Morgunblaðið - 24.10.1999, Side 58

Morgunblaðið - 24.10.1999, Side 58
58 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM M % • > * Endumæra fyrir sálina Tilfinningaátök á Smíðaverkstæðinu Samband þeirra var þrungið tilfinningum og tortímingu í Fávitanum, þau voru mæðgin í eldfímri stöðu í Hamlet og ____________________núna hrindir hin brennandi ást Fedru á stjúpsyni sínum Hyppolytosi af stað harmrænni atburðarás. Dóra Ósk Halldórsdóttir talaði við Tinnu Gunnlaugsdóttur og Hilmi Snæ Guðnason sem hafa átt í þessum átakamiklu samskipt- um á leiksviðinu. Morgunblaðið/Ásdís s IVERKUM stórskáldanna hafa þau mæst á sviðinu, fyrst í leik- riti byggðu á skáldsögu Fjodors Dostojevskís, Fávitanum, síðan í einu mest leikna verki leikbók- menntanna, Hamlet eftir William Shakespeare, og nú mætast þau á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í 17. aldar verki franska höfundarins Je- an Racine þar sem ástir grísku drottningarinnar Fedru á stjúpsyni sínum Hyppolytosi skapa persónun- um örlög sem ekki verða umflúin. - Hvernig er það að leika stöðugt þessi átakahlutverk á móti hvort öðru? Hilmir: „Eg hef nú ekkert sérstak- lega hugsað út í það fyrr, en jú, vissulega er það svolítið sérstakt," segir Hilmir og brosir út í annað. „Eg veit nú ekki af hverju við höfum valist svona oft saman í þessi tilfínn- ingaþrungnu hlutverk, en þannig hefur það bara verið.“ Tinna: „Það er gaman að takast á við erfið hlutverk og spennandi að glíma við flókin og margslungin leikrit, sérstaklega þegar leikhópurinn nær að finna samhljóm í því sem fram fer á sviðinu. - Þá gerist galdurinn." - Ertu farin að h'ta á Tinnu sem þína listrasnu móður? Hilmir: „Neei,“ segir Hilmir og hlær. „Ekki sem móður, bara fyrst og fremst sem góða leikkonu sem gaman er að vinna með og sem ég á vonandi eftir að vinna oft með í framtíðinni." - Tekur ekki stundum á að túlka miklar tilfínningar á sviðinu? Hilmir: „Maður reynir sem mest að vera skynsemisvera utan sviðsins, en í undirbúningi fyrir hlutverk sem krefjast mikilla tilfinningaátaka fer ekki hjá því að hversdagurinn beri dálítinn keim af því. Maður veit allan daginn að maður er að fara að leika um kvöldið og er ekki í rónni.“ inna: „Reyndar finnst mér átökin fyrst og fremst vera á æfingatímabilinu. Þá reynir á að ná fram sönnum tilfinningum og einlægni í túlkunina. Möguleikamir eru svo margir og engin ein leið sú rétta, þar kemur alltaf til persóna leikarans sjálfs og sá hugmyndaheim- ur og tilfinningadýpt sem hann ræður yfir.“ Hilmir: „Þá þarf maður stundum sem leikari að kasta frá sér allri tækni til að ná fram þeirri tdlfmninga- dýpt sem hlutverkið krefst. Síðan þarf maður að vinna úr því, móta per- sónuna og vinna með upplifunina.“ - Aga tilfínningarnar? Tinna: „Stundum er erfitt að ganga heim af æfingu og inn í hversdags- leikann, með hjarta og sál í „upp- námsóró", eins og Fedra orðar hug- arástand sitt sjálf. En það er nauð- synlegt að geta losað um allar hömlur á æfinga- tímabilinu og tekið áhættu, þá gerist eitthvað spenn- andi.“ - Hvað skiptir mestu máli í undir- búningi fyrir svona tilfínningaátök á sviðinu? Tinna: „Ég held að það sé lykilatriði að geta treyst mótleikurum sínum og leikstjóranum. Það er besta tilfinn- ingin í leikhúsi að vera með mótleik- ara sem þú getur treyst - einhvern sem tekur boltann og kastar honum hærra. Það finn ég mjög sterkt í samleik með Hilmi að ég get treyst honum.