Morgunblaðið - 24.10.1999, Page 33

Morgunblaðið - 24.10.1999, Page 33
32 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SENDIRAÐ í BERLÍN VÍGSLA hinnar sameigin- legu sendiráðsbyggingar Norðurlandanna fímm í Berlín er merkilegur atburður fyrir margar sakir. Með rekstri sameiginlegrar sendiráðs- byggingar sýna Norðurlöndin fram á einstaka samstöðu þjóða, því líkt og Eberhard Diepgen, borgarstjóri Berlín- ar, benti á í ræðu við vígsluna hefur það ekki gerst áður að fímm ríki reisi sameiginlega sendiráð á erlendri grundu. Að það hafí nú verið gert er til marks um hið einstaka samband Norðurlandanna og það traust, vináttu og ekki síst skynsemi er ríkir í samskipt- um þeirra á milli. Opnun sendiráðsins vakti mikla athygli í Þýskalandi og færa má rök fyrir því að með samstöðu af þessu tagi geti Norðurlöndin aukið vægi sitt í samskiptum við önnur ríki. Þessi tilraun vekur einnig þá spurningu hvort ekki sé skyn- samlegt að ríkin standi sam- eiginlega að rekstri sendiráða á fleiri stöðum í heiminum. Slíkt gæti annars vegar gert Norðurlöndin sýnilegri en þau hafa burði til hvert í sínu lagi og jafnframt dregið úr þeim mikla kostnaði er fylgir því að halda uppi starfsemi í öðrum ríkjum. Jafnvel er hægt að hugsa sér að ganga megi skrefí lengra en í Berlín og að ýmis starfsemi og þjónusta tengd rekstri sendiráða, t.d. símsvörun og tölvukerfí, verði rekin á sameiginlegum grund- velli. Sameiginlegur rekstur sendiráðsbygginga hefur marga kosti og hentar ekki einungis smáríkjum, líkt og sameiginleg sendiráðsbygging Þjóðverja og Breta hér í Reykjavík er til marks um. Opnun sendiráðanna í Berlín í sameiginlegri bygg- ingu er hins vegar einnig tákn um það, hversu ríka áherslu Norðurlöndin leggja á tengsl sín við Þýskaland. Margrét Þórhildur Danadrottning kom inn á þau tengsl í ræðu sinni og lagði ekki síst áherslu á menningartengsl Norðurland- anna og Þýskalands. „Nú streyma ungir norrænir myndlistarmenn, kvikmynda- gerðarmenn og rithöfundar aftur til Berlínar til að drekka í sig allt sem hér er að gerast. Nýir norrænir rithöfundar eru lesnir á ný í Þýskalandi,“ sagði Danadrottning. Síðar í ræðu sinni sagði hún: „Sam- skiptin við Þýskaland, jafnt efnahagsleg sem pólitísk, hafa alltaf leikið afgerandi hlutverk fyrir Norðurlönd, til ills og til góðs. Þýskaland hefur alltaf verið granni, jafnt þegar land- ið hefur verið vinveitt og fjandsamlegt í þeirri fjöl- breyttu mynd sem nokkur hundruð ára sameiginleg saga skilur eftir sig.“ Þýskaland mun vafalítið halda áfram að leika afgerandi hlutverk fyrir Norðurlöndin. Þýskaland er öflugasta efna- hagsveldi Evrópu og Þjóðverj- ar hafa í auknum mæli tekið við forystunni á sviði hinnar pólitísku þróunar í Evrópu. Ut- anríkisstefna Þýskalands ein- kennist af auknu sjálfstrausti og þátttaka Þjóðverja í alþjóð- legum friðargæsluverkefnum í Kosovo og á A-Tímor er greini- leg sönnun þess að Þjóðverjar ætla sér stærra hlutverk á al- þjóðavettvangi í framtíðinni. Þjóðverjar eru ekki síður for- ysturíki innan Evrópusam- bandsins og sú þjóð sem hvað mesta áherslu leggur á að að- ildarríkjum sambandsins verði fjölgað og landamæri þess færð til austurs. Berlín er miðpunktur þess- ara breytinga og hefur nú tek- ið við hlutverki sínu sem mið- stöð þýsku stjórnsýslunnar á ný. Þýska þingið hefur þegar flutt starfsemi sína til Berlín- ar og flutningur ráðuneyta er langt á veg