Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 13 FRÉTTIR HREYFITAUGUNGAHRÖRNUN eða MND/ALS er alvarlegur sjúkdómur sem einkennist af vöð- varýrnun og vaxandi lömunum, sem draga hinn veika til dauða á þremur til fimm árum. Hérlendis eru að meðaltali 15-20 manns með sjúkdóminn hérlendis sem er svipað og gerist víða erlendis að teknu tilliti til fólksfjölda. Lítið er vitað um orsakir MND og hann virðist í meginatriðum leggjast tilviljunarkennt á fólk. Þó er vitað að hann erfist í 5-10% tilvika. Ekki er til lækning við sjúkdómnum en fyrir nokkrum árum kom á markað lyf sem hæg- ir talsvert á gangi hans eða um verið þekktur fyrir að haga málum sínum þannig að íslensk fræði þynnist út og kennsla í íslenskum bókmenntum verði keppni um hver sé bestur að tjá sig á ensku um það fágæti sem ís- lenskar bókmenntir og menning eru þrátt fyrir allt. Þá fer að vakna spurning_ um það hvernig Island stendur gagnvart heiminum. Staða Reykjavíkur gagnvart heim- inum verður þá kannski svipuð og landsbyggðarinnar gagnvart Reykjavík." I fyrirlestri Kristjáns kemur fram að hann telur að ekki sé nein trygging fyrir því að áhugi og for- vitni fræðimanna leiði þá til að rannsaka íslensk fræði. Hann seg- ir að miðað við þá alþjóðahyggju sem ríki í Háskólanum teljist það ólíklegt að rannsóknir og kennsla í íslenskum fræðum muni eflast á næstunni. Hann vitnar í þessu sambandi aftur til þess að nem- endafjöldi í almennum greinum heimspekideildar og erlendum greinum hafi stóraukist í hlutfalli við íslensku. „Hér er nauðsynlegt að hyggja að stefnumótun til langs tíma frekar en að treysta á alræði markaðarins eða hið akademíska frelsi,“ sagði Kristján. Menntun sem söluvara Kristján talaði einnig breytta skilgreiningu menntunarhugtaksins. Hann sagði mælikvarð- ana hafa breyst í átt til nytsemdarsjónarmiða. „Ef það er rétt greint hjá mér að mennta- stefnan sem nú er uppi sé ny- tsemdarstefna, þá er það alveg rökrétt, sem virðist æ algengara að litið sé á menntun sem söluvar- ning. Nú á tímum virðast menn í auknum mæli kaupa sér menntun- ina í þeirri von að geta síðar selt hana með hagnaði. Menntunin er þá ekki markmið i sjálfu sér held- ur tæki til að ná ein- hverjum öðrum markm- iðum,“ sagði Kristján. Markaðsfrelsi í menntunarmálum var einnig umtalsefni í fyr- irlestri Kristjáns. Hann tók fram að Háskólinn fær nú greitt eftir fjölda nemenda sem innritast til prófs í þeim greinum sem boðið er upp á. Hann benti á að hægt væri að halda því fram að markaðurinn ráði miklu um stefnumótun Háskólans. „Fari markaðurinn fram á rannsóknir og kennslu í íslensku máli mun Há- skóli Islands að sjálfsögðu reyna að bjóða þann vaming, en ef ekki er eftirspurn eftir honum þýðir auðvitað ekki að bjóða hann fram í viðskiptum. Hér ríkir með öðrum orðum markaðsfrelsi," sagði Kristján. Kristján ítrekaði mikilvægi þess að Háskólinn mótaði skýrari stefnu í málefnum íslensku og ís- lenskra fræða. „Ef íslensk tunga og menning legðust af yrði ísland ekki miðja heldur jaðar. Islending- ar vilja vafalaust að land þeirra verði miðja fyrir þá og Háskóli ís- lands og aðrir íslenskir háskólar hljóta því að vera veigamikið afl í því að skapa þá miðju sem hér verður að vera.