Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 8
8 MORaiæraavBffisioM FRÉTTIR Viltu kannski að ég láti hana syngja, ha? Bændasamtökin eru í samkeppni við bónda sem hannað hefur áburðarforrit A _ Atelur Bændasamtökin vegna hugbúnaðargerðar HJÖRTUR Hjartarson, bóndi í Stíflu í V-Landeyjum og hönnuður jarð- ræktar- og áburðarforritsins Brúsks, átelur Bændasamtök íslands (BI) fyrir það að hefja hugbúnaðargerð á jarðræktarforritinu NPK. Forritun- um er dreift ókeypis af Aburðarverk- smiðjunni til bænda út nóvember, en Isafold, sem er keppinautur Áburðar- verksmiðjunnar, er að skoða hvort dreifing verksmiðjunnar á forritinu NPK sé samkeppnishamlandi, þar sem forritið er þannig stillt að ekki er mögulegt að nota það fyrir aðrar áburðartegundir en þær sem Aburð- arverksmiðjan íramleiðir. Formaður Bændasamtakanna, Ari Teitsson, segir um gagnrýni Hjartar að jarðræktarráðunautar víðs vegar um landið hafi óskað eftir því að Bændasamtökin létu vinna jarðræktarforritið, þrátt fyrir tilvist forrits Hjartar. Hjá áburðarsölunni ísafold, sem er keppinautur Áburðarverksmiðj- unnar er nú verið að taka saman lögfræðilega álitsgerð þar sem kannað er m.a. hvort dreifing Áburðarverksmiðjunnar á forritinu NPK sé samkeppnishamlandi, þar sem forritið er þannig stillt að ekki er mögulegt að nota það fyrir aðrar áburðartegundir en þær sem Áburð- arverksmiðjan framleiðir; Að sögn Óla Rúnars Ástþórsson- ar, stjórnarformanns Isafoldar, verður hugsanlega lögð fram kæra til Samkeppnisráðs á hendur Áburð- arverksmiðjunni á grundvelli álits- gerðarinnar. Forritinu Brúski er dreift ókeypis samkvæmt þriggja ára þróunarsamningi Aburðarverk- smiðjunnar og Hjartar Hjartar- sonar í Stíflu og segist hann ánægður með að Áburðarverk- smiðjan skuli hafa séð sér fært að styðja frumkvæði sitt. Ályktanir um atvinnu í dreifbýli markleysa Hjörtur er mjög harðorður í garð Bændasamtakanna fyrir að láta gera nýtt jarðræktarforrit. „Með þeim vinnubrögðum sem Bændasamtökin stunda eru allar ályktanir um það að færa atvinnu út í dreifbýlið hreinasta markleysa," segir Hjörtur, sem hannaði Bi-úsk árið 1993 sem nú er tilbúinn fyrir Windows ‘95 og ‘98. „Fyrirtæki blómstra best á heima- markaði og sama gildir um hugbún- aðargerð,“ segir Hjörtur og sakar Bændasamtökin um að drepa niður framþróun í dreifbýlinu. Hjörtur segir að sú ákvörðun BÍ að hefja gerð jarðræktarforrits end- urspegli afskiptasemi starfsmanna landbúnaðarins og löngun þeirra til að hafa vit fyrir bændum. Hann seg- ist ennfremur afar ósáttur við það að BÍ beiti áhrifum sínum í krafti stuðn- ings ríkisvalds og sjóðagjalda bænda til að brjóta niður starfsemi sína og segir hugbúnað BI vera margfalt dýrari í framleiðsiu en Brúsk. Ari Teitsson segist gjarnan vilja að þróun í hugbúnaðargerð í þágu landbúnaðar fari fram úti á iands- byggðinni og nefnir sem dæmi að norður í Kárdalstungu í Vatnsdal hafi Hjálmar Ólafsson forritari unnið og þróað forritið Fjárvís, sem notað er til að halda utan um kynbótastarf bænda í sauðfjárrækt. Ari segir að BÍ fái ríkisfé til að bæta búskaparhætti bænda í gegnum leiðbeiningar- og þróunarstarf og halda megi því fram að hluta þess fjár sé varið til forritunarþróunar. „Við lítum hins vegar svo á að þetta sé hluti af þeim þróunarverkefhum sem ríkið selur okkur og ef okkar jarð- ræktarráðunautar hefðu verið fýlli- lega ánægðir með forrit Hjartar hefð- um við ekki farið út í forritunargerð því við viljum gjarnan að aðrir sinni þeirri þróun, en hún þarf þá að upp- fylla þær kröfur sem okkar menn gera.“ Tilboð vikunnar SIíÓÐ FIÐRfLDANNA SLÓÐ FIÐRILOANNA Nýjasta skátdsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar sem hlotið hefur lofsamlega dóma gagnrýnenda. Verð áður 3.990 kr. ÓJ.AFUR JÓHANN ÓIAFSSON Gildir til fimmtud. 25. nóv 1999 Nýjar bskur daglega TILBOÐ SÍÐUSTU VIKU Einar Benediktsson II. bindi ævisögu þessa merka skálds, athafna- og Lífslista- manns eftir Guðjón Friðriksson. Á V 1‘Vinuuiisson Auííi»r*iirx'W ' H t HO • KiíritjHoni VU 11K) * MðfoáfíuÁi *>5* 0Q$í? Félag prófessora á íslandi stofnað Vill efla háskólastarf Kristján Kristjánsson NÝLEGA var stofnað Félag þrófessora á ís- landi. I félagið geta gengið allir prófessorar við íslenska háskóla. Dr. Kristján Kristjánsson er formaður stjómar Fé- lags prófessora á ís- landi. „Við héldum stofnfund fyrir skömmu og bjóðum alla prófessora í íslensk- um háskólum velkomna í félag okkar. Stofnfélag- ar teljast þeir sem ganga í félagið fyrir næsta aðalfund í maí næstkomandi.