Morgunblaðið - 19.11.1999, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 19.11.1999, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EINKAREKSTUR í FLUGÞJÓNUSTU YERULEGAR breytingar hafa orðið á undanförnum árum á rekstri flugmálastjórna og flugvalla. Sá rekst- ur hefur lengstum verið í höndum ríkisins. Flugmálastjórn hefur nú sums staðar verið færð til sjálfstæðra hlutafélaga í ríkiseign, en rekstur flugvalla og flugstöðva verið einka- væddur. Framundan eru enn meiri breytingar á þessum sviðum, fyrst og fremst vegna vaxandi samkeppni í flug- þjónustu og sökum þess, að ríkisrekstur hefur reynzt svifaseinn að bregðast við breyttum kröfum. Full ástæða er fyrir Islendinga til að fylgjast með þessari þróun og einkavæða þá þætti þjónustunnar við flugið, sem augljós- lega geta orðið skilvirkari og ódýrari með þeim hætti. Einkavæðing, ábyrgð og hlutverk ríkisins var til um- ræðu í fyrradag á flugþingi. Þorgeir Pálsson, flugmála- stjóri, sagði m.a., að breytingar væru framundan í alþjóð- legu umhverfí. Flugmálastofnanir fái stöðugt aukið sjálf- stæði og stefndi í, að eftirlit og þjónusta verði aðskilin. Þá verði að vænta aukinnar samkeppni um flugstjórn yfír Norður-Atlantshaf, t.d. frá kanadísku flugmálastofnun- inni, sem væri að nokkru leyti einkavædd. Flugmálastjóri kvað þörf á breytingum á skipulagi flugstjórnarmála á Is- landi. Þörf væri á sveigjanlegra rekstrarformi, ekki sízt til að standast samkeppni og gera stjórn flugmála sneggri til að svara þörfum fyrir þjónustu og gera hana viðskipta- vænni. Hann lýsti þeirri skoðun sinni, að flugumferðar- stjórn verði óbreytt stjórnsýslulega séð en þjónustan verði færð yfír í hlutafélagarekstur. Gunnar Einarsson, deildarstjóri hjá Alþjóðaflugmála- stofnuninni, kvað ábyrgð ríkisins í flugsamgöngum fyrst og fremst vera setning reglna til að tryggja öryggi og sjá til þess, að gjaldtaka rekstraraðila flugvalla og flugum- ferðarþjónustu hefði hvorki neikvæð þjóðhagsleg áhrif né bryti í bága við alþjóðlegar skuldbindingar. Gunnar kvað einkarekstur mun betri kost í samkeppnisumhverfi. Hreinn Loftsson, formaður einkavæðingarnefndar, kvað komið að endamörkum ríkisafskipta á fleiri og fleiri svið- um og nýrrar hugsunar væri þörf í flugmálum. Frum- kvæði og frjálsir markaðshættir ættu við í flugmálum sem öðrum opinberum rekstri. Hann taldi mega byrja á því, að bjóða út þætti í starfsemi flugvalla, t.d. ræstingu, tölvu- þjónustu og snjómokstur. Þá taldi Hreinn einkavæðingu á rekstri flugvalla vera tilvalda leið, t.d. með langtímasamn- ingi um allan rekstur og uppbyggingu. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, sagði að kanna þyrfti möguleika á því að fela einkaaðilum byggingu nýrr- ar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli í stað hefðbundinnar fjármögnunar á fjárlögum. Útboð gæti tekið allt að einu ári og gætu framkvæmdir þá hafízt árið 2001. Um fjölnota- hús yrði að ræða fyrir ýmsa starfsemi. Umræðurnar á flugþingi sýna Ijóslega, að mikil gerjun er í þessum þætti atvinnulífsins. Samkeppni og einka- rekstur hefur haldið innreið sína í þjónustu við flugið. Mikilvægt er, að íslendingar taki þátt í þeirri þróun að draga úr ríkisrekstri