Morgunblaðið - 19.11.1999, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 19.11.1999, Qupperneq 54
J» * > 54 FflS'nm AfiTJR 19vNÓVRMRF,R 1999________________ ALDARMINNING Hundrað ár eru lið- in frá fæðingu Jó- hannesar J. Alberts- sonar, fyrrverandi lögregluþjóns í Vest- mannaeyjum. Jóhann- es fæddist á Syðri- Kárastöðum á Vatns- nesi í Vestur-Húna- vatnssýslu hinn 19. nóv. 1899. Foreldrar hans voru Jóhann Al- bert Stefánsson bóndi þar, f. 20. sept. 1866 á Höfðahólum á Skag- aströnd A-Hún., d. 1. sept. 1915, og Dag- mey Sigurgeirsdóttir, f. 21. feb. 1867 á Ytri-Kárastöðum, d. 17. sept. 1906. Systkini Jóhannesar voru: Bjöm Líndal, f. 8. ágúst 1885, d. 9. maí 1905; Vinbjörg Asta, f. 17. ágúst 1893, d. 10. jan. 1980; Sigurgeir, f. 19. mars 1895, d. 5. ágúst 1979; Þorgrímur, f. 25. okt. 1896, d. 1909; Guðmundur Georg, f. 22. des. 1900, d. 21. mars 1989; Margrét, f. 13. okt. 1902, d. 23. jan. 1903; Stefán Óli, f. 4. feb. 1904, d. 3. mars 1988, og Björnlaug Marta, f. 11. mars 1906, d. 24. feb. 1986. Jóhannes naut ekki langrar vist- ar í foreldrahúsum. Hann var fímm ára gamall, þegar sorgin barði að dyrum. Elsti bróðirinn, Björn Líndal, lést af slysförum. Sá missir varð móður þeirra ofraun og missti hún heilsuna og átti síðan skammt ólifað. Þá um haustið fór Jóhannes að Melstað í Miðfirði til séra Þor- valdar Bjamasonar og Sigríðar konu hans, og tóku þau hann í fóst- ur. Dvöl Jóhannesar þar varð þó skemmri en fyrirhugað var, því að á öðram vetri hans þar fórst séra Þorvaldur í Hnausakyísl. Vorið eft- ir fór Jóhannes að Utibleiksstöð- um og þar ólst hann upp. Þá bjó þar rosk- inn bóndi, Jóhannes Jóhannesson, ásamt konu sinni, Margréti Björnsdóttur, og svo börnum, eftir að hún féll frá 1908. Eftir það annaðist Ingibjörg dóttir þeirra uppeldi Jóhannesar. Var þar reglu- og myndar- heimili, jörðin vel set- in, búið gagnsamt, auk þess sem nokkur hlunnindi fylgdu jörð- inni, bæði útræði og selveiði. Þegar Jóhannes komst á legg varð hann snemma mikill um herð- ar, íturvaxinn og vel að sér um marga hluti, lagvirkur og mikilvirkur, enda karlmenni að burðum. Farkennsla var í sveitinni og naut Jóhannes þar tilsagnar í þrjá vetur og varð það hans skól- anám. Samt náði hann að skrifa fagra rithönd, auk þess sem hann öðlaðist þekkingu af lestri góðra bóka, en það var löngum hans tómstundaiðja. Árið 1923 kvæntist Jóhannes Kristínu Sigmundsdóttur frá Hamraendum í Breiðuvík á Snæ- fellsnesi. Þegar hér var komið sögu hafði Jóhannes sótt sjó á vetrarvertíðum frá Suðurnesjum og Vestmannaeyjum. Arið 1925 fluttu þau hjónin til Vestmanna- eyja og dvaldi Jóhannes þar síðan eða þar til í janúar 1973, er eldgos- ið í Eyjum raskaði lífsháttum hans sem svo margra annarra. Þau Jó- hannes og Kristín komu sér upp ágætu heimili, sem var rómað fyrir reglusemi og myndarskap, enda samhent og lögðu fram krafta sína til þess. Þeim varð átta barna auð- ið, tveir elstu synir þeirra, fæddir á Snæfellsnesi, létust kornungir, en þau börn sem komust upp era: Jó- hannes Albert, f. 21. júlí 1925, var kvæntur Regínu Svavarsdóttur úr Reykjavík; Grettir, f. 11. feb. 1927, kvæntur Fanneyju Egilsdóttur frá Skarði í Þykkvabæ; Gréta, f. 8. jan. 1929, gift