“ - Hvers vegna var þetta félag stofnað? „Um skeið hefur verið starfandi prófessorafélag við Háskóla Islands en ekki hefur reynst viljí innan þess til að gera það að landsfélagi. Því höfðum við nokkrir prófessorar við Kennaraháskóla Islands og Háskólann á Akureyri frum- kvæði að því að stofna landsfé- lag sem opið yrði öllum pró- fessorum. Eg vil þó taka fram að enginn rígur ætti að þurfa að skapast milli þessara tveggja félaga. Það er von mín og vissa að innan tíðar muni allir prófessorar á íslandi sam- einast undir einum félags- hatti.“ - Hver eru verkefni hins nýja félags? „Kjaranefnd ákvarðar launa- kjör prófessora og því er þetta ekki stéttarfélag í skilningi lag- anna heldur fag- og áhugafélag sem hefur þau helstu markmið að vinna að eflingu rannsókna og annars háskólastarfs og að styrkja tengsl og samstarf ís- lenskra prófessora í öllum ís- lenskum háskólum. Þá mun fé- lagið að sjálfsögðu sinna rétt- indavörslu fyrir félagsmenn gagnvart kjaranefnd og upplýs- ingagjöf eftir því sem eftir verð- ur leitað.“ - Hvernig er staða prófessora innan íslenskra háskóla? „Umræður um háskóla vilja oft koðna niður í karpi um fjár- mál, skipulagsmál og stjórnun en aldrei má gleymast að höfuð- skyldur kennara sem þar starfa eru tvær - rannsóknir og kennsla. Raunar myndi ég per- sónulega ganga svo langt að segja að rannsóknir séu rauði þráðurinn. Kennslan byggist um fram allt á að vígja nemend- ur til þátttöku í því rannsóknarsamfélagi sem háskólar eru eða eiga að vera. Það virðist vera skilning- ur Kjaranefndar að rannsóknirnar eigi að sitja í algeru fyrirrúmi hjá pró- fessorum því hún tók þá ákvörð- un að hækka grunnlaun þeirra talsvert en skerða um leið veru- lega möguleika þeirra á að afla sér aukatekna með kennsluyfir- vinnu. Ég tel það hafa verið skynsamlega ákvörðun." - Mun félagið beita sér fyrir samskiptum við erlenda pró- fessora? „Eitt markmiðið með félags- stofnuninni er að efla samvinnu við starfssystkini í öðrum lönd- um. Stóra hættan sem margir telja að steðji að íslenskum rannsóknum er sú að þeir sem þeim sinna lokist inni í einhverj- ►Kristján Kristjánsson fædd- ist í Reykjavík 1959. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1979. BA-prófi frá Háskóla ís- lands lauk hann 1983 í heim- speki. Doktorsprófi lauk hann frá háskólanum í St. Andrews 1990 í sama fagi. Hann er pró- fessor í heimspeki við Háskól- ann á Akureyri. Hann hefur skrifað bækur um heimspeki- leg efni og fjölda greina um sama efni í innlend og erlend tímarit. Hann hlaut hvatning- arverðlaun Rannsóknarráðs Islands fyrir árangur í heim- spekirannsóknum. Hann vinn- ur nú að bók á ensku um sið- fræði tilfinninga. Kristján er kvæntur Chia-jung Tsai, MA í listfræði, og eiga þau einn son. um heimalningshætti, þess vegna er þýðingarmikið að hafa sem breiðastan vettvang fyrir faglega samvinnu út á við.“ - Hver eru brýnustu verkefni félagsins? „Eg vona að stofnun þessa fé- lags muni þegar fram líða stundir verða lyftistöng fynr rannsóknir og annað háskóla- starf í landinu. Hins vegar ræðst það talsvert af vilja stofn- félaganna til hvaða átta helst verður litið í upphafí. Því er ef til vill ekki tímabært fyrr en eft- ir fyrsta aðalfund félagsins að segja hvaða baráttumál það muni setja á oddinn.“ - Eru margir þegar komnir í féiagið? „Eg held að flestir prófessor- ar við Kennaraháskóla Islands og Háskólann á Akureyri séu þegar gengnir í fé- lagið, bæði þeir sem eru starfandi og líka þeir sem sestir eru í helgan stein. Að auki bjóðum við vel- komna prófessora við nýstofnaðan listaháskóla og aðra háskóla í landinu. Þess má og geta að einhverjir prófessor- ar við Háskóla Islands hafa þegar lýst yfir áhuga á að ganga í félagið." -Hvernig er staða íslenskra háskóia í samanburði við há- skóla í nágrannalöndum okkar að þínu matí? „Ég held að við megum nokk- uð vel una við okkar hlut en við þurfum sífellt að vera á varð- bergi til að dragast ekki aftur úr. Eg vona að fag- og áhugafé- lag eins og okkar muni stuðla að frekari vexti og viðgangi fræða og vísinda á Islandi." Verður vonandi lyfti- stöng fyrir rannsóknir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.