Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999
FRÉTTIR
Menntamálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til nýrra útvarpslaga
Orðið nauðsynlegt
að endurskoða lögin
BJÖRN Bjarnason menntamálaráð-
heiTa ítrekaði þá skoðun sína á Al-
þingi í gærkvöldi að ekki yrði undan
því vikist að endurskoða ákvæði
laga um Ríkisútvarpið. Sagði ráð-
herrann að ein breytinganna, sem
til greina kæmu, væri að gera RÚV
að hlutafélagi en aðrar leiðir væru
þó til.
Björn mælti í gær fyrir frum-
varpi til nýrra útvarpslaga sem er í
meginatriðum eins og frumvarp
sem lagt var fram á síðasta þingi en
var ekki útrætt þá. Kom þó fram í
ræðu hans að nokkrar breytingar
hefðu verið gerðar á frumvarpinu í
samræmi við athugasemdir sem
menntamálanefnd Alþingis hefðu
borist um það.
Frumvarpinu er ætlað að mynda
almennan ramma um alla útvarps-
starfsemi í landinu, bæði sjónvarp
og hljóðvarp, og er það að stofni til
byggt á núgildandi útvarpslögum
frá 1985. Kom fram í máli mennta-
málaráðherra að í frumvarpinu væri
ekki gert ráð fyrir sérákvæðum um
Ríkisútvarpið, eins og nú eru í út-
varpslögum, heldur miðað við að um
Ríkisútvarpið giltu sérlög.
Bjöm sagði að hið beina tilefni
endurskoðunar útvarpslaga nú væri
setning nýrrar tilskipunar Evrópu-
sambandsins en það nýmæli henn-
ar, sem hvað mesta athygli hefur
vakið, er heimild fyrir hvert aðildar-
ríki EES til að gera skrá um til-
tekna þýðingarmikla viðburði sem
senda skal út í dagskrá sem megin-
hluti almennings hefur aðgang að
þótt sjónvarpsstöð sem selur sér-
staklega aðgang að efni sínu hafí
keypt einkarétt til sýningar frá
þessum viðburðum. Mun þessi
heimild einkum eiga við um meiri
háttar íþróttaviðburði, bæði inn-
lenda og fjölþjóðlega, að því er fram
kom í ræðu menntamálaráðherra.
Björn sagði hins vegar að undir
núverandi ki-ingumstæðum hefði
hann ekki í huga að nýta þessa
heimild og rakti hann m.a. að
reynsla Dana, sem gert hafa tilraun
til að gera slíka skrá, væri sú að erf-
iðlega gengi að framfylgja þeim.
Sagði Björn að síðan þau ummæli
féllu hefðu hins vegar formenn
ALÞINGI
stjómarflokkanna beggja rætt um
stöðu Ríkisútvarpsins. „í Viðskipta-
blaðinu í síðustu viku vai- rætt við
hæstvirtan forsætisráðherra. Þar
segir hann að innheimta afnota-
gjalda Ríkisútvarpsins geti vart
staðist, þar sem það eigi ekki að
gera það að skilyrði fyrii- því, að
menn geti nýtt sér þjónustu fyrir-
tækja úti í bæ, að þeir geri fyrst
upp við ríkisiyrirtæki. Er þar vísað
tÚ þess að menn geta samkvæmt
lögum ekki horft á útsendingar
einkarekinna sjónvarpsstöðva án
þess að greiða fyrst afnotagjald til
Ríkisútvarpsins."
Rakti Bjöm einnig ummæli sem
höfð vom eftir Halldóri Asgríms-
syni, formanni Framsóknarflokks-
ins, í kringum miðstjórnarfund
Framsóknarflokksins fyrir
skömmu. Þar sagði Halldór m.a. að
skoða ætti hvort rétt væri að greiða
rekstrarkostnað RUV úr ríkissjóði.
Sagði Halldór þar jafnframt að gera
þyrfti grundvallarbreytingar á
stjómskipulagi Ríkisútvarpsins og
losa stofnunina undan því
flokkspólitíska stjómvaldi sem því
hefði verið stýrt af.
„Eg nefni þessi ummæli flokks-
formannanna hér til að árétta að
ekki verður undan því vikist að end-
urskoða ákvæði laga um Ríkisút-
varpið," sagði Bjöm.
