Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 37 komenda hennar var henni hug- stæð og víst er að reynsla þeirra hjóna á lífshlaupinu hefur eflt vit- und þeirra um fallvaltleika tilver- unnar. Gæfa afkomendanna var henni hugleikin og hún fylgdist vel með hvað fram fór í samræðum við fólkið sitt á öllum aldri. Hún hafði þann hæfileika að setja sig inn í málefni hvaða aldursskeiðs sem var ef á þurfti að halda. Af þessum sökum sjá börnin á eftir félaga fremur en aldraðri langömmu á kveðjustund. Hún langamma varð eiginlega aldrei gömul, hún ætlaði sér það ekki, og henni tókst það. Eiginleikar, upplag og uppeldi eru óráðin samstæða þess sem mótar manneskjuna og arfleifð fólksins sem stendur að hverjum einstaklingi er dýrmætur fjársjóð- ur hverjum og einum þegar jafn vel tekst til og í tilfelli Guðfínnu ömmu. Þessarar síungu stelpu að austan sem við þurfum nú óhjá- kvæmilega að kveðja hinsta sinni. Að eiga Guðfinnu ömmu að lífs- förunaut hefur eflt vitund margra sem yngri eru um gildi þess að vera ungur í anda á meðan stætt er. Hún var mjög félagslynd og farandverkakonan þoldi illa kyrr- stöðu og stöðnun á efri árum. Hún sóttist eftir samveru við fjölskyldu sína, vini og samferðafólk. Hún braut upp hversdagsleika tilver- unnar með heimsóknum og bæjar- ferðum eftir að hún settist að í Reykjavík. Eftir að amma og afí fluttu úr Eyjum tók samverustundum við þau að fjölga hjá okkur á Selfossi. Heimsóknir til þeirra urðu fastur punktur í tilverunni með samtölum um málefni fjölskyldunnar jafn- hliða dægurmálaumræðum. Fyrir þær samverustundir og hlýju erum við þakklát og munum búa að lífsviðhorfí og lífskrafti hennar sem innleggs í líf okkar sjálfra. Hörð lífsbarátta genginnar kyn- slóðar sem áorkað hefur miklu og bætt líf okkar er lærdómsríkt veganesti inn í árþúsundamót. Minningin um Guðfinnu langömmu lifir með okkur um ókomin ár. Bergsteinn, Hafdís og börn. Elsku Finna frænka. Það er bæði skrýtið og erfitt að kveðja þig í hinsta sinn, efst í huga mér eru góðu minningarnar og hlýhugur þinn. Það var alltaf svo gott að koma til þín og vera hjá þér, og þú tókst á móti mér eins og prinsessa væri komin í heimsókn og ekki gleymi ég loftkökunum þínum og öllu því góða sem þú barst á borð fyrir gesti þína. Þegar ég var hjá þér leið mér svo vel og þú kenndir mér svo margt um lífið og tilgang þess og hugsa ég oft til þín í daglegu lífi mínu. Þær eru margar yndislegar minningar sem ég á með þér og mun ég ætíð geyma þær og þakka ég þér fyrir allt sem þú hefur veitt og gefið mér, elsku Finna mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) HLIF GUNNLA UGSDÓTTIR Sólveig Þorleifsdóttir. + HIíf Gunnlaugs- dóttir fæddist í Meiri Hattardal í Álftafirði við Djúp 9. mars 1911. Hún and- aðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar liennar voru Gunnlaugur Jón Torfason, f. 29 janúar 1879 í Efsta- dal í Ögurhreppi, síðar bóndi í Meiri Hattardal, d. 25. des- ember 1937, og Þuríður Ólafsdóttir kona hans, f. 16. júlí 1881 í Vigur í Ögurhreppi í Norður-Isafjarð- arsýslu, d. 23. september 1930 á Isafirði. Börn þeirra voru: Ingólf- ur Jens, f. 19. ágúst 1902, látinn; Ólafur, f. 15. júlí 1904, látinn; Jensína Jóna Kristín, f. 4 apríl 1907, Iátin; Ásmar Karl, f. 16. ágúst 1909, látinn; Snorri, f. 5. janúar 1913, látinn; Indriði Jón, f. 16. janúar 1915, látinn; og Þóra