Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ 18 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 LANDIÐ Stækkun Grunnskóla Eyrarsveitar lokið Grundarfirði - Haldið var upp á það nýlega að lokið er stækkun Grunnskóla Eyrar- sveitar í Grundarfirði en síð- astliðin ár hefur verið unnið að viðbótum og endurnýjun hans. Byggt var ofan á það húsnæði sem tekið var í notk- un fyrir rúmum tuttugu árum, en rúm þrjátíu ár eru frá því að byrjað var á þeirri bygg- ingu sem nú er orðin glæsilegt skólahúsnæði. fbúum Grundar- fjarðar hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu áratugi og hefur skólahúsnæði verið stækkað í samræmi við það. Teknar voru í notkun 8 nýj- ar kennslustofur auk þess sem sérgreinastofur voru innrétt- aðar og endurbættar. Aðstaða fyrir heimilisfræði, raungrein- ar, myndmennt og handmennt er nú eins og best verður á kosið. Bókasafn skólans hefur fengið nýtt og betra húsnæði og aðstaða kennara og skóla- stjórnenda hefur verið bætt til muna. A síðustu fjórum árum hefur rými skólans verið stækkað um helming. Skóla- hald raskaðist ekki mikið með- an á framkvæmdunum stóð, en auðvitað hafa nemendur og aðrir þurft að hliðra til og sýna þolinmæði á þessum tíma. Tækjakostur bættur Samhliða þessari stækkun skólans hefur verið unnið markvisst í því að bæta tækja- kost og hefur tölvum verið fjölgað til muna í vetur. f tölvu- veri skólans eru nú 12 nem- endatölvur, tölva er í hverri stofu 1.-5. bekkjar og stendur til að bæta við í allar stofur. Þá eru 10 tölvur til viðbótar í sér- kennslustofum, bókasafni, vinnuherbergjum kennara og hjá skólastjórnendum. Náms- efni frá tölvuskóla framtíðar- bama er kennt í öllum bekkjum skólans. Nemendur skólans eru 215. Anna Bergsdóttir er skólastjóri, Ragnheiður Þórarinsdóttir að- stoðarskólastjóri. Fjöldi kenn- ara og annars starfsfólks er 30 manns. Anna Bergsdóttir skóla- stjóri er ánægð með hversu hátt hlutfall réttindafólks starfar við skólann og hversu metnaðar- fullu starfsfólki hann hefur á að skipa. Viðbætur þessar og breyting- ar voru í umsjón arkitektastof- anna Glámu og KÍM. Mönnum ber saman um að vel hafi tekist til enda er starfsaðstaða og að- búnaður allur stórbættur sem fyrr segir. Nemendur og kennarar Grunnskóla Eyrarsveitar. Morgunblaðið/KVM Þörf fyrir staðbundnar umræður um umhverfismál Náttúruverndar- samtök Vestur- lands endurvakin Reykholti - Líflegar umræður áttu sér stað á aðalfundi hjá nýendur- reistum samtökum um náttúruvernd á Vesturlandi sem haldinn var ný- lega á Hvanneyri. Samtökin voru upphaflega stofnuð árið 1974, en hafa verið svo til óvirk síðustu árin. Undirbúningur þessarar endurvakn- ingar hefur staðið yfir frá því í haust og var kosin ný sjö manna stjóm á aðalfundinum. Ragnhildur Sigurðardóttir, um- hverfisfræðingur á Snæfellsnesi, og Björg Gunnarsdóttir, landfræðinemi, sem búsett er á Hvanneyri, hafa haft forgöngu að þessari endumýjun. Ragnhildur segir það von þeirra að samtökin verði öflugur vettvangur fyrir umræður um umhverfis- og náttúmvemdarmál á Vesturlandi og einnig á landsvísu í samvinnu við önnur félög sem vinna að þessum málum. Samtökin em aðili að Land- vemd. Umhverfisrannsóknir í Hvalfirði á