Morgunblaðið - 19.11.1999, Page 26
26 FÖSTUDAGIJR 19. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
AP
Komið með hinn ákærða, Shawn Berry, til dómshússins
í Jasper í gær.
Réttarhöldum í Texas vegna haturs-
morðs á blökkumanni lokið
Ákærði viðstadd-
ur verknaðinn en
neitaði aðild
Jaspcr. AP, AFP.
RÉTTARHÖLDUM í máli Shawns
Berry, 24 ára gamals Texasbúa,
lauk í gær með því að kviðdómur
sakelldi hann fyrir aðild að morði á
tæplega fimmtugum blökkumanni
sumarið 1998. Sýnt þykir að kyn-
þáttahatur hafi legið að baki hinu
hrottafengna morði og hefur málið
fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum
vestanhafs. Berry er þriðji maður-
inn sem réttað er yfir vegna morðs-
ins en þegar hafa tveir menn verið
dæmdir til dauða fyrir þátt sinn í
því. Réttarhöldin yfir Berry hófust í
síðustu viku og neitaði hann í vitna-
leiðslum staðfastlega að hafa tekið
þátt í misþyrmingum sem leiddu til
dauða blökkumannsins. Hann neit-
aði einnig að hafa ekið pallbifreið
sem blökkumaðurinn hafði verið
bundinn aftan í.
Sagðist hafa verið lamaður
af hræðslu
Það var 7. júní á síðasta ári að
Berry og tveir félagar hans stöðv-
uðu pallbifreið, sem var í eigu Berr-
ys, til að taka blökkumanninn Ja-
mes Byrd upp í. Enda þótt Berry
hafi vitað að félagar hans, 25 og 32
ára, væru yfirlýstir kynþáttahatar-
ar og meðlimir Ku klux klan-hreyf-
ingarinnar sagðist hann við réttar-
höldin ekki hafa séð neitt
athugavert við að bjóða Byrd far.
Berry sagði að félagar hans hefðu
oft lýst áformum um að beita
blökkumenn ofbeldi en að hann
hefði ekki tekið orð þeirra trúanleg.
Hann sagði að eftir að bifreiðin
hefði verið stöðvuð hafi hann reynt
að koma í veg fyrir að félögum hans
tækist að draga Byrd út úr bflnum.
Annar þeirra hafi þá hótað sér með
barsmíðum ef hann reyndi að verja
blökkumanninn. Berry kvaðst hafa
orðið lamaður af hræðslu og sagðist
hafa staðið álengdar og fylgst með
því þegar félagar hans börðu mann-
inn og spörkuðu endurtekið í hann,
ásamt því að spreyja málningu í
andlit hans.
Samkvæmt framburði Berrys
bundu félagar hans því næst fætur
blökkumannsins aftan í pallbifreið-
ina með keðju og sagðist hann hafa
setið milli þeirra þegar bifreiðinni
var ekið um fimm kflómetra leið
með blökkumanninn í eftirdragi.
Hann játaði að hann hefði tekið
þátt í að þrífa bifreiðina eftir ódæðið
vegna þess að hann hefði verið viss
um að það eitt að hann var viðstadd-
ur glæpinn nægði til að sakfella
hann. Berry játaði einnig að hafa
sagt ósatt í fyrstu um atburðarásina
til að verja sig.
Blóð úr fórnarlambinu á
fötum hins ákærða
Réttarhöldin fóru fram í smá-
bænum Jasper í Texas þaðan sem
mennimir eru og ódæðið var fram-
ið. Saksóknarar í málinu bentu við
réttarhöldin á mikið ósamræmi í
málfiutningi hins ákærða, auk ann-
arra atriða sem gerðu frásögn hans
tortryggilega, t.d. hafi blóð úr fóm-
arlambinu fundist á fötum Berrys.
Mikil áhersla var lögð á að sanna að
Berry hefði ekið bifreiðinni. Sak-
sóknarar fullyrtu að enda þótt vitað
væri að Berry hefði ekki tilheyrt
samtökum kynþáttahatara og hefði
því ef til vill ekki haft sömu ástæðu
og félagar hans til að fremja verkn-
aðinn, nægði það eitt að hann hefði
ekið bifreiðinni til að sakfella hann.
