Morgunblaðið - 24.10.1999, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 24.10.1999, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HULDA GUÐRUN GUÐRÁÐSDÓTTIR + Hulda Guðrún Guðráðsdóttir fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1938. Hún lést á heimili sínu 17. október síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Bústaðakirkju 22. október. vikunni. Engan óraði fyrir hvað sú rannsókn myndi leiða í ljós. Síðast sá ég þig fyrir tveimur mánuðum í afmælinu hennar mömmu fyrir austan og þá hafðirðu ekki enn látið sjúkdóminn beygja þig, sýndist Skært ljós hefur slokknað í lífi okkar allra. Amma mín er dá- in. Þú varst alltaf fyrst á staðinn og síðust til að fara en nú ertu farin að eilífu og eftir sitjum við með dýrmætu minn- ingarnar okkur til huggunar. Þú varst svo stór hluti í lífi okkar, vildir alltaf taka þátt í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Þú gast svo oft gert líf mitt gleðilegra, eins og þegar mér leið illa, þá varstu komin til að þerra burt tárin og þegar mér leið vel varstu komin til að samgleðjast mér. Alltaf gat ég reitt mig á þig, þú varst alltaf tilbúin að hlusta á mig, veita mér athygli og gera eitthvað mér. Eg minnist þess nú bara þegar ég og Kristján bróðir vorum vön að koma til þín og afa um hverja helgi þegar við vorum krakkar, alltaf var eitthvað gert. Við fórum á skíði, á skauta, fórum út að labba, í fjall- göngur og röltum saman út í náttúr- una þar sem þér leið best og okkur öllum. Þú varst mikið náttúrubarn og vildir dreifa því yfir á okkur bömin sem þér tókst, ég vissi ekk- ert betra en að fara með þér og afa á skíði. Við vorum vanar að fara upp á Langjökul um hverja páska þar sem við héngum aftan í jeppa hjá afa, Hulda amman og Hulda stelpan hlið við hlið á skiðum. Ég hafði ekki eins mikla orku og þú svo ég þurfti að taka mér fleiri hlé, meðan ég sat inni í bíl hjá afa varst þú á skíðum. En það var alltaf tími fyrir kaffi og vínarbrauð en svo hélstu áfram og þú hættir ekki fyrr en snjórinn end- aði. Þú bjóst yfir ótrúlegri orku, varst alltaf svo heilbrigð og dugleg, þar til þú kvaddir mig í hinsta sinn en þú gafst aldrei upp. Elsku amma mín, þú varst mér svo kær, hve já- kvæð þú varst, þú gast alltaf gert gott úr hlutunum, manni tókst aldrei að vera í vondu skapi þegar þú varst nálægt. Ég fór alltaf ánægð, orkumikil og hamingjusöm frá þér. Ég man hvernig það var að fylgjast með þér og hugsa að svona ætlaði ég að vera í framtíðinni, hvemig það væri að vera svona ynd- isleg, falleg og hjartahlý kona, ég var svo heppin að hafa átt þig að og ég þakka Guði fyrir þig. Þú og afi voruð svo ástfangin. Það var hrein og falleg ást sem skein í augum ykk- ar og hvernig þið horfðuð hvort á annað með stjömur í augunum. Það var alltaf svo gott að vera í kringum þig, þú gafst svo mikla ást og hafðir alltaf tíma fyrir allt og alla. Ég hef alla mína ævi borið nafn mitt með stolti og mun gera áfram því þetta er stórmerkilegt nafn á stórmerki- legri konu sem varst þú, elsku amma mín. Söknuðurinn er mikill en þú ert sem skært ljós í huga mín- um og mun minningin um þig ávallt lifa í hjarta mínu. hressari en við vissum þig vera, og _L. Sesselja Ottcscn f Elskulegi afi minn, tókst þátt í öllu í kringum þig af inn- 1 Jósafatsdóttir mamma, Siggi og lifun svo