Haraldi Guðmundssyni frá Olafsvík; Elínborg, f. 27. apríl 1930, gift Henry Sielski jr., frá San Antonio í Texas, þau era búsett í Kalifomíu; Jóhanna Maggý, f. 28. maí 1931, gift Arnþóri Ingólfssyni frá Hauksstöðum í Vopnafirði, og Ragnar Sigurjón, f. 30. júní 1932, kvæntur Hólmfríði Sigurðardóttur úr Vestmannaeyjum. Hjónaband þeirra Jóhannesar og Kristínar varð ekki langt, því að árið 1936 andaðist hún eftir erfiða sjúkdómslegu. Missir hinnar ág- ætu konu varð Jóhannesi að von- um þungur í skauti, ekki síst þar sem skapgerð hans var bæði við- kvæm og dul. Samt tókst honum að halda sínu karlmannlega jafnvægi og byggði heimilið upp að nýju með aðstoð seinni konu sinnar, Mörtu Pétursdóttur frá Stóra- Hildisey í Austur-Landeyjum. Þau giftu sig árið 1946, og eignuðust tvö böm: Sævar Þorbjöm, f. 8. maí 1938, kvæntur Emmu T. Hansen frá Nesi í Austurey, Færeyjum, og Soffíu Lillý, f. 20. júní 1940, gift Lúðvík Sigurðssyni frá Sunnu- hvoli, Djúpavogi, þau era búsett í Astralíu. Skömmu eftir komu sína til Vestmannaeyja fór Jóhannes að stunda íþróttir og keppa á íþrótta- mótum fyrir íþróttafélagið Tý. Var meðal annars í hópi fimm vaskra Eyjaskeggja, er tóku þátt í íslan- dsmóti ISI 17.-22. júní 1926 er Melavöllurinn var opnaður til notkunar. Ferðalag þeirra félaga til Reykjavíkur þótti með nokkuð sérstökum hætti og var eftirfar- andi skrifað í Morgunblaðið 16. júní 1926: JOHANNES J. ALBERTSSON HÁTÍÐARRÁÐSTEFNA UM OPINBER INNKAUP 1999, SEM HALDIN ER í TILEFNI AF 50 ÁRA AFMÆLI RÍKISKAUPA Wj Ráðstefnan verður á Grand Hótel Reykjavík Sigtúni 38, þriðjudaginn 23. nóvember kl. 12.00-16.15. Ráðstefnan hefst með léttum málsverði kl.12.00. Þátttökugjald kr. 5000, málsverður og ráðstefnugögn innifalin. Dagskrá: 1. Selning ráðstefnunnar, Geir H. Haarde, fjármálaráðherra 2. Úlboðsþjónusta í þróun. a) Staðan hjá ríkinu, Jón H. Ásbjörnsson deildarstjóri útboðsdeildar Ríkiskaupa. b) Staðan hjá sveilarfélögunum, Ellert Eiríksson bæjarstjóri Reykjanesbæjar. 3. Ýmsar nýjungar í opinberum innkaupum. a) Umhverfisvæn innkaup, Hugi Ólafsson, umhverfisráðneytinu, kynnir væntanlega handbók um efnið. b) Þjónustusamníngar ráðuneyta og stofnana, Leifur Eysteinsson, fjármálaráðuneyti, kynnir væntanlega handbók um efnið. c) Innkaupakort ríkisins, Guðmundur Ólason fjármálaráðuneyti skýrir tilgang og notkun kortsins. 4. Úttekt Ríkisendurskoðunar á rammasamningum og útboðsþjónustu Ríkiskaupa a) Sigurður Norðdahl skýrir fró úttekt á rammasamningakerfinu. b) Guðbrandur Leósson ræðir kaup stofnana á sérfræðiþjónustu. 5. Rammasamningar - staða og framtið. a) Sjónarmið kaupenda, Gunnar Linnet, forstöðumaður hjá Vegagerðinni. b) Sjónarmið seljenda, Gunnar Dungal, framkvæmdastjóri Pennans. 6. Rafræn viðskipti - markmið og horfur, Júlíus S.ÓIafsson, forstjóri Ríkiskaupa. Ráöstefnustjóri: Mrhallur Arason, formaður Stjórnar opinberra innkaupa. Róðstefnan er einkum ætluð forstöðumönnum ríkisstofnana og sveitarfélaga og fólki, sem annast innkaup fyrir þessa aðila. Þótttökutilkynningar í síma 530 1400 eða með tölvupósti: www.rikiskaup.is RÍKISKAUP MORGTTNBT.ADTfí „í bifreið frá Vestmannaeyjum. Á allsherjarmót ÍSÍ, sem hefst 17. júní, komu 5 íþróttamenn frá Vest- mannaeyjum á mánudagskvöldið, og komu þeir í bíl alla leið. Það þykir nú líklega heldur ótrúlegt, en sagan er á þessa leið: Þeir létu bíl- inn í bátinn, sem flutti þá frá Eyj- um til Stokkseyrar, og sátu þeir í bflnum alla leið til Stokkseyrar. Og nærri má geta, að þeir hafi í honum setið frá Stokkseyri og hingað. Þeir komu því í bflnum alla leið.