Morgunblaðið - 19.11.1999, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
TG.Aa TflMI 10510 f'/í
FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 11
! ríP¥UVÖM (?r M!! DA(( JTH(Y’\ 01
Miklar breytingar hafa orðið á fylgi stjórnmálaflokkanna frá kosningum
SKOÐANAKÖNNUN Félagsvís-
indastofnunar, sem gerð var fyrir
Morgunblaðið 26. október til 11.
nóvember, bendir til þess að tals-
vert miklar breytingar hafi orðið á
fylgi flokkanna frá kosningunum,
sem fram fóru 8. maí sl. Samkvæmt
könnuninni er Framsóknarflokkur-
inn með 15,4% fylgi (hafði 18,4% í
kosningunum), Sjálfstæðisflokkur-
inn fær 46,3% fylgi (40,7%), Sam-
fylkingin fær 16,6% (26,8%), Frjáls-
lyndi flokkurinn 1,9% (4,2%) og
Vinstrihreyfingin fær 18,9% (9,1%).
Bæði Karl Sigurðsson, sérfræð-
ingur á Félagsvísindastofnun, og dr.
Baldur Þórhallsson stjómmála-
fræðingur telja að deilur í þjóðfé-
laginu um virkjun og stóriðju á
Austurlandi sé það sem ráði einna
mestu um mikla fylgisaukningu
Vinstrihreyfingarinnar.
Það sem vekur mesta athygli er
mikið fylgi Vinstrihreyfingarinnar-
græns framboðs, sem er samkvæmt
könnuninni næststærsti flokkur
landsins, og mikið fylgistap Sam-
fylkingarinnai'. Að áliti margra gat
Vinstrihreyfingin vel við unað að fá
9,1% fylgi í kosningunum, en fylgi
flokksins virðist hafa tvöfaldast á
því hálfa ári sem liðið er frá kosn-
ingum. Hægt er að nefna ýmsar
skýringar á þessari velgengni
flokksins. Nokkuð góð samstaða
virðist vera meðal flokksmanna í
helstu málum og því hafa þeir ekki
þurft að leita mikillar málamiðlunar
innan sinna raða um mál, sem veld-
ur deilum í öðrum flokkum.
Andstæðingar virkjunar
velja Vinstri-græna
Þetta birtist kannski einna skýr-
ast í umdeildasta pólitíska hitamáli
samtíðarinnar, Fljótsdalsvirkjun og
byggingu álvers á Reyðarfirði.
Flokkurinn hefur sagt það afdrátt-
arlaust að hann sé á móti virkjun og
stóriðju. Ekki verður annað skilið af
málflutningi forystumanna hans en
að lögformlegt umhverfismat
Fljótsdalsvirkjun breyti þar engu
um. Vinstrihreyfingin hefur þar
gengið lengra heldur en Samfylk-
ingin, sem hefur lagt áherslu á að
virkjunin fari í umhverfismat, en
forystumenn hennar hafa jafnframt
tekið fram að þeir munu sætta sig
við niðurstöðu skipulagsstjóra.
Segja má að deilan um Fljóts-
dalsvirkjun endurspegli að nokkru
leyti vanda Samfylkingarinnar.
Þetta mál er umdeilt innan flokks-
ins, sem á raunar einnig við um
stjómarflokkana. Forystumenn
Deilur um Fljótsdals-
virkjun endurspegl-
ast í könnuninni
s
Agreiningur um Fljótsdalsvirkjun og álver á Austurlandi skýrir að
hluta til gott gengi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í skoð-
anakönnun Félagsvísindastofnunar. Skoðanakönnunin staðfestir
ennfremur erfiðleika Samfylkingarinnar í nýju pólitísku landslagi á
vinstri kanti stjórnmálanna. Egill Olafsson velti fyrir sér þeim
miklu breytingum sem orðið hafa á fylgi flokkanna frá kosningum.
