Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 15
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Slökkviliðsmenn voru fengnir til að dæla heitu vatni úr kjailara Mýrarhúsaskóla á sunnudagskvöldið.
Vatnsleki olli
rafmagnsleysi
RAFMAGN SLAUST varð í Mýr-
arhúsaskóla á Seltjarnarnesi í
fyrrinótt vegna vatns, sem lak
um húsnæði skólans og fór að
lokum í rafmagnstöflu með
þeim afleiðingum að rafmagni
sló út í byggingu skólans. Ekki
urðu skemmdir á húsnæði skól-
ans. Símkerfí skólans lá niðri
um tima.
Slökkvilið Reykjavíkur var
kvatt á vettvang með verð-
mætabjörgunargám seint í
fyrrakvöld og saug upp 25 cm
djúpt vatn í kjallaraherbergi
skólans.
Unnið var að rafmagnsvið-
gerðum í fyrrinótt og tókst að
koma á rafmagni nægilega
snemma til að ekki yrðu telj-
andi tafír á skólastarfi. Talið er
að vatnið hafí lekið í nokkrar
klukkustundir á sunnudags-
kvöld áður en vart varð lekans.
Kennsla gat hafíst um klukkan
8.20 í gærmorgun.
Barnasáttmáli
Sameinuðu þjóðanna
10 ára
Nýr vefur
fyrir börn
stofnaður
á Netinu
BARNASÁTTMÁLI Sameinuðu
þjóðanna varð 10 ára sl. laugardag.
Umboðsmaður bama hefur með vís-
an til sáttmálans ákveðið að stofna til
gagnvirks vefjar á Netinu sem hlotið
hefur heitið Þingvöllur. Þar mun ís-
lenskum börnum gefast tækifæri til
að koma skoðunum sínum á fram-
færi við umboðsmann sinn og um
leið að styrkja embættið sem
málsvara barna og ungmenna.
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóð-
anna geymir ákvæði um grundvall-
armannréttindi barna yngri en 18
ára og hafa 191 ríki staðfest sáttmál-
ann. Að sögn Þórhildar Líndal, um-
boðsmanns barna, er Barnasáttmál-
inn byltingarkenndur að því leyti að
hann felur í sér skuldbindandi sam-
komulag þjóða heims um sérstök
réttindi börnum til handa, óháð rétt-
indum hinna fullorðnu. Sáttmálinn
hefur haft víðtæk pólitísk áhrif á al-
þjóðlegum vettvangi og í honum
birtist jafnframt ný sýn á réttar-
stöðu barna að því leyti að lögð er
rík áhersla á að börn skuli njóta um-
hyggju og sérstakrar verndar auk
þess sem þau séu virkir þátttakend-
ur í þjóðfélaginu.
Umboðsmaður barna segir að hér
á landi skorti börn tækifæri til að
láta í ljós skoðanir sínar á skipulegan
hátt í samfélagsumræðunni, eins og
réttur þeirra stendur til en í 3. gr.
sáttmálans segir að það sem barni sé
fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang
þegar yfirvöld taka ákvarðanir er
varða börn. Forsenda þess að yfir-
völd geti tekið slíkar ákvarðanir er
að börn fái að segja álit sitt, að á þau
sé hlustað og skoðanir þeirra séu
virtar í samræmi við aldur þeirra og
þroska, sbr. 12. gr. sáttmálans. „Hér
þai-f að verða hugarfarsbreyting,
ekki síst hjá fulltrúum í sveitar-
stjórnum, sem fara með fjölda mála
er varða réttindi og hagsmuni barna
og unglinga, tæplega þriðjungs ís-
lensku þjóðarinnar," segir í fréttatil-
kynningu frá umboðsmanni barna.
Embætti umboðsmanns barna var
stofnað með hliðsjón af ákvæðum
Barnasáttmálans íýrir tæpum fimm
árum og var markmiðið með stofnun
embættisins að vinna að bættum hag
barna og standa vörð um réttindi
þeirra, hagsmuni og þarfir.
Býrð þú úti á landi?
Ef þú kaupir gleraugu hjá
Sjónarhól, getur þú
ferðast fyrir mismuninn
Gleraugnaverslunin
SJÓNARHÓLL
HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ
Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á íslandi
Ford EscortVan
Ford sendibílar af minni gerðinni sameina mikið flutningsrými
og sérlega milda burðargetu. Öryggi ökumanns, þægilegt
vinnuumhverfi og hagkvæmni í rekstri sitja í fyrirrúmi.
Allir kostir við fjármögnun eru fyrir hendi, þ.á.m. rekstrarleiga.
Nýttu þér þjónustu sölumanna okkar við að finna rétta bílinn
og útbúa hann eftir þínu höfði.
brimborg
Briraborg Akureyri
Tryggvabraut 5, Akureyri
sími 462 2700
Tvisturinn
Faxastíg 36, Vestmannaeyjum
sími 481 3141
Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7000 • www.brimborg.is
I Bíley 1 Bctri bílasalan 1 Bílasalan Bilavík
Búðareyri 33, Reyðarfirði Hrísmýri 2a, Sclfossi Holtsgötu 54, Rcykjanesbæ
| sími 474 1453 | sími 482 3100 | simi 421 7800