Morgunblaðið - 24.10.1999, Síða 64

Morgunblaðið - 24.10.1999, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Verið að setja upp nffia tegund umferðarmyndavéla Róið á hverjum degi Grímsey. Morgunblaðið. SUÐLÆGIR vindar hafa leikið um Grímsey síðustu daga og hefur veðrið verið einstaklega gott miðað við árstíma, heiður himinn, logn og hitastigið hefiu- farið allt upp í 12 gráður, en á sama tíma í fyrra var komið vit- laust veður. Veiðin hefur verið mjög góð og afli á línu hinn fínasti og er uppistaðan aðallega þorskur en eitthvað hefur einnig veiðst af steinbít. Þá hefur veiði á hand- færi verið góð og aðeins hefur veiðst á net, einkum ufsi. Sök- um veðurblíðunnar hafa menn nú getað róið á hverjum degi frá 3. október og hafa einhverjir sjómenn róið fram á Kolbeins- ey. I fyrra var ekki hægt að róa frá 19. október fram til mánaða- móta sökum leiðinlegs veðurs. Börnin hafa sannarlega notið blíðunnar og hefur það minnt á vorið að sjá þau að leik með sippubönd, húlahringi, í bolta- leikjum og snú snú. • • Olvaður ók á tvo lög-- reglubíla TVEIR lögreglubílar skemmdust í fyrrinótt eftir ákeyrslu ölvaðs öku- manns, sem var að reyna að komast undan handtöku. Þegar lögreglunni tókst að stöðva manninn eftir nokkra eftirfór var hann handtekinn og sett- ur í varðhald. Að sögn lögreglu sást maðurinn í eftirlitsmyndavél setjast upp í jeppa- bifreið sína í miðbæ Reykjavíkur og aka á brott, áberandi ölvaður. Var lögreglubíll sendur á vettvang til að stöðva manninn. Maðurinn sinnti ekki tilmælum um að nema staðar og vildi raunar ekkert við lögreglu ræða. Hann hélt því áfram för sinni að Ægisgarði og voru lögreglubílarnir orðnir tveir sem veittu honum eftirför. Lögregl- unni tókst loks að króa manninn af, en þá reyndi hann að komast undan með því að bakka burt. Hann keyrði af töluverðu afli á annan lögreglubfl- inn og í framhaldi af því einnig á hinn lögreglubflinn. Engin meiðsli urðu á fólki. Einmuna veður- blíða í Grímsey Mæla hraða og akst- rauðu ljósi UMFE RÐARMYNDAVÉ LAR og skynjarar, sem mæla bæði hraða og akstur gegn rauðu ljósi, munu verða teknar í notkun á næstu vik- um, en að sögn Dagbjarts Sigur- brandssonar, umsjónarmanns um- ferðarljósa, er verið að setja bún- aðinn upp við fímm gatnamót á höfuðborgarsvæðinu. Búnaðurinn, sem kemur frá Þýskalandi, samanstendur af myndavélum og skynjurum, sem settir eru ofan í malbikið. Mynda- vélarnar mynda þá bíla sem keyra gegn rauðu ljósi, en einnig þá bfla sem keyra of hratt yfir gatnamót- in gegn rauðu eða grænu ljósi. Dagbjartur sagði að tveir skjmjar- ar væru settir í hverja akrein og að þeir mældu hraðann. Hann sagði að skynjararnir mældu einnig hvers konar bifreiðar færu yfir gatnamótin, t.d. hvort um væri að ræða vörubifreið eða fólksbifreið. Búnaðurinn verður settur upp við fimm gatnamót á höfuðborgar- svæðinu, þ.e. við Bústaðaveg og Flugvallarveg, Sæbraut og Holta- veg, Reykjanesbraut og Nýbýla- veg, Hafnarfjarðarveg og Vífils- staðaveg og við Reykjanesbraut og Lækjargötu