Samfylkingarinnar í öflugasta kjör-
dæmi flokksins, Austurlandskjör-
dæmi, eru í fylkingarbrjósti þeirra
sem berjast fyrir virkjuninni. Þeir
ættu mjög erfitt með að sætta sig
við ef flokkurinn þeirra færi að
berjast gegn þeim í þessu máli, sem
þeir segja að varði lífshagsmuni
Austfirðinga. Samfylkingin hefur
því orðið að leita málamiðlunai' inn-
an flokksins, sem er sú að krefjast
lögformlegs umhverfismats og
sætta sig við niðurstöðuna þó að
hún þýði að virkjunin verði byggð.
Tveir þingmenn flokksins, Einar
Már Guðmundsson og Kristján
Möller, hafa raunar lýst stuðningi
við þingsályktunartillöguna sem nú
liggur fyrir Alþingi um Fljótsdals-
virkjun þó að þeir gagnrýni jafn-
framt framgöngu ríkisstjómarinnar
í málinu. Hætt er við að þeir sem
heitastar tilfinningar hafa í þessu
máli og geta undir engum kringum-
stæðum sætt sig við lón á Eyja-
bökkum telji afstöðu Samfylkingar-
innar í þessu máli ekki nægilega
hai'ða og snúi sér því að Vinstri-
grænum.
Ljóst er að umtalsverður hluti
þjóðarinnar vill í skoðanakönnun
koma þeim skilaboðum áleiðis að
þeir séu tilbúnir að láta þetta mál
ráða afstöðu sinni í alþingiskosning-
um. Rökrétt niðurstaða þessa hóps
er að velja þann flokk sem tekur
harðasta afstöðu gegn virkjuninni.
Karl Sigurðsson telur að deilur
um Fljótsdalsvirkjun eigi mikinn
þátt í fylgisaukningu Vinstri-
grænna. Þetta sjáist m.a. þegar
fylgi Vinstrihreyfingarinnar og
Samfylkingarinnar sé skoðað nánar.
Eldri kannanh' hafi sýnt að Sam-
fylkingin hafi átt mikið fylgi meðal
kvenna og stétta eins og sérfræð-
inga og kennara. Kannanir hafi
jafnframt sýnt að andstaðan við
stóriðju og virkjun sé mest í þessum
sömu hópum. Niðurstaða þessarar
nýju könnunar sýni að fylgi flokks-
ins hafi minnkað í þessum hópum,
en vaxið að sama skapi hjá Vinstri-
hreyfingunni. Fylgisbreytingar hjá
þessum flokkum í Reykjavík styðji
það einnig að virkjanamál ráði
miklu um afstöðu kjósenda um
þessar mundir.
Samfylkingin í miklum vanda
Skoðanakönnunin staðfestir að
Samíylkingin á við mikinn vanda að
stríða. Kannski er alvarlegast fyrir
þessa nýju stjómmálahreyfingu að
hún mælist í þessari könnun, sem og
öðrum könnunum sem gerðar hafa
verið í sumar og haust, sem tiltölu-
lega lítill flokkur og þar með verður
ótrúverðugur sá boðskapur forystu-
manna hennar að til sé að verða einn
stór flokkur jafnaðarmanna sem
geti staðist Sjálfstæðisflokknum
snúning. Andstæðingar Samfylking-
arinnar hafa sameinast um að draga
fram ágreining innan hreyfingarinn-
ar, jafnframt því sem þeir hafa sak-
að hana um að standa fyrir óskýrri
stefnu. Ekki er laust við að Samfylk-
ingin hafi neikvæða ímynd, a.m.k.
nota fjölmiðlar gjarnan orð eins og
„vandræðagangur“ þegar fjallað er
um tilurð Samfylkingarinnar.
Enginn vafi er á því að það veldur
Samfylkingunni erfiðleikum að ekki
er búið að stofna formlegan stjóm-
málaflokk um þetta nýja framboð.
