Morgunblaðið - 20.10.1999, Side 23

Morgunblaðið - 20.10.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 23 Samruni Telia og Telenor Lá við sundr- ungu á síð- ustu stundu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „LANGUR og erfiður aðdragandi að samruna er ekki nýja fyrirtæk- inu til framdráttar," viðurkenndi Tormod Hermansen, forstjóri nýja fyrirtækisins sem verður til við samruna Telia og Telenor, eftir að það dróst um næstum sólarhring að Dag Jostein Fjærvoll, sam- gönguráðherra Norðmanna, undir- ritaði samninginn formlega í Stokkhólmi í gær. I Aftenposten í gær var því hald- ið fram að nú fyrst byrjaði barátta Norðmanna og Svía innan nýja fyr- irtækisins. Bo Lundgren, leiðtogi sænska Hægriflokksins, sagði í viðtali við sænska útvarpið að rétt- ast hefði verið að hætta við allt saman og einkavæða Telia fyrst, áður en farið var út í samrunann. I sama streng er tekið í Financial Times í gær þar sem farið er nei- kvæðum vantrúarorðum um sam- runann og efast um samlegðará- hrifin. Víst er að upphlaupið í kringum samningsundirritunina hefur ekki eflt trúna á nýja fyrir- tækið sem mun fá nafn í nóvember. Velta nýja fyrirtækisins verður 68 milljarðar sænskra króna og starfsmenn 51 þúsund. Samruninn er stærsti fyrirtækjasamruni á Norðurlöndum og um leið fyrsti samruni tveggja ríkissímafyrir- tækja. Rökin hafa verið að fyrir- tækið muni nú standa traustum fótum utan ásælni evrópskra og bandarískra símafyrirtækja, en miðað við hraðvaxandi símafyrir- tæki kann að vera of snemmt að fullyrða slíkt. Hlutverk stjórnar- formannsins deiluefni Kransakökurnar voru þegar komnar á borðið í sænska atvinnu- ráðuneytinu á mánudagsmorgun- inn, þegar Fjærvoll tilkynnti að hann kæmi ekki til Stokkhólms til undirritunar samningsins því hann væri óánægður með „eignaupp- byggingu" fyrirtækisins. Svíamir áttuðu sig ekki á vandan- um en fljótlega kom í ljós að auk þess sem Fjærvoll var óánægður með mat á fyrirtækinu og stjómar- setu starfsmanna var það hlutverk hins sænska Jan-Ákes Karks, stjómarformanns nýja fyrirtækisins, sem stóð í Norðmönnum. Norska stjómin stóð að baki Fjærvoll. Svo virðist vera að norska stjórnin hafi ekki verið með í ráð- um þegar tilkynnt var á föstudag- inn í Svíþjóð að Kark yrði ekki að- eins stjórnarformaður, heldur einnig sérlegur ráðgjafi og að árs- laun hans yrðu 5,4 milljónir sænskra króna, sem er langt fyrir ofan sambærileg norsk laun. Stjórnarformaður Telenor hefur 150 þúsund á ári. Launin ollu al- mennri reiði í Noregi, en stjórnin var einnig sannfærð um að með þessu væri því slegið föstu að Kark ætti að draga úr vægi hins norska Tormod Hermansen forstjóra. Spenna fram á síðustu stundu Þegar Fjærvoll kom til Svíþjóð- ar seint og um síðir á mánudag hófust samræður ráðherra og emb- ættismanna. Hvað eftir annað virt- ist allt klappað og klárt en alltaf dróst undirritunin. Klukkan 4.25 um nóttina voru ráðherrarnir sest- ir niður fyrir framan blaðamenn til að undirrita samninginn en þá kom Hermansen askvaðandi og sagði Fjærvoll að bíða. Það var svo ekki fyrr en í morg- unsárið, kl. 6.14, að ráðherrarnir gátu loksins undirritað samninginn. Sameinast vai- um að meta fyrir- tækið á 150 milljarða sænskra króna, að norskir og sænskir starfsmenn fengju hvorir um sig tvo