Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGIMAR BR YNJÓLFSSON + Ingimar Brynj- ólfsson fæddist á Steinstöðum í Öxnadal 24. desem- ber 1914. Hann andaðist ^ á heimili sínu á Ásláksstöð- um í Hörgárdal 9. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Laufey Jóhannesdóttir, f. 4.5. 1892, d. 15.1. 1950, og Brynjólfur Sveinsson, bóndi og síðar hreppsíjóri á Steinstöðum og síðar í Efsta- landskoti, f. 17.6. 1988, d. 25.7. 1980. Ingimar var fjórði í röð 15 systkina. 1) Stefanía, f. 3.4. 1911. 2) Sveinbjörg, f. 30.10. 1912, d. 1.11. 1976. 3) Árni, f. 21.10. 1913, d. 27.3. 1932. 4) Ingimar, sem hér er kvaddur. 5) Anna, f. 9.11. 1916. 6) Geir- þrúður, f. 29.9. 1918. 7) Björn, f. 9.5. 1920. 8) Gunnar, f. 1.5. 1921, d. 25.5 1984. 9) Þórdís, f. 18.8 1922. 10) Sveinn, f. 28.11. 1923, d. 10.2 1985. 11) Helga, f. 23.4. 1925, d. 14.3. 1926. 12) Helga, f. 1.10. 1926. 13) Kristín, f. 18.10. 1928. 14) Árni, f. 2.4. 1932. 15) Þorbjörg, f. 19.3. 1935, d. 17.7 1976. Hinn 20. júlí 1947 kvæntist Ingimar Elínu Sigríði Axels- dóttur, f. 28.9. 1921. Börn þeirra eru: 1) Þórður, f. 3.3. 1949, maki 1973 til 1986 Hildur Guðrún Eyþórsdóttir, f. 12.4. 1948, barn Eyþór, f. 5.8. 1980. 2) stúlkubarn, f. 3.10 1953, d. 3.10. 1953. 3) Björn, f. 19.4. 1957, maki Elín Björns- dóttir, f. 7.2. 1956, barn Axel Dagur, f. 6.9.1996. 4) Sveinn, f. 21.1. 1962, maki Oddný S. Jónsdóttir, f. 1.6.1963. Utför Ingimars fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ungur drengur nemur. Sitjandi á milliverki í fjárhúsi. Faðir hans kennir honum að þekkja æmar. Hverja fyrir sig af svip og svip- brigðum. Drengurinn lærir að þekkja hverja kind af útliti en einnig upplagi. Hverjar hann þarf að varast. Hverjar bíða eftir litlum höndum sem hafa þörf fyrir að klappa og klóra. Þannig var fyrsta lífsreynslan lögð. Fyrsta leiðin vörðuð. Þarna á milliverkinu lærð- ist drengnum að einstaklingamir eru engir eins. Hver hefur sitt út- lit. Einnig sína einkunn. Hvern þarf að umgangast á sinn sérstaka hátt. Síðar þegar drengurinn óx nokkuð úr grasi tók hann að fylgja föður sínum á ferðum hans. Manns sem þá hafði tekið að sér að annast ýmis málefni fyrir nágrenni sitt og byggð. Málefni sem byggðust á mannlegum samskiptum öðm fremur. Þá skipti máli að þekkja umhverfið. Vita á hvem hátt þurfti að umgangast menn til þess að ná árangri. Oft hlustaði drengurinn úr fjarlægðinni á meðan faðirnn ræddi við menn. Rak hin ýmsu er- > indi sem honum hafði verið trúað fyrir. Vann að málstað sem hann tráði að væri sveit hans og ná- grenni til góðs. Stundum ræddu þeir atburði dagsins í bílnum á leiðinni heim. Stundum þurfti eng- in orð. Drengurinn þreyttur og faðirinn störfum hlaðinn. Átti eftir að sinna búi að loknu verki við að ganga erinda samfélagsins. Dagurinn var oft langur, en dugði þó stundum tæpast til að sinna öllu því sem kallaði að. Aldrei var kvartað. Aldrei skorti mínútur til þess að spjalla ef þess þurfti með og í löngum kaupstað- arferðum var gott að setjast niður. ? Hvfla sig um stund og fá sér kaffi- J sopa. Stutt stund á kaffihúsi varð hluti af ferðum hans og erinda- gjörðum. Ef til vill kynntust faðir og sonur best á þessum stundum. Eins og báðir næðu að hverfa frá erli dagsins. Á meðan