Sesselja, f. 10. október 1920, bú- sett í Kaupmannahöfn. Hlíf giftist 7. desember 1935 Hjalta Þórðarsyni, f. 19. desem- LEGSTEINAR f Murmari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112Reykjavík 1 sími 5871960, fax 587 1986 1 ber 1911, d. 11. febr- úar 1980. Hjalti var bóndi á Æsustöðum í Mosfellssveit og kirkjuorganisti í sókninni um langan aldur. Dóttir þeirrra er Þuríður Dóra, f. 27. júlí 1936. Börn Þuríðar og fyrri manns hennar Theo- dórs Heiðars Péturs- sonar eru: Hlíf Ragn- heiður, f. 29. júh' 1954; og Hafdís, f. 10. október 1956. Þuríður og Heiðar skildu, en hann er nú látinn. Síð- ari maður Þuríðar er Skúli Viðar Skarphéðinsson, f. 18. desember 1930 á Keldum við Reykjavik. Börn þeirra eru Katrín, f. 7. apríl 1961, Katla, f. 7 maí 1965; og Hjalti, f. 15. janúar 1970. Hlíf bjó öll sín búskaparár á Æsustöðum með eiginmanni sín- um en síðustu æviárin bjó hún í húsnæði aldraðra í Hlaðhömrum í Mosfellsbæ. titfór Hlífar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu frá Mosfells- kirkju 31. ágúst. Örlagatímar vora yfir Evrópu. ísland var í jaðri hildarleiks. For- eldrar voru hræddir um börnin sín. Árið var 1941. Reykjavík var her- setin. Þetta var árið sem ég fædd- ist. Móðir mín var óörugg með mig. Faðir minn vildi koma okkur í ör- uggt skjól. Æsustaðir í Mosfellsdal urðu valið. Ekki veit ég af hverju. Við því fæ ég aldrei svör en fyrir mig var það mikið lán að koma að Æsustöðum. Fá að dvelja þar undh- verndarvæng sæmdarhjónanna Hlífar Gunnlaugsdóttur og Hjalta Þórðarsonar. Við mamma fluttum inn á loftið í gamla bænum. Þar var þá fyrir önnur fjölskylda. Húsið var ekki stórt, herbergin smá, en það sannaðist þar máltækið að þar sem er hjartarúm er húsrúm. Eld- húsið var í kjallaranum, stofur á miðhæð og þau hjónin áttu eina dóttur, Þuríði, sem varð mér sem eldri systir. Þarna bjuggum við mamma í næstu tvö ár, örugg frá andrúmslofti stríðsins í Reykjavík. A þessum fyrstu árum mínum þarna eignaðist ég hjartarúm í stóru hjarta Hlífar. Öll sumur upp frá því, öll jól, páska og skólafrí fór ég beint heim á Æsó. Kýrnar, hæn- urnar og gróðurhúsið urðu minn starfsvettvangur svo fljótt sem ég gat farið að rölta um. I lágreistu fjósinu hlustaði ég á bóndann og organistann í sókninni syngja ætt- jarðarlög, sálma og óperulög svo undirtók. Kýrnar hlustuðu andakt- ugar við taktfastar bunur úr spen- unum. Hjalti bóndi brosti sínu fal- lega brosi. Þær mjólka miklu betur ef sungið er fyrir þær. Svo hljóm- aði orgelið í litlu stofunni á Æsó á kvöldin svo mér fannst eins og ég væri í undursamlegum tónleikasal. Ég sat hugfangin kvöld eftir kvöld með mjólkina mína og kexköku og teygaði í mig hin fegurstu tónverk. Hjalti minn, sagði Hlíf ávallt. Hann Hjalti minn þarf að spila og ég fann er hún sagði þetta að í hjarta þessarar traustu konu vestan af fjörðum ríkti skilningur á fegurð tónanna og þeirri lífsfyllingu sem tónlistin veitti bóndanum á Æsu- stöðum. Hlíf var alin upp við hörkudugnað og baráttu en Hjalti var tónlistarmaður og söngmaður í hjarta sínu sem varð að sjá sínum farborða af störfum bóndans. Hlíf gaf honum tækifærið, skildi gleði hans og þrár. Og hendur hennar voru sístarfandi við plöntur í gróð- urhúsinu, við handavinnu, útivinnu eða við vinnslu matar fyrir heimil- isfólkið eða gerð vetrarforðans. Hlíf sauð niður kjöt og grænmeti sem var betra en