Kviðdómurinn sem komst að
þeirri niðurstöðu að hinn ákærði
væri sekur var skipaður sjö konum
og fimm körlum, öllum hvítum á
hömnd. Berry á yfir höfði sér annað
hvort lífstíðarfangelsi eða dauða-
dóm en ættingjar hans og vinir
reyna nú ákaft að bjarga lífi hans.
Lykillinn að lengra
lífi fundinn?
París. AFP.
STÖKKBREYTTAR mýs lifa
þriðjungi lengur en aðrar en það
svarar til þess hjá mönnum, að
þeir yrðu almennt 100 ára og
eldri. Var sagt frá þessu í vísinda-
timaritinu Nature í fyrradag.
Það er hópur átta ítalskra vís-
indamanna, sem stendur að þess-
um rannsóknum, en þeir telja sig
hafa fundið mjög mikilvægan þátt
ellihrömunar.
Vísindamennimir ólu upp mýs,
sem skorti erfðavísi, sem stjómar
ákveðnu eggjahvítuefni, p66shc.
Talið er, að það eigi mikinn þátt í
hrömun og er eins konar rofi, sem
greiðir fyrir viðgerð á fmmum,
sem skemmst hafa af ýmsum um-
hverfísþáttum, t.d. útfjólubláu
ljósi eða einhverjum efnum.
Áður hefur tekist að Iengja líf
músa með öðmm breytingum á
erfðavísum en þá fylgdi sá böggull
skammrifi, að mýsnar vom minni
og ekki jafn fijósamar og aðrar
mýs. Það á hins vegar ekki við um
langlífu mýsnar, sem ítölsku vís-
indamennirnir ólu. Þær em jafn
hraustar og fijósamar og aðrar í
ættinni.
Verði þessar niðurstöður stað-
festar er hugsanlegt, að fundin sé
aðferð til að lengja líf manna án
nokkurra aukaverkana.
Það sem vitað er um hrap EgyptAir-þotunnar
Að morgni 31. október var himininn heiðskír, skyggni gott og lítill vindur
33.000 fet
(10.000 m)
890 km/klst
Áður en þotan steypist niður:
Einn flugmannanna virðist hafa
yfirgefið flugstjórnarklefann.
Einhver fór með bæn eða guðsorð
Sjálfstýringin er tekin úr sambandi,
Þotan tekur dýfu, dregið er úr
eldsneytisgjöf og hægt á hreyflunum
Farþegar finna fyrir þyngdarleysi er
þotan stefnir niður á við í 40° horni
Hraðinn fer yfir 1.100 km/klst
sem er um 94% af hljóðhraða
Um 24.000 fet
(7.300 m) .
100 km
Hæðarstyri a steli
fer í gagnstæða stöðu
.ovu m/ -
. 16.700 fet
Mass.
m
.
N.Y.
New
Y°rk Long
Conn,
island
R.l.
Flugleið
Kennedy^^s^véiarinnar
flugvöllur
Hverfur af
ratsjám
Atlantshaf
enn með v
Einhver slökkti á
báðum hreyflunum
Farþegarnir finna fyrir aukinni
þyngd þegar þotan klifrar aftur
(eins og þegar öflugum bíl
er gefiö snögglega inn,
2,5 G þyngdarkraftur).
Engar frekarí
upplýsingar r
í flugritum T
Þotan
hverfur
af ratsjám
Steypist í ha
og brakið
sekkur niður
á rúmlega
80 m dýpi
Boeing 767-366 ER
(langflugsútgáfa 767)
cmi
Grunsemdir um glæpsamlegt athæfí um borð
í EgyptAir-þotunni styrkjast
„Ég hef tekið
ákvörðiin“
Reuters.
Raouf Noureddin, afleysingaflugmaður; Adel Anwar, aðstoðarflug-
stjóri, og Ahmed al-Habashi flugstjóri.
Washington, Kairó. Reuters, AP.
EGYPSKIR sérfræðingar komu í
gær til Washington tfl að taka þátt í
rannsókn á hljóðrita EgyptAir-þot-
unnar en egypsk dagblöð sökuðu
Jim Hall, formann bandaríska sam-
gönguöryggisráðsins, um að reyna
að koma sökinni á EgyptAir. Upp-
lýsingar, sem bandarísku sérfræð-
ingamir létu frá sér fara í fyrra-
kvöld, styðja hins vegar enn frekar
grunsemdir um að slysið hafi verið
af mannavöldum.
