Morgunblaðið - 24.10.1999, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999
If
MORGUNBLAÐIÐ
INNBLÁSINN
ANDI
Tónlistarhátíðin Norðurljós hefst í Lista-
safni Islands í kvöld. Þá leikur strengja-
kvartettinn Quatuor Mosaiques, sem Árni
Matthíasson segir með fremstu strengja-
kvartettum heims.
LISTIR
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Quatuor Mosaiques, Erich Höbarth, Andrea Bischof, Anita Mitterer, Christophe Coin.
*
KVÖLD hefst í Listasafni ís-
lands tónlistarhátíðin Norður-
ljós með tónleikum Quatuor
Mosaiques, sem er með fremstu
strengjakvartettum heims um þess-
ar mundir. Kvartettinn er tólf ára
gamall og honum hefur hlotnast
fjöldi viðurkenninga fyrir leik sinn
og segja má að hver einasta plata
sem hann hefur sent frá sér undan-
farin ár hafí hlotið verðlaun og við-
urkenningar. Félagar í kvartettnum
eru fíðluleikararnir Erich Höbarth
og Andrea Bischbf, lágfiðluleikarinn
Anita Mitterer og sellóleikarinn
Christophe Coin.
Erich Höbarth verður fyrir svör-
um um tilurð og tilgang Quatuor
Mosaiques en auk þess að vera fé-
lagi í honum er hann leiðtogi
Concertus Musicus, sem mikið hef-
ur tekið upp af barokktónlist. Hann
segir að Christophe Coin hafi oft
leikið með Concertus Musicus sem
gestaleikari og þá hafí kviknað sú
hugmynd að setja saman kvartett
sem léki á upprunaleg hljóðfæri.
Þetta var fyrir tólf árum og þá var
fátt um slíka kvartetta, líklega ekki
nema tveir eða þrír sem nokkuð
kvað að að sögn Höbarths. Hann
segir að kvartettmeðlimir hafi þeg-
ar kunnað samstarfinu vel og hljóm-
ur þeirra fallið mjög vel saman.
„Það var eiginlega aldrei tekin
ákvörðun um að við værum starf-
andi fastmótaður kvartett, það má
segja að allt hafi þetta komið smám
saman og af sjálfu sér.“
Höbarth segir að nafn kvartetts-
ins sé þannig til komið að um tíma
hafi þau tengst hópi tónlistarfólks
sem kallaðist Mosaique og Coin
stofnaði og tekið nafnið þaðan. Sá
félagsskapur leystist upp vegna
anna Coins og eftir varð kvartettinn
sem tók upp tónleikahald í Frakk-
landi og var svo vel tekið að ákveðið
var að fara í hljóðver sem aftur kall-
aði á meiri vinnu við spilamennsku.
Fyrsti diskurinn sem Auvidis gaf
út með Mosaiques-kvartettinum var
strengjakvartettar eftir Haydn.
Höbarth segir að það hafi legið
beint við að leika Haydn á uppruna-
leg hljóðfæri með gimisstrengi því
tónlist hans falli mun betur að slík-
um leik en til að mynda kvartettar
Schuberts eða Beethovens. „Kvar-
tettar Haydns verða skýrari og
náttúrulegri með upprunalegum
hljóðfærum, en einnig var lítið til af
góðum upptökum á kvartettum Ha-
ydns og nánast engar upptökur fá-
anlegar á opus 20 kvartettunum,
þótt síðar hafi fleiri upptökur bæst
við. Þetta kom sér eðlilega vel fyrir
okkur að byrja upptökuferilinn með
verkum í lítilli samkeppni," segir
Höbart og kímir.
Okkar hljóðfæraleikur
er málamiðlun
Mikið hefur verið deilt um það
hvort nota eigi stálstrengi og styrkt
hljóðfæri eða upprunaleg með girn-
isstrengjum þegar verk eru leikin
eftir fyrri tíma tónskáld og sýnist
sitt hverjum. Höbarth tekur ekki
undir það að dregið hafi úr deilum
um þessi mál og nefnir máli sínu tO
stuðnings að víða í Þýskalandi eigi
Mosaiques-kvartettinn erfitt upp-
dráttar, því tónleikahaldarar þar
vilji fá verkin flutt á nútímalegri
hátt. Einnig hafi sitt að segja að
tónlistarmenn leika í sífellt stærri
sölum og erfitt að láta girnis-
strengjahljóðfæri fylla slíka sali.
