Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 55. FÓLK í FRÉTTUM !■■■■■■■........■■■■■......... ■ ■ ■ ■■■■■■......... Johnny Depp og Charlize Theron leika hjónakorn í Eiginkonu geimfarans. Draugar og skelfdar eiginkonur ÞRJÁR nýjar myndir eru meðal þeirra tíu vinsælustu sem sýndar eru í kvikmyndahúsum á Islandi þessa vikuna. A toppnum trónir hin yfírskilvitlega mynd Sjötta skilning- arvitið með töffaranum Bruce Willis í aðalhlutverki. Hún fjallar um sál- fræðing sem fær það erfíða verkefni að sætta ungan dreng við skyggni- gáfu sína. Myndin naut mikilla vin- sælda í Bandaríkjunum og eiga áhorfendur von á óvæntum og ófyr- irséðum endi. Ameríska bakan sem var á toppn- um í síðustu viku er því komin í annað sætið en þetta er fyrsta flokks unglingamynd með nær óþekktum en mjög frambærilegum leikurum í aðalhlutverkum. Onnur ný mynd á lista er í þriðja sætinu en það er bamamyndin Kóngurinn og ég. The Haunting vermir fjórða sæt- ið en með eitt aðalhlutverkið í þeirri mynd fer ein kynþokkafyllsta leik- kona samtímans; Catharine Zeta Jones. Þriðja nýja myndin á listanum er Eiginkona geimfarans með Johnny Depp í aðalhlutverki. Hún fjallar um geimfara sem fer að haga sér helst til undarlega eftir eina geimferðina. Bardaginn er byrjaður Brad Pitt og Edward Norton fá lofsamlega dóma fyrir frammistöðu sína í Fight Club. MYNDIN The Fight Club með hin- um stórefnilegu Brad Pitt og Ed- ward Norton í aðalhlutverkum var þriðja aðsóknarmesta myndin í Bandaríkjunum um helgina en á toppnum trónaði Double Jeopardy og mynd Rob Reiners, The Story of us, var í öðru sæti. Lítill munur var á myndunum þremur og höluðu þær allar inn um 740 milljónir hver. Bíógestir og gagnrýnendur höfðu beðið The Fight Club með tölu- verðri eftirvæntingu en hún er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Chuck Palahniuk. Fjallai- hún um unga menn sem eyða frístundum sínum í að berjast á hrottalegan hátt til að fá fullnægju í hversdags- leikann. Ofbeldisfull í meira lagi Gagnrýnendur eru flestir hrifnir af myndinni en segja hana ofbeldis- fulla í meira lagi og því ekki fyrir hvern sem er en þeir sem sjá hana eiga eftir að hafa um nóg að hugsa næstu vikurnar á eftir. Norton fer með hlutverk manns sem hefur at- vinnu af því að vera sögumaður í kvikmyndum. Pitt leikur þjón sem hefur allt á hornum sér en röð til- viljana leiða þá félaga saman og stofna þeir bardagakiúbbinn ógur- lega í kjölfarið. Gagnrýnendur eru sem fyrr yfir sig hrifnir af frammi- stöðu Nortons sem hefur í gegnum tíðina valið hlutverk sín af mikilli kostgæfni. Einnig er farið lofsam- legum orðum um Pitt og hann sagð- ur loks vera laus við hræðsluna að prófa eitthvað nýtt. En í kjölfar myndarinnai- hefur sprottið upp alvarlegri umræða og hræðsla um að ungir, óheflaðir karl- menn eigi eftir að stofna sína eigin bardagaklúbba í Bandaríkjunum. Norton og Pitt segjast báðir vissir um að svo verði ekki heldur sé í myndinni komist að rótum ofbeldis og beri hún því boðskap til ungra karlmanna. Höfundur í ofbeldis- fullu umhverfi Höfundur bókarinnar átti erTiða. æsku og var ofbeldi daglegt brauð í hans lífi. Faðir hans, Fred að nafni, fannst myrtur í maí síðastliðnum en er hann var mjög ungur að ánnn varð hann vitni að því er faðir hans