kominn. Borgin er smám saman að endurheimta fyrri sess sinn sem ein af meg- inborgum Evrópu, á sviði menningar, ekki síður en við- skipta og stjórnmála, suðu- pottur þar sem framsæknar hugmyndir fá útrás. Þess sér ekki síst stað í þeim byggingum, sem á síð- astliðnum árum hafa verið að spretta upp og breyta ásjónu Berlínar. Það er því vel við hæfí að í Tiergarten skuli rísa vegleg og glæsileg bygging til að hýsa sendiráðsstarfsemi N orðurlandanna. Smátt og smátt munu leiðir Islendinga liggja í auknum mæli til Berlínar til náms og starfa, í viðskiptaerindum og til þess að sinna pólitískum samskiptum við hið öfluga for- ysturíki Evrópu, sem alla tíð hefur litið svo á, að Island njóti sérstöðu vegna sögu sinnar og menningararfleifðar, sem haft hefur mikil áhrif á þýska menningu. Það er því fagnaðarefni að svo vel hefur tekist til um opnun íslensks sendiráðs í Berlín og að full- trúum íslands þar hefur tekist óvenju vel að efla tengsl við æðstu forystumenn í þýskum stjórnmálum í öllum flokkum. M: Þú kynntist Sig- fúsi þjóðsagnara frá Eyvindará, þegar þú varst fyrir austan. G: Jú, ég átti því mikla láni að fagna að kynnast honum, ég var þá drengur. Hann var sagna- þulur í þeim gamla stíl. Eg minn- ist þess, þegar hann kom á vetrar- kvöldum heim til fóstra míns og las fyrir okkur sögur. Það var í húsinu Skuld austur á Seyðisfirði. Mér þótti ákaflega vænt um Sig- fús, ég leit á hann sem auðnuleys- ingja og listamann, en áleit þá að þetta tvennt væri óaðskiljanlegt, þó það væri raunverulega ekki eitt og hið sama. Sigfús var mjög við- kvæmur og vandur að virðingu sinni, ágætt skáld á gamaldags vísu, vínhneigður nokkuð, en drakk helzt einn. Mér virtist hann raunverulega lifa í heimi þjóð- sagnanna og löngu liðinna tíma. Hann setti þjóðsöguna ofar öllu öðru, hann var hvað þetta snerti hinn fullkomni ofstækismaður. Það var honum hin æðsta siðferði- lega skylda að trúa þjóðsögunni í bókstaflegri merkingu þess orðs og án undanbragða. Sigfús var mér alltaf ímynd hins íslenzka fræðimanns og alþýðu- skálds frá fyrri tímum, einmana og fátækur sérvitringur, sem fáir skildu eða vildu skiija. Hann var viðkvæmur maður og geðríkur og mér fannst alltaf eins og hann heyrði ekki til hinum litlausa heimi veruleikans. Fólk virt- ist yfírleitt frekar sjá galla hans og ófull- komleik en kosti, en svo fer oft að því er frekar haldið á loft sem illa fer en hinu, sem er mönnum til einhverrar sæmdar. M: Þú varst handgenginn þjóð- sögunni, en hverjum augum leiztu á hana? G: Eg tók enga sérstaka eða ákveðna afstöðu til þjóðsögunnar, ég var bam sem kunni ekki að trúa eða efast. Seinna meir hefur mér fundizt hún hugarheimur horfinna kynslóða. I einveru og fásinni var nauðsynlegt að hafa sér eitthvað til skemmtunar, en fólkið varð sjálft að skapa þessa skemmtun, yrkja, syngja, flytja kvæði, lesa sögur - semja tónlist. Þeir eru til sem segja að fólkið í landinu hafi ekki skapað neitt af þessu, alþýðulistin okkar, sem svo má kalla, sé öll af erlendum toga spunnin. Ég legg ekki dóm á slíkt, en mitt álit er að fólkið í land- inu hafi skapað margt af öllu því, sem ég hef áður nefnt. Ég áUt t.d. að sagan af manninum sem stóðst allar freistingar nema þá að éta flot, sé íslenzk. Stundum eru menn að bollaleggja um það, hvort þessar sögur séu sannar eða ekki. Mér finnst slíkar vangaveltur út í bláinn, - þeir sem á sínum tíma voru