Morgunblaðið - 19.11.1999, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 19.11.1999, Qupperneq 58
UMRÆÐAN Við uppfyllum ekki - Maastricht-skily r ðin um við Islendmgar staðið okkur bet- ur en mörg ESB-ríki í því að upp- fylla skilyrði íyrir þátttöku í sameiginlegri mynt, Evrunni. Slík- ur samanburður við efnahagsþróun annarra ríkja er annað og meira en grobb. Hann segir í raun til um það hvemig lífskjör okkar muni þróast til framtíðar, óháð því hvort við höf- um áhuga á þátttöku í myntbanda- lagi með Evrópuríkjunum eða ekki. Alþjóðlegur raunveruleiki ísland er ekki eyland í efnahags- legu tilliti og við verðum að gæta þess að helstu hagstærðir þróist ekki á verri veg en í viðskiptalönd- um okkar. Með hliðsjón af því er uggvænlegt að skoða nú hvemig staða íslands hefur þróast gagnvart hinum svonefndu Maastricht-skil- yrðum. Skilyrðin sem sett vora fyrir þátt- töku í gengissamstarfinu vora traust staða opinberra fjármála, til- tölulega lágir vextir, stöðugt verð- lag og gengi. Þessi skilyrði era enn í fullu gUdi og verður þeim beitt jafnt gagnvart þeim ríkjum ESB sem enn oiþafa ekki ákveðið að taka upp Evr- una sem þeim ríkjum sem sótt hafa um aðild að ESB. Samningurinn um myntbanda- lagið var undirritaður í hollensku borginni Maastricht í desember 1991 og tók hann gildi í ársbyrjun 1993. Maastricht-skilyrðið varðandi verðlagsþróun var þannig að verð- bólgan á síðustu 12 mánuðum mátti ekki, fyrir mitt ár 1998, hafa verið meira en IV2 % umfram meðaltal í —þ>eim þremur ríkjum sem bjuggu við lægsta verðbólgu. Verðbólga og vextir úr böndum Á meðfyigjandi mynd ei\ verðlagsþró- unin á íslandi borin saman við þróunina í þeim þremur ríkjum sem á hverjum tíma hafa búið við minnsta verðbólgu á síðustu misserum. Byggt er á upplýsingum Hagstofu íslands um samræmda vísitölu neysluverðs í ESB- og EFTA-ríkjunum sem er .J'rábrugðin þeirri íslensku í því að 'fiúsnæði, menntamál og heilsugæsla er ekki meðtalin. Undanfama mán- uði hafa ríkin með minnstu verð- bólguna verið eitthvert eftirtalinna fjögurra ríkja; Austurríki, Frakk- land, Svíþjóð og Þýskaland. Eins og myndin sýnir þá hefur verðbólgan í þremur lægstu ríkjunum jafnan verið í kringum V2 % en meðaltal tímabilsins sem myndin sýnir er einmitt V2 %. Verðbólga umfram u.þ.b. 2 % er því ósamrýmanleg Ma- astricht-skOyrðunum um þessar mundir. Samkvæmt síðustu tölum, sem era frá því í september, þá var meðalverðbólgan í þremur lægstu ríkjun- um 0,7% og viðmiðun- armörkin því 2,2%. Þrjú ríki ESB vora rétt yfir þessum mörk- um, þ.e. Danmörk, írl- and og Spánn með 2,4- 2,6% verðbólgu. EFTA-ríkin Noregur og Sviss vora veþundir mörkum en Island skar sig úr með 3,8% verðbólgu og ört vax- andi því það var ekki fyrr en í júlí sem landið fór yfir við- miðunarmörkin. Maastrict-skilyrðið varðandi langtímavexti hljóðar þannig að meðalvextir á langtímabréfum skuli ekki vera meira en 2% hærri en í þeim þremur löndum sem hafa minnsta verðbólgu. Á meðfylgjandi mynd kemur fram að meðaltal lang- tímavaxta þriggja lægstu landanna hefur farið ört hækkandi á þessu ári og var komið í 4,9%_ í október. Vaxtamunur milli Islands og þriggja lægstu ESB-ríkjanna í myntsamstarfinu, á þeim skulda- bréfum sem hér era til skoðunar sem era fimm ára ríkisskuldabréf, hefur aldrei nálgast það að vera 2% eða minni á þessu og síðasta ári. Vaxtamunurinn hefur verið á bilinu 4-5% á þessu ári og 3-4% á því síð- asta. Samstaða um stöðugt verðlag I stjómmála- og efnahagsum- ræðu