Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ ^52 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 Matur og matgerð Nautatunga Kristín Gestsdóttir segist aðeins einu sinni áður hafa matreitt nautatungu og gekk það ekki vel, en nú varð þetta hinn ljúfasti réttur hjá henni. ÉG fór að lesa mér til og leitaði fyrst í gamlar íslenskar mat- r reiðslubækur en varð ekki vel til fanga, fann þó i bókinni Ein- faldt matreiðslu vasaqver fyrir heldri manna hússfreyjur eftir Mörtu Maríu Stephensen frá árinu 1800 smáumfjöllun um „uxatúngu“ en þar voru tung- umar látnar liggja í salti „uns þær verða ljúfar“ og síðan reyktar í 2-3 daga. I matreiðslu- bókum nágrannaþjóða fann ég nautatungu helst í þýskum og dönskum bókum en Þjóðverjar gera talsvert af að reykja tung- una og borða kalda, aftur á móti salta Danir hana gjarnan og borða með grænmeti og þannig matreiddi ég hana. Við þennan lestur komst ég að því að þegar notuð er fersk tunga þarf hún að liggja í salti í 1-2 daga fyrir notkun og því væntanlega orðin að „saltri tungu“ að því loknu. Tungan þarf þriggja klukku- tíma suðu, síðan er himnan tek- in af henni og ekkert gert við tunguna annað en sneiða hana í þunnar sneiðar. Suðuvatnið er bragðbætt með ýmsu grænmeti. Mjög oft er madeira notað í sós- una en grun hefi ég um að ekki noti margir það hér á landi. Ég spurði um það hjá ÁTVR í sum- ar og var sagt að hætt væri að flytja það inn, það seldist svo illa. Setja má portvín eða sjerrí í sósuna. Ég setti ekkert vín í mína sósu. Köld niðursneidd nautatunga er vinsælt álegg víða um heim. Soðin söltuð nautatunga _______1 tungg, 1 - Vi kg sjóðandi vatn svo að fljótí yfír _______1 tsk. svört pipgrkorn__ __________2-3 gulraetur________ I1 2 ________2 meðalstórir laukar____ _______2-3 steinseljugreinar___ 1 -2 sellerístönglar (mó sleppa) 1. Skolið tunguna vel, skerið frá tungurætur ef einhverjar eru. 2. Setjið vatn í pott ásamt pip- arkomum, gulrótum í þykkum sneiðum, lauk í bitum, sellerí- stönglum í bútum og steinselju- greinum í heilu lagi. Setjið tung- una í sjóðandi löginn og sjóðið við hægan hita í 3 klst. Tunguna má skera í tvennt til að hún rúmist betur í pottinum. 3. Fjarlægið himnuna af tung- unni og skerið í þunnar sneiðar. Tunguna má bera fram heita eða kalda. Ef nota á hana kalda er gott að láta hana kólna í soð- inu. Takið hlemminn af meðan hún er að kólna. Meðlæti: Soðnar kartöflur og soðið grænmeti, sveppasósa og piparrótar/eplarjómi. Sveppasósa 150 g ferskir sveppir ___________30 g smjör_________ 'A tsk. karrí ________1 pk. sveppasósa______ soð af tungunni 1 dl rjómi 1. Hreinsið sveppina og skerið í sneiðar. Bræðið smjörið, setjið karrí út í og sjóðið í 1-2 mínútur, en gætið þess að þetta brenni ekki. Setjið sveppina út í og sjóðið i 3 mínútur við meðalhita. Hellið í skál og geymið. 2. Búið til sósuna skv. leið- beiningum á umbúðum en notið soðið og rjómann í stað vatns og mjólkur. 