höf- undai’ þessara sagna hirtu lítið um þá hlið málsins, skemmtunin var að- alatriðið. M: Trúðir þú ekki einhverju af því, sem sagt var frá í þjóðsögum og Islendinga sögum? G: Ég veit það raunverulega ekki. Allar þessar sagnir voru mér þá einhver fjarlægur, en litríkur heim- ur, handan við tilbreytingarleysi og rökkur langra vetrarkvölda. M: Trúðir þú á álfa - eða dverga í steinum? G: Þeir áttu heima handan við rökkur langra vetrarkvölda. Ég á þá ósk, að þeir séu til. Álfarnir eru ímynd þess, sem þjóðin vildi vera. Þeir voru yfirleitt heiðnir, fast- heldnir á gamla siði og báru virð- ingu fyrir náttúru landsins. Þeir voru elskir að dýrum, kunnu þá list að klappa kú, jafnvel köngurlóin átti hlutdeild í ást þeirra á náttúr- unni. Þeir vildu ekki að fallegir hól- ar, steinar eða önnur slík fyrirbæri í sköpun landsins væru óvirt eða eyðilögð, því þar áttu þeir heima. Þeir vissu að stirfni, þrái og samúð- arleysi var af hinu vonda. Ég trúi því, að það sé gæfuleysi að brjóta á móti hugarfari álfa, og ber tvennt til. I fyrsta lagi að það liggur heil- brigð skynsemi að baki hugarfari þeirra, og í öðru lagi að álfarnir voru langminnugir, jafnt á gott sem illt. En annars eru þessir andar náttúrunnar manninum hliðhollir, góðar vættir. Jónas Hallgrímsson segir í kvæðinu sínu, að þegar dvergurinn sé flúinn og tröllið í hamrinum dáið, þá sé fólkið í land- inu „hnípin þjóð í vanda.“ M. HELGI spjall SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 33 FRU AUÐUR AUÐ- uns, sem jarðsett verður á þriðjudag, var einn fremsti forystumaður íslenzkra kvenna á þess- ari öld. Hún braut niður hvern múrinn á fætur öðrum, sem staðið hafði í vegi íyrir því, að konur nytu jafnréttis á við karla. Hún var glæsileg kona, ljúf í við- móti en einbeitt og hörð af sér, þegar á þurfti að halda. Hún var í hópi þeirra for- ystumanna Sjálfstæðisílokksins, sem einna minnisstæðastir verða frá þessari öld. Auður Auðuns varð fyrst íslenzkra kvenna til þess að ljúka prófi í lögfræði frá Háskóla Islands. Hún var fyrst kvenna til þess að stjórn fundum bæjarstjórnar Reykjavíkur. Hún varð fyrsta konan til þess að taka við embætti borgarstjóra í Reykjavík. Hún varð fyrsta konan til þess að taka við ráðherraembætti. Hún varð meira að segja fyrsta konan til þess að setj- ast í dómarasæti á Islandi, en það gerðist þegar hún var kvödd til þess að vera setu- dómari í máH í heimabæ sínum, Isafirði, þegar bæjarfógetinn Torfi Hjartarson, þurfti að víkja sæti. Auður Auðuns átti sér djúpar rætur í stjórnmálabaráttunni á íslandi. Faðir henn- ar, Jón Auðunn, sat á Alþingi fyrst fyrir ísafjarðarkaupstað frá 1919 til 1923 og síð- an fýrir Norður-ísafjarðarsýslu frá 1923 til 1933 og aftur frá 1934 til 1937. Jón Auðunn sat á þingi fyrir Ihaldsflokkinn en við sam- einingu þess flokks og Frjálslynda flokks- ins árið 1929 varð hann þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. Hún komst í tengsl við sjálfstæðisbaráttu aldamótaáranna, þegar hún ung menntaskólastúlka kom á heimili Jóhannesar Jóhannessonar, bæjarfógeta, sem var formaður Sambandslaganefndar- innar 1918. Líklega er eitthvert ítarlegasta blaðavið- tal, sem til er við Auði Auðuns um líf henn- ar og störf og stjórnmálaferil, viðtal, sem Ingólfur Johannessen, læknir, átti við frú Auði á árinu 1983, og birtist hér í blaðinu hinn 7. ágúst það ár. Þar segir hún m.a. um viðhorf sín í stjómmálum: „Ég er aHn upp í borgaralegum hugsunarhætti eins og hann gerist beztur og fellur hann saman við stefnuyfirlýsingu míns flokks, Sjálfstæðis- flokksins. Hann felst í virðingunni fyrir ein- stakHngnum og frjálsræði hans og þeirri ábyrgðartilfinningu, sem hver einstakUng- ur þarf að hafa.