í vestrænum ríkjum (og nú nýlega í A-Evrópuríkjum) ríkir um Efnahagsmál Frá því um mitt þetta ár, segir Hannes G. Sig- urðsson, er ekki lengur --------------------:—-—•—■ 7—. hægt að segja að á Is- landi sé stöðugt verðlag. það almenn samstaða að stöðugt verðlag er mikilvægasta forsenda hagvaxtar og atvinnusköpunar þeg- ar til lengri tíma er litið. Þá er gjarn- an litið á verðbólgu um eða undir 2% sem stöðugt verðlag og stöðugt gengi gjaldmiðils er mikilvæg for- senda verðstöðugleika. Ef verð- bólga í einu ríki er langtímum sam- an meiri en í helstu viðskiptaríkjum þá gerist annað tveggja að gengið gjaldmiðilsins lækkar ef gengisfyr- irkomulagið gefur kost á því eða að úr hagvexti og atvinnu dregur eins og gerist ef gengi gjaldmiðilsins er óijúfanlega fast í myntbandalagi. Hér á landi er Hklegt að niðurstaðan yrði blanda af þessu tvennu. Frá því um mitt þetta ár er ekki lengur hægt að segja að á íslandi sé stöðugt verðlag. Þeirri þróun þarf að snúa við og það er hægt. Þar skiptir tvennt höfuðmáli, opinbera fjármálin, bæði fjárlög næsta árs og fjárhagsáætlanir sveitarfélaga, og kjarasamningar næsta árs. Opin- bera fjármálin verða að vera með þeim hætti að þau véiti innlendri eft- irspurn meira aðhald en þau gerðu á þessu ári og kjarasamningarnir mega ekki valda því að launakostn- aðarhækkanir verði meiri hér á landi en í viðskiptalöndunum. Ef þróunin verður á annan veg mun það grafa undan samkeppnisstöðu atvinnulífsins og draga úr hagvexti, atvinnu og lífskjörum innan örfárra missera. Höfundur er hagfræðingur Samtaka atvinnulffsins. Byltingarkenndar . , . snyrtivörur ur heimi hafsins Phytomer kynning Föstudaginn 19.11 Snyrtistofa Eddu, Radison SAS Hótel Saga Snyrtistofan Anita, Vestmannaeyjum Laugardaginn 20.11 Snyrtistofan Kristó, Egilsstöðum Phvtomer Umboösaðili: Tara heildverslun / Digranesheiöi 15 Sími 564 5200 / Fax 554 1101 / tara@isgatt.is Hannes G. Signrðsson Hvenær endar öld og árþúsund? Á YFIRSTAND- ANDI ári er næstum daglegur viðburður að heyra í Ijósvakamiðl- um ellegar sjá í prentmiðlum yfirlýs- ingar í þá vera að árið 1999 sé hið síðasta á tuttugustu öldinni og að nýtt árþúsund hefj- ist um næstu áramót með árinu 2000. Stöku sinnum heyrist öðra haldið fram en þær raddir era í greinileg- um minnihluta miðað við fjölda hinna full- yrðinganna. Þessi fá- mennari hópur heldur því fram að tuttugustu öldinni ljúki ekki fyrr en árið 2000 sé að baki og tuttugasta og fyrsta öldin hefjist ekki fyrr en árið 2001 gengur í garð. Sá sem þessar línur ritar fyllir seinni hópinn og hyggst hér á eftir færa fram nokkuð haldbær rök því til sönnunar að þar sé farið með rétt mál. Fyrst skal gengið út frá því að þeir sem vilja láta nýja öld byrja um næstu áramót haldi ekki fram þeirri skoðun að í einni öld séu 99 ár. Hingað til hefur verið almennt og óumdeilt samkomulag um að í tíma- talsreikningi okkar táknaði orðið öld einmitt 100 ár. Af því leiðir að fyrstu öld eftir fæðingu Krists lauk ekki fyrr en að Uðnu árinu 100 e. Kr. Önnur öld eftir Krist hófst sem sagt á árinu 101 og lauk árið 200. Svo vikið sé að öðr- um atburði sem teng- ist þessari umræðu, kristnitöku okkar Is- lendinga árið 1000, þá átti hún sér stað á síð- asta ári tíundu aldar- innar en ekki fyrsta ári þeirrar elleftu. E.t.v. raglar einhverja í rím- inu ósamræmi sem er milli ritháttar ártal- anna og raðnúmers aldanna í tímans rás. Engan hef ég heyrt bera brigður á að sú öld sem við lifum á sé hin tuttugasta