Morgunblaðið - 20.10.1999, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 3
I dag hefst
baráttan við
heilsufarsvandamál
næstu aldar
\
Tíminn hefur áhrif á okkur öll. Fyrirhyggjuleysi í dag getur komið í bakið á okkur á morgun
- í orðsins fyllstu merkingu.
Bein okkar eru lifandi vefur sem inniheldur kalk. Við hreyfingarleysi og ófullnægjandi
kalk- og D-vítamínneyslu eigum við á hættu að beinin eyðist hraðar og meira en óhjá-
kvæmilegt er. Við köllum þetta beinþynningu.
Við beinþynningu þynnist hin harða og þétta skurn beinanna og frauðbeiniö sem fyllir
hol þeirra gisnar. Beinin verða stökk og brotna við minnsta átak. Hryggjaliðir falla auð-
veldlega saman og líkaminn verður hokinn.
Konur eru í þrefalt meiri hættu á að fá beinþynningu en karlar. Þær þurfa því að huga
sérstaklega að mataræði sínu og hreyfingu. Farsælast er að byggja upp beinforöa sinn
í uppvextinum, allt til þrítugs, ogtaka síðan upp þráðinn á ný á efri árum.
Það sem gerir beinþynningu einkar hættulega er að hún er einkennalaus uns brotastigi
er náð. Þá þarf að grípa til sértækra aðgerða sem oft koma að gagni. Ekkert jafnast
þó á við árangursríkar forvarnir. Því skiptir miklu máli að ungt fólk fái kalk- og D-vítamín-
ríka fæðu og nægilega og holla hreyfingu.
Greining í tlma!
„í dag er aiþjóðlegur beinverndardagur. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um
beinþynningu. Hér á landi verða árlega um 1.300 beinbrot vegna beinþynningar og ef
ekkert er að gert verður hún eitt helsta heilsufarsvandamálið á nýrri öld. Til að hægt
sé að gríþa til viðeigandi ráðstafana í tíma er nauðsynlegt að vita hver staöan er.
Beinþéttnimæling er einföld og sársaukalaus aögerð til að komast aö ástandi beinanna.
Uþplýsingar um hana fást á næstu heilsugæslustöö. En hæfileg hreyfing, gönguferðir
og sund, ásamt heilbrigðu mataræði er einfaldasta leiðin til að sporna við þessum
alvarlega sjúkdómi."
Ólafur Ólafsson, formaður Beinverndar
BEINVERND
Alþjóðlegur beinverndardagur 20. október 1999