föðurafans naut einnig við gátu þrír ættliðir sest niður og rabbað saman yfir bolla af kaffi og heitri pönnuköku með sykri. Stundir sem seint gleymast. Svo hvarf afinn á braut. Áð morgni útfarardags hans fyr- ir rámum 19 árum settust feðgam- ir niður á gamla kaffihúsinu sínu fog sonurinn sagði föðurnum frá nýjum fjölskyldumeðlim er vænt- anlegur væri í heiminn innan fárra klukkustunda. Fyrsta barnabarn hans og það eina um 16 ára skeið. Fyrst brotnar skarð en síðan kemur maður í manns stað. Og nú er faðimn horfinn. Að loknu löngu og farsælu ævistarfi. Starfi með fjölskyldu. Starfi að búskap. Óeig- ingjörnu starfi að margvíslegum félagsmálum. En reynslan situr eftir. Það sem hann kenndi. Hvort sem var ungum dreng í fjárhúsun- um forðum eða annars staðar síðar á lífsleiðinni. Hann var óeigingjarn þegar félags- og framfaramál áttu í hlut. Þannig skynjuðu nágrannar og aðrir sem hann starfaði með hann. En óeigingjamastur var hann á góð ráð til hinna nánustu. Þeirra sem honum þótti vænst um. Þau voru ekki reidd fram af há- værum tóni en þeim fylgdi ákveðni og festa þegar hann hafði sann- færst um hvað væri fyrir bestu. Og þau munu halda áfram að hljóma. I minningunni. Ekki með háværð. Heldur með hóglæti. Eins og hon- um sjálfum var lagið að reiða hlut- ina fram. Þórður Ingimarsson. Komið er að kveðjustund. Okkar elskulegi tengdafaðir, Ingimar Brynjólfsson, hefur kvatt þennan heim og er hans sárt saknað. Það má heita mikið lán að hafa eignast Ingimar fyrir tengdaföður því þama kynntumst við einstak- lega ljúfum og þægilegum manni. Hann var kominn á efri ár þegar við tengdumst honum en fram á síðasta dag bar hann aldurinn með reisn og glampi í augum og kímnar athugasemdir báru þess vitni að þarna fór maður sem hafði næmt auga iyrir umhverfinu. Við minnumst Ingimars með virðingu og þökk fyrir að hafa átt samleið með honum þótt sá tími hafi því miður orðið allt of stuttur. Það er erfitt fyrir Sigríði, tengdamóður okkar, syni þeirra og sonarsyni að sjá á bak ástríkum eiginmanni, föður og afa en við vit- um líka að þegar frá líður mun söknuðurinn breytast í bjarta minningu um góðan mann. Elín og Oddný. Ég var ekki gamall þegar ég kom í fyrstu heimsóknina til afa og ömmu á Ásláksstöðum. Ekki nema þriggja vikna þegar mamma og pabbi höfðu fundið upp á því að ég yrði skírður í sveitinni, eins og Ásláksstaðir voru gjarnan kallaðir. Þótt ég muni ekki eftir þeim degi í ágústlok þá man ég margar ferðir norður í sveitina og líka öll sumrin og stundum jólin og páskana sem ég var hjá afa og ömmu. Það var alltaf dálítið sérstakt að koma í sveitina. Eins og að fara á milli landa. Allt var með öðrum hætti þar en í Reykjavík. Tíminn leið einhvern veginn öðruvísi og alltaf var gott að láta sér líða vel. Afi var líka dálítið sérstakur. Mér fannst alltaf eins og hann og sveitin væru eitt þótt hann væri oft á ferð og flugi. Ég held líka að afi hafi verið hluti af þessari ró sem einkenndi sveitina og heimilið á Ásláksstöð- um. Hann hafði ekki alltaf mörg orð um hlutina þegar hann var heima en þegar hann hafði ákveðið eitthvað þá átti það að vera þannig og engan veginn öðruvísi. Ég man líka að hann hafði alltaf trá á mér og fannst að ég gæti gert jafnvel dálítið meira en mér fannst