“ Og Auður bætir við þegar hún ræðir um stjórnmálaafskipti sín: „Ég hafði mínar skoðanir og dró ekki dul á þær.“ Þetta var eiginleiki, sem samstarfs- menn hennar og viðmælendur í Sjálfstæðis- flokknum kynntust vel, ekki sízt á seinni hluta starfstíma hennar þar. Frú Auður kom fram á sjónarsviðið í stjómmálabaráttunni í einhverjum hörð- ustu bæjarstjórnarkosningum, sem fram hafa farið í Reykjavík, en það var árið 1946. Meirihluti sjálfstæðismanna í höfuðborg- inni var talinn í mikilli hættu. Sósíalistar trúðu því, að þeir mundu hafa sigur. Einar Olgeirsson keyrði um Reykjavík og ávarp- aði borgarbúa með aðstoð gjallarhorns. Ung forystusveit Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórninni barðist eins og ljón undir forystu Bjarna Benediktssonar, sem þá var borgarstjóri. Þarna voru þau öll á ferð, Bjami, Gunnar Thoroddsen, Auður og Jó- hann Hafstein, sem skipaði baráttusætið og nutu tilstyrks Hallgríms Benediktssonar, föður Geirs Hallgrímssonar og þeirra systkina, og Sigurðar Sigurðssonar, berkla- yfirlæknis. í þessum kosningum hlaut Auð- ur Auðuns sína póUtísku eldskírn. Sjálf- stæðisflokkurinn vann sigur og hélt meiri- hluta sínum. Um tildrög þess, að hún fór í framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur, sagði Auður Auðuns í samtali við höfund þessa Reykja- víkurbréfs, hinn 12. september árið 1970, daginn eftir að hún fyrst kvepna hafði tekið sæti í ríkisstjóm íslands: „Ég veit í raun- inni ekki, hvernig það atvikaðist. En það var María vinkona mín Maack, sem spurði mig að því, hvort ég vildi taka sæti á fram- boðsUstanum. Ég samþykkti það. Ég geri ráð fyrir, að það hafi verið vegna þess, að I borgar- stjórastól REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 23. október mér fannst töluvert til um það traust, sem mér var sýnt með því að biðja mig um þetta og að það mundi vera áhugavert að fá tæki- færi til að kynnast og hafa áhrif á stjóm þess byggðarlags, sem ég var búsett í.“ Auður var 35 ára, þegar hún tók sæti í bæjarstjóm Reykjavíkur. Hún hafði eign- azt tvö böm, þegar hún tók sæti í bæjar- stjóminni og eignaðist önnur tvö eftir að hún hóf þar störf. Hver var afstaða þessar- ar konu, sem hafði aflað sér háskólamennt- unar og var að hasla sér völl í stjórnmálum, til hlutverks konunnar og hvemig það gæti samræmst því að ala upp ung börn að kasta sér út í hringiðu stjórnmálanna? í viðtalinu við Auði 12. september 1970 er að finna at- hygHsverð ummæH hennar um þetta efni. Hún segir: „Ég lít svo á, að kona, sem á börn, hljóti óhjákvæmilega að vera mikið bundin sínu heimili, a.m.k. á meðan bömin era ung, en þetta veltur mikið á því, hvort konan þarf að verja fullum vinnudegi til stjómmálaaf- skipta. Ef við lítum t.d. á störf borgarfiill- trúa er út af fyrir sig möguleiki á að sam- eina þetta tvennt, ef maður er ekki bundinn í þeim mun tímafrekari nefndum, að ekki sé talað um borgarráði. Þær stofnanir, sem þama geta hlaupið undir bagga, barnaheimilin, ættu að geta auðveldað konum störf utan heimiHs en ég er hrædd um, að það sé ekki heppilegt, ef kona þarf að vera