Síðustu vikur hafa flokkamir sem að
Samfylkingunni standa, Alþýðu-
bandalag, Alþýðuflokkur og Kvenna-
listi, verið að halda flokksþing. Þetta
vom tiltölulega fámennar samkom-
ur, sem kallaðar em saman í þeim
eina tilgangi að gefa hið formlega
svar við tillögu um stofnun nýs
stjómmálaflokks. Samfylkingin hef-
ur því enn ekki skapað sér vettvang
sem líkja má við flokksþing Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks,
en flokkamir nota þessa stóm fundi
öðmm þræði til að sýna kjósendum
fram á styrk sinn.
Baldur telur að það skorti vem-
lega á að kjósendur hafi fengið þá
mynd af Samfylkingunni að hún sé
heildstætt afl. Það hafi tekið nokkuð
langan tíma að ná flokkunum sam-
an, kannski ekki óeðlilega lengi, en
við þessa sameiningarvinnu hafi
þeim sem standa að Samfylkingunni
verið nokkuð mislagðar hendur.
Sterk staða Sjálfstæðisflokksins
Niðurstaða skoðanakönnunarinn-
ar sýnir að flokkarnir sem standa
lengst til vinstri og hægri á hinu
pólitíska litrófi styrkja stöðu sína,
þ.e. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri-
hreyfingin, á meðan þeir sem eru
nær miðju tapa fylgi, þ.e. Fram-
sóknarflokkur og Sjálfstæðisflokk-
ur. Karl telur að ekki beri að leggja
mikið upp úr þessu. Ekkert bendi
til að kjósendur séu almennt að
sækja frá miðjunni út á kantana.
Skoðanakönnunin sýnir afar
sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins,
en hann hefur verið að mælast yfir
40% í langan tíma. Raunar hafa
mælingar sýnt mikinn stöðugleika í
fylgi flokksins. Flokkurinn virðist
njóta þess að almennt hefur gengið
vel í efnahagsmálum, en auk þess
skiptir máli að hann er undir sterkri
forystu. Fylgiskannanimar benda
til mjög sterkrar stöðu Davíðs
Oddssonar meðal kjósenda. Deilur
um virkjanamál hafa ekki komið
niður á fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Þær hafa hins vegar án efa komið
niður á Framsóknarflokknum. Það
hefur fyrst og fremst komið í hans
hlut að verja stefnu ríkisstjórnar-
innar þar sem hann fer með iðnað-
ar- og umhverfisráðuneytin, auk
þess sem fyrsti þingmaður Austur-
lands er formaður flokksins.
Fylgi Framsóknarflokksins í
Reykjavík og Reykjanesi hefur
minnkað talsvert mikið, en efstu
menn á listum flokksins í þessum
kjördæmum eru iðnaðarráðherra og
umhverfisráðherra sem mæðir mest
á í virkjanamálum. Þó flokksmenn
séu án efa ekki ánægðir með út-
komu Framsóknarflokksins ber
þess þó að geta að flokkurinn mæld-
ist með 13,1% fylgi í skoðanakönnun
í upphafi kosningabaráttunnar, en
fær 15,4% nú. Flokkurinn hefur því
séð það svartara.
Fylgi Frjálslynda flokksins er á
svipuðu róli og það var oftast fyrir
kosningar í vor. Staða flokksins
reyndist hins vegar sterkari í kosn-
ingunum. Karl segir að almennt
verði að hafa í huga að aðeins séu
sex mánuðir liðnir af kjörtímabilinu
og könnunin endurspegli því
kannski betur viðhorf í samfélaginu
heldur en kosningafylgi.
Sjónvarpsfundur
á Akureyri um
Reykj avíkurflugvöll
Morgunblaðið/Ásdís
Hallamál á lofti
í Hafnarfirði
FUNDUR um málefni innanlands-
flugsins og Reykjavíkurflugvallar
verður haldinn á vegum samgöngu-
nefndar Alþingis í húsnæði Háskól-
ans á Akureyri við Þingvallastræti
23, í dag, föstudaginn 19. nóvember
kl. 14-16. Fundurinn verður opinn
öllum. Sjónvarpið verður með
beina útsendingu frá fundinum.
