Morgunblaðið - 24.10.1999, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Frambjóðendum í forkosningimum í Bandarrkjunum fækkar um þriðjung
Urðu undir í baráttu um
peninga - ekki kosningum
Elizabeth Dole ákvað í vikunni að draga sig úr slag repúblikana vegna forsetakosninga á næsta ári.
Sagði hún ástæðuna vera fjárskort.
Fjórir frambjóðendur í
forkosningunum vegna
forsetakosninganna í
Bandaríkjunum á
næsta ári hafa nú
dregið sig í hlé vegna
þess að þeim tókst ekki
að tryggja sér nægileg-
an stuðning meðal
þeirra sem leggja fé
í kosningasjóðina.
ELIZABETH Dole varð í
fyrradag fimmti
repúbMkaninn sem hætt
hefur við framboð í for-
kosningum flokksins vegna forseta-
kosninganna á næsta ári. Fjórir
þessara stjórntnálamanna sögðu
ástæðuna þá að þeir hefðu ekki get-
að safnað nægu fé til að standa
straum af þeim gífurlega kostnaði
sem fylgir kosningabaráttunni.
„I hinum sönnu Bandaríkjum er
málefnabaráttan mikilvægari en
bai-áttan um fé í kosningasjóði,"
sagði Dole þegar hún tilkynnti
ákvörðun sína. En í bandarískum
stjómmálum „snýst þetta um pen-
inga þegar öllu er á botninn hvolft,"
bætti hún við.
Fjáðasti frambjóðandinn
sigrar
„Það er ekki hægt að gera of mik-
ið úr mikilvægi peninganna," sagði
Larry Makinson, talsmaður óháðrar
hreyfingar sem fylgist með fjár-
framlögum í kosningasjóði banda-
rískra stjómmálamanna.
Peningamir gera frambjóðend-
unum kleift að koma skilaboðum
sínum á framfæri í sjónvarps- og út-
varpsauglýsingum og með pósti.
Allur þessi áróður hjálpar þeim síð-
an að afla enn meiri fjár.
Sagan sýnir að fullyrðing Dole er
engin fjarstæða. í öllum forkosning-
um repúblikana frá 1976 hefur nið-
urstaðan orðið sú að sá sem aflaði
mestra peninga árið fyrir kosning-
arnar fór með sigur af hólmi og
varð forsetaefni flokksins.
Bush setur ijáröflunarmet
Samkvæmt þessu má gera ráð
fyrir því að George W. Bush, rílds-
stjóri Texas, verði forsetaefni
repúbUkana í kosningunum á næsta
ári. I lok síðasta mánaðar hafði
hann sett nýtt fjáröflunarmet og
safnað 57 milljónum dala, andvirði
fjögurra milljarða króna. Þetta er
næstum tíu sinnum meira fé en
nokkur hinna frambjóðendanna sex
hefur safnað.
Miklu minni munur er hins vegar
milli helstu frambjóðendanna í for-
kosningum demókrata. A1 Gore
varaforseti og Bill Bradley, fyrrver-
andi öldungadeildarþingmaður frá
New Jersey, heyja mjög tvísýna
baráttu um hylli kjósenda og pen-
ingamanna. Bradley hefur sótt í sig
veðrið í skoðanakönnunum og fjár-
öflun á síðustu mánuðum og hefur
fengið ívið meira fé en Gore, eða
10,7 milljónir dala, andvirði 750
milljóna króna. Munurinn er aðeins
um 30 milljónir króna.
Auðkýfingurinn Steve Forbes,
sem fjármagnar kosningabaráttu
sínu að mestu leyti sjálfur, er sá
eini sem hefur haft fjárhagslegt
bolmagn til að keppa við Bush um
athygli kjósenda. I lok síðasta
mánaðar hafði hvor þeirra eytt um
19 milljónum dala, rúmum 1,3
milljörðum króna, í kosningabar-
áttuna. Dole hafði þá aðeins eytt
tæpum fjórum milljónum dala;
andvirði 280 milljóna króna. I
kosningasjóði hennar voru þá að-
eins tæpar 40 milljónir króna á
sama tíma og Bush og Forbes
bjuggu sig undir að hefja nýjar
auglýsingaherferðir fyrir hundruð
milljóna króna.
