Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
-H
Mitt líf
og þitt
Mérfinnst ég alltafvera að rekast áfólk
sem krejstþess að allirgeri eins; Ijúki
námijái sérvinnu, kaupi íbúð, stofni
fjölskyldu ogskipti um bíl á hlaupári.
Æ
hvað þetta er
nú gott. Hvað
það er nú
dásamlegt að
slíta barns-
skónum í svona frjálsu landi þar
sem allt er leyfilegt og allt er
hægt. I landi þar sem allt er
þess virði að það sé prófað.
Og ekki einungis er þakkar-
vert að hrærast í jafn hvetjandi
umhverfi og Island aldamótanna
er, það er líka alveg ómetanlegt
að fá að vera af fyrstu kynslóð-
inni sem hefur enga „komplexa“
- eins og spekingarnir orða það.
Fyrstu kynslóðinni sem mér
skilst að þori og megi gera það
sem hún vill án þess að vera
íþyngt af draumum eða syndum
feðranna, kynslóðinni sem hefur
svo mikið sjálfstraust að það
hálfa myndi duga milljónaþjóð í
VIÐHORF mEef.
.... urverið
samanburði
við forvera sína tO sjávar og
sveita sé sú kynslóð sem nú
heitir ungt fólk hvergi tjóðruð í
túnfæti, hvergi bundin á klafa.
Hún hafi möguleika til þess að
mennta sig að vOd, búa þar sem
hún vill, ferðast eins og hana
lystir og flökta mOli stétta og
flokka og hjónabanda og lífeyr-
issjóða eins og hún hefur þrek
tfl. Og ég trúi þessu alveg því ég
sé þetta gerast allt í kringum
mig.
En getur samt verið að þessi
viðhorfsbreyting hafi ekki
breiðst jafnt út til allra? Eða er
frelsið kannski ekki eins hömlu-
laust og af er látið?
Nú er ég ekki að tala um há-
fleyg hugtök eins og frelsi í
lagalegum eða siðferðflegum
skilningi. Það sem ég hef í huga
er einfaldlega frelsið til þess að
velja sér sína eigin braut í því
kapphlaupi sem kallað er lífs-
hlaup. Mér finnst ég nefnOega
alltaf vera að rekast á fóik sem
ekki virðist samþykkja nein frá-
vik frá meginstraumnum. Fólk
sem krefst þess að allir geri
eins; ljúki námi, fái sér vinnu,
kaupi sér íbúð, gifti sig, eignist
börn og skipti um bfl á hlaupári.
Nú gætu einhverjir haldið að
hér væri að hefjast málsvörn
liðleskju sem einhverra hluta
vegna hefur ekki enn hunskast í
hnapphelduna. Svo er ekki því
slíkt þarf ekki að afsaka á opin-
berum vettvangi. Málið hefur
mun víðari skírskotun og nær til
ýmiss konar þrýstings sem fólk
beitir vini og vandamenn á sviði
einkalífs, oftast af helberu hugs-
unarleysi.
Eg á kunningja sem nýverið
eignaðist sitt fyrsta barn með
unnustu sinni, en þau höfðu þá
verið saman í tíu ár. Aratugur í
bamlausu sambandi var meira
en umheimurinn gat unnt þeim
og ég vil ekki ímynda mér
hversu oft parið þurfti að þola
„góðlátlegar glósur," „hvetjandi
spurningar“ eða hreinlega
ósvífna eftirgrennslan um stöðu
mála. Að lokum var kunningi
minn orðinn svo hvekktur á að
þurfa að verja val sitt að hann
svaraði því eitt sinn til að hann
væri einfaldlega ófrjór. Sá sem
spurði varð auðvitað kjaftstopp,
fór í kerfi og reyndi að afsaka
framhleypnina þar til kunningi
minn leiðrétti svar sitt. En þetta
varð spyrlinum vonandi lexía,
því þótt vel sé meint er aldrei að
vita hvenær svona tal hittir á
viðkvæma bletti.
Vinkona mín ein er orðin
þreytt á aðsúg af svipuðum
toga. Hún á fimm ára gamla
dóttur með manni sínum en hef-
ur um árabfl ekki fengið flóafrið
fyrir skyldmennum, nági'önnum
og kunningjum sem vilja vita
„hvort hún ætli nú ekki að fara
að koma með annað“. Sjálf hef-
ur hún tekið þá ákvörðun að
stýra sínum barneignum sjálf -
þar sem slíkt er mögulegt á
okkar upplýstu og frjálsu tímum
- en það virðist fólk eiga erfitt
með að skilja.
