela.
Verð kr. 13.890
Flugsæti með flugvallarsköttum,
I. nóv., 8. nóv., 15.nóv.
Gildir frá mánudegi til fimmtudags.
Fylgstu með á
og þú getur unnið
sæti til London.
Verð kr. 24.990
Flug og gisting á Bayswater Inn
hótelinu f London með morgunmat.
Flugvallarskattar innifaldir.
Gildir 11. og 18. nóvember.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð •
sími 562 4600 • www.heimsferdir.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá kynningarfundi á markaðsátaki ríkisstjómarinnar og hagsmuna-
aðila í Bandaríkjunum. Á myndinni eru talið frá vinstri: Jón Birgir
Jónsson, Sigurður Helgason, Sturla Böðvarsson, Ómar Benediktsson,
Sigurgeir Þorgeirsson, Páll Magnússon og Tómas Ingi Olrich.
bandarískt markaðsrannsóknar-
fyrirtæki gerði fyrir ríkisstjórn-
ina, en þær sýndu að snjór og ís
komu helst upp í huga Banda-
i íkjamanna þegar þeir heyrðu á
ísland minnst. „Meginmarkmið
þessa átaks er að breyta þessu
og reyna að koma því við að
Bandaríkjamenn hugsi um ann-
að en snjó og ís þegar þeir
heyra talað um Island. Fyrir-
tækið sem gerði könnunina kom
með tillögur um hvernig best
væri fyrir Islendinga að kynna
vörur sínar í Bandaríkjunum.
En þær lutu meðal annars að því
að leggja áherslu á hreinleika ís-
lenskrar náttúru og minna neyt-
endur á hve vistvæn íslensk mat-
væli eru,“ sagði ráðherrann.
SAA gagnrýnir borgaryfírvöld fyrir fjölgun nektardansstaða
Sveitarfélög’in skortir tæki
til að stöðva þróunina
kr HEIMASÍÐU Fræðsluseturs
SÁÁ, www.saa.is, er gagnrýnd sú
þróun að „klámbúllur spretti upp
eins og gorkúlur" eins og komist er
að orði. Ekki þurfi „doktorspróf í
félagsvísindum til að gera sér ljóst
að alls staðar og ævinlega eru
tengsl milli klámiðnaðar og vændis
og kynsjúkdóma og eiturlyfja-
neyslu". Þá eru borgaryfirvöld
átalin harðlega fyrir ráðaleysi í
málinu.
Aðspurð kvaðst Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri harma þá
þróun sem hefði orðið í borginni
varðandi erótíska dansstaði. „Það
er náttúrlega algjörlega óþolandi
hvað þessum stöðum fjölgar núna.
Ekki bara hér í Reykjavík heldur
úti um allt, í Reykjanesbæ, Akur-
eyri og víðar.“
Reykjanesbær knúinn
til að opna dansstað
Borgarstjóri segir sveitarfélögin
hreinlega skorta tæki til að sporna
við þessari þróun og bendir á ný-
legt dæmi í Reykjanesbæ. Þar
synjuðu bæjaryfirvöld aðila um
rekstur slíks staðar. Sá áfrýjaði til
áfrýjunarnefndar vínveitingaleyfa
og hún úrskurðaði að Reykjanesbæ
bæri að endurskoða afstöðu sína og
veita leyfið. „Veitingahúsalöggjöf-
in, eins og hún er núna, gefur okk-
ur engin tækifæri til þess að
stjórna þessu. Það er löngu tíma-
bært að endurskoða hana og laga
að nýjum veruleika í þessum mál-
um.
I mars síðastliðnum fórum við
fram á það við ráðuneyti félags-
mála, dómsmála og samgöngumála,
sem hefur veitingalöggjöfina á sín-
um snærum, að settur yrði niður
vinnuhópur með borginni til þess að
fara ofan í þessi mál. Hann er að
störfum og við leggjum mikla
áherslu á að þessu verði flýtt og
okkur verði gert kleift að taka á
þessu vandamáli og stjóma með
einhverjum hætti ásýnd þessara
mála hjá sveitarfélögunum."
Borgaryfirvöld eru, að sögn borg-
arstjóra, meira en fús til að taka á
vandanum, fái þau tæki sem dugi í
gegnum löggjöf. „Mín skoðun er sú
að svona starfsemi eigi ekki að vera
í borginni. Eg vil að þau skilaboð
séu alveg skýr. Og ef borgaryfirvöld
fá einhver tæki í hendurnar munum
við beita þeim. En það verður að
koma til breyting á löggjöfinni og
það fyrr en síðar því að við erum að
missa þetta út úr höndunum á okk-
ur,“ segir borgarstjóri.
Ekki nektardans
í Austurstræti 11
Á heimasíðu SÁÁ er fullyrt að
fyrirhugað sé að setja upp erótískan
dansstað í Aðalstræti 10 þar sem
veitingahúsið Fógetinn var til húsa.
Skúli Magnússon landfógeti reisti
þetta hús á sínum tíma undir Inn-
réttingarnar. Talað er um „menn-
ingarlega niðurlægingu sem nú
virðist bíða þessa sögufræga húss“.
Þessu mótmæla þeir sem standa að
rekstrinum og segja að til standi að
reka þar næturklúbb, í fínni kantin-
um, og nektardans verði ekki á
boðstólum.
Tveir ungir menn, þeir Arnar
Geir Níelsson og Orai Snæbjörns-
son, hafa húsið á leigu og hyggjast
opna þar næturklúbb um næstu
mánaðamót. Aðspurður kvað Arn-
ar það af og frá að til stæði að
bjóða upp á erótískan dans á
staðnum. „Það er ekki á dag-
skránni og verður ekki,“ segir
Arnar. „Þetta verður næturklúbb-
ur af fínni gerðinni. Þetta verður
hvorki klámbúlla né pönkarastað-
ur, eins og maður hefur heyrt.
Þarna verður aðstaða fyrir hljóm-
sveitir, djass og þvíumlíkt. Þetta
verður mjög fjölbreyttur staður af
betri gerðinni. Við stílum inn á allt
annan markhóp en Fógetinn
gerði.“
Unnið hefur verið að endurbótum
á staðnum og segir Arnar að fullt
samráð hafi verið haft við húsfrið-
unarnefnd. Ekki sé verið að eyði-
leggja uppranalegar innréttingar
innanhúss, þær séu ekki fyrir hendi.
„Að hluta verður staðurinn í gamla
stílnum, í fremri salnum og þeim
innri. En barir hafa verið færðir til
og uppi er búið að stækka salinn en
þar verður meira næði en niðri,"
segir Arnar.
'WW' ” ' tBHW.'.X’.’'- ' ' ” “'■SBMHf’-------------"'-''■wiManr----------