Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Omar Smári Armannsson aðstoðaryfírlögregluþjónn segir dreifíngaraðila fíkniefna reyna skjótvirkari og handahófskenndari leiðir Framboð fer minnkandi LÖGREGLAN í Reykjavík telur að framboð á fíkniefnum haí! minnkað á markaðnum að undan- förnu þótt árangur hennar í stóru fíkniefnmálunum hafi ekki ráðið þar úrslitum. Sýna nýleg dæmi að fíkniefnaaðilar reyna skjótvirkari og handahófskenndari leiðir, sem auka líkur á mistökum þeirra. Áhrif aðgerða lögreglunnar á al- menning virðast engu að síður vera góð og segir Ómar Smári Ár- mannsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn að flestir kunni vel að meta þá vinnu af eðlilegum ástæðum og séu því reiðubúnir til að gefa upp- lýsingar, sem ekki lágu fyrir áður Að sögn Ómars Smára er ljóst að eftirspurnin eftir eiturlyfjum muni halda áfram svo lengi sem einhver hefur áhuga á að kaupa þau og telur hann því að afstaða al- mennings skipti miklu máli í bar- áttunni gegn þeim. Lögreglan hefur á síðari árum Opinn fyrirlest- ur á sviði hafréttar í DAG, föstudaginn 19. nóv- ember, kl. 12:15, verður hald- inn fyrirlestur á sviði hafrétt- ar á vegum lagadeildar Há- skóla íslands og Hafréttar- stofnunar íslands í hátíða- salnum í Aðalbyggingu Há- skólans. Framsögumaður verður prófessor John Norton Moore, forstöðumaður Haf- réttarstofnunar, Center for Ocean Law and Policy, við Virginíuháskóla í Bandaríkj- unum, og fjallar hann um nýj- ar stefnur og strauma í haf- rétti. Að sögn Gunnars G. Schram prófessors er um- rædd stofnun mjög þekkt á sviði hafréttarmála í Banda- ríkjunum og ein sú virtasta. „Hún fylgist með því sem er að gerast í þessum málum um allan heim og er meðal annars með ráðgjöf fyrir Bandaríkjastjórn, bandaríska þingið og fleiri," segir Gunn- ar. Hafréttarstofnun Islands var stofnuð í mars sem leið að tilhlutan lagadeildar Háskóla íslands en auk HÍ stóðu utan- ríkisráðuneytið og sjávarút- vegsráðuneytið að stofnun- inni. Gunnar er fulltrúi Háskól- ans í stjórn, Sverrir Haukur Gunnlaugsson ráðuneytis- stjóri er frá utanríkisráðu- neytinu og Þorsteinn Geirsson ráðuneytis stjórifrá sjávarút- vegsráðuneytinu. Virtur fræðimaður á þessu sviði ,Okkur fannst mjög fróðlegt að fá bandarískan gest til að segja okkur frá því hvernig svona stofnanir starfa í Bandaríkjunum og fengum Moore, sem er mjög kunnur og virtur fræðimaður á þessu sviði,“ sagði Gunnar. Að sögn Moores ætlar hann m.a. að fjalla um aðdragandann að samþykkt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna 1982 og mikilvægi sáttmálans auk fisk- veiðistjómunar. reitt sig í minni mæli á upplýsingar úr fikni- efnaheiminum sjálfum, enda geta þær verið villandi af ýmsum ástæðum, auk þess sem með því að byggja um of á þeim er hætta á að fíkniefnaaðilarnir geti haft áhrif á og jafnvel stýrt starfi lög- gæslunnar. Segir Óm- ar Smári að þeir aðilai' sem handteknir og vistaðir hafi verið séu fæstir þekktir að fíkni- efnaviðskiptum en það telur hann að segi nokkuð um fíkniefna- heiminn. Markaðurinn kortlagður og mál- in vel undirbúin „Helstu ástæðurnar fyrir góðum árangri í fíkniefnamálum að undan- förnu má m.a. skýra í ljósi þess að lögreglan hefur beitt öðrum að- ferðum en áður með mjög markvissum hætti og málum hefur verið fylgt eftir til lengri tíma, sem kraf- ist hefur mikillar yfir- legu,“ segir Ómar Smári. Segir hann að lögreglan hafi reynt að kortleggja markaðinn, og einstök mál hafi verið vel undirbúin áð- ur en látið var til skar- ar skríða. „Við þá vinnu höfum við ekki bundið okkur við landamæri, heldur hafið sam- starf við aðra aðila, s.s. tollgæslu eða erlend lögregluyfirvöld ef þess hefur þurft. Við höfum reynt að leita upprunans með það að mark- miði að loka innflutningsleiðum fíkniefna hingað til lands.