Morgunblaðið - 19.11.1999, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.11.1999, Qupperneq 27
 iFÖST.UpAgUR,19.NQVLMBLR,1999 ERLENT Rússar hertaka einn bæinn enn í Tsjetsjníu Hringurinn um Grosní þrengist Moskvu, Kavkaz. AFP, AP. HERSVEITIR Rússa í Tsjetsjníu tóku í gær bæinn Achkoi-Martan, sem er um 30 km vestan við Grosní, höfuðborg sjálf- stjórnarlýðveldisins. Rússneska sjónvar- psstöðin NTV greindi frá þessu í gær og sýndi myndir af Vladimír Shamanov, yfir- manni rússnesku hersveitanna á svæðinu, þar sem hann gekk um miðbæinn og spjallaði við íbúa. „Hér stendur hershöfð- ingi sem er þreyttur á bardögum. Látum okkur lifa í friði. Segjum „þetta er nóg“ og með sameiginlegu átaki getum við látið hlutina ganga upp,“ sást Shamanov segja við nærstadda óbreytta borgara, sem kink- uðu kolli og sögðu: „Heyr, heyr“. „Við munum leysa öll vandamál með yf- irveguðum hætti, svo að við getum eins fljótt og auðið er lifað lífinu í friði,“ bætti hershöfðinginn við. Rússneskir heimildarmenn fréttastofa gáfu nýlega í skyn að sendiboðar íbúa Achkoi-Martan hefðu sett sig í samband við herforingja Rússa með það fyrir aug- um að hlífa bænum við frekari stórskota- liðsárásum og götubardögum. Sagði NTV- sjónvarpið rússneska herinn stefna næst á Samashki, nágrannabæ Achkoi-Martan og þrengja þannig æ meir hringinn um Grosní sjálfa. Herför gegn sjálfstæðisvilja Þetta stríð í Tsjetsjníu hófst fyrir 11 vikum með það yfirlýsta markmið að ráða niðurlögum íslamskra „hryðjuverka- manna“, en hefur magnazt upp í vægðar- lausa herför gegn sterkum sjálfstæðisvilja sj álfstj órnarlýðveldisins í Norður-Kákasus. Þremur árum eftir að stjórnvöld í Moskvu drógu herlið sitt auðmýkt út úr Tsjetsjníu, sem sagði sig úr lögum við Moskvuvaldið og lýsti einhliða yfir fullu sjálfstæði, eru rússneskir hershöfðingjar nú í hefndarhug. Tsjetsjníustríðið fyrra, sem stóð í 21 mánuð á árunum 1994-1996, kostaði á að gizka 80.000 manns lífið. I þessu nýja stríði berast fréttir af sívaxandi fjölda óbreyttra borgara sem týna lífi og gríða- rlegur flóttamannastraumur liggur út úr átakasvæðinu. Þetta hefur vakið hörð við- brögð á Vesturlöndum, en rússneski for- sætisráðherrann, Vladimír Pútín, sem fer með yfirstjóm aðgerða í Tsjetsjníu, hefur átt stórauknum vinsældum að fagna meðal rússnesks almennings eftir að stríðið hófst. Til stríðs þessa var sáð fyrir þremur mánuðum, þegar hópar íslamskra skæru- liða fóru undir forystu tsjetsjenska stríðs- herrans Shamils Basayevs frá Tsjetsjníu yfir fjöllótt landamærin til grannhéraðsins Dagestans. Yfirlýst takmark skæruliðanna var að endurreisa hið íslamska ríki sem á 19. öld var við lýði á landsvæði þessara tveggja rússnesku sjálfstjórnarlýðvelda. Þegar menn Basayevs hörfuðu loks frá fjallaþorpunum sem þeir höfðu hertekið í Dagestan nokkrum vikum síðar höfðu að- stæður breytzt, sem hleyptu aukinni hörku í átökin. Hinn 4. september sprakk sprengja í fjölbýlishúsi í bænum Buniaksk í Dagest- Reuters Sadako Ogata, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, og Nikolai Koshm- an, erindreki Rússlandsstjómar í Tsjet- sjníu (lengst t.v.) skoðuðu aðstæður á Iandamæmm Ingúshetíu og Tsjetsjníu í gær, hér í landamærabænum Kavkaz. Ogata heim- sækir flótta- menn Umkringd rússneskum óeirðalögreglum- önnum heimsótti Ogata búðir tsjetsjenskra flóttamanna í