„Mér finnst mjög gagnlegt til að
skiija tónskáld og tíðaranda að
heyra hvernig samtímahljóðfæra-
leikur var svo langt sem við náum í
að endurskapa hann, en það er ekki
markmið í sjálfu sér. Þær fiðlur sem
eru í mestum metum meðal hljóð-
færaleikara í dag eru frá fyrri tím-
um og bygging þeirra hefur ekki
breyst í langan tíma. Það er því
eritt að segja hvar nýr tími byrjar
og gamall endar og við erum ekki
heittrúarfólk. Okkar hljóðfæraleik-
ur, strengir og fleira er málamiðlun,
enda erum við að leika tónlist allt
frá barokktíma í klassíkina, frá
Kunst de Fuge eftir Bach í Brahms,
en einna mestu skiptir í því sam-
bandi að okkar mati að nota gimis-
strengi því þeir voru í notkun fram
undir 1920. Okkur virðist því gefa
augaleiá að rétt sé að reyna að leika
með þá strengi sem verkin voru
samin fyrir og nota sams konar
böga og voru í notkun þá.
Við viljum þó ekki gera of mikið
úr því að við séum að leika á upp-
runaleg hljóðfæri, við erum ekki að
leika í safni. Við reynum að finna
nýjan skOning á tónverkum þeim
sem við erum að leika og skOa and-
anum í verkinu og ef leikið er með
of mikla áherslu á nútímalegan
spOahátt er hætt við að fjölröddun
týnist og smáatriði hverfi í hljóm-
styrknum."
Höbarth leggur áherslu á að ekki
sé rétt að gera of mikið úr því að
þau séu að leika á uppunaleg hljóð-
færi með gimisstrengjum, „við ósk-
um þess eins að fólk komi og hlusti
fordómalaust og meti tónlistina út
frá henni sjálfri en ekki því á hvaða
hljóðfæri við séum að leika eða
hvemig við séum klædd.“
Skammt er síðan Quatuor Mosa-
iques sendi frá sér disk á vegum
Auvidis með verkum eftir Mendels-
sohn, en síðasti diskur sem frá
kvartettnum kom er með „rúss-
nesku“ kvartettum Mozarts, K 575
og 590, og hlaut meðal annars mikið
lof í Gramophone fyrir flutninginn.
Quatuor Mosaiques er margverð-
launaður og segja má að allar plötur
hans hafi fengið verðlaun fyrir
spOamennsku og túlkun, margar
fjölda verðlauna. Höbarth segir að
þetta skipti tónlistarmennina litlu
máli, en þó hafi það sitt að segja því
verðlaunin auðveldi þeim mjög allt
tónleikahald, „við rekumst hvað eft-
ir annað á að fólk þekkir til okkar
vegna verðlaunanna, en þau skipta
okkur ekki máji, það eina sem skipt-
ir máli er að við lærum og vöxum
sem listamenn við gerð hverrar
plötu“.
Upptökur eru mynd
af augnabliki
Plöturnar eru orðnar allmargar
og Höbarth segir að hann hlusti
stundum á gamlar upptökur og líki
þær misjafnlega. „Það kemur mér
skemmtilega á óvart stundum hvað
margar þeirra eru góðar, en það má
ekki gleyma því að upptökur eru
bara mynd af augnabliki og því
hvernig við spOum á því augnabliki
og síðan breytumst við í tímans rás.
