Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.11.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 51 1 I _____UMRÆÐAN__ Upplýsingar vegna hæsta- réttardóms ÞAR sem undirrituð hefur ver- ið víðs fjarri Islandsströndum frá því snemma í nóvem- ber hef ég ekki fylgst með umræðu í fjölmiðlum um hæstaréttardóm þann sem svo mjög hefur verið til um- ræðu á þessum tíma. Eg hef hins vegar fregnað að nafn mitt hafi ítrekað verið dregið inn í umræð- una um þennan dóm á þann máta að ég tel að mér beri að reyna að varpa skýru ljósi á þátt minn í þessu dómsmáli. Leitað var til mín sem sérfræðings um mjög þröngan og afmarkaðan þátt í þessu máli sem snerti hugs- anlegar afleiðingar umferðar- slyss. Það var leitað svara við þremur spurningum sem beind- ust að gögnum úr undirrétti, og fara þær hér á eftir ásamt svör- um mínum. 1. Er unnt að útiloka þann möguleika, að X hafi hlotið vægan heilaskaða í bílslysinu, varanleg- an eða tímabundinn? Svar: Undirrituð telur á grund- Hæstaréttardómur Mat á sekt eða sakleysi sakbornings, segir Þuríður J. Jónsdóttir, var al- gerlega fyrir utan ramma rannsóknar minnar og álitsgerðar. velli þekkingar sinnar á vægum heilaskaða af völdum slysa og með hliðsjón af þeim upplýsing- um sem hún hefur undir höndum, þar með talinni skýrslu taugasálf- ræðings og vitnaleiðslu, ekki unnt að útiloka þann möguleika að X hafi hlotið vægan heilaskaða í bílslysinu. 2. Er unnt að útiloka þann möguleika, að X hafi beðið slíkt taugasálfræðilegt (eða einfaldlega sálfræðilegt) tjón á síðari hluta árs 1996 og fyrri hluta árs 1997, að valdið hafi þeirri líkamlegu og andlegu vanlíðan sem hún kvart- aði um? Svar: Það er að mati undirrit- aðar ekki hægt að útiloka að X hafi beðið slíkt taugasálfræðilegt tjón að það hafi getað valdið henni bæði líkamlegri og andlegri vanlíðan. 3. Er hugsanlegt að slíkt tjón hafi átt þátt í því að gægjufíkn föður hennar hafi orið að því kyn- ferðislega ofbeldi í huga hennar, sem hún sakaði föður sinn um, eða a.m.k. átt þátt í að „auðvelda" henni að bera föður sinn röngum sökum til stuðnings við móður sína í deilum sem upp voru komn- ar milli foreldranna? Svar: Ég tel slíkt hugsanlegt. Svörunum fylgdi svo ítarleg greinargerð með tilvitnunum í birtar fræðilegar rannsóknir og lagði ég fram fylgiskjöl þar að lútandi. Álit mitt var alfarið bundið við taugasálfræðilegan þátt málsins (sem var eflaust lítill þáttur í þessum málflutningi). Ég las eingöngu þau gögn sem gátu talist varða umbeðnar spurning- ar, því þannig taldi ég mig best geta unnið verk mitt á hlutlausan, fræðilegan og heiðarlegan hátt án tilfinningalegra við- bragða. Mat á sekt eða sak- leysi sakbornings var algerlega fyrir utan ramma rannsóknar minnar og álitsgerð- ar. Ég gerði mér hins vegar grein fyrir al- vöru þessa máls og fannst eðli þess krefj- ast eins heiðarlegra, agaðra, fræðilegra og vandaðra vinnu- bragða og unnt væri að beita. Það var af þeirri ástæðu að ég tók þetta mál að mér eftir langa og vand- lega íhugun. Persónu- legir hagsmunir mínir voru vissu- lega ekki hafðir að leiðarijósi. Ritað í Vancouver í Kanada, 16. nóvember 1999. Höfundur er taugasálfræðingur. Enginn fellur Gylfí Pálsson AÐ GEFNU tilefni og til að upplýsa upprennandi stjórnmála- menn Sjálfstæðisflokksins á Ak- ureyri og ráðherra í Reykjavík finnst mér rétt að minna á að samkvæmt gildandi lögum um grunnskóla er ekki hægt að falla á grunnskólaprófi. Þeim sem þreyta prófið eru gefnar einkunn- ir í hverri námsgrein frá einum til tíu. Nemandi sem fær einn í öll- um greinum lýkur grunnskóla- prófi með meðaleinkunnina einn. Hins vegar er ákveðið með Einkunnir Samkvæmt gildandi lögum um grunnskóla, segir Gylfí Pálsson, er ekki hægt að falla á grunnskólaprófi. reglugerð hvaða einkunnamörk- um nemendur útskrifaðir úr grunnskóla þurfi að ná til að fá inngöngu í ákveðnar námsbrautir framhaldsskóla. Hitt er svo enn annað mál að skólaeinkunnir eru ekki einhlítur mælikvarði á manngildi. Þuríður J. Jónsdóttir Ef þú hefðirfjárfest í Framsækna alþjóða hlutabréfasjóðnum í Lúxemborg þegar hann var stofnaður þann 10. desember á síðasta ári, þá hefði fé þitt aukist um 50,4%. Sjóðurinn nýtir reynslu helstu sérfræðinga heims í sjóðstýringu með því að fjárfesta í safni hlutabréfasjóða sem sýnt hafa góða ávöxtun, Stefha sjóðsins er að fjárfesta í félögum í vaxandi atvinnugreinum og félögum á nýjum hlutabréfamörkuðum. Einnig er fjárfest f félögum sem verið er að einkavæða og eru að koma ný inn á markaðinn. Ávöxtun tæknigeirans ávöxtun á ársgrundvelli 3 ár 204,24% 44,90% 5 ár 543,60% 45,12% 10 ár 1058,20% 27,76% Vinsamlegast athugið að gengi getur lækkað ekki síður en hækkað og ávöxtunartölur liðins tíma endurspegla ekki nauðsynlega framtíðarávöxtun. * BIINAÐARBANKINN VERÐBRÉF - byggir á trausti Ilafnarstræti 5 • sími 525 6060 • fax 525 6099 • www.bi.is • verdbref@bi.is « 4 Höfundur var einu sinni skólastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.