í flugþjónustu sem á öðrum sviðum, farþegum og flugrekstrarfyrirtækjum til hagsbóta. SKREF í RÉTTA ÁTT HELSTU hindrunum í vegi þess að koma á nýrri heimastjórn í Norður-írlandi virðist nú hafa verið rutt úr vegi. Þrátt fyrir hið sögulega samkomulag er und- irritað var fyrir einu og hálfu ári og samþykkt í þjóðarat- kvæðagreiðslu á Norður-Irlandi og Irlandi hefur gengið hægt að hrinda breytingum í framkvæmd. Sambandssinnar hafa krafíst þess að írski lýðveldisher- inn afvopnist og í raun gert það að forsendu þess að þeir sjálfir séu reiðubúnir að taka næstu skref. Hefur helsti flokkur þeirra, UUP, neitað að eiga aðild að heimastjórn ásamt Sinn Fein ef ekki kemur til afvopnunar. Eftir ellefu vikna viðræður undir stjórn Bandaríkja- mannsins George Mitchells, bendir flest til að tekist hafí að leysa þessa deilu. IRA hyggst skipa milligöngumann til að ræða afvopnun við alþjóðlega nefnd og Gerry Adams hefur sagt að afvopnun væri „óaðskiljanlegur“ hluti friðar- ferlisins. David Trimble, leiðtogi sambandssinna, hefur lýst yfir stuðningi við samkomulagið en mikillar andstöðu gætir enn í flokki hans. Því verður þó vart trúað að fallist IRA á að afhenda vopn sín neiti sambandssinnar að láta á það reyna. Skóli framtíðarinnar umræðuefnið á fundi s] Frá fundi skólastjóra í Reykjavík í Korpuskóla í gær, þar sem skóli framtíðarinnar var til Skólahúsnæði þarf ac upp á sveigjanlegft un Framtíðarskólinn var umræðuefnið á mánað- arlegum fundi skólastjóra í Reykjavík í gær, sem haldinn var í Korpuskóla. Sá skóli er tal- inn standa nær framtíðarskólanum en aðrir skólar meðal annars vegna þess að færri nemendur eru þar um hverja tölvu en í öðr- um skólum í Reykjavík. Framtíðarskólinn er einnig viðfangsefnið í riti sem Fræðslumið- stöð Reykjavíkur gefur út þessa dagana. SKÓLI framtíðarinnar þarf að vera í húsnæði sem býður upp á sveigjanlegt umhverfi, þannig til dæmis að eldri nem- endur geti haft sitt skrifborð, þar sem þeir geta unnið hver fyrir sig, auk að- stöðu til hópvinnu og miðrýmis þar sem stærri hópar geta komið saman. Þá mun skólasafnið verða „hjarta“ skólans, þar sem tölvuaðstaða verður fyrir hendi, nettengingar og annað slíkt, sem gefur möguleika til nýtingar upplýsingatækninnar við kennslu. Þetta kom meðal annars fram í er- indi dr. Gerðar G. Óskarsdóttur, fræðslustjóra í Reykjavík, á regluleg- um fundi með skólastjórum í Reykja- vík, en þema fundarins að þessu sinni var skóli framtíðarinnar. Á fundinum var einnig kynnt skýrsla um námsferð skólastjórnenda til Bandaríkjanna í vor, sem þeir fóru til þess að kynna sér kennsluhætti þar, auk þess sem gerð var grein fyrir skólasöfnum þar og á íslandi. Fundur með skólastjórum í Reykjavík er haldinn mánaðarlega og var hann að þessu sinni í Korpuskóla. Gerður fjallaði einnig í erindi sínu um kennsluhætti með stuðningi upp- lýsingatækninnar, þ.