fulltrúa í stjóm og að Kark yrði ekki í fullu starfi. „Nú eru allir áfram um að vinna gott starf,“ sagði Fjærvoll að lokinni undirrit- un. I sænskum og norskum fjöl- miðlum var talað um norskan sigur. Reuters Mótmæli í París FRANSKIR lögrelgumenn bera burt einn þeirra framhaldsskóla- nemenda, sem efndu í gær til mótmæla í París. Kröfðust þeir bctri tækjabúnaðar í skólunum og fleiri kennara. Reuters Jan Áke Kark, stjórnarformaður nýja fyrirtækisins, og- Jon Frederik Baksaas, aðstoðarforstjdri Telenor, binda táknrænan hnút á fréttamannafundinum í Genf í gær. Þessu var lýst á blaðamanna- fundi í Stokkhólmi um hádegi í gær. Kark sagði þar ekkert óeðli- legt við hlutverk sitt sem ráðgjafa, þótt hann væri einnig stjórnarfor- maður. Hann mun fá 275 þúsund fyrir stjórnarformennskuna og 5,4 milljónir fyrir ráðgjöfina. Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Norðmanna, lýsti á þriðjudag ánægju sinni með sam- inginn, sem færi bil beggja milli hagsmuna landanna. I gær var svo fyrsti stjómarfundur fyrirtækisins haldinn. Það var samdóma álit norskra og sænskra fjölmiðla að þó samnings- undirritunin væri mikilvægur áfangi væri baráttan ekki búin. Bú- ast mætti við að einstakar deildir fyrirtækisins í Noregi og Svíþjóð myndu áfram takast á um norsk og sænsk áhrif. Samrunaferlið er af mörgum álitið sýna hve erfitt það er fyrir tvö ríkisfyrirtæki af tveim- ur þjóðernum að renna saman. í stað hreinna viðskiptahagsmuna komi pólitískir og þjóðernislegir hagsmunir til sögunnar og flækja málin. I sænska útvarpinu var uppá- koman kölluð sápuópera, sem hefði opinberað öllum, líka fjárfestum, hve sambandið væri stirt. Deilurn- ar væm barnalegur, því það gleymdist að fyrirtækið stefndi á alþjóðleg umsvif, ekki aðeins á heimamarkaðinn. í Financial Times er lýst mikilli vantrú á að samlegðaráhrif náist með samrunanum. Hvort fyrirtæki um sig ætti auðveldara með að ná meiri hagkvæmni í rekstrinum. Að mati blaðsins er hætta á að átökin um samrunann dragi úr krafti nýja fyrirtækisins, sem sé skaðlegt í svo hraðfara geira. Réttast hefði verið að hætta við allt saman. „Það er nógu mikið illt blóð í þessu hjóna- bandi til að fylla heilan blóðbanka," ályktar blaðið. , Léttir og bjartir skjávarpar Einstaklega meðfærilegir varpar sem sýna bæði tölvu- og videómerki. Þeir gerast ekki hljóðlátari eða þægilegri í notkun. C5 skjávarpinn hentar einkar vel með nýjustu fartölvum. Varparnir eru með byltingakenndri peru sem endist í 4000 klukkustundir og er gríðarlega björt. ASKC1 ASKC5 Birta 700 Ansi Lumen Birta 800 Ansi Lumen Upplausn C1 800 x 600 SVGA Upplausn C1 1024x768 XGA Þyngd 3,7 kg Þyngd 3,7 kg Ending peru 4000 klst. Ending peru 4000 klst. Hljóð 38 dB Hl|0ð 38 dB Sýningardrægni 1,1 -10 m Sýningardrægni 1,1 -10 m Tilboðsverð Verð áður kr. 349.000.- kr. 454.400.- Tilboðsverð Verð áður kr. 449.000.- kr. 525.000.- NÝHERJI Skipholt 37 • S:569 7700 http://www.nyherji.is Sölu- og þjónustuaðilar Nýherja: Suðurland: Tölvu- og Rafeindaþjónustan Selfossi og Tölvun Vestmannaeyjum. Austurland: Martölvan Höfn í Hornafirði og Tölvusmiðjan Egilsstöðum/Neskaupsstað. Norðurland: Nett Akureyri, Element Sauðárkróki og Ráðbarður Hvammstanga. Vestfirðir:Tölvuþjónusta Helga Bolungavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.