“ Ómar Smári segir að rannsókn hvers einstaks fíkniefnamáls sé undirbúin vandlega og unnin stig af stigi þegar að framkvæmd henn- ar kemur. Er það er m.a. hægt þar sem lögreglan starfar í nokkuð breyttu lagaumhverfi og að auki liggja fyrir skýrari línur en áður varðandi heimildir og aðferðir hennar til athafna. „Lögreglan hefur yfir að ráða mjög áhugasömum og iðnum mannskap og starfsmenn annarra deilda lögreglunnar koma einnig að þessum málum og styðja starfsemi fíkniefnadeildar á álagstímum. St- arfsmenn lögreglunnar hafa lagt mikla vinnu á sig og hafa átt nána samvinnu við lögfræðinga embætt- isins, en hiti og þungi kröfugerða hefur mjög hvílt á þeirra herðum og þá hefur lögreglunni verið sköp- uð góð aðstaða og möguleikar til góðs árangurs," segir Ómar Smári. Ómar Smári Ármannsson Morgunblaðið/Nordfoto/Gitte Sofia Hansen Margrét Þórhildur Danadrottning heilsar Stefáni Karlssyni við athöfnina í Hafnarháskóla. Kjörinn heiðursdoktor við Hafnarháskóla Morgunblaðid. Kaupmannahöfn. STEFÁN Karlsson, fyrrum for- stöðumaður Árnastofnunar, var í gær gerður að heiðursdoktor við Hafnarháskóla. Kjörinu var lýst á háskólahátíð að viðstöddum Margréti Þórhildi Danadrottingu og Henrik prins, eiginmanni hennar. Um kvöldið var hátíðar- sýning á Töfraflautunni í Kon- ungiega leikhúsinu. í dag stend- ur Árnastofnun í Kaupmanna- höfn fyrir fyrirlestraröð til heið- urs Stefáni, þar sem íslenskir og erlendir fræðimenn fjalla um handritafræðileg efni og önnur þau efni, sem Stefán hefur komið að í rannsóknum sínum. Háskólahátíðir Hafnarháskóla eru virðulegar samkomur, þar sem venja er að drottningin og prinsinn mæti. Hátfðin f gær var engin undantekning. Jonna Lou- is-Jensen, prófessor í textafræði, Iýsti kjöri Stefáns. Að því loknu afhenti hún honum heiðursskjal til staðfestingar nafnbótinni með orðunum: „Stefán, vær sá god,“ „gjörðu svo vel.“ Orðin vöktu kátinu margra gestanna, því það var með sömu orðum sem Helge Larsen kennslumálaráðherra afhenti Gylfa Þ. Gíslasyni menntamála- ráðherra tvö fyrstu handritin, Konungsbók Eddukvæða og Flat- eyjarbók 1971. Alls voru átta fræðimenn sæmdir heiðursdokt- orsnafnbót í gær. Auk þess að hafa á yngri árum starfað við Árnastofnun í Kaup- mannahöfn hefur Stefán verið þar tíður gestur. Peter Spring- borg, forstöðumaður stofnunar- innar, hefur skipulagt fyrir- lestraröðina f dag. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að Stefán væri án efa sá fræðimað- ur, sem þekkti best til fslenskra handrita, sögu þeirra og tilurðar. Með rannsóknum sfnum hefði Stefán varpað ljósi á íslenska málsögu og byggi yfir einstakri þekkingu á því sviði. Handritaútgáfa og fræðaferill Stefán hefur stundað handrita- útgáfu, bæði á textum og forn- bréfum og eftir hann liggja fjölda- margar greinar um sérsvið hans. Hann hefur einnig kennt texta- fræði og málsögu. Um þessar mundir er Stefán að vinna að út- gáfu á sögum um Guðmund góða. Fyrsta bindið er komið út, en alls verður útgáfan fjögur bindi. Stefán er fæddur 1928 og lauk magisterprófi frá Hafnarháskóla 1961. Bæði á námsárum og að loknu prófi var hann við Arna- safn, sem þá var, en fluttist til