fjarvistum við mjög ung börn allan daginn. I þessum efnum varð ég fyrir mjög miklum áhrifum af bók eftir brezkan sálfræðing, sem minn gamli skóla- bróðir, Símon Jóhann Ágústsson, lánaði mér en í þessari bók voru niðurstöður könnunar um rofin tengsl milli móður og barna, sem benti til þess, að barn gæti orðið fyrir miklu tjóni af því að vera ekki í tengsl- um við móður eða einhvem, sem kæmi í móður stað, sem bamaheimilin geta að sjálfsögðu ekki. I þessari bók kom fram, að tengsl ungs bams við móður, sem kannski væri ekki talin upp á marga fiska, hefðu meiri þýðingu fyrir þess seinna líf og þroska en vist á fullkomnu barnaheimili með beztu umönnun, sem þar er hægt að veita. En hér er að sjálfsögðu átt við böm á fyrstu aldursárum." I þessu sama viðtali er frú Auður spurð spurningar, sem endurspeglar væntanlega umræður fyrir þremur áratugum en blaða- maður Morgunblaðsins spurði: „Sumar ungar konur vilja halda því fram, að karl- menn eigi að annast heimiUshald og uppeldi alveg til jafns við konur. Hvert er þitt sjón- armið í því efni? Og Auður svai-ar: „Ef hægt er að sameina þetta á þann veg, að foreldrar séu ekki báðir fjarvistum við barnið meiri hluta dagsins, tel ég að þetta sjónarmið eigi rétt á sér.“ Á SUÐURLANDI Morgunblaðið/RAX HAUSTIÐ _ 1959 myndaði Olafur Thors Viðreisnar- stjórnina. Hann skipaði Bjarna Benediktsson, sem þá var varaformaður Sjálfstæðisflokksins, dóms- og iðnaðarráð- herra og Gunnar Thoroddsen, fjármálaráð- herra. Til era upplýsingar um, að Bjarni, sem þá var ritstjóri Morgunblaðsins, hafi ekki haft sérstakan áhuga á að yfirgefa blaðið en hafi látið til leiðast, þegar Ólafur lagði að honum. Ennfremur eru til heimild- ir í bréfum fyrir því, að Ólafur hafi lagt áherzlu á, að Gunnar kæmi inn í ríkisstjórn- ina til þess að skapa jafnvægi á milli tveggja fylkinga í Sjálfstæðisflokknum, sem þeir Bjarni og Gunnar töldust í forystu fyrir. Þessi ákvörðun Ólafs var Birgi Kjar- an, sem þá var einn helzti forystumaður sjálfstæðismanna í Reykjavík og tók sæti á Álþingi þá um haustið, ekki að skapi og varð til þess m.a. að Birgir lét af þing- mennsku í kosningunum 1963, þótt hann tæki sæti á þingi á nýjan leik árið 1967. Birgir sóttist sjálfur eftir ráðherradómi haustið 1959. Gunnar Thoroddsen taldi, að ekki væri hægt að treysta á langlífi ríkisstjórnarinnai’ og var ekki tilbúinn til að útiloka þann möguleika, að hann tæki á ný við embætti borgarstjórans í Reykjavík. Til þess að auð- velda þá endurkomu fékk hann leyfi frá störfum og valdi þá leið að setja tvo borgar- stjóra í sinn stað með ákveðinni verkaskipt- ingu þeirra í milli. Þetta voru þau Auður Auðuns og Geir Hallgrímsson. Um þessa skipan mála segir Auður Auð- uns í íýrrnefndu samtaH við Ingólf Johann- essen í Morgunblaðinu 7. ágúst 1983: „Gert var ráð íýrir, að Gunnar Thoroddsen gæti tekið aftur við borgarstjóraembættinu, ef illa færi, en hann var kjörinn forseti borgar- stjómar í minn stað. Engan óraði íýrir því, að Viðreisnarstjórnin sæti í þrjú lqörtímabil. Gengið var út frá því, að þegar komin væri festa á ríkisstjómina færi allt í sama horfið í borgarstjóm og áður. Einn borgarstjóri tæki aftur við. Ég gekk í upphafi samstarfs okkar Geirs HaUgrímssonar út frá því, að þegar gamla kerfið yrði tekið upp á ný, þá mundi ég láta af störfum borgarstjóra. Um það höfðum við Geir rætt. Ég hafði alls ekld hugsað mér starf