Morgunblaðið - 19.11.1999, Page 62

Morgunblaðið - 19.11.1999, Page 62
62 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fríkirkja í 100 ár Hátíðarfundur og málþing fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld, föstudaginn 19. nóvember, kl. 20.00, í tilefni af aldarafmæli safnaðarins. Að málþinginu loknu verður boðið upp á kvöldhressingu í safnaðarheimilinu. Æskulýðs- og fjölskylduhátíð laugardaginn 20. nóvember kl. 17.00 Smiðjumessa. Fluttur verður nýr helgileikur í umsjón fermingarbarrna. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00 sunnudaginn 21. nóvember Hádegisverður á Hótel Borg að lokinni guðsþjónustu. Hátíðartónleikar kl. 20.00 í kirkjunni. Flutt verður „Missa Celensis" eftir Joseph Haydn. Flytjendur eru kór Fríkirkjunnar ásamt 17 manna hljómsveit. Einsöngvarar: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Soffía Stefánsdóttir, Þorbjörn Rúnarsson og Eiríkur Hreinn Helgason. Stjórnandi er Kári Þormar. Fríkirkjufólk og fríkirkjuvinir eru hvattir til að fjölmenna. Safnaðarstjórn. SKOÐUN OPIÐ BREF TIL TÓMASAR INGA OLRICH TÓMAS Ingi Olrich alþingismað- ur lýsti áhyggjum sinum af sam- þykktum aðalfundar Læknafélags Islands í október síðastliðnum í opnu bréfi til Læknafélags Islands, sem birtist í Morgunblaðinu hinn 12. nóvember. í bréfínu lætur þing- maðurinn að því liggja að Læknafé- lag Islands vilji bregða fæti fyrir framþróun vísindarannsókna í landinu og sakar hann félagið um tvöfalt siðgæði. Að tefla tafli Tómas Ingi Olrich lýsir þeirri skoðun sinni í þréfinu, að samþykkt Læknafélags Islands um að lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði sé áfátt þar sem ekki er gert ráð fyrir upplýstu samþykki sjúklings, sé í andstöðu við alþjóðlegar sam- þykktir og að hún samrýmist eng- anveginn þeim vinnubrögðum um meðferð upplýsinga úr sjúkra- skýrslum, sem tíðkast hafa hér á landi sem og í nágrannalöndum okkar. Segir hann málflutning Læknafélags íslands þýða „að upp- Falleg og eiguleg borðstofuhúsgögn 5KKS) húsgögn Ármúla 44 sfml 553 2035 lýsingar úr sjúkraskrám verði ekld nýttar til vísindalegra rannsókna í læknisfræði, nema þá með þeim takmörkunum að grundvöllurinn undir þessari notkun upplýsing- anna er í raun eyðilagður". Tómas Ingi var á sínum tíma annar tveggja aðaltalsmanna meiri- hlutans á Alþingi, sem samþykkti lög um áður óþekkta hugmynd um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Full- yrðir hann nú eins og hann hefur gert á Alþingi, að miðlægur gagna- grunnur á heilbrigðissviði eigi sér hliðstæðu í einhverju því sem áður hefur þekkst á íslandi og hjá öðrum vestrænum þjóðum og því megi yf- irfæra vinnu- og verklagsreglur, sem viðurkenndar eru varðandi skrár og upplýsingasöfn, sem fyrir eru í heilbrigðiskerfinu yfir á hina nýju hugsmíð. Þeir sem gagnrýni lagasetninguna séu því að berjast á móti framförum í læknavísindum og gegn almannaheill. Þeir sem haldi uppi gagnrýni á gagnagrunns- lögin vilji kippa stoðum undan þeim upplýsingasöfnum og skrám, sem fyrir eru í heilbrigðiskerfinu og sátt hefur ríkt um. Samþykki menn ekki allar verklagshugmyndir stjóm- valda og fyrirhugaðs rekstrarleyfis- hafa muni allt verða í rúst. Fast er teflt. Að áliti Læknafélags Islands og flestra annarra talsmanna vísinda- og siðfræðisamfélagsins, sem um málið hafa fjallað fá forsendur þing- mannsins ekki staðist. Fyrirhugað- ur gagnagmnnur á heilbrigðissviði er í grundvallaratriðum ólíkur öllu öðru, sem heimurinn þekkir á sviði upplýsingasöfnunar. Hugmynda- fræðin, víðfeðmi persónu- og heilsu- farsupplýsinga um hvert manns- barn, tengingin við erfða- og ættarupplýsingar, söfnun við- kvæmra upplýsinga um heila þjóð á einn stað, eignarhaldið, einkaleyfið, eftirlitslítil meðhöndlun rekstrar- leyfishafans á gagnagrunninum, viðskiptahliðin o.fl. gera það að verkum að allur samanburður við aðrar skrár er óraunhæfur og til þess eins að villa mönnum sýn og gera málefnalega gagm"ýni tor- tryggilega. Grundvallarviðhorf við vísindarannsóknir Læknafélag íslands styður notk- un á gagnagrunnum í rannsóknum ef tryggt er að þeir starfi í samræmi við alþjóðareglur, einkum að því er varðar persónuvemd og