“ Það var Islensk mál- nefnd sem stóð að mál- ræktarþinginu í sam- vinnu við Samtök móðurmálskennara og Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Islands. Þetta var í fjórða sinn sem málræktarþing vegna dags íslenskrar tungu var haldið. Er mennta- stefnan nytsemdar- stefna? um Er menntun ekki markmið í sjálfu sér held- ur tæki? 15-20 manns hérlendis eru haldnir alvarlegum sjúkdómi sem kallast MND eða hreyfítaugungahrörnun Leggst yfírleitt til- viljanakennt á fdlk Kolbrún Geirsdóttir hefur langa reynslu af rekstri mötuneyta á virkjanasvæðum. Jóhann G. Bergþórsson, staðarstjóri við Vatnsfellsvirkjun. Bessi Sveinsson (t.v.) og Óskar Helgason eru liðtækir í billjarð eins og margir starfsmenn við virkjunina. í þungum þönkum við skákborðið, en margir nota frí- stundir til að tefla eða taka í spil. Grétar Guðmunds- son taugalæknir ustu ár hafa verið gerðar tilraunir með önnur lyf með mismunandi verkunarmáta en ekkert þeirra er enn komið á markað. Þá er verið að prófa ýmsa meðferðarmögu- leika eða leiðir fyrir lyfin inn í taugakerfið," segir Grétar og bætir við að það hafi komið í ljós að sjúklingar haldnir þessum sjúkdómi séu tilbúnir til að prófa nánast hvað sem er. Meðhöndlun sjúklinga sem haldnir eru MND er einna helst vönduð umönnun. Flestir þeirra dveljast mestan hluta veikindanna utan sjúkrahúss með vaxandi að- stoð ættingja, vina og heilbrigðis- kerfisins. Að sögn Grétars var slík aðstoð lengi nokkuð tilviljana- kennd og oft erfitt fyrir hinn veika að finna hana og nálg- ast. Fyrir rúmum fjórum árum var til reynslu hafin starf- semi MND-göngu- deildar við tauga- lækningadeild Land- spítala og fyrir tæpum tveimur árum var MND-teymi Landspítala stofnað til að sinna þessu vandamáli betur. MND-teymi Land- spítalans hefur sinnt þeim sjúklingum sem haldnir eru sjúkdómnum í mis- mikilli samvinnu við aðra aðila svo sem heilsugæslu, heimahjúkrun, heimilishjálp, heimahlynningu Krabbameinsfélagsins, Karitas, hjálpartækjamiðstöðina og MND- félagið. Andlegur undirbúningur mikilvægur í MND-teymi Landspítalans starfa sérfræðingar á öllum svið- um. í því eru sjúkraþjálfari, iðju- þjálfari, talmeinafræðingur, sál- fræðingur, næringarráðgjafi, prestur, félagsráðgjafi, tauga- læknir, hjúkrunarfræðingar, tal- meinafræðingur, taugasálfræð- ingur og fulltrúi MND-félagsins. „MND-sjúklingar og fjölskyld- ur þeirra hafa þannig einn stað til að leita til um aðstoð. Þeir geta þegar vandamálin koma upp eitt af öðru með æ styttra millibili leitað til þess í teyminu sem þeir telja að helst geti aðstoðað hverju sinni. Urlausnin getur síðan verið margskonar í takt við þann mikla fjölda fylgikvilla og líkamlegra, andlegra og félagslegra vanda- mála sem beint og óbeint fylgja hreyfitaugungahrörnuninni. Tals- vert er meðal annars um innlagnir til rannsókna, leit að meðferð, samstillingu meðferða og með- ferðaraðila og hvfld á taugalækn- ingadeild og líknardeild Land- spítalans," segir Grétar. Grétar bendir á að mikilvægast sé að sjá