Joe Lockhart, fjölmiðlafulltrúi
Bandaríkjaforseta, sagði að ákvörð-
un Doles væri til marks um að for-
kosningar repúblikana snerust að-
eins um peninga, ekki hugsjónir eða
málefni.
Makinson er ekki á sama máli og
segir að þótt fjárhagslegi stuðning-
urinn skipti miklu máli í kosninga-
baráttunni sé ekki rétt að hún snú-
ist eingöngu um peninga. Fram-
bjóðendumh' verði að vera sigur-
stranglegir til að geta aflað fjár í
kosningasjóði sína. Því meiri sem
sigurlíkur þeirra séu þeim mun
meiri peninga fái þeir.
„I byrjun taldi mikilvægur hópur
manna að George W. Bush væri lík-
legastur til að komast í Hvíta hús-
ið,“ segir Makinson. „Þannig að
þessi hópur, hundrað eða nokkur
þúsund manna, tryggði honum for-
ystu í baráttunni með því að gefa
honum miklar fjárhæðir.“
Auk Doles hafa Dan Quayle, fyrr-
verandi varaforseti, Lamar Alex-
ander, fyrrverandi ríkisstjóri Tenn-
essee og John Kasich, fulltrúadeild-
arþingmaður frá Ohio, hætt við
þátttöku í forkosningum repúblik-
ana vegna fjárskorts. Robert Smith,
öldungadeildai'þingmaður frá New
Hampshire, sóttist einnig eftir því
að verða forsetaefni repúblikana en
hætti við það í sumar og sagði sig úr
flokknum.
Málefnin urðu Dole
einnig að falli
Diana Jean Schemo, blaðamaður
The New York Times, telur að fjár-
skortur hafi ekki verið það eina sem
varð Elizabeth Dole að falli. Henni
hafi ekki verið hafnað vegna þess að
hún er kona heldur vegna þess að
hún hafi ekki markað sér skýra
málefnalega sérstöðu í kosninga-
baráttunni.
Margar konur gerðu sér vonir um
að framboð Doles yrði baráttunni
fyrir auknu vægi kvenna í banda-
rískum stjórnmálum til framdráttar
og urðu því íýrir vonbrigðum þegar
hún ákvað að draga sig í hlé.
Schemo segir að Dole hafi ekki
reynt að höfða sérstaklega til
kvenna og forðast að tileinka sér
hefðbundin „kvennamálefni" af ótta
við að styggja karlmenn sem kynnu
annars að kjósa hana. Hún hafi þess
í stað lagt áherslu á sömu málefni
og keppinautarnir, svo sem mennta-
og varnarmál og baráttuna gegn
eiturlyfjabölinu. Þá hafi andstaða
hennar við fóstureyðingar mælst
illa fyrir meðal kvenna sem taka
frjálslyndari afstöðu í því deilumáli.
Skoðanakannanir bentu ekki til
þess að verulegur munur væri á
fylgi Doles eftir kynjum.
Bill Bradley velgir Gore undir uggum
Heilbrigðismál efst
á stefnuskránni
BILL Bradley, fyrrverandi öldungadeild-
arþingmaður frá New Jersey, er nú farinn
að ógna A1 Gore, varaforseta Bandaríkj-
anna, æ meir í baráttunni um útnefningu
sem forsetaframbjóðandi Demókrata-
flokksins. Þrátt fyrir að í nýlegri skoðana-
könnun hafi Gore enn mælst með 60%
fylgi á móti 30% fylgi Bradleys þykir það
nokkuð góð vísbending um að Bradley sé
að saxa á forskotið að svo virðist sem hann
hafi fram til þessa safnað meira fé í kosn-
ingasjóði sína en varaforsetinn.
