Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson Hestaútflutningur til Þýskalands Kæra fyrir tollsvik lrkleg’ LÍKLEGT er að hestaútflytjendur á íslandi verði kærðir fyrir tolisvik vegna flutnings íslenskra hesta til Þýskalands. Rannsókn málsins lýtur fyrst og fremst að folsun á tollskýrsl- um þar sem miklu lægra verð er gef- ið upp í skýrslunni en hið raunveru- lega söluverð að sögn Wolfgangs Duddas, tollarannsóknarmanns frá Þýskalandi. Dudda var hér á landi í síðustu viku til að kynna yfirvöldum gögn í viðamikilli rannsókn sem farið hefur fram á vegum þýskra toUayfirvalda. Samkvæmt heimUdum Morgun- blaðsins hefur oft verið um að ræða 200-300% mun á því verði sem er gefið upp á tollskýrslum og raun- verulegu söluverði hestanna. Dudda segir að þau sönnunargögn sem hann hafi safnað í rannsókn sinni séu mjög sterk og auðvelt verði að sak- fella þá sem verði ákærðir. „Þessi viðskipti hafa alla tíð verið mjög skipuleg og það hjálpar við rann- sóknina. Útsendarar þýskra hrossa- ræktunarmanna eru sendir tU ís- lands og hér kaupa þeir hestana og borga undir borðið með þýskum mörkum. Síðan eru hestarnir sendir til Þýskalands og þar eru þeir seldir á margföldu verði.“ Dudda segir að mörgum hafi komið á óvart hversu viðamildl rannsóknin á málinu hafi verið. „Islensk yfirvöld hafa sennilega ekki áttað sig á hversu umsvifamikU og algeng þessi tollasvik eru. Eg hef leyfi til að rannsaka þessi mál tíu ár aftur í tímann og ég get fuUyrt að þegar farið er yfir gögn um sölu íslenskra hesta tU Þýskalands eru meiri líkur á að finna fjögurra laufa smára en tollskýrslur þar sem rétt söluverð á hestum er gefið upp. Þannig að það eru gríðarlegar fjár- hæðir sem hefur verið skotið undan í báðum löndum.“ ■ Lægra verð/10 Grjótvörn úr loðnunót VIÐ Vatnsfell hefur risið nærri 170 manna þorp í 500 metra hæð yfír sjó, vinnubúðir fyrir þá sem starfa við undirbúning Vatnsfells- virkjunar. Til að verja híbýlin grjótkasti sem drifið getur yfir búðirnar í því hávaðaroki sem stundum verður við Vatnsfell var brugðið á það ráð að leggja nót yfir nálægan malarkamb. ■ Nærri 170/12 ---------------- Flugleiðir lækka umboðs- laun til ferða- skrifstofa FLUGLEIÐIR hafa tilkynnt lækk- un á umboðslaunum til ferðaþjón- ustuaðila úr 9% í 7%, sem jafngildir um 22% lækkun. Breytingin tekur gildi 1. febrúar á næsta ári. Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar- og stjómunarsviðs Flugleiða, segir að kostnaður við '4»*fölu og dreifingu á þjónustu fyrir- tækisins sé hátt í 20% af heildar- kostnaði og lækkunin sé liður í því að lækka þennan kostnað. Helgi Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar, segir óhugsandi að vinna í slíku rekstrarumhverfi og geta jafnvel átt von á einhliða tilkynningu um enn frekari lækkun umboðslauna. í ljósi þessa ætlar fyrirtækið að kanna ítarlega alla möguleika á að bregðast við þessum nýju aðstæð- um og kemur þar m.a. til greina að JjLiórauka framboð eigin flugsæta til ~ lándsins og frá og skapa grundvöll fyrir auknu áætlunarflugi. Helgi segir það lífsnauðsynlegt að samkeppni ríki í flugi og Sam- vinnuferðir-Landsýn muni ekki láta skáka sér út af markaðnum með þessum hætti. I Samvinnuferðir/20 Vátryggingasvik hér á landi talin vera 5-10% af bótakröfum Eru á bilinu hálfur til einn milljarður á ári HEILDARKOSTNAÐUR við vátryggingasvik hér á landi gæti verið á bil- inu 500 milljónir króna til 1.000 milljónir króna á ári hverju að því er fram kemur í niðurstöðum starfshóps Sambands íslenskra tryggingafélaga sem hafði það verkefni að meta umfang vátryggingasvika hér á landi. Niðurstöð- ur starfshópsins benda með öðrum orðum til þess að vátryggingasvik á Is- landi í víðum skilningi þess orðs komi við sögu í um 5% til 