Ingúshetíu, í því skyni að Ieggja áherzlu á áhyggjur alþjóðasamfé- lagsins af örlögum óbreyttra borgara í stríðsátökunum í Tsjetsjníu. Samkvæmt opinbemm tölum höfðu í gær verið skráðir 214.300 flóttamenn frá Tsjet- sjníu og eru flestir þeirra í Ingúshetíu. an, með þeim afleiðingum að 56 manns létu lífið, flestir fjölskyldur rússneskra her- manna. Ráðamenn í Moskvu gerðu tsjet- sjenska öfgamenn ábyrga og sendu sólar- hring síðar heilar sveitir orrustuflugvéla til að varpa sprengjum á meintar bækistöðvar skæruliða í Tsjetsjníu. Almenliur ótti í Rússlandi við hættuna af hryðjuverkum breiddist út er tvö fjölbýlishús í Moskvu og eitt í suður-rússnesku borginni Volg- odonsk jöfnuðust við jörðu í sprengingum. Samtals dóu 292. Lögreglan efndi til her- ferðar gegn meintum samverkamönnum tsjetsjenskra hryðjuverkamanna út um allt Rússland og Pútín, sem þá var nýtekinn við forsætisráðherraembættinu, lýsti Tsjetsjníu alla eitt stórt bæli hryðjuverka- manna. Eftir nærri mánaðarlanga hrinu loft- árása réðst 1. bktóber mörg þús'und manna landher, með skriðdreka- og stórskotaliðs- deildir sér til fulltingis, inn í Tsjetsjníu. Grosní verður ekki auðtekin Með sjónir fast á þingkosningunum sem fram fara í Rússlandi hinn 19. desember og forsetakosingunum á komandi sumri hefur stjórnin haldið aftur af hernum að reyna að taka Grosní, þar sem hann sætti mest auðmýkjandi ósigrunum í fyrra Tsjetsjníustríðinu. Þúsundir hermanna létu lífið í janúar 1995, þegar herinn gerði tilraun til að taka Grosní á sitt vald. Skrið- drekar festust á mjóum götunum, þar sem skæruliðar léku sér að því að eyða þeim með litlum sprengjuvörpum. En það kitlar óneitanlega metnaðar- girnd rússneskra ráðamanna, að freista þess að ná aftur völdum yfir tsjetsjensku höfuðborginni, nú þegar skoðanakannanir sýna að 60% Rússa styðja stríðsaðgerðirn- ar. Ekki ber að efa, að Tsjetsjenar, sem af ýtrasta mætti vörðust ásælni Rússa til áhrifa í Norður-Kákasus á 19. öld og stóðu fyrir síendurteknum uppreisnartilraunum gegn yfirráðum Moskvuvaldsins, reyni einnig nú allt hvað þeir geta að verja sjálf- stæði sitt. S 1999 lcelandair. All rights reserved. 3ll réttWi éskilin. vrebmastergi ice landa ir. is Skemmtiferöir Upplýsingar fyrir þá sem skipuleggjö fríiö Viöskiptaferöir Upplýslngar fyrir fólk í viöskiptaerindum Netklúbbur Upplýsingar um nýjustu nettilboöin Ferðabókanir Hér kaupir þú flugferðir, hótelgistingu og pantar bílaleigubíl Um félagiö Upplýsingar umsogufélagsins,fréttatilkyningar, fjórmálaupplýsinga 3tarfsemi Flugleiða v Önnur biónusta *v Ferðatilboð á Flugleiðavefnum: Netklúbburinn Á Flugleiðavefnum eru birt reglulega freistandi ferðatilboð vikunnar. Með því að gerast félagi í Netklúbbi Flugleiða - á vefnum - gefst þér svo kostur á enn fleiri hagstæðum ferðatilboðum. Opnaðu þína eigin ferðaskrifstofu www. icelandair.is Á nýja Flugleiðavefnum, www.icelandair.is, býðst þér alhliða ferðaþjónusta inni á þínu eigin heimili eða á vinnustað. ■ Á www.icelandair.is færðu allar nauðsynlegar upplýsingar um áfangastaði og flugáædun ✓ ■ A www.icelandair.is geturðu pantað flugfar, hótelgistingu og bílaleigubíl. ■ Á www.icelandair.is geturðu bókað á Saga Buisness Class — meiri hagkvæmni og minni kostnaður. Velkomin um borð - á vef Flugleiða lCELANDAIR www.icelandair.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.