Já, svona eru vinir mínir
skrýtnir og um þá mætti áfram
ræða; ein er yfir þrítugt og enn í
háskóla, önnur er á flandri í út-
löndum og ekki búin að festa sér
íbúð, sá þriðji nálgast þrítugt og
er ekki í sambúð. Óll eru þau
orðin dauðleið á umvöndunar-
tóni ættingja í fjölskylduboðum,
en ekki síður á lúmskum skila-
boðum markaðarins. Flugfélög
veita sum hver ekki nemenda-
afslátt nema upp að ákveðnum
aldri sem oftast er í kringum
þrítugt - menn skulu nefnilega
ljúka námi á skikkanlegum
tíma. I auglýsingum um morg-
unkorn og fólksbfla eiga allir
hús, bfl, maka og tvö hlæjandi
börn - menn skulu nefnilega
hafa dug í sér til þess að koma á
fót fjölskyldu. Helst kjarnafjöl-
skyldu enda eru í auglýsingun-
um fáir barnlausir, enn færri
samkynhneigðir og þaðan af
færri eiga fimm börn eða fleiri.
Þó er slíkt fólk til og á jafnvel
bfla og borðar morgunkom.
Við þetta bætast svo tfl-
boðsauglýsingamar „tveir fyrir
einn“. Helmingsafsláttur er ekki
í boði ef einn ætlar í bíó eða ut-
anlandsferð - menn skulu nefni-
lega eiga konu eða viðhald eða
kunningja.
Ég klippti svona tilboðskort
út úr blaði um daginn og fór
með vinkonu í bíó. Þar sem ég
gekk að miðasölunni greip í mig
öldrað kona og spurði varfæm-
islega hvort ég væri nokkuð ein.
Þegar ég hristi höfuðið lá við að
hún beygði af. Þessi gamla kona
átti engan vin eða mann en hana
langaði samt að sjá bíómynd. Og
tO þess þurfti hún annaðhvort
að borga fullt verð eða safna
kjarki til að svífa á ókunnuga
mapneskju í ösinni.
Ég spurði þessa konu ekki
hvers vegna hún væri einsömul.
Ég spyr heldur ekki vini mína
hvers vegna þeir haga lífi sínu
eins og fyrr er greint. En ef ein-
hver spyr mig, í stað þess að
spyrja þá sjálfa, hvort þeir ætli
nú ekki að fara að festa ráð sitt,
eignast börn eða klára þetta
nám, þá byrsti ég mig íyrir
þeirra hönd og segi að þetta
snúist um sjálfstætt val, að fólk
eigi fullan rétt á að for-
gangsraða eins og það helst
kjósi og svo sleppi ég mér og
hrópa upp í gáttað andlitið á
þeim sem spyr að ég þoli ekki
þessa eilífu afskiptasemi sem
reynt er að dulbúa ár og síð sem
dægurspjall, spaug eða um-
hyggjusemi.
Tillögur um
Ríkisútvarpið
MORGUNBLAÐ-
IÐ hefur í tvígang birt
sömu greinina efth’
formann Starfsmanna-
samtaka Rfldsútvarps-
ins þar sem honum
verður tíðrætt um orð-
sendingar mflh mín og
menntamálaráðherra
frá því snemma árs
1998 vegna tillagna frá
vinnuhópi starfs-
manna Ríkisútvar-
psins um að stofnunin
verði gerð að hlutfélagi
í eigu ríkisins.
Tvíbirting á grein
formannsins er skýrð
með því að um mistök
hafi verið að ræða við birtingu henn-
ar í fyrra skiptið. Vera má að það
séu mistök yfirhöfuð að svona grein
skuli birt. Ekki myndi þó skaða að
birta greinina í þriðja sinn ef hún
tæki enn frekari lagfæringum, sé
það á annað borð viðleitni höfundar
að gefa almennum lesendum glögga
og rétta mynd af því hvað í umrædd-
um tillögum vinnuhópsins felst. Um
það verður reyndar efast við lestur
greinarinnar, bæði í fyrri og seinni
prentun.