Bradley fæddist árið 1943 í Crystal City
í Missouri og lagði stund á nám í ekki
ómerkari háskólum en Princeton og Ox-
ford. Hann gat sér frægð á sjöunda og átt-
unda áratugnum sem leikmaður með
körfuknattleiksliðinu New York Knicks og
gat notfært, sér vinsældir sínar til hljóta
kjör sem öldungadeildarþingmaður árið
1979. Bradley lét af þingmennsku árið
1997, en þá hafði hann setið þrjú kjörtíma-
bil í öldungadeildinni. Síðan hefur
körfuknattleikshetjan fyrrverandi varið
tíma sínum við háskólakennslu, ræðuhöld
og bókaskrif.
Frá því Bradley lýsti formlega yfir
áhuga á framboði í desember á síðasta ári
og fram í september hafði Gore iðulega
40-50% forskot á hann í skoðanakönnun-
um. Nú er hins vegar ljóst að Bradley er
að sækja á varaforsetann, einkum í norð-
austurríkjunum, þar sem nýleg skoðana-
könnun CNN og Gallup benti til að munur-
inn væri einungis 12 prósentustig.
Vill tryggja börnumviðunandi
framfærslu
Bradley hefur nú hafið fundaherferð til
að kynna stefnu sína og áform. Heilbrigð-
ismál eru honum hugleikin og hefur hann
lagt fram ítarlega áætlun um umbætur í
heilbrigðisgeiranum, sem miða að því að
fækka þeim Bandaríkjamönnum sem ekki
hafa sjúkratryggingu. Menn á hægri
vængnum í Demókratafiokknum liafa
gagnrýnt áætlunina á þeirri forsendu að
hún myndi hafa í för með sér of miklar
Bill Bradley
skattahækkanir, rétt eins og áform Bills
Clintons, sem hann reyndi að hrinda í
framkvæmd á fyrra kjörtímabili sínu, en
ekki hlutu náð fyrir augum þingsins.
Eitt helsta kosningamál Bradleys er vel-
ferð barna. Hann hvatti til þess í ræðu á
föstudag að öllum börnum yrði tryggð við-
unandi framfærsla og að „fátækt barna“
yrði útrýmt eftir áratug. Lagði hann fram
lista af úrræðum sem beita mætti til að ná
þessu marki. „Sú staðreynd að 13,5 millj-
ónir barna lifa undir fátæktarmörkum er
einfaldlcga óviðunandi,“ sagði Bradley í
ræðu sinni og bætti við að það skyti sér-
staklega skökku við í eins auðugu landi og
Bandaríkjunum.
Nógu gott leiðtogaefni?
Við upphaf kosningabaráttu sinnar hét
Bradley því að hann myndi „takast á við
erfiðar áskoranir“ og verða „forseti sem er
reiðubúinn að taka áhættu og skera úr um
mikilvæg mál“.
Ýmsir hafa þó orðið til að draga í efa að
Bradley sé það leiðtogaefni sem hann vill
vera láta. Bent er á að þótt hann hafi beitt
sér af ákveðni fyrir nokkrum málum í öld-
ungadeildinni hafi hann yfirleitt ekki látið
ýkja mikið fyrir sér fara. Haft hefur verið
á orði að hann hafi verið góður baráttu-
maður fyrir málum sem vöktu áhuga hans,
en hann hafi Iítið gefíð gaum að öðrum
málum. Ýmsir telja þetta ástæðu til að
draga í efa að hann hafi það sem þarf til að
verða leiðtogi áhrifamestu þjóðar heims.
Aðrir hafa vísað þessari lýsingu á Bra-
dley á bug og segja framgöngu hans fyrir
atkvæðagreiðslur í þinginu ekki gefa full-
nægjandi mynd af því hvort hann sé góður
leiðtogi eður ei. Þá liafa margir lofað hann
fyrir yfirvegaðan málflutning og segja það
augljóst að hann myndi sér skoðanir á
fræðilegan hátt og láti ekki sljórnast af
skoðana- og vinsældakönnunum.
Meðal þeirra mála sem Bradley beitti sér
fyrir á þingi voru niðurfelling skulda þró-
unarríkja, trygging fyrir greiðslu barns-
meðlaga og bætt samskipti kynþátta. Hann
hefur einnig látið til sín taka í umhverfis-
málum og fyrir vikið hlotið stuðning um-
hverfisverndarsamtaka.