Breytt framsetning í lögum um málefni aldraðra
Stefnt að afgreiðslu í ár
INGIBJÖRG Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra mælti fyrir fmm-
varpi til laga um málefni aldraðra á
Alþingi í gær en frumvarpið felur
einkum í sér breytta framsetningu
laganna, markmið þess em gerð
einföld og skýr og tiltekin hugtök
þar skilgreind.
I framsöguræðu Ingibjargar kom
m.a. fram að lögin gera ráð fyrir að
öldrunamefndir og öldmnarmála-
ráð verði felld niður og þjónustu-
hópar aldraðra taki við hlutverki
þeirra. Jafnframt verði fulltrúum í
samstarfsnefnd um málefni aldr-
aðra fjölgað enda fari nefndin með
afar mikilvæg verkefni, t.d. Fram-
kvæmdasjóð aldraðra en árlegt ráð-
stöfunarfé hans er um hálfur millj-
arður króna.
Ingibjörg lagði þó mesta áherslu
á að með frumvarpinu yrði þátttaka
aldraðra í ákvörðunum um eigin
málefni aukin veralega. „Slík þátt-
taka er mikilvæg þar sem meirihluti
eftirlaunafólks er við góða heilsu og
getur tekið ákvarðanir um eigin
málefni," sagði hún.
Ingibjörg sagði að aldraðir væm
alls ekki einsleitur hópur heldur
hópur þjóðfélagsþegna með ólíkar
þarfír og lífssýn. „Eg tel mikilvægt
að á því ári sem Sameinuðu þjóðirn-
ar hafa tileinkað öldmðum takist að
afgreiða framvarpið frá hinu háa
Alþingi,“ sagði ráðherra.
Segfir vaxandi óánægju með
innheimtu afnotagjaldanna
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Vinstrihreyfíngar - græns fram-
boðs, sagði að hér hefði mennta-
málaráðherra flutt mikilvæga póli-
tíska yfírlýsingu. Hann sagði hana
þó hafa verið óljóst orðaða og innti
Ógmundur ráðherrann eftir því
hvað hann ætti nákvæmlega við.
Björn svaraði því til að vinna
þyrfti að því að breyta ákvæðum um
Ríkisútvarpið rétt eins og verið
væri að breyta hinum almennu út-
varpslagaákvæðum. Ekki yrði leng-
ur undan því vikist að vinna að gerð
nýs fmmvarps um Ríkisútvarpið.
„Ög ég hef hér áður, oftar en einu
sinni í umræðum á Alþingi, reifað
þá hugmynd að Ríkisútvarpinu yrði
breytt í hlutafélag í eigu ríkisins.
Það er ein leið og aðrar leiðir eru
einnig fyrir hendi,“ sagði Bjöm.
MORGUNBLAÐIÐ
Yísað til iðnaðar-
nefndar þrátt
fyrir mótmæli
stjórnarandstöðu
ALÞINGI samþykkti í gær að senda
þingsályktunartillögu iðnaðarráð-
herra um framhald framkvæmda við
Fljótsdalsvirkjun til seinni umræðu í
þinginu en stjórnarandstæðingar
lýstu hins vegar mikilli óánægju
með að gert væri ráð fyrir að málið
færi nú til umfjöllunar í iðnaðar-
nefnd. Tillaga Finns Ingólfssonar
iðnaðarráðherra þar að lútandi var
engu að síður samþykkt með 29 at-
kvæðum gegn 16 og móttillaga
þeirra Ögmundar Jónassonar, þing-
manns Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs, og Jóhanns Ar-
sælssonar, þingmanns Samfylking-
ar, um að málið yrði sent umhverfis-
nefnd var því ekki borin upp til at-
kvæða.
Fjöratíu þingmenn greiddu at-
kvæði með því að þingsályktunartil-
lögunni yrði vísað til seinni umræðu
en einn var á móti. Kvaddi Ögmund-
ur Jónasson, þingmaður vinstri-
grænna, sér hljóðs að lokinni at-
kvæðagreiðslunni og lagði til að til-
lögunni yrði vísað til umhverfis-
nefndar, en ekki iðnaðarnefndar
eins og iðnaðarráðherra lagði til.
Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra sagði tillöguna fjalla um orku-
framleiðslu og minnti þingheim á að
það hefði verið iðnaðarráðheiTa sem
lagði þingsályktunartillöguna um-
ræddu fram. Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstri grænna, benti
ráðherranum hins vegar á að Al-
þingi væri ekki bundið af því. „AJ-
þingi ræður því sjálft hvemig það
skipar sínum verkum, þar með talið
til hvaða nefndar það kýs að vísa
málum. Fyrir því era mörg fordæmi
að Alþingi hefur snúið tillögum við
sem komið hafa frá framkvæmda-
valdinu,“ sagði hann.
Ennfremur sagði Sighvatur
Björgvinsson, þingmaður Samfylk-
ingar, að ríkisstjórnin hefði sjálf
stillt málinu þannig upp að umfjöll-
un Alþingis jafngilti lögformlegu
umhvei’fismati og því heyrði málið
augljóslega undir umhverfisnefnd.
Nokkrir stjórnarliðar sögðu það
hins vegar í fyllsta samræmi við
þingvenjur að mál sem iðnaðarráð-
herra hefði lagt fram færi tfl um-
fjöllunar í iðnaðamefnd. Meðal ann-
ars sagði Hjálmar Árnason, þing-
maður Framsóknarflokks, að óeðli-
legt væri að taka umhverfisþáttinn
sérstaklega út því þetta mál væri
t.d. einnig byggðamál og atvinnu-
mál. Hann viðurkenndi þó að málið
snerti einnig umhverfismál. „Því
lýsi ég þeirri skoðun minni, sem för-
maður iðnaðarnefndar, að komi mál-
ið tfl háttvirtrar iðnaðarnefndar þá
munum við af virðingu við umhverf-
isnefnd vísa umhverfisþættinum til
afgreiðslu og umsagnai- hjá hátt-
virtri umhverfisnefnd," sagði hann.
Alþingi
FUNDUR hefst í Alþingi í dag kl.
13.30. Eftirfarandi mál verða á dag-
skrá:
1. Alþjóðaverslun með tegundir
villtra dýra og plantna í útrým-
ingarhættu (CITES), frh. fyrri
umræðu (atkvæðagreiðsla).
2. Málefni aldraðra, frh. 1. umræðu
(atkvæðagreiðsla).
3. Umhverfismengun af völdum
einnota umbúða (atkvæða-
greiðsla).
4. Meðferð opinberra mála, frh. 1.
umræðu (atkvæðagreiðsla).
5. Framleiðsluráð landbúnaðarins,
frh. 1. umræðu (atkvæða-
greiðsla).
6. Útvarpslög, frh. 1. umræðu (at-
kvæðagreiðsla).
7. Öryggi greiðslufyrirmæla, 3. um-
raða.
8. Áhafnir íslenskra flutningaskipa,
farþegaskipa, farþegabáta og
skemmtibáta, 1. umræða.
9. Landsvirkjun, 1. umræða.
10. Tollalög, 1. umræða.
11. Brottfór hersins og yfirtaka ís-
lendinga á rekstri Keflavíkur-
flugvallar, fyrri umræða.
12. Stjórn fiskveiða, 1. umræða.
13. Fjárfesting erlendra aðila í at-
vinnurekstri, 1. uinræða.
14. Afnotaréttur nyljastofna á Is-
landsmiðum, fyrri umræða.
15. Bætt staða þolenda kynferðisaf-
brota, fyrri umræða.
16. Svæðisskipulag fyrir suðvestur-
hluta Iandsins, fyrri umræða.
17. Málefni ungs fólks á sviði jafn-
réttismála, fyrri umræða.
18. Stuðningnr stjórnvalda við ís-
lenska matreiðslumenn, fyrri
umræða.
Rannsakar fölsun á tollskýrslum vegna flutnings íslenskra hesta til Þýskalands
Lægra verð gefið upp en
raunverulegt söluverð
LÍKLEGT er að hestaútflytjendur
á íslandi verði kærðir fyrir tollsvik
vegna flutnings íslenskra hesta til
Þýskalands. Rannsókn málsins lýt-
ur fyrst og fremst að fölsun á toll-
skýrslum þar sem miklu lægra verð
er gefið á skýrslunni en hið rauvera-
lega söluverð. Þetta segir Wolfgang
Dudda, tollarannsóknarmaður frá
Þýskalandi, í samtali við Morgun-
blaðið.
Dudda var hér á landi í síðustu
viku til að kynna yfirvöldum gögn í
viðamikilli rannsókn sem farið hefur
fram á vegum þýskra tollayfirvalda.