“ í hópnum vora frábærir íþrótta- menn á þeim tíma, t.d. Páll Schev- ing og Sigurður Ingvarsson, bróðir Steins Ingvarssonar í Múla, Vest- mannaeyjum. Sigurður var lög- reglumaður í Eyjum um þessar mundir, flutti síðar til Reykjavfluir og gerðist lögreglumaður þar. Starfaði hann síðustu árin hjá rannsóknarlögreglunni í Reykja- vík. Þeir Páll, Sigurður og Jóhann- es unnu allir til verðlauna á þessu stórmóti ÍSÍ. Rétt er að geta þess, að á þessu móti átti stangarstökk að falla niður en framkvæmda- mefnd mótsins fékk Friðrik Jes- son, einn af fimmmenningunum, til að sýna stökkið. Var það von þeirra að það mætti verða til þess að vekja áhuga hjá Reykvíkingum á þessari íþróttagrein en Friðrik var methafi í stangarstökki. Vakti Friðrik geysilega athygli hjá áhorfendum og hrifningu þeirra. Árið 1927 gerðist Jóhannes lög- regluþjónn í Vestmannaeyjum og gegndi því starfi í hartnær 36 ár. Fyrstu 16 árin var hann á nætur- vakt og var vinnutíminn 10 til 14 stundir á sólarhring. Skyldustörfin vora honum jafnan ríkari í huga en launin iyrir þau. Löggæsla í Vestmannaeyjum, stærsta útgerðarbæjar landsins, var enginn bamaleikur, sérstak- lega fyrr á áram, þegar algengt var, að menn litu störf lögreglunn- ar sem óþarfa og jafnvel fjandsam- lega afskiptasemi. Kom sér því vel, að Jóhannes hafði marga þá kosti til að bera, sem prýða lögreglu- mann. Hann var prúður í fram- göngu, ljúfur í viðmóti, en fastur fyrir, og, ef á reyndi, einstakt hraustmenni í átökum. Það fór því að líkum, að hann varð vinsæll og farsæll í vandasömu starfi, og það að leysa af hendi 36 ára lögreglu- starf án slysa og óhappa er lán og ef til vill meiri gæfa en margan granar í fljótu bragði. Væri hann beðinn að segja frá einhverju, sem á dagana hafði drif- ið, sagði hann aðeins, að hann hefði kynnst góðu fólki og hvarvetna mætt velvilja. Væri minnst á vo- veiflega hluti, sem hann hafði kom- ið að, sagði hann, að þeir hefðu aldrei komið alvarlega við sig. Jó- hannes var fámáll um það eins og annað, enda er það ein af dyggðum góðs lögreglumanns. Hinn 4. febrúar 1974 lagði Jó- hannes J. Albertsson upp í ferða- lag, ásamt eiginkonu sinni, Mörtu Pétursdóttur. Var ferðinni heitið til annarrar heimsálfu eða nánar tiltekið til St. Marys, sem er ein af útborgum Sydney í New South Wales, Ástralíu. í St. Maiys dvöld- ust þau hjá dóttur sinni, Lillý, er þar býr, allt til þess dags að Jó- hannes andaðist, 4. febrúar 1975, réttu ári eftir að hann leit fóstur- jörðina síðast augum. Bálför hans fór fram í St. Marys 8. febrúar og minningarathöfn um hann var haldin í Háteigskirkju 12. febrúar 1975. Jóhannes hvflir í íslenskri mold, en aska hans var jarðsett í Fossvogskirkjugarði 9. september 1975. Marta Pétursdóttir lést 27. ágúst 1989 í St. Marys og fór bál- för hennar fram þar. Hún hvílir í sömu gröf og eiginmaður hennar Jóhannes J. Albertsson. Sævar Þ. Jóhannesson. Helstu heimildir: Blik 1976. Niðjatal Jóhanns Alberts Stefánssonar og Dag- meyjar Sigurgeirsdóttur. BRIDS Vmsjón Arnúr G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna MÁNUDAGINN 15. nóvember sl. hófst fjögurra kvölda hraðsveitakeppni. 