Það er því engin ástæða tO að
skammast sín fyrir það sem gert
var eins vel og hægt var á því
augnabliki þegar við vorum í hljóð-
verinu.“ Kvartettinn hefur ekki tek-
ið upp aftur neitt verk sem hann
hefur áður hljóðritað og gefið út,
enda segir Höbarth ekki ástæðu tO
þess því allar plötur Quatuor Mosa-
iques eru enn fáanlegar, því þær
seljast enn jafnt og þétt. „Við eigum
svo enn mikið eftir að taka upp. T0
að mynda vdjum við gjarnan taka
mikið upp af Haydn-kvartettunum,
þó ekki vOjum við endilega taka þá
upp alla. Það er líka mikið sem okk-
ur langar tO að taka upp eftir
Schubert og svo má telja.“
Höbai’th segir að framan af hafi
kvartettinn tekið upp tvær plötur á
ári, en nú orðið sé það yfirleitt að-
eins ein á ári, enda vilji þau gefa sér
góðan tíma tO að vinna með verkin
áður en haldið er í hljóðver. „Það er
ekki hægt að taka verk upp fyrr en
við erum búin að leika það oft á tón-
leikum, finna hraðann í því og
áherslurnar. Það er ekki nóg að
læra verk og fara strax með það í
hljóðver.“ Á dagskrá tónleikanna í
kvöld verða verk sem Mosaique-
kvartettinn hyggst hljóðrita á næst-
unni, kvartett nr. 135 í f-dúr, eftir
Beethoven, Schumann strengja-
kvartett í a-moll op 41, nr. 1, fjórar
fúgur úr Kunst der Fuge, nr. 1, 5, 6
og 9 eftir Bach sem Höbarth segir
þau líklega aldrei eiga eftir að taka
upp. „Það er ekki skrifað fyrir nein
ákveðin hljóðfæri, en okkur finnst
mjög gaman að fást við það, kunn-
um vel að meta innblásinn andann í
því.“
Tónleikar Quatuor Mosaiques,
upphafstónleikar tónlistarhátíðar-
innar Norðurljósa, verða í Lista-
safni íslands í dag, sunnudag, og
hefjast kl. 20.00.
Fortíð og nútíð, skáld-
skapur og raunveruleiki
ERLEJVDAR
BÆKIJR
Spennusaga
„INSTRUMENTS OF NIGHT“
eftir Thomas H. Cook. Bantham
Books 1999. 320 síður.
THOMAS H. Cook heitir banda-
rískur spennusagnahöfundur sem er
vel þess virði að kynnast. Hann er
sjálfsagt ekki allra því saga eins og
„Instrument of Night“, sem nýlega
kom út í vasabroti hjá Bantham-út-
gáfunni, er varla kjörlesefni fyrir við-
kvæmar sálir; slíkur er óhugnaðurinn
að maður situr sem lamaður eftir
lesturinn. En hann er einstaklega fær
spennusagnahöfundur sem vinnur
með fortíð og nútíð, skáldskap og
raunveruleika, býr til bæði krassandi
og drungalega sögufléttu og setur í
aðalhlutverk persónu sem engist um í
sálarflækju og svartnætti vegna ólýs-
anlegrar persónulegrar reynslu úr
æsku. Allt kemur það heim og saman
í fantagóðum nútímalegum, sálfræði-
legum trylli og safaríkri gátusögu,
sem merkOegt nokk minnir sífeUt á
Agöthu Christie.
Þrjú svið
Thomas H. Cook á að baki langan
rithöfundarferil. „Instrument of
Night“ er fjórtánda skáldsaga hans.
Hann býr í New York og Massachu-
setts og hefur unnið til fjölda verð-
launa fyrir spennusögur sínar. Sú
þekktasta er að líkindum „The Chat-
ham School Affair" en af öðrum sög-
um hans má nefna „Sacrificial
Ground“ og „Blood Innocents".
Hann hefur einnig skrifað bækur um
raunverulega glæpi svo Ijóst má vera
að hann er ákaflega niðursokkinn í
heim morða og meiðinga.