borgarstjóra til frambúðai’ og gat reyndar ekki heldur bætt sh'ku starfi á mig, þar sem ég sat auk starfa í borgar- stjóm og borgarráði á þingi og hafði fimm manns í heimiH. Nokkrir vinir okkar Geirs höfðu orð á því, að samstarf okkar yrði upp- hafið að tvískiptingu borgarstjórastöðunnar. Slíkt kom þó ekki til tals held ég megi segja í borgarstjómarflokknum. Það hefði ekki ver- ið mér að skapi. Þegar sannreynt þótti, að stjómarsamstarfíð mundi haldast, varð það þegjandi samkomulag innan borgarstjómar- flokksins, að Geir tæki við embætti borgar- stjóra.“ Gunnar Thoroddsen, sem gegnt hafði embætti forseta borgarstjórnar þetta ár, hvarf úr því og frú Auður tók við forsæti borgarstjórnar Reykjavíkur á nýjan leik. Þar sat hún fram að borgarstjórnarkosn- ingum árið 1970. Þeir sem fylgdust með henni í borgarstjóm Reykjavíkur á þessum áram minnast tignarlegrar konu, sem stjórnaði fundum borgarstjórnar af þeirri einbeitni og röggsemi en sanngirni að fáir dirfðust að gera athugasemdir við fundar- stjóm hennar. Hún naut óskoraðrar virð- ingar, í sumum tilvikum óttablandinnar virðingar, og samstarf þeirra Geirs var augljóslega mjög gott og einkenndist af gagnkvæmri væntumþykju. Á ráð- herrastóli ATBURÐIR SUM- arsins 1970 höfðu djúp áhrif í þjóðlíf- inu öllu en innan Sj álfstæðisflokksins sérstaklega. Ekki voru allir á einu máH um að Jóhann Hafstein ætti að taka við flokkn- um eftir hið sviplega fráfall Bjarna Bene- diktssonar og ungir menn vildu fá Geir Hallgrímsson. Morgunblaðið átti hlut að því að kveða upp úr um forystu Jóhanns Haf- stein en Geir Hallgrímsson var þá stjórnar- formaður útgáfufélags blaðsins. Þeir Jó- hann og Geir innsigluðu samkomulag sín í milli og um haustið urðu breytingar á ríkis- stjórn á þann veg, að Auður Auðuns tók þar sæti, sem dóms- og kirkjumálaráðherra. Um þá ákvörðun Jóhanns Hafstein var samstaða og því fylgdi ferskur blær fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að hann varð fýrstur flokka til að tilnefna konu í ríkisstjóm. Á þeim tíma var það samdóma álit manna, að þessi ákvörðun mundi styrkja stöðu Sjálf- stæðisflokksins mjög. I samtali við blaða- mann Morgunblaðsins daginn, sem hún tók sæti í ríkisstjórn fyrst íslenzkra kvenna, var Auður kát og glöð en hógvær og sjálfri sér lík. Þrettán árum seinna sagði hún í samtal- inu við Ingólf: „Það er margt sem kemur inn á borð hjá ráðherra, sem ekki kemur íýrir þingið. Það urðu líka viðbrigði að ég var komin í fast og krefjandi starf... Meðal framvarpa, sem ég lagði fyrir þingið á mín- um ráðherraferH var framvarp til nýrra laga um stofnun og slit hjúskapar, sem sifjalaganefnd hafði samið, mikill bálkur með afar ítarlegri greinargerð ... Annað var það frá minni ráðherratíð, sem ég hlaut misjafnar þakkir fyrir, en það voru reglur, sem bönnuðu lögfræðingum í ýmsum ríkis- stofnunum og í ráðuneytunum og við dóm- araembættin að stunda lögfræðistörf önnur en í þágu sinnar stofnunar eða embættis." U.