Jón Asgeir Sigurðsson, formaður
Starfsmannasamtaka Ríkisútvarps-
ins, hefur áður sent frá sér skriflega
yfirlýsingu, þar sem því er haldið
fram, að „flestir yfirmenn Ríkisútv-
arpsins telji að það eigi að afnema
afnotagjöld Ríkisútvarpsins og
breyta því í einkafyrirtæki. Þetta er
alrangt. Eftir að hafa séð slíkar
staðhæfingar í skrifum formannsins
verður öllum getgátum hans um
meintan vflja eða ásetning þeirra
einstaklinga, sem hann
kýs að gera að umfjöll-
unarefni, tekið með
miklum fyrirvara af
minni hálfu.
I bréfi mínu tfl
menntamálaráðherra
dags. í maí 1998 gerði
ég grein fyrir því að
vinnuhópur innan Rík-
isútvarpsins hefði skfl-
að álitsgerð um fram-
tíðarsýn Ríkis-
útvarpsins og m.a.
fjallað um stofnun Rík-
isútvarpsins hf. í eigu
íslenzka ríkisins.
Um þetta segir orð-
RÚV
Opin umræða, segir
Markús Örn Antonsson,
um framtíðarskipulag
Ríkisútvarpsins og
tekjustofna þess er
bráðaðkallandi.
rétt á þessa leið í bréfi mínu:
„Hinn 28. nóvember 1996 skOaði
starfshópurinn, sem vann undir for-
ystu Eyjólfs Valdimarsson, þáver-
andi framkvæmdastjóra tækni-
deOdar, meðfylgjandi skýrslu tfl
útvarpsstjóra og var hún lögð fram í
framkvæmdastjóm Rfldsútvarpsins
5. desember 1996, sbr. meðfylgjandi
ljósrit af fundargerð. Þá var skýrsl-
an einnig lögð fram í útvarpsráði
hinn 13. janúar 1997, sbr. meðfylgj-
andi ljósrit af fundargerð.
Eins og fram kemur af þessum
gögnum hefur skýrslan að geyma
mjög stefnumarkandi tfllögur um
tækniþróun Rfldsútvarpsins á kom-
andi áram, dagskrárframboð, sam-
keppnisstöðu þess og breytingu á
rekstrarformi stofnunarinnar í
hlutafélag í eigu ííkisins. Um rök-
semdir fyrir hlutafélagsstofnun er
sérstaklega fjallað á bls. 3 og 4 í
skýrslu starfshópsins. Þar segir
m.a:
„Líklegt er að Rfldsútvarpið þurfi
að auka þjónustu tfl að verja hlut
sinn. Frá sjónarmiði Ríkisútvarps-
ins verða ný lög að tryggja að það
geti bragðist við nýjum, ófyrirséð-
mn aðstæðum með skjótum hætti.
Það er skoðun hópsins að það verði
best gert með því að Ríkisútvarpið
verði gert að hlutafélagi í eigu rflds-
ins. Þannig verði rekstrarlegur
sveigjanleiki best tryggður.
Undirritaður telur að hér hafi
verið hreyft svo þýðúigarmiklu
máli, að því beri hér með að vísa tO
umfjöllunar hjá stjómvöldum í
tengslum við endurskoðun útvarps-
laga, sem lengi hefur staðið yfir.
Hið fyrsta þai’f að taka afstöðu tO
framþróunar Ríkisútvarpsins í ljósi
yfirvofandi tæknibyltingar og skfl-
greina framtíðai’hlutverk þess og
þjónustusvið í framtíðinni. I tfllög-
um starfshópsins er vakið máls á
mörgum athyglisverðum nýmælum
um eflingu Ríkisútvai’psins og
bætta þjónustu þess við landsmenn
með auknu dagskrárframboði. TO
að styrkja stöðu þess í vaxandi sam-
keppni er tillagan um hlutafélags-
stofnun fram komin. Þekkt er
Markús Örn
Antonsson
Skattur á lífeyri
aldraðra
NÚ hefur það skeð
að loforð liggur fyrir
að leiðrétta eigi það
misræmi og óréttlæti
að hjón og sambýlis-
fólk njóti ekki þeirra
sömu skattleysis-
marka, sem tveir ein-
staklingar njóti við út-
reikninga skatta og
útsvars, heldur er
dregið 20% af vegna
maka, sem fær aðeins
80% frádrags af því
sem aðrir í þjóðfélag-
inu fá.
Nú hafa borist tíð-
indi um að jafna eigi
þennan mismun, þannig að jafn-
ræði og misvægi sé aflétt í áfóng-
um á 3-4 árum. Er það ánægjulegt.