við lá að viðstaddir læddist í Revkiavík . j Þórey, ég bið Guð al- gleymdu að dvöl þinni hér yrði brátt 6. febrúar 1916. Hún 1 máttugan að styrkja lokið. Iést á Landakolraið^jjHj^yMSsíí'^^Sj ■Mgli, "k’ ykkur í þessari miklu Minningai’ era ekki keyptar, þær faranótt niánudags- 1 sorg, þetta er mikill kosta heldur ekki neitt en era samt ins 18. oklóber síð- -ev missir fyrir okkur öll. það dýrmætasta sem við eigum þeg- astliðinn. Foreldrar 1 l 3 Ástkæra amma mín, ar hugurinn lítur yfir farinn veg. hennar voru Sierríð- B®-~ ég mun elska þig að ei- Þennan minningasjóð getum við ur Jónsdóttir, f. 18. 1 lífu, þar til við hittumst alltaf farið í hvernig sem stendur á nóvember 1880' / ,/T’Sid y \ áný. og þannig getum við alltaf hist, Galtarholti í Borg- v’’ M 1 Þín dótturdóttir og elsku frænka mín. arhreppi á Mýruin, nafna, Megi góður guð styðja og styrkja d. 25. janúar 1936, silllfm -Æ/ Hulda Guðrún. þig, elsku Gæi minn. Hve gott mér og Jósafat Sigurðs- þótti að sjá hvað þið Nanný mín, Sinei oc Þórev hafið stutt on stvrkt frá Miðhúsum í Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Svenir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja þig, elskulega frænka mín. Nú er lokið erfiðri bar- áttu þar sem vitað var frá upphafi að dauðinn einn myndi sigra. Hve vonlaust sem það hlýtur að hafa verið í upphafi er fréttin barst þér að leggja út í fyrirfram tapaða orr- ustu, er eins víst að tíminn sem stríðið stóð yfir hafi þroskað okkur öll þótt við skiljum ekki hvernig í dag þegar sorgin hvílir eins og þykkur ósýnilegur veggur yfir okk- ur. Þá bætist sá þroski við reynslu sem við erum að upplifa og meðtaka meðvitað sem ómeðvitað alla okkar ævi. Ég vildi að ég gæti skilið til- gang þess er slík raun er lögð á fólk sem lendir í hrammi illkynja sjúk- dóma. Ég vil samt trúa því að til- gangur sé með tilvist okkar hér á jörðu, að eins og í stríðum milli þjóða sé hvert mannslíf sem fellur á vígvelli einu lífi nær lokum stríðsins þar sem sá betri hefur sigur. Að nú með þínu lífi hafi læknavísindunum verið þokað nær lausn á sjúkdómi sem hundruð deyja úr á hverju ári hér á landi og þúsundir í okkar framfaraheimi. Hve margar á ég minningar og allar svo yndislegar. Þú öllum öðr- um röggsamari og röskari, tókst alltaf svo vel á móti okkur hvar sem við hittumst og alltaf var svo stutt í hlátur, grín og gáska. Svo stutt er síðan ég var stelpa í fjallabíl á leið í enn eitt ævintýrið í óbyggðum, fjöl- skyldan ykkar og okkar í einum bíl og oftast nokkrir bflar aðrir fullir af glaðværu fólki sem fór ótroðnar slóðir um öræfi lands. Elstu mynd- ina geymi ég í huga mér þá fjögurra ára og þú huggaðir mig eftir útafakstur þegar Gæja tókst með snarræði að forðast árekstur við stóran flutningabfl. Aðra mynd geymi ég síðan rétt fyrir síðustu jól þegar við sóttum okkur jólatrén okkar austur til mömmu og pabba og þú varst að fara í rannsókn þá í hvert annað þennan erfiða þroska- tíma. Ykkur öllum, barnabörnum, mökum, systrum, ættingjum og vin- um sendi ég samúðarkveðjur. Guð blessi okkur öll. María H. Siguij ónsdóttir. Yndislegur ferðafélagi okkar hef- ur lotið í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi. Hulda barðist hetjulegri baráttu við veikindi sín, aldrei heyrðist æðruorð frá henni, þótt maður hringdi til að athuga hvemig