í Hafnarfirði. Að sögn Dagbjarts eru nú um- ferðarmyndavélar í notkun við sex gatnamót og sagði hann að til stæði að koma hinum nýja búnaði upp við þrjú þeirra, þ.e. við Miklubraut og Kringlumýrarbraut, Miklubraut og Snorrabraut og annaðhvort Breið- holtsbraut og Stekkjarbakka eða Laugaveg og Kringlumýrarbraut. Þýskur sérfræðingur, Lutz Schlieper, frá fyrirtækinu Robot Foto, sem framleiðir búnaðinn, er staddur hér á landi vegna upp- setningar hans. Að sögn Dagbjarts hefur búnaðurinn reynst mjög vel í Þýskalandi. Skekkjumörkin við hraðamælingu eru 3%, eða 3 km/klst. miðað við 100 km/klst. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Verið er að setja upp sérstakan búnað, sem samanstendur af umferðarmyndavélum og skynjurum, við fimm gatnamót á höfúðborgarsvæðinu, en búnaðurinn mælir bæði hraða bifreiða og hvort ekið sé gegn rauðu ljósi. Lutz Schlieper, sem er á innfelldu myndinni, þýskur sérfræðingur, frá fyr- irtækinu Robot Foto, er staddur hérlendis vegna uppsetningar búnaðarins. 250 þúsund gestir í Bláa lónið í ár FORSVARSMENN Bláa lónsins segja að aðsókn hafi aukist veru- lega síðan nýi baðstaðurinn var opnaður hinn 9. júlí sl. Gert er ráð fyrir alls um 240-250 þúsund gestum þetta árið en þeir voru rösklega 170 þúsund í fyrra. Aukningin er því milli 40 og 50%. Veltan á baðstaðnum hefur aukist að sama skapi. Á síðast- liðnu ári var hún 120 milljónir en fer yfir 200 milljónir á þessu ári, að sögn Onnu G. Sverrisdóttur, rekstrarstjóra Bláa lónsins. Hagnaður af starfseminni varð í fyrra um 13 milljónir en í ár er ekki reiknað með hagnaði vegna mikiis kostnaðar við uppbygg- ingu staðarins. Hins vegar er gert ráð fyrir að árið 2000 verði veltan hátt í 400 milljónir og rekstrarafkoma jákvæð. fslendingar 40% baðgesta Anna segir helstu viðskipta- vini Bláa lónsins frá upphafi hafa verið erlenda ferðamenn og ferðaskrifstofur sem skipuleggja ferðir erlendra ferðamanna um landið. Framan af hafí Islending- ar verið aðeins lítill hluti af gest- um Bláa lónsins, nú séu þeir um 40% en voru í fyrra 25% gesta. Þess má geta að bresk ferða- samtök völdu Bláa lónið eina af þrjátiu bestu baðströndum heims á siðastliðnu ári. Að sögn Önnu er áætlað á seinni stigum að reisa heilsulind- arhótel í tengslum við Bláa lónið, þar sem boðið verður upp á margvíslegar fegrunar-, hvfldar- og lækningameðferðir auk þess sem hótelið á að vera fyrir hinn almenna ferðamann. Gert er ráð fyrir að Bláa lónið verði jafn- framt miðstöð skoðunarferða á Suðurnesjum þar sem jarðhitinn og nýting hans verður í for- grunni. Hagkvæmniathugun á uppbyggingu og rekstri heilsu- lindarhótels er nú í undirbún- ingi. ■ Fjölsóttasti/30 Morgunblaðið/Asdís Hansarós í blóma HLÝINDIN í október hafa haft góð áhrif á gróðurinn. I garðin- um við Sæbólsbraut 49 í Kópa- vogi hefur þessi fagra hansarós sprungið út innan um fölnaðan gróðurinn íbúunum til yndis- auka. Ekki er hægt að merkja að 1. vetrardagur hafi verið í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.