Bandarísku sérfræðingarnir eru
sannfærðir um, að annai- afleysinga-
flugmaðurinn, Gamil al-Batouti, hafi
notað tækifærið er flugstjórinn fór
út úr flugstjórnarklefanum til að
fyrirfara sjálfum sér og öllum um
borð.
Vangaveltur um
bænarorðin óþörf?
Eins og áður hefur komið fram fór
hann með bæn eða hversdagsleg
guðsorð áður en hann tók sjálfstýr-
inguna úr sambandi og beindi flug-
vélinni bratt niður. Nú hefur verið
skýrt frá því nákvæmlega hvað hann
sagði en það var þetta:
„Ég hef tekið ákvörðun. Ég fel
mig guði á vald.“
Fyrri setningin, að hann hafi tekið
ákvörðun, styrkir menn enn betur í
þeirri trú, að Batouti hafi ætlað sér
að tortíma vélinni og gerir kannski
um leið vangaveltur um guðsorðin
óþarfar.
Þegar flugstjórinn, Ahmed al-Ha-
bashi, kom aftur í flugstjómarklef-
ann, segir hann: „Hvað er um að
vera? Hvað gengur á?“ og síðan:
„Hjálpaðu mér, taktu í.“ Þá virðist
hann vera að reyna að ná vélinni upp
en allt bendir tíl, að Batouti hafi á
sama tíma beint henni niður.
Fyrir Egypta er þetta mál mjög
viðkvæmt enda óttast þeir þá niður-
stöðu, að einn flugmannanna hafi
beinlínis valdið þessum hönnulega
atburði. Hún yrði mikill álitshnekkir
fyi-ir þá og ÉgyptAir og gætí haft
slæm áhrif á ferðaþjónustuna í land-
inu.
Egypska dagblaðið Al-Akhbar
sakaði í gær Jim Hall, formann
bandaríska samgönguöryggisráðs-
ins, um að reyna að koma sökinni á
EgyptAir og sagði, að sögumar,
sem látnar væm leka út, væm til
þess gerðar að hvítþvo Bandaríkja-
menn. Þá sagði dagblaðið Al-Wafd,
að bandarísku sérfræðingamir
væm að reyna að firra Boeing-
verksmiðjumar ábyrgð af ótta við,
að fyrirtækið þyrfti að borga gífur-
legt fé í skaðabætur kæmi í ljós, að
um vélarbilun hefði verið að ræða.
Lýst sem trúræknum og
heiðarlegum manni
Fjölskylda Batoutis vísar því
harðlega á bug, að hann hafi getað
gerst sekur um skelfilegan glæp og
hálfbróðir hans, Essam Dahi, segir,
að hann hafi verið heiðarlegur mað-
ur og mjög trúrækinn.
Ahmed Wasef, kokkur á hótelinu í
New York þar sem flugliðamir
dvöldust, segir, að framkoma Ba-
toutís hafi verið eðlileg og hann hafi
hlakkað til að geta sest í helgan stein
og verið meira með fjölskyldunni.
„Hann var önnum kafinn við að
kaupa ýmislegt fyrir fjölskylduna og
hringdi heim og bað um að vera sótt-
ur út á flugvöll þegar hann kæmi.
Það gera menn yfirleitt ekki ætli
þeir að stytta sér aldur," sagði Wa-
sef.
Batoutí hafði verið kvæntur í 27
ár og átti fimm böm. Hafði hann
starfað hjá EgyptAir frá 1987 en
þjálfaði þar áður flugmenn hjá
egypsku flugmálastjóminni og flug-
hemum. Yngsta dóttir hans þjáist af
erfiðum húðsjúkdómi, ónæmissjúk-
dómi, og hefur verið til meðferðar í
Bandaríkjunum.
Flugstjórinn, Ahmed al-Habashi,
var einn af reyndustu flugmönnum
EgyptAir, hafði flogið í meira en 35
ár. Ljúka allir miklu lofsorði á hann.
Hann var kvæntur og átti þrjú böm.
Aðstoðarflugstjórinn, Adel
Anwar, var kominn eitthvað yfir
þrítugt og hafði starfað hjá EgyptA-
ir í 12 ár. Ætlaði hann að gifta sig
nokkrum dögum eftir hinstu ferðina.
Fjórði maðurinn í flugáhöfninni
var Raouf Noureddin, 52 ára og
margreyndur flugmaður.