Með því hafa þeir sem flytja hest-
ana út og þeir sem kaupa þá komið
sér undan að borga opinber gjöld og
skatta af viðskiptunum. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins hefur
oft verið um að ræða 200-300% mun
á því verði sem er gefið upp á toll-
skýrslum og raunveralegu söluverði
hestanna. Dudda segir að þau sönn-
unargögn sem hann hafi safnað í
rannsókn sinni séu mjög sterk og
auðvelt verði að sakfella þá sem
verði ákærðir. „Þessi viðskipti hafa
alla tíð verið mjög skipulejg og það
hjálpar við rannsóknina. Utsendar-
ar þýskra hrossaræktunarmanna
era sendir til íslands og hér kaupa
þeir hestana og borga undir borðið
með þýskum mörkum. Síðan era
hestarnir sendir til Þýskalands og
þar era þeir seldir á margföldu
verði.“
Peningaþvottur
ekki útilokaður
Dudda segir að hrossaræktunar-
menn og seljendur í Þýskalandi séu
margir mjög vel stæðir og við rann-
sókn hafi komið í ljós að hluti af við-
skiptum þeirra við íslendinga hafí
tengst peningaþvætti þar sem við-
skipti með hesta sem fara til Þýska-
lands séu nánast undantekingar-
laust með peningum sem eru borg-
aðir undir borðið. „Við útilokum
ekki þann möguleika. Þessi viðskipti
henta mjög vel peningaþvætti. Við
vitum um tilvik þar sem útsendarar
Þjóðverja hafa keypt hesta hér á
landi með óhreinum peningum og
náð þar með að hreinsa þá.“
Dudda segir að mörgum hafi
komið á óvart hversu viðamikil
rannsóknin á málinu hafi verið. „Is-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þýski tollarannsóknamaðurinn
Wolfgang Dudda kynnti íslensk-
um yfirvöldum gögn í rannsókn
á meintum tollsvikum.
lensk yfirvöld hafa sennilega ekki
áttað sig á hversu umsvifamikil og
algeng þessi tollasvik era. Ég hef
leyfi til að rannsaka þessi mál tíu ár
aftur í tímann og ég get fullyrt að
þegar farið er yfir gögn um sölu ís-
lenskra hesta til Þýskalands eru
meiri líkur á að finna fjögurra laufa
smára en tollskýrslur þar sem rétt
söluverð á hestum er gefið upp.
Þannig að það era gríðarlegar fjár-
hæðir sem hefur verið skotið undan
opinberum gjöldum í báðum lönd-
um.“
Dudda segir að að mörgu leyti sé
það skiljanlegt hversu algeng þessi
viðskipti hafa verið í gegnum tíðina.
„Við áttum okkur á því að það er
nánast menningarleg hefð fyrir
svona viðskiptum á Islandi og þess
vegna teljum við ekki að íslenskir
útflytjendur séu glæpamenn í hrein-
asta skilningi þess orðs. Við teljum
að þýskir kaupendur hafi notfært
sér þessa hefð til þess að græða á
viðskiptunum. En við megum ekki
gleyma því að íslendingar hafa
grætt á þessu líka og brotið þýsk og
íslensk lög í leiðinni.“
Ánægður með viðbrögð
íslenskra yfii’valda
Dudda segist vera mjög ánægður
með viðbrögð íslenskra yfirvalda og
segir að kæra og rannsókn tollayfir-
valda hér á landi auðveldi rannsókn
bæði á Islandi og í Þýskalandi.
„Ákæra hér gerir það að verkum að
við getum skipst á gögnum og hjálp-
að hvor öðram við rannsókn máls-
ins. En það kemur mér á óvart að
skattrannsóknaryfirvöld hér sýni
málinu ekki meiri áhuga.“
Sú umræða og rannsókn sem hef-
ur átt sér stað um sölu íslenskra
hesta til Þýskalands hefur gert það
að verkum að áhuginn á þeim hefur
minnkað stórlega. Dudda segir það
vera afar mikilvægt að rannsókn
leiði þessi mál til lykta. „Það eina
sem getur bjargað mannorði ís-
lenska hestsins í Þýskalandi er ítar-
leg rannsókn á þessum viðskiptum
sem leiðir til þess að menn fara að
stunda þessi viðskipti með heiðar-
legum hætti. Þeir íslensku hestaút-
flytjendur sem ég hef rætt við skilja
þetta og era samvinnufúsir.“