10% bótakrafna og að um 5% til 10% bótagreiðslna félaganna séu umfram það sem réttmætt sé. Um 60% af því megi rekja til ökutækjatrygginga. Til samanburðar benda athuganir á hinum Norðurlöndunum til þess að vátryggingasvik komi við sögu í um 10% bótakrafna og að um 10% bótagreiðslna félaganna séu umfram það sem réttmætt er. Islensk vátryggingafélög eins og önnur norræn félög eru um þessar mundir að efla enn frekar eftirlitsþátt sinn og skráningu með það að markmiði að minnka vátryggingasvik. Morgunblaðið/Kristinn Nýr tónlistarskóli í Garðabæ LOKAHOND er nu lögð a vinnu við nýjan tónlistarskóla í Garða- bæ og voru iðnaðarmenn í gær að reka smiðshöggið á vcrkið. Skólinn er til húsa við Kirkju- lund. Starfsmenn voru þá að festa mður stolana í tonlistarsal skólans, þeir Flosi Valgarðsson (t.v.) og Gfsli Jónsson og tóku þá einn af öðrum föstum tökum. Skólinn verður vígður næstkom- andi föstudag. Fyrrgreindar niðurstöður koma fram í nýlegri norrænni skýrslu sem ber heitið Forsikringssvindel i Nord- en eða Vátryggingasvik á Norður- löndunum og var unnin á vegum nor- rænu vátryggingasambandanna. Vinnan við skýrsluna hófst vorið 1998 en þá voru settir á laggimar vinnuhópar á öllum Norðurlöndun- um fimm, auk sérstaks sameiginlegs vinnuhóps, sem kom að verkefninu ásamt framkvæmdastjórum vá- tryggingasambandanna. Um 2% viðurkenna að hafa gefið rangar upplýsingar I tengslum við gerð skýrslunnar var ákveðið að ráðast í skoðanakönn- un um vátiyggingasvik sem að svo komnu máli náði einungis til Noregs. I niðurstöðum skoðanakönnunarinn- ar, sem framkvæmd var af Norsk Gallup í janúar 1999, kemur m.a. fram að yfir 80% aðspurðra telji vá- tryggingasvik alvarlegt eða frekar alvarlegt brot og alvarlegri háttsemi en að stela reiðhjóli eða búðarhnupl. Þó voru innbrot og ölvunarakstur talin alvarlegri en vátryggingasvik. Aldurshópurinn 35 til 49 ára leit hins vegar alvarlegri augum á vátrygg- ingasvik en bæði eldri og yngri ald- urshópamir. Fjórir af hverjum tíu Norðmönnum á aldrinum 15 til 30 ára sjá þó lítið eða ekkert athugavert við vátryggingasvikin. Þegar spurt var hvað svarendur teldu að margir gæfu upp rangar upplýsingar við kröfugerð um vá- tryggingabætur svaraði helmingur aðspurðra að um eða undir 20% gerðu slíkt. Þeir með lægri tekjur og þeir sem voru yngri að árum töldu þó að vátryggingasvik væru um- fangsmeiri en þetta og útbreidd. Um 18% aðspurðra sögðust þekkja ein- hvem, sem hefði gefið rangar upp- lýsingar vegna vátryggingabóta- kröfú, og þar af svaraði helmingur- inn því til að hann vissi um eitt tilvik og þriðjungur um tvö tilvik. Fjár- hæðir sem svarendur töldu að ein- staklingar hefðu af félögum væru að- allega í kringum þúsund norskar krónur, um tíu þúsund íslenskar krónur, eða lægri. Um 2% aðspurðra svöraðu þeirri beinu spumingu ját- andi að þeir sjálfir hefðu gefið rang- ar upplýsingar vegna vátrygginga- bótakröfu. „A vátryggingafélögunum hvílir siðferðileg skylda að draga úr vá- tryggingasvikum með öllum tiltæk- um og löglegum aðferðum, þar sem augljóst er að kostnaður vegna vá- tryggingasvikanna lendir að endingu á hinum heiðarlega í formi hærri ið- gjalda en ella.“ 1.108 feður í fæðing- arorlof 1.108 feður fengu greidd feðra- laun frá Tryggingastofiiun á síðasta ári, en 1. janúar 1998 tóku gildi lög sem veittu feðr- um tveggja vikna sjálfstæðan rétt til töku feðraorlofs. 5.004 konur fengu hins vegar greitt fæðingarorlof frá Trygginga- stofnun. Mæðurnar fengu 1.396 milljónir í fæðingarstyrk og fæðingarlaun, en fæðingar- orlof mæðra er sex mánuðir og í vissum tilvikum lengra. Fæð- ingarstyrkur þeirra feðra sem tóku fæðingarorlof í tvær vikur nam samtals 18 milljónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.