hún hefði það, þá hafði hún það ávallt gott. Þannig var hún. Það er svo margs að minnast í gegnum árin, en eitt var okkur mikil ráðgáta, það var þessi mikla orka, sem Hulda hafði. Hún hljóp upp um fjöll og fimindi hvenær sem færi gafst og í vetrarferðunum þótti henni mun skemmtilegra að hanga í bandi á skíðum aftan í bílnum en að hafa það ljúft og notalegt inni í hon- um. Hún virtist aldrei fá nóg, því oft í öræfaferðunum okkar vom þau Garðar og Hulda búin að ganga í eina til tvær klukkustundir, þegar sum okkar vom að vakna og sagði hún þá oft með sínu fallega brosi: „Hæ! hæ! eruð þið bara vöknuð?“ Fyrir 17 áram myndaðist lítill ferðaklúbbur og var hann nefndur „13:13“-klúbburinn og höfum við farið árlega saman í dásamlegar haustferðir, nú síðast fyrir þremur vikum og komu Garðar og Hulda og það var dásamlegt að fá þau til okk- ar. Jæja, mín kæra, nú er komið að kveðjustund, eins og þú sagðir svo oft. Saman eigum við nú minning- una um einstaka konu og frábæran vin. Við vottum Garðari og börnum hans Nanný, Sigga og Þóreyju ásamt fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Ferðahópurinn 13:13. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardags- blað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Utfararstofa Islands Suðurhlið 35 « Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÓA VIGDÍS HANSEN. lést fimmtudaginn 21. október. Jarðarförin auglýst síðar. Valdemar Hansen, Erna A. Hansen, Dóra Hansen, Jón Kristjánsson, Hilda Hansen, Jóhannes Fossdal, barnabörn og barnabarnabörn. SESSELJA OTTESEN JÓSAFA TSDÓTTIR Álftaneshreppi á Mýrum, d. 31. desember 1967. Sesselja átti níu systkini. Þau eru: 1) Óskar Jónas, f. 17. janúar 1905, d. 12. júlí sama ár. 2) Stefanía Ósk, f. 1. júní 1906, d. 14. mars 1986. 3) Þórunn, f. 14. október 1907, d. 18. október 1907. 4) Ragnhildur, f. l.júlí 1909, d. 29. maí 1973. 5) Þórunn Jósefína, f. 26. júlí 1912, d. 10. júlí 1922. 6) Sigríður Svava, f. 9. desember 1913. 7) Dóra Ottesen, f. 29. júlí 1917. 8) Pétur Ottesen, f. 22. júli 1919. 9) Haukur Ottesen, f. 24. október 1922. Hinn 1. desember 1956 giftist Sesselja sambýlis- manni sínum Krist- jáni Torfasyni bankafulltrúa, f. í Kaupmannahöfn 7. júlí 1913, d. 8. nóv- ember 1957. For- eldrar hans voru Kristján Torfason frá Flateyri í Ön- undarfirði og Elly Jensen sem var af dönskum ættum. Synir Sesselju og Kristjáns eru Skúli 0., f. 13. júlí 1948, maki Guðbjörg Sig- urðardóttir, f. 29. apríl 1956, og eiga þau tvo syni; og Torfi E., f. 11. júní 1955, maki Gerður Þor- kelsdóttir, f. 27. mars 1957, og eiga þau tvo syni. Fyrir átti Sesselja eina dóttur, Sjöfn Þórs- dóttur, f. 20. ágpist 1941, maki Helgi J. Bergþórsson, f. 17. mars 1937, og eiga þau þrjár dætur. Faðir Sjafnar var Þór Olgeirs- son. Barnabörn Sesselju eru sex og Iangömmubörn eru þrjú. Útför Sesselju fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 25. október, og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Setta amma, þú varst ein- stök manneskja, skapgóð, nægjusöm og æðralaus. Alltaf var stutt í brosið þitt og smitandi hláturinn sem oft var óstöðvandi þannig að tárin runnu niður vangana. Þú varst ævinlega vel tilhöfð, klæddist látlausum en fallegum fot- um, hugsaðir vel um hárið þitt og neglurnar sem vora vandlega snyrt- ar. Húð þín var