fyrir þróunina hjá hverj- um sjúklingi og undirbúa hann undir hana. Til dæmis sé mikil- vægt að sjá fyrir hvenær viðkom- andi þurfi staf, göngugrind eða hjólastól svo hægt sé að undirbúa hann undir það andlega, því fyrst í stað vilji fólk oft ekki nýta sér hjálpartæki af þessu tagi. Hann segir að einnig sé mikilvægt að gefa sjúklingum upplýsingar um sjúkdóminn og áhrif hans á réttan hátt og það sé mjög vandasamt verk. MND-teymið sé þó að verða mjög þjálfað og öruggt í að veita slíkar upplýsingar og hjálpa öðr- um við að sinna þeim sem þjást af hreyfitaugungahrörnun sem allra best. MND eða hreyfítaugungahrörnun er sjúk- dómur sem leggst tilviljanakennt á fólk og getur dregið sjúklinga til dauða á 3-5 árum. Grétar Guðmundsson taugalæknir sagði Rögnu Söru Jónsdóttur frá helstu einkenn- um MND og hvernig meðhöndlun þessa ólæknandi sjúkdóms er háttað. 25%. Algengast er að fólk greinist með sjúkdóminn á milli fimmtugs og sextugs, en þó má finna dæmi þess að mun yngra fólk fái hann. Grétar Guðmunds- son taugalæknir hefur fengist við rannsókn og umönnun MND- sjúklinga hér á landi og er hann einn af tólf starfsmönnum á Landspítala með mis- munandi sérhæfingu sem mynda MND- teymi sjúkrahússins og annast sjúklinga með sjúkdóminn. Að sögn Grétars kemur sjúkdómurinn fram við að svokallaðir hreyfitaugungar skemmast. Hreyfitaugungar eru þær frumur í taugakerfinu sem mestu skipta um stjórn hreyfinga. Hreyfitaug- ungar eru í meginatriðum tvenns konar og kallast efri og neðri hreyfitaugungar. Fyrstu einkenni eru erfiðleik- ar með ákveðnar hreyfingar „Þeir leiða boð frá heila og mænu til allra þverrákóttra vöðva líkamans, en það eru þeir vöðvar sem lúta vilja okkar. Ef hreyfi- taugungarnir skemmast þá skemmast jafnframt vöðvar líka- mans sem þeir eiga að bera boð til. Einungis örfáir hreyfitaug- ungar og vöðvar sem þeir stýra skemmast lítið eða ekkert en þeir stjórna augnhreyfingum og að nokkru þvaglátum og hægðum. Á lokastigi sjúkdómsins koma fram vaxandi örðugleikar við allar hreyfingar og þá meðal annars við að tala, tyggja, kyngja og anda og það er öndunarlömun sem venju- lega dregur MND-sjúklinginn til dauða,“ segir Grétar. Fyrstu sjúkdómseinkenni koma gjarnan fram með þeim hætti að viðkomandi verður var við að hann hefur minni stjórn á ákveðn- um líkamshluta, til dæmis hendi eða fæti. Einkennin geta einnig komið fyrst fram í talfærunum, þá verður viðkomandi var við að hann á erfiðara með að syngja, tala eða tyggja. Síðan fer lömunin vaxandi og einkennanna fer að gæta víðar og að lokum um allan líkamann. Oftast líða 3-5 ár þar til lömunin er orðin alger. Nýtt lyf hægir á gangi sjúkdómsins Að sögn Grétars er engin lækn- ing til við þessum sjúkdómi. „Fyr- ir nokkrum árum kom á markað- inn lyf sem hægir um 25% á gangi sjúkdómsins að jafnaði. Lyfið dregur úr áhrifum glutamats sem er örvandi boðefni í miðtaugakerfi og er talið virka með því að minnka álag á taugafrumur. Það kjósa nánast allir sjúklingar að fá lyfið. Þó vill einn og einn ekki nota það eða þolir það ekki. Síð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.