3. Setjið sveppina út í sósu- pottinn og sjóðið við mjög hæg- an hita í 5 mínútur. Piparrótar/ eplarjómi 2 stór epli 2-3 cm biti fersk piparrót 1 peli rjómi Afhýðið eplin og piparrótina og rífið hvort tveggja fínt. Þeytið ijómann og setjið saman við. Geymið í minnst 2 tíma fyrir notkun. Athugið: Piparrót er seld í smábútum. Gott er að geyma hana í frysti og rífa niður frosna. í DAG VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Bflastæði við Bláa lónið ÉG SÁ af myndum sem birtust í Morgunblaðinu að það er langur gangur frá bílastæðinu að baðhús- inu við Bláa lónið, svo iangur að ég sé ekki framá að geta farið þang- að þar sem ég á erfitt með gang og er ekki í hjólastól. Gigtveiku fólki finnst þessi langi gangur frá bílastæðinu vera sér of- viða. Ég skil ekkert í þeim sem hönnuðu Bláa lónið að hafa ekki bílastæðin nær lóninu, það eru svo margir sem mundu vilja fara í lónið sér til heilsu- bótar sem eru fatlaðir, ýmist af völdum slysa eða veikinda. Við gamla lónið var bílstæðið alveg við innganginn og fór ég oft í gamla lónið. Fyrrverandi baðgestur. Góð þjónusta hjá Shell ÞAÐ var nú í vikunni að eitthvað var að bílnum hjá mér sem er Volkswagen Golf. Fór ég með bílinn á stillingarverkstæði en þar var mér sagt að væri margra daga bið eftir að komast að svo ég fór á smurstöð Shell sem er fyr- ir neðan Sjálfstæðishúsið. Þar gerðu þeir við bílinn eins og skot, stilltu platín- urnar og tóku ekld krónu fyrir. Vil ég þakka fyrir einstaka þjónustu. Áður hafði ég farið á Shellstöðina sem er nær Kringlunni, en ég var að reyna að hreinsa véhna með hreinsiefni og á end- anum sóðaði ég út allt planið hjá þeim en þeir tóku því mjög vel og lán- uðu mér öll verkfæri og sýndu mér alveg 100% þjónustu. Finnst mér þetta einstök þjónusta hjá Shell og sendi þeim mínar bestu þakkir fyrir. Orn Olafsson. Óæt kaka ÉG fór í Kringluna sl. laugardag og sá þar sölu- borð þar sem verið var að selja kökur til styrktar góðu málefni. Mér leist ágætlega á eina kökuna og keypti hana en þegar heim var komið var kakan óæt, botnarnir hráir og glassúr hafði verið sullað yfir allt. Trúlega hefur þessi kaka verið bökuð af krakka. En mér finnst ekki forsvaran- legt að seija svona gallaða vöru. I.G. Nýtt org-el ÞAÐ átti ekki að fara fram- hjá neinum að búið var að fá nýtt orgel í Langholts- kirkju. Ég las viðtal er tekið var við organistann, Jón Stefánsson, í tilefni komu þessa hijóðfæris. Jón Stef- ánsson segir að ekki hafi all- ir er hlut átt að máh verið sammála um staðsetningu orgelsins. Hann segir: ,Að sr. Haukur Guðjónsson hafi látið þau orð falla að ef Drottinn Guð hefði ætlast til þess að organistinn og kór- inn væri í hinum enda kirkj- unnar þá hefði hann snúið eyrunum hinsegin á höfðinu á okkur“. Ég spyr því: Var Langholtskirkja staðsett með kór og organista fyrr heldur en Drottinn staðsetti eyrun á manninn? Gaman væri að fá svar við því. Sigríður. Hneykslanlegar myndir ÉG SÁ í 38. tbl. tímaritsins Séð og heyrt mynd sem var verðlaunuð sem besta mynd vikunnar en myndin var af tveimur berum stúlkum. Á sömu síðu var mynd af litlu barni með sí- garettu. Finnst mér þetta virkilega ósmekklegt að birta svona myndir og skil ég ekkert í foreldrunum að leyfa þetta. Ein hneyksluð. Þakkir fyrir skilvísi ÉG VIL senda manninum sem fann veskið mitt hjá Bílahöllinni á Höfða mínar bestu þakkir. Vil ég biðja hann um að hafa samband við mig svo ég geti launað honum þetta. Er hann beð- inn um að hafa samband við Magnús í síma 896 4434. Tapað/fundið Svartur jakki týndist við Glaumbar SVARTUR jakki týndist aðfaranótt sunnudags ann- aðhvort á Glaumbar eða í nágrenninu. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 553 9655. Steinunn. Gulur anórakkur týndist SKÆRGULUR anórakk- ur merktur Perry Ellis 2000 (sá eini sinnar teg- undar) týndist á stoppu- stöð við Grensásveg sl. laugardag eða i leið 6. Eig- andi er nýorðinn sex ára og fékk anórakkinn í af- mælisgöf og saknar hans sárt. Skilvís finnandi hafi samband í síma 553 9865. Við Tjörnina. Yíkverji skrifar... RJÚPNASKYTTUR læra á hverju hausti sína lexíu þegar þær rata í raunir. Strax á fyrsta degi þurfti að hefja leit að tveimur skyttum en allt fór vel og alltaf geta menn lent í slysum og óhöppum. Skotveiðimenn geta gripið til margs konar búnaðar og hjálpar- tækja sem auðvelda þeim að bjarga sér ef eitthvað kemur upp á og er sjálfsagt að þeir verði sér úti um slíkan búnað, svo sem blys, GPS- staðsetningartæki, kalltæki eða eitthvað sem þeir geta notað til að gera vart við sig. Varla þarf að minna þessa vönu útivistarmenn á að hér geta veðra- breytingar orðið svo snöggar sem hendi væri veifað og jafnvel þótt veðurspá og veðurútlit lofi góðu verða menn að gera ráð fyrir ýmsu óvæntu úr þeirri áttinni. Þegar veiðitíminn hófst heyrðist sú áminning til skotveiðimanna að þeir myndu nú eftir veiðikortunum. Það virtist mjög mikilvægt að menn hefðu þau á sér. Þama hefði átt að fljóta með áminning um að þeir hefðu líka með sér þessi nauðsyn- legu hjálpartæki. Verðum við svo bara að vona að skytturnar komist vel frá vertíðinni á þessu hausti. xxx EKKI þarf að fjölyrða um hversu margt er í boði í menn- ingarlífinu á höfuðborgarsvæðinu, tónlist, myndlist, leiklist og hver veit hvað. Og alltaf furða menn sig á því, ekki síst útlendingar, hversu margt er hér í boði - hjá ekki stærri þjóð. Víkverji var á nýlegum tónleik- um Kammermúsíkklúbbsins og varð hugsað til þess þar sem hann sat í troðfullri Bústaðakirkju og hlustaði á nokkur verk hinna gömlu meistara hversu merkilegt starf þeir vinna bæði forráðamenn þess og allir þeir tónlistarmenn sem koma fram á vegum félagsins. Þá á Víkverji bæði við yngri sem eldri forystumenn og listamenn; enda hafa sumir jafnvel verið með allt fráupphafi. Óvíst er að menn geri sér grein fyrir hversu merkileg þessi starf- semi er. Félagið hefur í áratugi staðið fyrir reglulegu tónleika- haldi. Forystan hefur verið óþreyt- andi við að halda sínu striki, útveg- að íslenska listamenn sem erlenda og boðið metnaðarfullt og vandað efni. Það er nefnilega dálítill hand- leggur að skipuleggja svona nokk- uð, bæði að leita menn uppi og fá þá til samstarfs og ekki síður að hrinda öllu þessu í framkvæmd og halda út í öll þessi ár. Vonandi verður ekkert lát á þess- ari starfsemi og reyndar óttast Vík- verji það ekki. Það sannaði aðsóknin á síðustu tónleikana; tónleikagestir á öllum aldri kunna að meta svona nokkuð og eru með á nótunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.