ég hef fengið ann- ars staðar. Myndarskapur hennar til fyrirmyndar. En skoðanir henn- ar á mönnum og málefnum voru skarpar. Ekki endilega til að skapa vinsældir, ekki var hún endilega já- maður allra. Hlíf var um margt einstök kona. Hún var traust eins og klettur og vildi halda utan um fólkið sitt. Örlög þess vora hennar örlög. Dóttir hennar Þuríður og börnin hennar vora stolt hennar. Hún ljómaði þeg- ar hún ræddi um fólkið sitt. Eins fékk ég ávallt að njóta velvildar hennar og börnin mín. Síðustu árin var hún illa haldin af hjartveiki en hugur hennar var ótrúlega ferskur. En hún sagði oft að hún væri farin að hlakka til að hitta hann Hjalta sinn. Nú er hún gengin þessi einstaka kona, húsfreyjan á Æsustöðum í Mosfellsdal. Konan sem veitti mér öryggi og hlýju. Konan sem gaf mér hlutdeild í móðurást sinni. Hafi hún þökk fyrir. I hjarta mínu hvflir mynd hennar um alla mína daga. Megi góður Guð færa henni aftur hann Hjalta sinn. Dröfn H. Farestveit. OSWALDS si'mi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTI ‘ili • 101 RIÍYKJAVIK Davib Inger l frfn v i rstj. Untsjón Ólijnr Urftirarstj. i.l KKISTU VINN USTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR 1899 + Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ J. ÞÓRARINSDÓTTIR, (Dúný), hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis á Hellissandi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 26. október kl. 13.30. Sigurjóna Óskarsdóttir, Kristín Ingólfsdóttir, Guðrún Þ. Ingólfsdóttir, Jónína Ingólfsdóttir, Eðvarð Ingólfsson, Inga Ingólfsdóttir, Guðný Úlla Ingólfsdóttir, Haraldur Lorange, barnabörn og barnabarnabörn. Birgir Sigurðsson, Vignir J. Jónasson, Agnar B. Jakobsen, Bryndís Sigurjónsdóttir, Stefán S. Svavarsson, Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÓA VIGDÍS HANSEN. lést fimmtudaginn 21. október. Jarðarförin auglýst síðar. Valdemar Hansen, Erna A. Hansen, Dóra Hansen, Jón Kristjánsson, Hilda Hansen, Jóhannes Fossdal, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, HAUKUR SKAGFJÖRÐ JÓSEFSSON frá Sauðárkróki, síðast til heimilis í Faxatúni 6, Garðabæ, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, fimmtudaginn 21. október. Jarðarförín auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Stefánsdóttir Hjaltalín. + Minningarathöfn um elskulega móður okkar, tengdamóður og ömmu, SOLVEIGU SVEINBJARNARDÓTTUR, Álfaskeiði 38, Hafnarfirði, fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 26. október kl. 11.00. Jarðsungið verður sama dag frá Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Frikirkjuna í Hafnarfirði (minning- arkort fást í Blómabúðinni Burkna og Kirkjuhúsinu). Einnig er bent á Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfjarðarströnd (minningarkort fást í Kirkjuhúsinu). Kristján Loftsson, Auðbjörg Steinbach, Birna Loftsdóttir, Solveig Birna Gísladóttir, Loftur Bjarni Gíslason, Guðmundur Steinbach, Loftur Kristjánsson, María Kristjánsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA EINARSDÓTTIR frá Bustafelli í Vestmannaeyjum, Dalbraut 18, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 25. október kl. 13.30. Sigurbergur Hávarðsson, Anna Ragnarsdóttir, Erna Elíasdóttir, Garðar Stefánsson, Einar P. Elíasson, Anna Pálsdóttir, Sigfús Þór Elíasson, Ólafía Ársælsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.