slétt og falleg og það geislaði af þér hvar sem þú fórst. Við systur eigum góðar minningar frá heimsóknum okkar til þín allt frá barnæsku til fullorðinsára. Þú varst boðin og búin að gæta okkar þegar við voram að vaxa úr grasi og hjá þér var gott að vera. Oft varstu eftir- lát en um leið settirðu skýr mörk. Þannig gafstu okkur gott veganesti inn í framtíðina. Heilsu þinni hrakaði jafnt og þétt síðustu árin en þrátt fyrir það var lundin ávallt létt. Þú varst svo þakk- lát fyrir alla aðstoð sem þér var veitt og lést það óspart í ljós, ef ekki í orði þá með blíða brosinu þínu. Þú varst sannkölluð peria. Elsku amma, nú ertu laus úr fjötr- unum sem veikindin héldu þér í. Guð geymi þig. Kristbjörg og Þórunn. Elsku Setta amma. Ég tek í granna hönd þína sem er svo mjúk viðkomu. Ég lít í augu þín sem lýsa upp svartasta skammdegi. Ég horíiávarirþínar og bros þitt yljar mér. Eg heyri hlátur þinn og get ekki annað en hlegið. Eg sé ekki hjartað en ég veit að það er gott hjarta. Ég faðma þig að mér isi á kinn þína. Þú ert falleg amma. Blessuð sé minning þín. Berglind. ORVAR PALMI PÁLMASON + Örvar Pálmi Pálmason fædd- ist á Sauðárkróki 13. febrúar 1977. Hann lést á heimili sínu á Sauðárkróki 15. október síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Sauð- árkrókskirkju 23. október. Fyrir tæpu ári vatt sér að mér ungur mað- ur á götu á Sauðárkróki og spurði hvort að mig vantaði ekki stuðning í prófkjöri sem ég þá tók þátt í fyrir alþingiskosningar. Ég játti því og maðurinn svaraði um hæl að hann skyldi hringja í tuttugu vini sína og hvetja þá til að taka þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins. Þannig kynntist ég Örvari Pálma- syni. Hann mætti á kosningaskrif- stofuna, stóð við sitt loforð og gott betur. Vinirnir sem hann hringdi í vora þegar upp var staðið margfalt fleiri en tuttugu og allir tóku honum vel enda Örvar bæði viðræðugóður og hafði gert mörgum greiða í gegnum tíðina. Hann hringdi úr sínum eigin síma en neitaði að taka við greiðslu fyrir útlögðum kostnaði. A kjördag hringdu á kosningaskrifstofuna hjón sem ekki komu heimilisbflnum í gang. Örvar kvaðst geta sótt þau en skyns- anlegast væri þó að hann lagaði bílinn fyrir þau og það gerði hann með beram hönd- um um hávetur. Þannig var Örvar. Greiðvikinn, ósérhlífinn og óeigingjarn. Hrókur alls fagnaðar, kunni mikið af sögum, sagði þær skemmtilega og skapaði stemmningu í kringum sig. Að sama skapi gat hann verið viðkvæmur eins og oft er með menn sem era stórir í lund og eiga gott hjartalag. Með Örvari er geng- inn mikill og góður drengur. Efinn um lífið og tilverana sækir að þegar horft er á eftir ungum manni í blóma lífsins en sumt getum við ekki skilið og verðum að sætta okkur við það þó erfitt sé. Ég hugsa til þeirra mörgu og skemmtilegu stunda sem við átt- um saman á þessu eina ári og ég er innilega þakklátur. Vissulega hefði ég viljað geta þakkað betur fyrir mig og vonandi gefst tækifæri til þess einhvem tímann. Ég bið Guð að styrkja fjölskyldu og ástvini Örvars í sorg sinni. „Verði þinn vilji“ segir í bæninni, sem við lærum öll sem börn. Þannig verðum við lúta höfði fyrir því sem að við getum ekki breytt. Drottinn blessi og varðveiti þann góða dreng sem við nú kveðjum. Árni Gunnarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.