sjálf- um. Dæmi um það var þegar ég var kominn á tólfta ár og átti að hjálpa til við heyskapinn. Þá sagði hann mér að ég væri orðinn nógu stór til þess að keyra traktor. Og hann lagði af stað niður á tún með mér við takmarkaða hrifningu ömmu og frænda minna, sem ekki höfðu jafn sterka trú á því hversu fullorðinn ég átti að vera. Engu að síður sýndi hann mér hvað ég átti að gera, varaði mig við skurðunum sem lágu vítt og breitt í gegnum túnin, og fyrir hádegi var ég orð- inn fullgildur ökumaður. Búinn að fá munnlegt ökumannsvottorð frá afa og eftir það var aldrei talað um að barnið ætti ekki að gera þessa hluti. Þannig fór afi sínu fram. Alltaf með hægð en tókst oft að gera vel það sem hann ætlaði sér. Þótt sveitin væri ákveðin um- gjörð um líf afa og ömmu þá tók hann þátt í margvíslegum störfum utan heimilis. Ég man að oft hvarf hann á braut í bílnum sínum á morgnana. Þá var hann að fara á fundi eða að sinna málefnum sveit- arinnar með einhverjum hætti. Þegar ég stækkaði fór ég stundum með honum þegar hann var að sinna margvíslegum útréttingum og erindum og ég undraðist oft hvað þann þekkti marga og margir komu til þess að tala við hann. Og alltaf gaf hann sér tíma fyrir fólk og ferðirnar urðu stundum lengri og hann var ekki alltaf að flýta sér þótt ýmislegt biði hans heima fyrir. Hann hafði alltaf tíma til að sinna því á eftir þótt komið væri kvöld. Vinnudagurinn var því oft langur og ekkert líkur því sem þekkist á venjulegum kaupstaðar- heimilum. Þótt afi væri kominn um sjötugt þegar ég man eftir honum var eins og mér fyndist hann aldrei verða gamall. Hann hafði alltaf eitthvað að gera og eftir að kúabúskapnum á Ásláksstöðum lauk einbeitti hann sér því meira að þeim félags- málum sem hann hafði tekið að sér. Ég held að þau hafi átt huga hans og gott til þess að hugsa hvað hann gat starfað lengi. Hann kunni ekki að hafa ekkert íyrir stafni og síðast þegar ég kom í sveitina á liðnu sumri sá ég að það lágu nokkrar bækur á skrifborðinu hans. Nú hafði hann orðið tíma til þess að lesa. Fyrir mér voru afi og amma nánast eitt. Samhent og lögðu sig fram hvort á sinn hátt. Þannig studdu þau hvort annað. Svona al- vöru afi og amma sem meira að segja áttu heima í sveit. Það eru ekki margir unglingar í dag sem hafa átt þess kost að eiga sér al- vöru sveit. Fyrir það vil ég þakka. Ég sendi bestu kveðjur til ömmu í sveitinni. Eyþór Þórðarson, Costa Rica. Ingimar á Ásláksstöðum er dá- inn. Þegar mér var flutt þessi fregn í miðri önn dagsins setti mig hljóðan og minningarnar sóttu að. Minningarnar um þann góða dreng, sem nú var allur, minning- arnar um langt samstarf og sam- skipti sem ekki bar skugga á, oftar en ekki vegna víðsýni Ingimars og ríkra hæfileika til mannlegra sam- skipta. Énginn þarf að undrast brottför aldurhnigins manns frá þessari jarðvist. En samt er oftast eins og menn séu því óviðbúnir er kallið kemur og Ingimar var svo samgró- inn flestum lífsþáttum sveitarinnar sinnar að það tekur tíma að skynja að einn traustasti hornsteinninn er horfinn á braut. Eftir langan, eril- saman og árangursríkan vinnudag er gott að halla sér til hvfldar um leið og litið er yfir liðinn dag og dagsverkið metið. Ingimar átti að baki langt og farsælt ævistarf og gat