frá upp- hafi tímatals okkar. En ártölin sem fylla hana era 1901, 1902-1999,2000, hefjast öll á tölust- öfunum 19 nema hið síðasta, en þann fjölda sem þar er táknaður má með fullum rétti einnig nefna tutt- ugu hundrað. Rétt er að víkja einnig að árþús- undum. Sammála hygg ég að allir muni vera um að sá fjöldi sem í töl- ustöfum er ritaður 999 sé ekki hinn sami og felst í töluorðinu þúsund. Af því leiðir að nýtt árþúsund, hið þriðja í tímatali okkar, hefst í ár- sbyrjun 2001. Tvö fyrstu árþúsund tímatalsins era ekki fullskipuð fyrr en árinu 2000 er lokið. Að lokum tvö atriði frá fyrri tím- um sem horfa til stuðnings því sem á undan er ritað. Þeir sem réðu fyrir málum okkar Islendinga um síðustu aldamót óðu ekki í villu eða svíma í Guðmundur Guðmundsson Athugasemd sem snertir Ríkisútvarpið BLAÐAMENN Morgunblaðsins kunna ekki frönsku. Þetta er ósatt, svara menn hjá Morgunblað- inu. Hjá blaðinu vinna nokkrir blaðamenn sem era _vel færir í frönsku. Ég veit það, enda meinti ég ekki alla blaðamenn Morg- unblaðsins, heldur bara suma þeirra. Aft- ur svara Morgunblaðs- menn því til að það sé ekki nóg að segja blaðamenn og meina bara suma þeirra, það að sleppa óákveðnu fomafni valdi misskilningi. Menn haldi að enginn blaðamaður Morg- unblaðsins kunni frönsku, ef ég haldi fast við að orða þetta svona. Jæja þá, SUMIR blaðamenn Morg- unblaðsins kunna frönsku. „Starfsmenn Ríkisútvarpsins hafa lagt til að Rfidsútvarpinu verði breytt í Ríkisútvarpið hf.“ Þetta segir Morgunblaðið á blaðsíðu 25 sunnudaginn 7. nóvember og það er ósatt. Líkt og í dæminu hér á undan veldur vöntun á óákveðnu fomafni því að þessi fullyrðing um starfs- menn Rfldsútvarpsins er alröng. Réttara væri að segja „nokkrir yfir- menn Ríkisútvarpsins vilja að því verði breytt í hlutafélag." Saga þessarar tillögu örfárra núverandi starfsmanna (7 af 370) að breyta fyrirtækinu í hlutafélag skýrir það hversu fáir aðrir starfsmenn hafa sýnt henni áhuga. í júní 1996 skip- aði Heimir Steinsson þáverandi út- varpsstjóri sjö manna starfshóp sem átti að gera sér grein fyrir tækniþróun komandi ára og hvernig Ríkisútvarpið gæti nýtt sér þá þróun. í samræmi við erindis- bréfið skipaði Heimir formann hópsins Eyj- ólf Valdimarsson, þá- verandi framkvæmda- stjóra tæknisviðs Ríkisútvarpsins. I lokaskýrslu sinni tók hópurinn sérstaklega fram að hann fjallaði ekki um dagskrárlega þróun Rfldsútvarpsins, það er að segja hópur- inn fjallaði ekkert um aðalviðfangsefni Ríkis- útvarpsins - dagskrá og dagskrárgerð. Bara um tækniþróun. Reyndar bætti hópurinn við bollaleggingum um breytingu á rekstrarformi fyrh-tæk- isins. í því sambandi er rétt að hafa í huga að á landsfundum árin 1993 og 1996 ályktaði Sjálfstæðisflokkurinn að huga þyrfti að breytingu á rekstrarformi Ríkisútvarpsins, svo og að loka fyrir hverskonar fjár- framlög þjóðarinnar til Ríkisút- varpsins. Breyting á rekstrarformi merkir eins og menn hafa kynnst á síðustu árum, breytingu í hlutafélag og einkavæðingu. Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjónvarpsins, var einn af þátttak- endum í ofangreindum starfshóp Heimis Steinssonar. Bogi hefur sjálfur sagt frá því að það hafi verið hann sem fékk hópinn til þess að mæla með breytingu í hlutafélag. Höfuðröksemdir vora þær að við háeffun næðist fram „breyttur hugsunarháttur yfirmanna og starfsmanna í fyrirtæki sem býr við sömu skilyrði og einkafyrirtæki", Jón Ásgeir Sigurðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.