Morgunblaðið - 19.11.1999, Page 14

Morgunblaðið - 19.11.1999, Page 14
CilGAdHHUÐÍlOM Si eeöt íiaaMavóM .ei auoAaUTgöa 14 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 ~~~ HðFUÐBORGARSVÆÐIÐ Gatnagerðarframkvæmdir við Yestuiiandsveg Tvöföldun lokið MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Júlíus Framkvæmdum við fyrsta áfanga í gerð ylstrandarinnar í Nauthólsvík lýkur í vikunni. Framkvæmdir við ylströnd í Nauthólsvik komnar vel á veg Þj ónustumiðstöð byggð í vetur Reykjavík FRAMKVÆMDUM við tvöföldun Vesturlandsvegar frá Víkurvegi og niður að Suðurlandsvegi á að ljúka í dag og þá um leið verður umferð hleypt á nýju akreinina. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Jónas Snæbjörnsson, um- dæmisstjóra Reykjaness- umdæmis Vegagerðarinnar. Nokkuð hefur verið um umferðartafir á þessu svæði vegna framkvæmdanna, sem staðið hafa yfir frá því í sumar. Að sögn Jónasar átti ekki að ljúka við tvöföldun- ina fyrr en næsta sumar, en samið var við verktakann um að ljúka verkinu fyrr og því má segja að verkið sé nokkuð á undan áætlun. Miklar gatnaframkvæmd- ir hafa verið á þessu svæði síðasta ár, en um er að ræða samvinnuverkefni Vega- gerðarinnar og Gatnamála- stjóra. Að sögn Haralds B. Alfreðssonar, verkfræðings hjá Gatnamálastjora, nemur heildarkostnaður vegna framkvæmdanna um 300 milljónum króna. Að sögn Haralds hafa auk tvöföldunarinnar verið gerð undirgöng undir Vestur- landsveginn, en sunnan megin við þau, eða Grafar- holtsmegin, tengjast þau nýjum vegi, svokallaðri Vín- landsleið, sem mun liggja í hlíðinni undir vatnstönkun- um. Vínlandsleiðin mun ná frá undirgöngunum og upp að gatnamótum Vestur- landsvegar og Víkurvegar, en þar verður aðkoman inn í hið nýja Grafarholtshverfi. Norðan megin tengjast und- irgöngin nýjum vegi, sem mun liggja frá Stórhöfða og m.a. upp að Keldum, þar verður sett hringtorg. Mislæg gatnamót við Suð- urlandsveg og Víkurveg Jónas sagði að fram- kvæmdunum við undirgöng- in og nýja veginn, Vínlands- leiðina, myndi ljúka um mánaðamótin og þá um leið yrði umferð hleypt þar í gegn. Vegtengingin við Stórhöfða myndi hinsvegar ekki klárast fyrr en á næsta ári. Ef fara á upp í golfskála Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti, þarf að aka upp að gatnamótum Víkurvegs og beygja þar inn að Grafar- holti. En þegar fram- kvæmdunum við Stórhöfða lýkur verður hægt að aka um undirgöngin við Viðar- höfða og með Stórhöfða upp að hinum undirgöngunum, sem eru gegnt afleggjaran- um að golfskálanum. Að sögn Jónasar var ætl- unin að hefja framkvæmdir við gerð mislægra gatna- móta við Suðurlandsveg og Vesturlandsveg á næsta ári og við Vesturlandsveg, Vík- urveg og Reynisvatnsveg árið 2002. Hann sagði að áhugi væri fyrir því að snúa þessu við og hefja fram- kvæmdir fyrst við Vestur- landsveg, Víkurveg og Reynisvatnsveg, en þar verður aðkoman að Grafar- vogshverfi og Grafarholts- hverfi. Mislægu gatnamótin, sem þar verða dálítið norðar en þau gatnamót sem tengja þessi hverfi við Vesturlands- veginn eru í dag. Með til- komu mislægu gatnamót- anna verða núverandi gatnamót við Víkurveg lögð niður. Jónas sagði að ekki væri búið að ákveða hver endan- leg forgangsröð í gerð mis- lægra gatnamóta við Vest- urlandsveg yrði en að það myndi koma í ljós í kjölfar endurskoðunar Alþingis á vegaáætlun í vetur. Nauthólsvík FRAMKVÆMDUM við fyrsta áfanga í gerð ylstrand- ar í Nauthólsvík lýkur í þess- ari viku, en þær hafa staðið frá því í sumar. Verið er að klára að hlaða grjótgarð um- hverfis lónið og dæla sandi á ströndina. Petta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Jóhann Pálsson, garðyrkju- stjóra Reykjavíkurborgar. Áætlað er að ströndin verði vígð 