á m. aukna sam- vinnu nemenda, fjölþjóðlegt samstarf um Netið og að nám verði í auknum mæli miðað við þarfir og áætlanir ein- staklingsins, en tölvutæknin yki mjög möguleikana í þeim efnum. Þá ræddi hún um breytingar á stundaskrá, sem hún teldi að þyrfti að breyta og lengja námslotur, meiri teymisvinnu kennara en nú væri með stærri hópa nemenda. Hún fjallaði einnig um breytingar á námsmati og taldi þörf á að þróa það yfir í það að meta stöðugt þá færni sem nemendur hefðu náð. Loks fjall- aði hún um símenntun í takt við þró- unina og siðferðilegar spurningar sem vöknuðu vegna tækninnar. „Það eru miklar breytingar framundan í skólamálum og aldamótin sem eru á næsta leiti gera það að verkum að við erum sérstaklega að hugsa um framtíðina. Upplýsinga- tæknin á eftir að valda miklum breyt- ingum í skólamálum. Skólinn er með í þróuninni og við getum verið á undan öðrum þjóðum í þeim efnum. Við höf- um allar forsendur til þess,“ sagði Gerður í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði að af þessum ástæðum væri þeim framtíðin sérstaklega hug- leikin um þessar mundir, en auk fund- arins er Fræðslumiðstöðin í Reykjavík að gefa út blað þar sem gerð er tilraun til þess að draga upp mynd af framtíð- arskólanum og fjaliað um hann frá ólíkum hliðum. Gerður sagði að ástæða þess að fundinum hefði verið valinn staður í Svipmynd af mög'uleg'um skóladeffl á fyrste Námsferðir á Nel réttritun lærð með ac f BLAÐI Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur um Framtíðarskól- ann, sem er að koma út og dreift verður til kennara og foreldra, bregður dr. Gerður G. Óskarsdótt- ir fræðslustjóri upp mynd af því hvernig framtíðarskólinn gæti lit- ið út á fyrsta Ijórðungi 21. aldar- innar: „Fyrsta vinnulota dagsins stend- ur yfír. Við göngum að tveimur nemendum, Salvöru og Sigmari, 10 og 11 ára, sem eru að vinna saman að verkefni. Þau sitja við vinnuborð með tölvu, efni sækja þau á vefsíður á Netinu og í skóla- safnið. Verkefnið er að kynna sér hafstrauma og áhrif þeirra á líf- ríkið. Þau útskýra fyrir nemenda- hópi í Brasilíu áhrif Golfstraums- ins á íslandi en á móti fá þau Iýs- ingu á hafstraumum sunnan mið- baugs og áhrifum þeirra á lífíð í Brasilíu. Salvör og Sigmar fylgja vinnuáætlun sem þau útbjuggu í samvinnu við kennara í landa- og náttúrufræðum. Kennarinn er einnig í samvinnu við kennara í Brasiliu. Hópur nemenda er í vett- vangsferð að vinna verkefni um hafið. Á skilafundi með kcnnara síðar í vikunni gera nemendurnir grein fyrir vinnu sinni. I kjölfarið verður næsta þemaverkefni undirbúið og nýir nemendahópar myndaðir. Síðar um daginn, í fjórðu vinnu- lotu dagsins, sjáum við Sigmar þar sem hann er að vinna við heima- borð sitt og er að æfa sig í ís- lenskri réttritun með tölvuforriti. Fylli hann ekki rétt inn í eyðurnar aðvarar tölvan hann og segir hon- um að fletta upp í ákveðinni reglu til upprifjunar. Salvör er á sama tíma, ásamt tveimur félögum sín- um, í námsferð á Prado-Iistasafn- inu í Madrid, reyndar á Netinu! Kcnnsluhættir 20. aldarinnar hverfa þó ekki, þeir hýtast vel í bland við kennslu þar sem tæknin er nýtt og áhersla lögð á fjölþjóð- legt samstarf. Á stóru miðjusvæði í þessum skóla framtíðar eru um 40 nemendur að hlusta á stuttan fyrir- lestur kennara um ritun Islend- ingasagna. Á eftir gera nokkrir nemendur grein fyrir niðurstöðum sínum úr verkefni um Grettissögu. I lok vinnudagsins, um kl. 14.00 eða 15.00, dreifast nemendur um húsa- kynnin og fara í umsjónarhópa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.