þ.b. sem Auður Auðuns tók við ráð- heiraembætti var jafnréttisbarátta kvenna að taka nýja stefnu. Ragnhildur Helgadótt- ir, sem fylgdi fast í fótspor Auðar sem önn- ur fremsta forystukona Sjálfstæðisflokks- ins á síðara helmingi aldarinnar, segir í for- mála fyrir Auðarbók Auðuns, sem Lands- samband sjálfstæðiskvenna og Hvöt gáfu út á sjötugsafmæU Auðar árið 1981: „Auður hefur alla tíð verið mikil kvenréttindakona. Mestum árangri hefur hún náð á því sviði með þeim sporum er hún sjálf steig með miklum sóma inn á nýjar brautir og efldi þannig kjark og þrótt með öðram konurn." I samtalinu í ágúst 1983 sagði Auður um jafnréttisbaráttu kvenna: „Ég get tekið undir það, að konur verða að koma sér áfram innan flokkanna. Ég tel núverandi ástand konum sjálfum að kenna. Auðvitað geta konur látið meira að sér kveða innan flokkanna og úti í þjóðfélaginu yfirleitt. Hins vegar verð ég að segja það, að eftir því sem ég eldist og umræður um jafnrétti harðna, verður mér æ oftar hugsað til barn- anna. Hvernig er hægt að koma því við, að foreldri geti sinnt bömunum hvort um sig? Það verður að finna grundvöll, sem slík verkaskipting á að byggja á. Við núverandi aðstæður verður ekki hjá því komizt að börn séu að talsverðu leyti alin upp á stofn- unum. Þetta á ekki að vera stefnan. Það þarf að finna annan grundvöll verkaskipt- ingar karla og kvenna svo hjá þessu verði komizt.“ ÞOTT AUÐUR Klettur Auðuns hefði látið af störfum í borgar- stjórn Reykjavíkur árið 1970 og á Al- þingi 1974 átti hún enn eftir að koma við sögu Sjálfstæðisflokksins og það svo um munaði. Stjómarmyndun Gunnars Thoroddsens í febráar 1980 hafði slík áhrif innan Sjálfstæðisflokksins, að þeir sem ut- an við stóðu eiga erfitt með að skilja það. Þau Auður og Gunnar höfðu átt langa sam- leið innan flokksins og í skóla á yngri áram. Milli þeirra var gömul vinátta. Geir Hallgrímsson vék öllum persónuleg- um sjónarmiðum sínum og hagsmunum til hliðar og lagði áherzlu á það eitt að halda Sjálfstæðisflokknum saman í gegnum þessa erfiðu þolraun. Hann hafnaði afdráttarlaust öllum hugmyndum um að víkja Gunnari og samstarfsmönnum hans úr flokknum. Hann lét meira yfir sig ganga í þessum efnum en sumir töldu að hægt var að ætlast til. I þessum ólgusjó stóð Auður Auðuns eins og ídettur að baki Geir Hallgrímssyni. Á öllum fundum og í öllum umræðum innan Sjálfstæðisflokksins, veitti hún honum öfl- ugan stuðning og gaf ekkert eftir. Þessi eindregna og afdráttarlausa afstaða hlýtur að hafa verið Auði mjög erfið vegna fyrri samskipta hennar og Gunnars Thorodd- sens. Hún lét það ekki á sig fá. Fyrir Geir var þessi afstaða Auðar ómetanleg. Hún átti mikinn þátt í að tryggja að afstaða hans til stjórnarmyndunar Gunnars naut þess tráverðugleika innan Sjálfstæðisflokksins og utan, sem hann þurfti á að halda til þess að stýra Sjálfstæðisflokknum heilum í höfn í gegnum þetta mikla brimrót. Það tókst honum og verður seint fullþakkað af sjálf- stæðisfólki fyrir það afrek. I þessum miklu átökum var Auður Auðuns sá bakhjarl, sem Geir Hallgrímsson gat alltaf reitt sig á. Á milli ritstjórnar Morgunblaðsins og Auðar Auðuns var náið samband í meira en hálfa öld. Að leiðarlokum eru þessari merku konu færðar þakkir fyrir þau samskipti og börnum hennar og tengdabörnum og öðram ættingjum sendar samúðarkveðjur. „Frú Auður Auð- uns, sem jarðsett verður á þriðju- dag, var einn fremsti forystu- maður íslenzkra kvenna á þessari öld. Hún braut niður hvern múr- inn á fætur öðr- um, sem staðið hafði í vegi fyrir því, að konur nytu jafnréttis á við karla. Hún var glæsileg kona, ljúf í viðmóti en ein- beitt og hörð af sér, þegar á þurfti að halda. Hún var í hópi þeirra for- ystumanna Sjálf- stæðisflokksins, sem einna minnis- stæðastir verða frá þessari öld.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.