17. júní á næsta ári með því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stingi sér til sunds. Heildarkostnaður við framkvæmdimar nemur rúmum 40 milljónum króna. Á næstunni verður bygg- ing þjónustumiðstöðvar, sem rísa á við ströndina, boðin út, að sögn Jóhanns, en bygging- in á að vera fullkláruð og til- búin til notkunar í sumar. Hann sagði, miðstöðin hefði verið hönnuð af teiknistof- unni Arkibúllunni, og að hún yrði að mestu grafin inn í bakkann rétt við ströndina, þannig að hægt verður að ganga beint á ströndina úr húsinu. Jóhann sagði að ýmis frá- gangur á lóðinni við strönd- ina væri eftir, en að það yrði ekki gengið í það verk fyrr en tæki að vora. Þá væri einnig fyrirhugað að setja upp heita potta við ströndina fyrir bað- gesti. Að sögn Jóhanns naut ströndin mikilla vinsælda síð- asta sumar, svo mikilla að á góðviðrisdögum áttu verk- takamir erfitt með að stunda vinnuna sína vegna fólks- fjöldans sem þar safnaðist saman. Sjóvarnargarðurinn við Eiðsgranda er að fá á sig endanlega mynd. Vinnu við sjóvarnar- garð að ljúka Vesturbær HLAÐINN sjóvarnargarður við Eiðsgranda em þessa dag- ana að taka á sig endanlega mynd með aðstoð stórvirkra vinnuvéla. Stefnt er að því að ljúka gerð sjóvarnargarðsins fyrir áramót og á þá einnig að vera lokið vinnu við göngustíg sem liggja á meðfram garðinum. Strandlengja Reykjavíkur er nú óðum að fá á sig heild- stæðan svip og nær áfanginn sem nú er unnið að frá Ána- naustum að Boðagranda. Hleðsla garðsins hefur tekið nokkurn tíma, en til verksins hefur verið notað tilfallandi grjót, m.a. úr grjótnámu Reykjavíkurhafnar í Geld- inganesi. Hafnarfjörður UNDANFARIN ár hafa há- hýsi risið í miðbæ Hafnar- fjarðar, sem orðinn er býsna ólíkur þvi sem hann var á fyrri hluta aldarinnar. Þá risu þau ófá, litlu timburhús- in, sem í dag eiga mörg hver örðugt með að standast kröf- ur nútíma híbýla, hvað rými og fermetrafjölda varðar. Nú hefur bæjarráð ákveðið að húsið í Gunnarssundi 4 verði rifið og lóðin auglýst til út- hlutunar, og mun því gamli tíminn enn og aftur víkja fyr- ir nýiri öld. Morgunblaðið/Ásdís Gamli tíminn víkur Morgunblaðið/Árni Sæberg Nemendur Lækjarskóla voru áhugasamir um sýninguna Lýðræði á nýrri öld. Lýðræði í Lækjarskóla Hafnarfjörður LÝÐRÆÐI í skólum er verkefni sem börn í Lækj- arskóla hafa unnið ásamt börnum í grunnskólum í Evrópu. Afraksturinn get- ur að líta á sýningunni Lýðræði á nýrri öld sem opnuð var í Lækjarskóla í gær. Björn Bjarnason menntamálaráðherra áréttaði við opnun sýning- arinnar gildi lýðræðis fyrir þjóðfélagið og Jóhanna Valdemarsdóttir kennari við skólann greindi frá að- draganda sýningarinnar. Hugmyndin að sýningunni og samvinnu skólanna kviknaði á námskeiði um lýðræði í skólum sem Evr- ópuráðið stóð fyrir á Möltu sl. vor. Auk verka nemenda í 1., 6., 8. og 9. bekk Lækjar- skóla má einnig sjá á sýn- ingunni myndverk og skil- greiningu barna frá Slóv- eníu, Tékklandi, Þýska- landi og Belgíu á lýðræði. Enn áttu eftir að berast verk barna frá Möltu og Frakklandi. Að sögn Jóhönnu er verkefnið Lýðræði í skól- um tvískipt. Umræðu um lýðræði var komið af stað bæði í skólanum og á heimilum barnanna og festu þau í framhaldi hug- myndir sínar um lýðræði á blað. Þá myndskreyttu börnin einnig þemað, Lýð- ræði í skóla, og skreytir afrakstur þeirrar vinnu veggi íþróttahúss skólans. Auk þessa mun einn af bekkjum Lækjarskóla skila myndbandsverkefni um lýðræði sem verður sýnt nemendum skólans á næst- unni. Sýningin stendur til 20. nóvember, en þann dag verða liðin 10 ár frá sam- þykkt allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna um rétt- indi barnsins. I 1 -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.