ís- lands 1970 og hóf störf við Hand- ritastofnun, sem siðan varð að Stofnun Árna Magnússonar. Á árunum 1994-1998 var Stefán forstöðumaður stofnunarinnar. Á fyrirlestrunum í dag munu þau Peter Foot, Már Jónsson, Jonna Louis-Jensen, Bergljót S. Kristjánsdóttir, Odd Einar Haugen, Margrét Eggertsdóttir, Anne Mette Hansen, Kolbrún Haraldsdóttir, Ögmundur Helga- son og Sigurgeir Steingrímsson flytja stutta fyrirlestra. Þar verð- ur meðal annars fjallað um Jón Helgason og handritaútgáfuhefð- ina í Höfn og Jón sem skáld og ritgerðahöfund. Stefán var á sín- um tíma nemandi Jóns og síðan samstarfsmaður til margra ára. Einnig verður fjallað um ein- staka handritaútgáfur og fræða- feril Stefáns. Stóra fíkniefnamálið Einn settur í gæsluvarð- hald HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði kai-lmann í gærkvöld í viku gæsluvarðhald, sem hand- tekinn var í lyrradag í tengslum við rannsókn stóra ííkniefna- málsins. Lögreglan í Reykjavík handtók þrjá menn og yfirheyrði þá en einungis var farið fram á gæsluvarðhald yfir einum þeirra. Rannsókn málsins heldur áfram hjá lögreglunni í Reykja- vík og efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra en að sögn lög- reglu er ekki útilokað að fleiri kunni að verða handteknir vegna málsins á næstunni. Nú sitja 11 manns í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Rannsókn stóra hassmálsins stendur einnig yfir af íullum krafti og hefur spænska lögregl- an handtekið nokkra aðila þar í landi í framhaldi handtöku eldri manns þar ytra á þriðjudag. Þrír íslendingar á aldrinum 37-40 ára sitja í gæsluvarðhaldi vegna þess máls. Vill ræða hæstaréttar- dóm í út- varpi EINN aðstandenda stúlku, sem kærði föður sinn vegna kynferðis- legrar misnotkunar, hefur óskað eft- ir því við útvarpsstjóra að fá úthlut- að hálfri annarri klukkustund í út- varpi til að fjalla um dóm Hæstarétt- ar í máli stúlkunnar en þar var faðir stúlkunnar sýknaður af ákærunni. I bréfi sínu til útvarpsstjóra bend- ir aðstandandinn á að lögmaður hins sýknaða hafi óskað eftir því að tjá sig um málið í útvarpi fyrir hönd um- bjóðanda síns. Kom sú ósk hans til í framhaldi af umfjöllun pistlahöfund- ar útvarps um dóm Hæstaréttar. í lokin segir í bréfinu til útvarps- stjóra: „Ef það er lýðræðislegt og hlutlaust að hæstaréttarlögmaður haldi þannig áfram að reka málið í ríkisfjölmiðlum, hlýtur það að vera réttmæt krafa almennings að fá út- hlutað jafnlöngum tíma til að tjá sig um málið í viðkomandi ríkisfjöl- miðli.“ --------------- Kjúklingabændur Fagna skýrslu um sýkingar MORGUNBLAÐINU hefur borist tilkynning frá Félagi kjúklinga- bænda þar sem segir meðal annars: „Stjórnarfundur í Félagi kjúklingabænda haldinn 18. nóvem- ber fagnar skýrslu um campylobact- er-sýkingar sem umhverfisráðherra kynnti sl. þriðjudag. Glögglega kem- ur fram í skýrslunni að camp- hylobacter-mengun greinist víða úti í náttúrunni, í vatnsbólum og í melt- ingarfærum húsdýra, villtum fuglum og meindýrum s.s. músum. Camp- hylobacter er útbreidd umhverfis- baktería sem hefur náð að komast inn í uppeldishús kjúklinga og það er nú kappsmál hjá kjúklingabænd- um að koma í veg fyrir þessa meng- un. Niðurstöður skýrslu umhverfisráð- herra eru byggðar á sýnum sem tekin voru frá ágústbyrjun og fram í fyrstu viku í október. Frá þeim tíma hefur mikill árangur þegar náðst hjá kjúklingaframleiðendum og camfy hylobacter-mengun stórminnkað á búunum.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.