vegum Islenska jámblendifélagsins vom kynntar sérstaklega í fyrirlestri og einnig vora rakin mismunandi sjónarmið um mat á umhverfisáhrif- um, m.t.t. vegarlagningar á Vatna- heiði. Sköpuðust líflegar umræður í kringum þessi mál. Ragnhildur segir samtökin eiga að rúma ólík sjónarhom og vera vett- vang fyrir fræðslu um umhverfismál og gagnrýna umræðu á þessu sviði. Að auki verði farið í skoðunarferðir um fjölbreytta náttúm Vesturlands. Hún telur þörfina vera brýna fyrir markvissa, staðbundna umræðu og að þessi endurvakning sé tákn um breyttan hugsunarhátt í þessum málum og aukinn áhuga fólks á um- hverfi sínu. Hún telur það góðs viti að í hinni nýskipuðu stjóm sitji fólk víða að af Vesturlandi. Samtökin séu öllum opin og að leitast verði við að fá styrktaraðila. Morgunblaðið/Sigriður Kristinsdóttir Hvanneyringurinn Ríkharð Brynjólfsson sýnir fundargestiun Moltuna á Hvanneyri þar sem h'frænum úrgangi er safnað saman til jarðgerð- ar. (F.v.) Tryggvi Felixson hjá Landvemd, Skúli Alexandersson og Ríkharð Brynjólfsson. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Fossvallabrú lagfærð Vaðbrekka, Jökuldal - Vega- gerðin vinnur nú að lagfæring- um á gömlu Fossvallabrúnni sem aflögð var er ný brú var byggð við Selland árið 1993. Nú er verið að rífa ofan af henni tréverkið sem sett var á brúna uppúr 1970 og er gamla brúin sem byggð var árið 1931 komin í ljós. Verið er að setja á hana bráðabirgðahandrið svo hættu- laust sé að ganga yfir hana. Vegagerðin áformar síðan að gera hana upp í upprunalegri mynd í framtíðinni. Undir þess- ari brú frá 1931 mótar enn fyrir hlöðnum stöplum elstu brúarinn- ar á Jökulsá á Dal eftir að stein- bogann við Brú tók af. A myndinni vinnur Kristján Larsen við að hreinsa timbrið úr „nýju“ brúnni. Gamla brúin er komin í ljós fyrir aftan hann þar sem Dvalinn Hrafnkelsson og Ríkharður Einarsson eru að koma upp bráðabirgðahand- riði. Gaul- verjabæj- arkirkja 90 ára Gaulveijabæ - Kirkjan í Gaulverja- bæ var vígð 21. nóvember 1909. Réttum 90 áram síðar uppá dag, sunnudaginn 21. nóvember nk., verður þess minnst með afmælis- messu sem hefst kl. 14. Séra Sig- urður Sigurðarson, vígslubiskup Skálholtsstiftis, mun prédika. Eftir messuna er boðið til kaffi- drykkju í Félagslundi. Þar mun Berglind Einarsdóttir, söngkona og söngkennari í Brandshúsum, syngja einsöng. Einnig mun Helgi ívarsson, meðhjálpari og bóndi í Hólum, rekja sögu kirkjunnar. Alitið er að Gaulverjabær hafi verið kirkjustaður og áður prest- setur nánast frá öndverðri kristni í landinu. Var prestakallið ávallt eft- irsótt og sátu prestar lengi. Var það fjölmennt þar sem undir það heyrði „Stokkseyrarsókn á Eyrar- bakka“, líkt og getið er í gömlum skjölum. Einnig er talið að kirkju- byggingar á staðnum hafi verið veglegar á öldum áður og ber stærð og hæð núverandi altari- stöflu frá 1775 þess vitni. Þótt sóknin sé fámennari nú hef- ur kirkju og kirkjugarði ætíð verið sómi sýndur af sóknarbömum og velunnumm. Nú síðasta vor var lokið við gerð bflastæði með varan- legu slitlagi og gangstétta við kirkjuna. Sóknarprestur er séra Úlfar Guðmundsson prófastur og situr á Eyrarbakka.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.