stoltur litið yfir farinn veg. Þannig er ljúft að kveðja. Árið 1927 fluttist Ingimar að Hvammi í Arnarneshreppi til hjón- anna Axels Bjömssonar og Mar- grétar Guttormsdóttur frá Osi. Með þeim flutti hann svo þrem ár- um síðar í Ásláksstaði í sömu sveit og þar átti hann heima alla tíð síð- an. Árið 1947 gekk hann að eiga Elínu Sigríði Axelsdóttur, dóttur þeirra hjóna Axels og Margrétar á Ásláksstöðum. Tóku þau síðan við búi á Ásláksstöðum árið 1949 og bjuggu þar blönduðu búi til ársins 1989 er þau lögðu af kúabúskap. Sauðfjárbúskap lögðu þau að mestu niður 1995 en nytjuðu jörð- ina áfram til heyskapar. Einnig stefndi hugur þeirra tíl skógrækt- ar og höfðu þau frátekið land til þeirra nota. Skógarlundur við Ásláksstaði ber þessu áhugamáli vitni. Búskapur þeirra var farsæll og jörðina byggðu þau vel upp bæði að góðum húsakosti og rækt- un. Axel Björnsson andaðist árið 1952 en Margrét bjó á Ásláksstöð- um hjá dóttur sinni og tengdasyni til æviloka en hún andaðist 1983. Þrjá syni eignuðust Ingimar og Sigríður, auk dóttur sem þau misstu, Þórð, Björn og Svein, sem urðu þeim til hjálpar við bústörfin er aldur leyfði og allt til þessa dags. A áranum 1937 til 1939 stundaði Ingimar nám við Laugaskóla. Hann minntist skólaáranna með ánægju og vel mun honum hafa nýst námið í þeim störfum sem hann síðar tók að sér. Ingimar var félagslyndur maður og áhugasamur um allt það er til framfara horfði. Hann var því snemma valinn til margvíslegra tránaðarstarfa fyrir sveit sína og byggð. Þau störf leysti hann ætíð farsællega af hendi og ávann sér þar sem annars staðar virðingu, traust og vináttu samferðamanna sinna. Ingimar var lengi virkur félagi í Ungmennafélagi Möðruvallasókn- ar og formaður þess 1942 til 1946. Hann var einn af stofnendum Verkamannafélags Arnarnes- hrepps og sat í stjórn þess á árun- um 1937 til 1947. Deildarstjóri Arnarnesdeildar KEA var hann frá 1951 til 1973. Hann átti einnig sæti í sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu og stjórn Minjasafnsins á Akur- eyri um árabil. I stjórn Fiskeldis Eyjafjarðar sat hann frá stofnun þess árið 1987 og fram á sl. vor og bar hann hag þess og velferð mjög fyrir brjósti. Ingimar sat í sóknarnefnd Möðruvallasóknar frá 1956 til 1979 og meðhjálpari við Möðru- vallaklausturskirkju var hann í 29 ár. Því starfi gegndi hann á þann virðulega og fumlausa hátt að manni fannst hann jafn ómissandi við kirkjulegar athafnir og prest- urinn sjálfur. Tvennt var þó það sem tíma- frekast var og ónæðissamast. Hann var bæði sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Arnameshrepps og oddviti Arnarneshrepps um langt árabil. Báðar þessar stofnanir tók hann inn á heimili þeirra hjóna og má næni geta hve mætt hefur á heimilishaldinu og gestagangur verið mikill að hafa innan veggja heimilisins bæði bankastofnun og afgreiðslu sveitarsjóðs. I þessum störfum naut hann aðstoðar Sig- ríðar konu sinnar, sem ætíð stóð sem klettur við hlið manns síns, var hans hægri hönd og gerði hon- um fært að sinna þeim störfum sem á hann hlóðust. Sparisjóðsstjóri var Ingimar frá árinu 1955 til ársins 1987 er spari- sjóðir Arnarneshrepps og Akur- eyrar voru sameinaðir. Honum var mjög annt um hag sparisjóðsins sem óx og dafnaði undir