En það er annað misræmi sem laga
þarf og það er skattlagning á elli-
lífeyri frá lífeyrissjóðum. Lífeyrir-
inn er reiknaður út í samræmi við
þá upphæð sem við höfum greitt
mánaðarlega, flestir í áratugi.
Fj ármagnsskattur
Fyrir 3 árum var farið að leggja
á fjármagnstekjur 10% skatt!
Þetta fór tdtölulega létt í fram-
kvæmd og ekki mikil mótmæli.
Mér kom þá í hug hvort ekki
væri sanngjarnt að þeir sem
greiddu samviskusamlega í lífeyr-
issjóði og borguðu nú alit að 40% af
sínum tekjum í skatt meðan aðrir
sem hefðu komið að sér undan að
greiða í lífeyrissjóði, en lagt fé sitt í
ávöxtun á annan hátt (skuldabréf,
hlutabréf o.s.frv.) greiddu 10% í
ávöxtun þar. Við fengum lífeyris-
sjóði til að láta gera úttekt og út-
reikning á hlutaskiptingu hvaðan
útgreiddur lífeyrir
væri kominn: frá mán-
aðargreiðslu okkar,
sem við greiddum
lengst af ekki skatt af
og hins vegar ávöxtun
þess fjár í sjóðum líf-
eyrissjóðs stéttarfé-
lags okkar.
Samkvæmt útreikn-
ingi Bjama Þórðar-
sonar trygginga-
stærðfræðings var
niðurstaðan þessi:
„Við skoðun ellOíf-
eyristryggingu, sem
25 ára gamall maður
tekur og greiðir fast
iðgjald til 65 ára aldurs, en þá tek-
ur hann ellilífeyri til æviloka.
Skiptingin í vaxtagreiðslur og ið-
gjöld verða þá þessi m.v. forsendur
um raunávöxtun:
Niðurstöður era þær að 33%
greidds lífeyris kæmi frá mánaðar-
legu greiðslum okkar í mörg ár, en
67% frá ávöxtun fjársins.
Vextirnir vega þyngst fyrstu ár;
in en síðan dregur úr vægi þein-a. í
séreignarsjóðum, þar sem innust-
æðan er greidd út á 10 áram, nema
vextirnir lægra hlutfalli af greiðsl-
um.“
Við höfum því fyrir okkur að um
2/3 hluti lífeyris kemur frá ávöxtun
fjársins á vegum vel rekinna lífeyr-
issjóða og verða að teljast fjár-
magnstekjur. Hér er miðað við til-
tölulega lága ávöxtun, því ætti að
greiða 10% fjármagnsskatt af þeim
hluta, en ekki tæp 40% eins og er
nú. Við í Félagi eldri borgara höf-
um rætt þetta mál við marga ráð-
herra og ekki fengið jákvæð svör
en heldur ekki afsvar. Okkur er
Réttlæti
Um 2/3 hlutar lífeyris,
segir Páll Gíslason,
koma frá ávöxtun
fjárins í vel reknum
lífeyrissjóðum.
ljóst að ýmisleg atriði era, sem þarf
að athuga samkvæmt útreikningi á
öllum lífeyri frá lífeyrissjóðum.
Hér er ekki um þá svimandi upp-
hæð að ræða eins og halda mætti
fyrir ríkissjóð.
En þetta er augljóst réttlætis-
mál, því að auðvitað eigi allir að
vera jafnir fyrir lögum, ekki síst við
skattlagningu.
Nú ætlar ríkisstjómin að leið-
rétta rétt hjóna og sambýlisfólks
hvað skattleysismörk snertir á 4
árum. Mér hefur því dottið í hug
hvort ekki væri hægt að nota sömu
aðferð til að leiðrétta álagningar-
prósentu á lífeyri eftirlaunafólks
þannig að að við greiddum rétti-
lega eins og aðrir, tæplega 40%
skatt af 1/3 greiðslunni, en 10%
fjármagnsskatt af 2/3 hluta sem er
ávöxtun inneignar okkar í lífeyris-
sjóðum.
Hér er réttlætismál, sem mætti
leysa á sama hátt og skattlagningu
hjóna - þ.e.a.s. gera 3 eða 4 ára
áætlun, sem leiðrétti þann mismun
sem er í dag. Ég held að þetta gæti
verið lausn, sem báðir aðOar gætu
sætt sig við.
Höfundur er læknir.
Páll Gíslason
1