myrti móður hans og skaut síðan sjálfan sig. Þess vegna telja gagn- rýnendur ólíklegt að Chuck hafi tekist að komast að rótum ofbeldis í bók sinni. Allir gagnrýnendur virðast hins vegar sammála um að handritið sé skemmtilega skrifað, myndin vel leikin og spennandi og fyndin í senn. I henni er ekki komist að þeirri niðurstöðu að aðalpersónum- ar séu mjög veikar á geði líkt og margir gagmýnendur halda fram og þar liggi helsti veikleiki myndar- innar. kvikmyndaverðlaunin Anders W. Berthelsen og Iben Hjejle úr Síðasta söng Mifune eru tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir besta leik f aðalhlutverki. Leikarar tilnefndir TILNEFNINGAR til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna voru tilkynntar á dögunum. Þar sést klárlega að myndir sem gerðar eru á tungumáli heimalandsins, hvort sem það er Danmörk, Þýskaland eða Frakkland, virðast vera í sókn í Evrópu. Fram til þessa hefur þróunin verið í þá áttina að myndir þurfi að vera á enska tungu til þess að ná langt á alþjóðavett- vangi. Val á kvikmyndum sem til- nefndar verða til verðlaunanna verður tilkynnt í byrjun nóv- ember. Áhorfendaverðlaunin verða veitt eftir atkvæða- greiðslu, sem m.a. fer fram á Netinu á mbl.is. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða veitt 4. desember í Berlín eftir að 500 meðlimir kvikmynda- akademíunnar hafa gert upp hug sinn. Þeir sem tilnefndir eru sem bestu karlleikarar eru Daninn Anders W. Berthelsen fyrir Síðasta söng Mifune, Bretinn Rupert Everett fyrir „Ideal Husband“, Bretinn Ralph Fiennes fyrir „Sunshine“, Þjóð- verjinn Götz George fyrir „Nichts als die Wahrheit“, Frakkinn Philippe Torreton fyrir „Ca Commence Ajo- urd’hui" og Bretinn Ray Win- stone fyrir „The War Zone“. Þær sem tilnefndar eru sem bestu leikkonur eru Nathalie Baye frá Belgíu fyrir „Une Li- aison Pornographique", Pen- elope Cruz frá Spáni fyrir „La Nina de tus Ojos“, Emilie Dequenne frá Belgíu fyrir „Rosettu", Iben Hjejle frá Dan- mörku fyrir Síðasta söng Mifu- ne og Cecilia Roth frá Spáni fyrir Allt um móður mína. Þrír koma til greina í valinu um besta handritshöfund og eru það Sasa Gedeon frá Tékk- landi fyrir „Navrat Idiota", Ayub Khan-Din frá Bretlandi fyrir „East is East“ og István Szabo & Israel Horowitz frá Ungverjalandi fyrir „Suns- hine“. Besti kvikmyndatökumaður- inn verður einn af eftirtöldum: Yves Cape frá Frakklandi sem myndaði „L’Humanité", Alexei Fyodorov frá Rússlandi sem mynaði „Moloch“, Lajos Koltai frá Ungverjalandi sem mynd- 'r aði „La Legenda del Pianista sull’Oceano & Sunshine“ og loks Jacek Petrycky frá Pól- landi fyrir „Gunese Yolculuk“. ,j/lnclrea Gylfadóttir ásamt félögum. Blús, jazz og íslensk dægurlög fös. 22/10 — Kvöldverður kl. 21. — Tónleikar kl. 23.____________ Óskalög landans Söngtextar Jónasar Ámasonar úr ástkærum leikritum. Flytjendur: Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Anna Sigriður Helgadóttir, örn Amarson Lau. 23/10 — Kvöldveröur kl. 20. — Söngskemmtun kl. 21.30 (Ævintýrid um ástina eftir Þorvald Þorsteinsson sun. 24/10 kl. 15 sun. 31/10 kl. 15 MIÐAPANTANIR í S. 551 9055 Kuldaskómir Loðfóðraðir leður-kuldaskór í stærðum 41-46. Grandagarði 2, Rvík, sími 552-8855 og 800-6288 Opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.