18 sveitir mættu. Meðalskor 576 stig. Besta skor þetta fyrsta kvöld keppninnar: Sveit Eðvarðs Hallgrimssonar 655 Sveit Önnu Guðl. Nielsen 644 Sveit Gísla Sveinssonar 630 Sveit H-baks 621 Sveit Baldurs Bjartmarssonar 618 Sveit Unnar Sveinsdóttur 600 Landstvímenningur 1999 Landstvímenningur 1999 og Samnorræni tvímenningurinn verður spilaður víða um land föstudaginn lO.des. nk. (ath. breyting frá áður auglýstri dag- skrá) Að þessu sinni era það Norðmenn sem sitja við stjóm- völinn. Þau bridsfélög sem hafa hug á að vera með era beðin um að hafa samband við skrifstofu BSÍ sem fyrst. íslandsmót kvenna í tvímenningi íslandsmót kvenna í tvímenn- ingi verður spilað helgina 27.-28. nóv. Spilaður verður barómeter, allir við alla, en fjöldi spila fer eft- ir þátttöku. Keppnisstjóri verður Sveinn Rúnar Eiríksson. Skrán- ing er hafin í s. 587 9360 eða á is- bridge@islandia.is Pétur Guðjónsson og Stefán Ragnarsson efstir hjá Bridsfélagi Akureyrar Nýlokið er tveggja kvölda Mitchell-tvímenningi hjá BA. Sig- urvegarar urðu Pétur Guðjóns- son og Stefán Ragnarsson með 399 stig. Skúli Skúlason og Guð- mundur Jónsson sóttu fast að þeim seinna kvöldið en enduðu í öðra sæti með 396 stig. Þriðju urðu Stefán Stefánsson og Hörð- ur Blöndal, hlutu 384 stig, og fjórðu Reynir Helgason og Krist- ján Guðjónsson með 382 stig. Best skor í A-V seinna kvöldið náðu þeir Skúli og Guðmundur, 198 stigum, en Haukur Jónsson og Stefán Vilhjálmsson gerðu best í N-S, 192 stig. Síðasta sunnudagskvöld mættu átta pör og áttu góða stund í Hamri. Efst og jöfn með 94 stig urðu Stefán V. og Kolbrún Guð- veigsdóttir og Sveinbjöm Sig- urðsson og Hans Viggó. Hús- og hjartarými er nóg og við vildum gjaman sjá sem allra flesta kl. 19:30 á sunnudagskvöldum. Næsta keppni hjá Bridgefélagi Akureyrar á þriðjudögum er fjögurra kvölda hraðsveitakeppni kennd við Sól-Víking hf. Þátttaka tilkynnist til Ragnheiðar Har- aldsdóttur, hs. 462 2473, eða Ólafs Ágústssonar, hs. 262 4120, fyrir kl. 20 á sunnudag. Aðstoðað verður við myndun sveita eftir þörfum. Bridsfélag Siglufjarðar Fyrsti fundur BS og þar með aðalfundur var haldinn 4. október sl. í Skeljungshúsinu. í stjóm vora kosin: Stefanía Sigurbjöms- dóttir, formaður, Bjöm Ólafsson, gjaldkeri, Hinrik Aðalsteinsson, ritari, meðstjómendur Guðrún J. Ólafsdóttir og Anton Sigur- bjömsson. Aðaltvímenningur BS sem er minningarmót um Steingrím Magnússon hófst 1. nóvember. Keppendur era 21 par. Spiluð era fjögur spil milli para. Þegar lokið er 16 umferðum er staðan þessi: Guðmundur Bened. - Jón Sigurbj. 122 Björk Jónsdóttir - Ólafur Jónss. 112 Haraldur Arnason - Hinrik Aðalsteinss. 89 Anton Sigurbjömss. - Bogi Sigurbj. 89 Stefán Benediktss. - Þorsteinn Jóh. 86 Sigurður Hafliðas. - Gottskálk Rögnv. 52 Helgina 20.-21. nóvember verður haldið Norðurlandsmót í sveitakeppni á Siglufirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.