“ ilmir: „Ég get sagt það sama um Tinnu og þar kemur kannski það besta við að leika oft á móti sama leikara. Traustið vex og maður þorir að kanna möguleika túlkunarinnar til fullnustu." - Nú er ástin sýnd sem eyðileggj- andi afl í Fedru. Er ástin þetta brennandi bál sem rænir menn ráði ogrænu? Hilmir: „Það eru til svo óteljandi margar hliðar á ástinni og það er ástæðan fyrir því hve mennirnir þreytast seint á að yrkja um hana, leikrit, skáldsögur, ljóð. Hún getur verið á svo marga vegu. Hún getur verið eins og niðurrifsafl í tilverunni eða uppbyggjandi, falleg og gefandi. Astin á sér ýmsar hliðar, og ekki all- ar góðar,“ segir Hilmir og hlær við. - Er sá ástfangni fangi „hinnar illu Venusar"? Tinna: „I heimi verksins ei'u persón- urnar ekki alveg sjálfráðar. Órlögin skapa manninum farveg og álög guð- anna stjórna lífinu. Venus ástargyðja leggur bölvun ástarinnar á Fedru, eins og fleiri konur í fjölskyldunni hafa kynnst á undan henni. Vegna vélráða Venusar leggur móðir Fedru ofurást á naut og fæðir af sér skrímslið Minótár sem er lokað inni í völundarhúsi á Krít. Síðan er það Þeseifur sem kem- ur og drepur þetta skrímsli og sú sem hjálpar honum er systir Fedru, sem elskar Þeseif. En hann svíkur hana og hún grætur úr sér augun ein og yfirgefin á á kletta- eyju. Þegar svo Fedra, þá orðin kona Þeseifs, finnur til þessarar óstjórn- legu ástar á Hyppolytosi, syni hans, er það enn eitt merki þess að bölvun Venusar hvílir á ættinni. S g er sammála Hilmi að ástin getur hvort heldur sem er verið skemmandi eða mann- bætandi afl og þess vegna er hún líka svona heillandi yrkisefni og þá skiptir tíminn ekki máli. Ástin er söm við sig á hvaða tíma sem er vegna þess að maðurinn er samur við sig á öllum tímum. Það sem Fedra kallar guðagrimmd myndum við sennilega kalla þráhyggju í dag. Reyndar á tíma Forn-Grikkja, sem er sá tími sem Racine byggir leikrit sitt á, var litið á hádramatísk verk eins og Fedru sem dæmisögur sem nýttust hinum almenna borgara sem sáluhreinsun, eða kaþarsis. Dæmisögur sem sýndu hvemig farið gæti ef tilfinningarnar fengju að ráða yfir hugsuninni." - Siðmenningin er nú iðulega sögð byggð á bælingunni. Hilmir: „Jú, það er eflaust margt til í því. Það gæti orðið skrautlegt ástand ef allir hrykkju og stykkju eftir öllu því sem tilfinningarnar blésu þeim í brjóst, án þess að hugs- unin kæmi þar nokkuð nærri. Það gæti vissulega orðið svolítið ei'fítt." - Verður skynsemin að stjórna til- finningunum? ilmir: „Því verður náttúm- lega hver og einn að svara fyrir sig. Það er sú spurning sem allir verða að spyrja sig þegar þeir standa frammi fyrir ástinni. Ástin er hættuleg. Við eram öll að leita að einhverju jafnvægi í okkar lífi, en þegar ástin heltekur þig, eins og í tilfelli Fedru, veistu aldrei hvernig það endar; hvort þú tortím- ist eða hvort draumar þínir rætist." Tinna: „Það sem gerir það að verk- um að listir höfða til okkar og næra andann er að þar fáum við að upplifa víddir sem eru utan þess hversdags- lífs sem við hræramst í dags dag- lega. Það er nærandi fyrir sálina vegna þess að við erum öll tilfinn- ingaverur. Við erum samt svo skyn- söm að við vitum að við getum ekki leyft okkur að lifa eingöngu lífi á for- sendum tilfinninganna. En við þrá- um öll þessar víddir. Þegar vel tekst til getur góð leikhúsupplifun fengið okkur sem áhorfendur til að sam- sama okkur með þeim persónum sem við fylgjumst með á sviðinu. Við göngum með þeim spölkorn og lifum lífi þeirra nokkur andartök. Skynjun okkar og hugmyndaheimur auðgast af þeirri reynslu og ég tel að leikrit eins og Éedra, þar sem virkilega er tekist á við stórar til- finningar, sé endurnærandi fyrir sálina, fyrir tilfinningarnar og fyrir hugann." Síðasta hraðlestrarnámskeiðið...!! á öldinni hefst 26. október. Ef þú vilt bæta ár- angur í námi og starfi skaltu skrá þig strax. Margfaldaðu afköstin! H RAÐLESTR ARS KÓLl N N Sími: 565-9500 Fax: 565-9501 www.ismennt.is/vefir/hradlestrarskolinn veit nema að þú heyrir eitthvað nýtt Við berum enga ábyrgð á sambandi þínu við berum við 2 ára ábyrgð á öllum okkar tækjum. Meridian 561 stafreent hljóðstýrikerfi Merdian 506 gcislaspilari KIPHOLTI 25 • l 05 REYKJAVÍK • SÍMI 5II 6333 • INFO@ROGB.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.