Ávörp 17 aðila
Fundurinn verður með því sniði
að fyrst munu 17 aðilar halda 3-4
mínútna ávörp. Eftirtaldir flytja
ávörp: Halldór Blöndal, forseti Al-
þingis, Sturla Böðvarsson, sam-
gönguráðherra, Þorgeir Pálsson,
flugmálastjóri, Kristján Þór Júlíus-
son, bæjarstjóri á Akureyri, Helgi
Hjörvai', fulltrúi meirihluta borg-
arstjórnar, Inga Jóna Þórðardótt-
ir, fulltrúi minnihluta borgar-
stjórnar, Guðjón Hjörleifsson, bæj-
arstjóri í Vestmannaeyjum, Guð-
mundur Bjarnason, bæjarstjóri í
Fjarðabyggð, Ellert Eiríksson,
bæjarstjóri í Keflavík, Sesselja
Jónsdóttir, sveitarstjóri Ölfuss,
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
ísafjarðarbæjar, Pétur H. Ár-
mannsson, talsmaður samtakanna
Betri byggð, Bjarki Brynjarsson,
talsmaður farþega í Vestmannaeyj-
um, Öm Ingólfsson, talsmaður far-
þega á Isafirði, Soffía Lárusdóttir,
talsmaður farþega á Austur-Hér-
aði, Þórhalla Þórhallsdóttir, tals-
maður farþega á Akureyri, Sigurð-
ur Aðalsteinsson, flugrekstrar-
stjóri Flugfélags fslands og Ómar
Benediktsson, framkvæmdastjóri
íslandsflugs.
Fundarstjóri verður Árni John-
sen, formaður samgöngunefndar.
Eftir ræðu verður opnað fyrir fyr-
irspurnir, bæði úr sal á Akureyri
og frá öllum fundunum.
Á sama tíma verða 7 aðrir fund-
ir, tengdir fundinum á Akureyri
með fjarfundabúnaði. Þeir fundir
sem einnig verða öllum opnir verða
á eftirtöldum stöðum. Reykjavík,
myndfundaver í Landssímahúsi,
ísafirði, Árnagötu 2-4, Siglufirði, í
skólanum, Egilsstöðum, Skagfirð-
ingabraut 17-21, Höfn, Framhalds-
skólanum í A-Skaftafellssýslu,
Nesjum og Vestmannaeyjum,
Skólavegi 1.
Það er betra að gluggar og
veggir í nýjum húsum halli
ekki og því er hallamál
ómissandi verkfæri hvers iðn-
aðarmanns. Einhvern veginn
virðist sem þetta horn á ný-
byggingu við Hringbraut í
Hafnarfírði sé hálflaust, en iðn-
aðarmaðurinn bætti snarlega
úr því.
Minni-
hlutinn
óánægður
FULLTRÚAR stjórnarandstöðunn-
ar í samgöngunefnd hafa lýst ó-
ánægju með framgöngu formanns
nefndarinnar og segjast ekki hafa
verið með í ráðum þegar boðað var
til fjarfundar um innanlandsflug.
„Við erum óhressir með vinnu-
brögð formanns samgöngunefndar,"
sagði Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs, í
samgöngunefnd.
„Þetta mál var reifað á fyrsta fundi
nefndarinnar og síðan kom það til
okkar aftur sem frágengið í öllum atr
riðum. Þetta átti að vera í nafni allrar
samgöngunefndar og allir tóku undir
það og bjuggust þá við að vinnu-
brögðin yrðu með þeim hætti en ekki
framtak á vegum formannsins. Svona
vinnubrögð í nafni allrar nefndarinn- |
ar hvort sem er í þessu máli eða öðru
ganga ekki upp. En hugmyndin er
ágæt.“ Fundurinn verður haldinn í
dag á átta stöðum á landinu og er öll-
um opinn. Meðal þeirra, sem flytja
ávörp á fundinum, eru forystumenn
bæjarfélaga og verður Helgi Hjörv-
ar, forseti borgarstjómar, fulltrúi
Reykjavíkur á fundinum í stað Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgar-
stjóra, sem ekki getur setið fundinn
vegna anna, að sögn Kristínar Árna-
dóttur, aðstoðarkonu borgarstjóra.