Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 .................. 11 1 —— UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Aróður í dulargervi skoðanakönnunar NÝLEG skoðanakönnun, sem Samstarfsnefnd um staðarvals- athuganir iðnaðarsvæða á Reyðar- firði (STAR) lét gera á afstöðu ís- lendinga til stóriðju og virkjana hefur vakið athygli. Sérstaka at- hygli hefur þó vakið, hvernig spurt er um margumrætt lögforrrdegt umhverfismat í könnuninni. Eins og kemur glöggt fram í um- .^öllum Morgunblaðsins 21. nóvem- ber sl. um lög um mat á umhverfis- áhrifum, er umsagnarréttur almennings og annarra aðila tryggður með þeim lögum. Gefinn er 10 vikna frestur til að koma at- hugasemdum á framfæri eftir að skipulagsstjóri auglýsir skýrslu framkvæmdaraðilans. Skipulags- stjóra er skylt að vinna úr umsögn- um og athugasemdum áður en hann kveður upp úrskurð. Sá úr- skurður getur leitt til frekara mats og nýrrar skýrslu og hefst þá sama 10 vikna ferlið á ný. Hvort sem skipulagsstjóri fellst á fram- kvæmdina eða hafnar henni er hægt að kæra úrskurðinn til um- hverfisráðherra, sem kveður upp lokaúrskurð. Lög um mat á umhverfisáhrifum, sem tóku gildi 1. maí 1994 eru birt í heild sinni í áðumefndri umfjöllun Morgunblaðsins. Þau taka 3 heila dálka í blaðinu og enda þótt margir skilji vel aðalatriði þeirra, sem fela í sér fagleg og lýðræðisleg vinnu- brögð, kunna líklega fáir lögin ut- anað. Þetta notfærir staðarvals- nefndin (STAR) sér í skoðanakönnuninni þegar spurt er: „Tel- urðu að þú þekkir mik- ið, nokkuð, lítið eða ekkert til hvað felst í lögum um mat á um- hverfisáhrifum?" Eins og við mátti búast ger- ir almenningur lítið úr eigin þekkingu þegar spurt er um lagatexta. Aðrar spurningar í skoðanakönnuninni eru bæði of leiðandi og almennar til að komist sé að kjarna málsins þ.e. hvort almenningur sætti sig við þau óvönduðu vinnubrögð sem stjóm- völd ætla að viðhafa vegna Fljóts- dalsvirkjunar. Fljótsdalsvirkjun er aðeins hluti hins risa- vaxna Noralverkefnis og það er út í hött að undanskilja þennan hluta verkefnisins frá umhverfismati. Ljóst er að núver- andi áform um virkjun Jökulsár í Fljótsdal fela ekki í sér hag- kvæmasta kostinn við virkjun árinnar. Með Hraunavirkjun austan Fljótsdals fæst mun meiri orkuframleiðsla og þá væri hugsanlega hægt að komast hjá Kárahnúkavirkjun og þeirri gífurlegu eyði- leggingu sem hún felur í sér. Ef menn geta hugsað sér að fórna náttúruperlunni Eyjabökkum er ’Olafur F Magnusson Afburða hljómgæði og hönnun Staðreyndirnar um Bose Lifestyle eru ekki flóknar en þeim mun mikilvægari: Þótt ekkert sé gefið eftir varðandi hljómgæðin, eru hátalararnir mjög nettir og meðfærilegir og afar auðvelt að koma þeim fyrir eða fela þá ef þess er óskað. Fjölþættar lausnir eru í boði og þú velur samstæðuna sem hentar þér. Ýmsir stækkunarmöguleikar fyrir hendi. Bose Lifestyle eru margverðlaunuð hljómtæki sem sameina magnaðan hljóm ogstílhreint útlit. EiaDDaofLQÐcacaD iþ Heimilistæki SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 www.ht.ls Virkjanir Skoðanakönnun sú, sem staðarvalsnefnd álvers í Reyðarfirði lét gera, segir Ólafur F. Magn- ússon, virðist notuð í blekkingar- og áróðursskyni. þetta betri valkostur en fyrirhuguð Fljótsdalsvirkjun. A sama hátt þarf að skoða til hlít- ar þann möguleika að þyrma Eyja- bökkum, ef menn ætla síðar að virkja við Kárahnúka. Mögulegt er að samnýta vatnsafl bæði Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal með aðeins einu uppistöðulóni þ.e. Háls- lóni. Eru þá ótaldir aðrir virkjunar- kostir, m.a. virkjun háhitasvæða í Öxarfirði og víðar á Norðaustur- landi. En stjórnvöldum þessa lands liggur á, enda hugsa menn þar á bæ fremur um hagvöxt á þessu kjör- tímabili en náttúruverðmæti og hamingju komandi kynslóða. Þegar menn leyfa sér að tala um „hag- kvæmar virkjanir" án þess að meta fórnarkostnað náttúrunnar á eina einustu krónu er ekki nema von að illa fari. Að mínu mati er verið að valda miklu meiri náttúruspjöllum en nauðsynlegt er til að byggja upp orkufrekan iðnað á Austurlandi. Skoðanakönnun sú, sem staðar- valsnefnd álvers í Reyðarfirði lét gera, virðist notuð í blekkingar- og áróðursskyni. Henni er sérstaklega beint gegn undirskriftasöfnun Um- hverfisvina, þar sem krafist er lög- formlegs mats á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Umhverfisvin- ir hafa hvorki ráðrúm né fjármagn til að láta gera fyrir sig skoðana- kannanir í áróðursskyni. Þeim dytti heldur ekki í hug að beita slíkum vinnubrögðum Umhverfisvinir munu í samræmi við góðan málstað sinn berjast af auknum krafti fyrir því, að fram fari lögformlegt mat á umhverfis- áhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Að- eins með því móti getur ríkt sátt í stað sundrungar meðal þjóðarinnar í upphafi nýrrar aldar. Höfundur er læknir og talsmnður Umh verfisvina. Húsgögn, ljós og gjafavörur < w nj > Munið brúðargjafalistann MÖRKINNI 3 SÍMI 588 0640 • FAX 588 0641
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.