Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 23

Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 23
MQRGUNB LABIÐ______________________________________________________FÖSTUDAGUR19. NÓVEMBER 1999 23 ÚRVERINU Haustrall Hafrannsóknastofnunar Astand helztu fískistofna almennt gott Ekkert bendir til aukins sjálfráns þorsksins miðað við fyrri ár ÁSTAND helztu fiskistofna við landið er almennt gott samkvæmt iyrstu niðurstöðum svokallaðs haustralls Hafrannsóknastofnunar. Stofnar þorsks, ýsu, gullkarfa og grálúðu eru á uppleið. Þá eru engin merki um aukið sjálfrán þorsksins. I haustrallinu er sérstök áherzla lögð á karfastofna og grálúðu auk þess að meta ástand helztu fiskist- ofna við landið. Haustrallinu er ný- lokið, en rannsóknarskipið Bjami Sæmundsson og togarinn Bretting- ur tóku þátt í leiðangrinum. Sam- tals var togað á 315 togstöðvum allt í kringum landið, allt niður á 1.500 metra dýpi. Fjórða árið sem verkefnið stendur yfir Þetta er fjórða árið, sem verk- efnið hefur staðið yfir með núver- andi sniði. „Því má vænta að niður- stöður verkefnisins fari að skila árangri við úttekt helztu nytja- stofna á næstu árum, jafnvel á næstkomandi vori. Nú er lokið fmmúrvinnslu gagna úr nýafstöðn- um leiðangri, en lokaniðurstaðna er ekki að vænta fyrr en síðar í vetur,“ segir meðal annars í frétt Hafrann- sóknastofnunar um haustrallið. Helztu niðurstöður Eftir er að aldursgreina þorsk úr leiðangrinum og því er enn aðeins unnt að skoða vísitölur út frá lengd- ardreifingu. I samanburði við fyrri ár mældist töluvert af árgöngunum frá 1997 til 1999. Holdafar þorsks- htóvar almennt þokkalegt. í samanburði við síðustu ár, mældist nú mikið af ýsu á fýrsta og öðm ári. Magnið af eins árs ýsu er nú sambærilegt og árið 1996, þegar sterki árgangurinn frá 1995 var ár- sgamall. Vísitala gullkarfans er enn á uppleið Vísitala gullkarfa er enn á upp- leið og var uppistaða gullkarfaafl- ans á bilinu 33 til 35 sentímetrar að lengd. Svo virðist sem þar sé á ferð- inni árgangurinn frá 1990, sem fýlgzt hefur verið með í stofnmæl- ingu botnfiska í marz allt frá árinu 1991. Vísitala grálúðu hefur' farið hækkandi og var hún nú um 25% hærri en árið á undan. Mest mæld- ist af grálúðu á bilinu 40 til 70 sent- ímetrar að lengd. Skoðað í á fjórða þúsund þorskmaga Umræða um sjálfsrán þorsks hefur verið nokkuð hávær að und- anfömu. I haustrallinu var skoðað í á fjórða þúsund þorskmaga til að fá sem bezta mynd af fæðuvali þorsksins á haustmánuðum. Ekki er búið að vinna úr þeim gögnum, en þó benda fýrstu tölur ekki tií þess að um umtalsverða aukningu í sjálfráni hafi verið að ræða nú, samanborið við síðustu ár. Einnig var fæða margra annarra fiskitegunda greind, en ekki hefur verið unnið úr þeim niðurstöðum. Verkefnisstjóri er Þorsteinn Sig- urðsson fiskifræðingur og var hann leiðangursstjóri á Bjarna Sæ- mundssyni, en Einar Jónsson, fisk- ifræðingur, var leiðangursstjóri á Brettingi. Lítlu minni fískafli í október í ár en í fyrra Þorskaflinn þó nokkuð meiri en í fyrra FISKAFLI landsmanna síðast- liðinn októbermánuð var samtals 76.032 tonn samkvæmt tölum Hagstofu Islands. Það er nokkuð minni afli en í sama mánuði síð- asta árs en fiskaflinn í október- mánuði árið 1998 var alls 92.394 tonn. Mestu munar um samdrátt loðnuafla, en hann var aðeins 2.923 tonn síðastliðinn október- mánuð á móti 8.985 tonnum í sama mánuði 1998. Eins hefur kolmunnaafli dregist nokkuð saman frá fyrra ári, var 17.366 tonn í október 1998 en 12.849 tonn síðastliðinn októbermánuð. Hins vegar jókst þorskaflinn frá október 1998, fór úr 18.785 tonn- um í 21.271 tonn. Aftur á móti dróst botnfiskaflinn almennt saman, var 35.318 tonn í síðast- liðnum október, borið saman við 37.502 tonn í fyrra. Mestur varð samdrátturinn í karfaafla sem Heildarafli islenskra skipa iii islenskri lögsögu janúar-október 1996-1999 1.646 1.400 - 1996 1997 1998 1999 var 4.365 tonn nú en var 8.058 tonn á síðasta ári. Þá var síldar- afli lítillega minni, var 19.587 tonn nú en 22.143 tonn í fyrra. Fiskaflinn það sem af er árinu er svipaður og á sama tíma árið 1998, 1.313.956 tonn á móti 1.271.175 tonnum. Mest aukning hefur orðið í kolmunnaveiðum á árinu en á fyrstu 10 mánuðum ársins var kolmunnaaflinn orð- inn 100.087 tonn eða ríflega 40.000 tonnum meiri en á sama tímabili síðasta árs. Skel- og krabbaafli hefur hinsvegar dreg- ist verulega saman, einkum vegna lélegrar rækjuveiði, en heildaraflinn var 37.296 tonn á fyrstu 10 mánuðunum nú en 66.125 tonn í fyrra. Þorskaflinn hefur aukist nokkuð frá síðasta ári, var 212.247 tonn nú á móti 197.586 tonnum í fyrra. Þá jókst ýsuaflinn lítillega eða um rúm 4 þúsund tonn og var 36.508 tonn á fýrstu 10 mánuðum ársins. HAGKAUP Meira úrval - betri kaup Kápur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.