Thomas H. Cook kann vel að fara
með þann áhuga sinn. „Instruments
of Night“ er með bestu spennusög-
um sem komið hafa út á undanföm-
um árum. Hún gerist eiginlega á
þremur sviðum. Aðalpersónan, Paul
Graves, er rithöfundur og hefur
skrifað, eins og Cook, fjórtán bækur
um óþokkann Kessler, aðstoðar-
mann hans, Sykes, og lögreglufor-
ingjann Slovak, sem er sífellt á hött-
unum eftir þeim. Bókaskrifin eru
einskonar sálfræðileg lækningaað-
ferð sem Graves notar til þess að
fást við af veikum mætti óhugnað
sem henti hann og systur hans þegar
þau voru unglingar; hann hefur
aldrei getað sagt frá því sem kom
fyrir þau nema óbeint í bókum sín-
um. Og í þriðja Iagi gerist sagan á
Riverwood-búgarðinum í um klukku-
stundar fjarlægð frá New York en
þangað hefur Graves verið kallaður
til þess að ímynda sér hver hafi get-
að myrt unga stúlku sem bjó á bú-
garðinum fyrir um hálfri öld en
morðið á henni hefur aldrei verið
upplýst að fullu.
Cook blandar þessum þremur
mjög svo ólíku en um leið mjög svo
keimlíku atburðum og sögusviðum
saman í eina órofa heild sem Paul
Graves heldur utan um umvafinn
svartnætti minninganna. Svipleiftur
úr sögum hans og frá nóttinni hrylli-
legu þegar ráðist var á hann og syst-
ur hans ein á heimili þeirra fyrir öll-
um þessum árum fléttast inn í fjöl-
skyldusögu sem geymir óleysta gátu
úr fortíðinni og enginn er fær um að
leysa nema maður eins og Graves.
Það er í hinni dæmalaust sorg-
mæddu persónu Paul Graves sem
sálin í bókinni leynist. Hann er ein-
stæðingur af því hann vill ekki bera
ábyrgð. Líf hans hangir í raun á blá-
þræði og athugull lesandi bóka hans
getur séð í hvað stefnir; endalokin
nálgast óðum. Heima bíður hans
ekkert annað en stálbiti, reipi og
kollur. Að kafa of djúpt í fortíðina
gæti riðið honum að fullu og hann
veit það manna best sjálfur.
Fjöldamargar persónur koma við
sögu með einum eða öðrum hætti og
eru dregnar skýrum og einföldum
dráttum. Yfir sögunni hvflir drungi
og depurð, sem á einkar vel við efni-
viðinn, og hún er sögð með sérstakt
innsæi í eyðileggingarmátt tak-
markalausrar illsku, sem bitnar á
sakleysingjum og skilur lesandann
eftir dofinn.
Arnaldur Indriðason
Tímarit
• ALMANAK Hins íslenska Þjóð-
vinafélags erkomið útí 126. sinn,
en það kom fyrst út í Kaupmanna-
höfn árið 1874. Alla tíð síðan hefur
almanakið komið út á vegum þjóð-
vinafélgsins og nú um langa hríð í
samvinnu við Háskóla íslands.
Auk almanaksins sjálfs hefur ár-
bók íslands alltaf verið fastur liður
í ritinu og má þannig fínna í
almanökunum samfelldan annál
um sögu 20. aldar og aftur á 19.
öld. I árbókini er fjailað um ár-
ferði, helstu atvinnuvegi, stjórn-
mál, allar helstu íþróttagreinar,
verklegar framkvæmdir um land
allt, andlát og margt fleira.
Þorsteinn Sæmundsson stjörnu-
fræðingur hefur reiknað og búið
álmanakið sjálft til prentunar. Þar
gerir hann glögga grein fyrir því,
hvenær aldamótin eru. Arbókina
fyrir árið 1998 ritar Heimir Þor-
leifsson menntaskólakennari. Kápa
almanaksins fyrir árið 2000 er með
nokkru hátíðarsniði og er þar leitað
fyrirmynda í kápu þess árið 1990.
Forseti Hins íslenska þjóðvina-
félags og umsjónarmaður alman-
aksins er Jóhannes Halldórsson
cand.mag.
Almanakið er 212 bls., prentað í
Prentsmiðjunni Odda. Sögufélag,
Fischersund 3, sér um dreifíngu.
Verð: 1.254 krónur.
I
I
I