mannrétt- indi. Læknar á íslandi hafa lengi verið mjög virkir í rannsóknastarfi og að- stæður á Islandi era kjörnar til vís- indastarfa í læknisfræði. Hafa ár- angur og niðurstöður íslenskra lækna og annarra vísindamanna vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi, mun meiri en sem nemur stærð þjóðarinnar. Við vísindarann- sóknir á mönnum gilda fjölmargar alþjóðlegar samþykktir, sem við Is- lendingar eram aðilar að og er Helsinki-yfirlýsingin einna þekkt- ust. Fyrsta útgáfa hennar tók gildi 1964 en alþjóðasamtök lækna (WMA) höfðu unnið að samningu hans frá 1947. Ákveðin grannatriði hafa smám saman verið að þróast við rann- sóknir á mönnum og höfum við ís- lendingar kappkostað að fylgjast vel með þeirri þróun og tileinkað okkur vönduð vinnubrögð, síðast með stofnun Vísindasiðanefndar fyrir tveimur árum. Tölvunefnd hefur starfað allt frá árinu 1981. Nauðsynlegt er að fylgja reglum um friðhelgi einkalífs og réttindi einstaklinganna og leitast á sama tíma við að stunda og efla vísinda- störf. Grundvallaratriði í rannsóknum á mönnum er hið svokallaða upp- lýsta samþykki sjúklings. Það felur í sér að einstaklingur, sem tekur þátt í læknisfræðilegri rannsókn skrifar samþykki sitt um þátttöku undir sérstakt skjal, þar sem til- gangi rannsóknar og m.a. hugsan- legum hættum er lýst. Það er m.a. talið grandvallaratriði að einstakl- ingurinn geti dregið samþykki sitt til baka hvenær sem er og án þess að gefa á því sérstakar skýringar. I örfáum undantekningartilvikum geta Tölvunefnd og Vísindasiða- nefnd veitt undanþágur frá upp- lýstu samþykki. Þá er oftast um að ræða stórar faraldsfræðilegar rannsóknir með mjög takmörkuð- um upplýsingum, þar sem ekki er unnt að koma við upplýstu sam- Bréf Enginn tilgangur er þó svo mikilvægur að þessu leyti, segir í svari stjórnar Læknafélags íslands, að hann helgi þau meðul, sem ógna hagsmunum einstakl- ingsins og rétti hans til friðhelgi og mannréttinda. þykki og verið er að rannsaka ákveðna þætti með almannaheill að leiðarljósi. Ásókn í sjúkraskrár - á þá að slá af kröfum! Á undanförnum áram hefur á- sókn í upplýsingar úr sjúkraskrám aukist mjög og einnig áhugi á líf- ssýnum úr einstaklingum. Því er þörf á að skerpa reglur um aðgang að slíkum upplýsingum. Nærtækt er að nefna tiílögur Bandarikjafor- seta sem nú era til umfjöllunar vestanhafs. Kjarninn í þeim er sá að einstaklingurinn öðlist aftur yfir- ráðarétt yfir upplýsingum úr sjúkraskrám __ sínum. Hvetur Læknafélag íslands þingmenn og stjómvöld til að fylgjast grannt með því máli. I ítarlegu bréfi Tómasar Inga kemur berlega í Ijós hve flókin mál þessi era er hann segir frá þriggja ára starfi sínu í vísinda- og tækni- nefnd Evrópuþingsins að gerð ál- yktana um mannréttindi og vísindi, þ.á.m. að gerð alþjóðlegs sáttmála um mannréttindi og læknavísindi. Kemur hann að kjarna málsins er hann greinir frá því að vinna að gerð sáttmálans hafi verið mjög flókin og tekið tæpan áratug. Það tók tíu ár að semja alþjóðlegan sátt- mála um mannréttindi og læknavís- indi en á íslandi voru lög um gagna- grann á heilbrigðissviði afgreidd frá Alþingi á hálfu ári. Lögin sem fengu svo skamman meðgöngutíma hafa þannig eðlilega á sér yfirbragð fyrirburans og þurfa mikla umönn- un til að halda lífi. Betra hefði verið að taka sér lengri tíma, nýta sér betur ráð og reynslu þeirra, sem til þekkja, m.a. vinnu þá sem Tómas Ingi Olrich tók þátt í erlendis. Við setningu löggjafar á þessu sviði er nauðsynlegt að fylgja ráð- um sérfræðinga í heilbrigðisvísind- um, siðfræði, mannréttindum og hinni vísindalegu aðferð. Hefur Læknafélag Islands ítrekað álykt- að, að til laganna hafi ekki verið vandað sem skyldi. Afstaða læknasamtakanna til meðferðar upplýsinga úr sjúkra- skrám byggist á siðareglum lækna og landslögum. Tengsl læknis og sjúklings byggjast á trausti. Réttur sjúklinga er ótvíræður til að heilsu- farsupplýsingum um þá sé haldið leyndum. I siðareglum lækna eru ákvæði um að ekki megi veita þriðja aðila aðgang að slíkum upplýsing- um nema með raunverulegu og gildu samþykki hlutaðeigandi sjúkl- ings. Fáeinar undantekningar era

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.