stjórn hans. I hreppsnefnd Arnarneshrepps var Ingimar kosinn árið 1948 og sat í henni til 1994 er hann gaf ekki lengur kost á sér til endur- kjörs. Oddviti varð hann 1966 og gegndi því starfi upp frá því þann tíma er hann sat í sveitarstjórn, eða í 28 ár. í oddvitastarfinu nutu sín vel mannkostir Ingimars. Hann var framsýnn og stórhuga en þó gætinn. Hvert mál, hvort sem það var stórt eða smátt, íhugaði hann vandlega og braut til mergjar svo sem unnt var. En þegar ákvörðun hafði verið tekin var stefnt hiklaust að settu marki. Ingimar átti létt með að blanda geði við fólk og koma í veg fyrir eða setja niður deilur ef upp komu. Samningamaður var hann góður og færði fram sín rök af þeirri prúðmennsku og kurteisi sem ætíð einkenndi framkomu hans. Hann var einnig reiðubúinn að hlusta á skoðanir annarra og taka tillit til þeirra og virða það sem vel var gert. En fastur var hann fyrir ef honum fannst hallað á sitt sveitarfélag og varð þá trauðla þokað. Oll þau ár sem Ingimar var odd- viti voru hreppsnefndarfundir haldnir á heimili hans á Ásláks- stöðum svo þeir fundir hafa verið orðnir æði margir og stundum langir. Nefndarmönnum var boðið til stofu þar sem hver og einn átti sitt sæti. Síðan voru fyrirliggjandi mál rædd og reynt að komast að niðurstöðu sem oftast tókst far- sællega þótt vitaskuld væru skoð- anir skiptar um sumt. Er leið á kvöldið opnuðust stofudyrnar og húsfreyja tilkynnti að kaffi væri á borð borið. Var þá sest að veislu- borði þar sem einnig hver og einn átti sinn vissa stað. Var nú tekið upp léttara hjal og ýmis gamanmál en einnig voru rædd landsmál sem efst voru á baugi hverju sinni. Síð- an var gengið til fundar á ný og málum lokið. Ingimar lagði jafnan mikla áherslu á að hreppsnefndin næði samstöðu um sem flest mál, þá væri allt auðveldara viðfangs. Oftast tókst það og mér er ekki grunlaust um að hin vinalega um- gjörð fundanna inni á heimili þeirra hjóna hafi átt ríkan þátt í því. Endurminningin um þessar stundir er dýrmæt og hygg ég að flestir eða allir samnefndamenn Ingimars sem þeirra nutu séu sama sinnis. Mörg mál og misjöfn bar að garði hjá Ingimar í oddvitatíð hans. En ég trúi að mest hafi reynt á þolgæði hans og þrautseigju þeg- ar Arnarneshreppur var að kaupa eignirnar á Hjalteyri og síðan í kjölfarið tilraunir við að koma af stað atvinnurekstri á staðnum. Hvort tveggja tókst og Ingimar fylgdist síðan gi'annt með hvernig til tækist með framhaldið. Er við áttum síðast tal saman aðeins tveim dögum fyrir andlát hans gladdist hann innilega þegar hægt var að fiytja honum góðar fréttir af starfseminni. Ingimar var tilnefndur heiðurs- borgari Arnaraeshrepps á 80 ára afmæli sínu vegna starfa sinna í þágu sveitarfélagsins. Hreppsnefnd Arnarneshrepps flytur honum hugheilar þakkir fyr- ir langt og gæfuríkt starf í þágu hreppsins og það hversu vel hann bjó í hendur eftirmanna sinna. Hún sendir einnig eiginkonu hans og sonum og ástvinum öllum inni- legar samúðarkveðjur. Sjálfur kveð ég með söknuði hollráðan vin sem ætíð mátti treysta. Éarðu vel vinur. Megi friður Guðs fylgja þér á nýjum leiðum og milda söknuð ástvina þinna. Blessuð sé minning Ingimars á Ásláksstöðum. Jóhannes Hermannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.