Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bankaviðskipti í gegnum GSM-símann Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Kristbjörn Óli Guðmundsson, formaður Slysavarnafélagsins - Landsbjargar, kannar hvort fyrsta aðgerð bankans hafí heppnast en hún fólst í 100.000 króna styrk Landssímans sem Þórarinn V. Þórarinssson, vinstra megin við Kristbjörn, millifærði af reikningi LÍ. Halldór J. Ámason, sparisjóðsstjóri SPK, er lengst til vinstri en Hildur Grétarsdóttir, markaðsstjóri SPK, fylgist með sposk á svip hægra megin á myndinni. Óháð stund og stað OPNAÐUR hefur verið svonefndur GSM-banki í samstarfi Símans GSM, Sparisjóðs Kópavogs (SPK) og Smartkorta ehf. Um er að ræða nýjung í bankaviðskiptum á íslandi en viðskiptavinum SPK gefst með GSM-bankanum kostur á að stunda margvísleg bankaviðskipti í gegnum GSM-farsíma. GSM-bankinn var kynntur á blaðamannafundi í gærdag. Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýs- inga- og kynningarmála LI, setti fundinn en síðan skýrðu Magnús Ögmundsson, framkvæmdastjóri farsímasviðs LI, Halldór J. Ama- son, sparisjóðsstjóri SPK, og Hildur Grétarsdóttir, markaðsstjóri SPK, notkunarsvið bankans. Bankinn var síðan opnaður form- lega þegar Þórarinn V. Þórarins- son, forstjóri Landssímans, fram- kvæmdi fyrstu millifærsluna í GSM-bankanum. Fyrsta færslan var stuðningur Landssímans við Slysavarnafélagið Landsbjörgu, 100.000 krónur, eða 1 króna fyrir hvem GSM-notanda. Kristbjöm Óli Guðmundsson, formaður Lands- bjargar, tók við styrknum og notaði síðan GSM-bankann til að kanna hvort færslan hefði ratað rétta leið inn á reikning Landsbjargar. Margvíslegar aðgerðir mögulegar í GSM-bankanum er m.a. hægt að millifæra á eigin reikning, reikn- ing annarra eða á smartkort. Þá er hægt að greiða gíró- og greiðslu- seðla og fá yfirlit yfir stöðu og færslur bankareikninga, greiðslu- korta og smartkorta. Einnig er hægt að fá upplýsingar um gengi gjaldmiðla og vísitölur og fletta upp í símaskrá. Fram kom í máli Magn- úsar að mikil áhersla hefði verið lögð á öryggi bankaviðskipta og sagði hann að hvers konar svindl væri því sem næst útilokað. GSM-bankinn byggist á sérstakri tækni („SIM Toolkit") en í stað venjulegs símakorts er notað sér- stakt gagnakort sem gengur í flesta nýlega GSM-síma sem komið hafa á markað á árinu. Þeir sem eru í við- skiptum hjá SPK og Símanum GSM geta fengið gagnakortið afhent ókeypis í skiptum fyrir símakortið. Þá mun hann bjóða viðskiptavinum sínum síma, sem taka gagnakort, á sérstöku tilboðsverði fram til 1. febrúar. Þeir sem fá sér GSM- banka fyrir þann tíma þurfa ekki að greiða stofngjald í Heimabanka SPK sem GSM-bankinn tengist. I lok fundar sagði Þórarinn að með GSM-bankaviðskiptum væri Landssíminn að endurvekja gamalt slagorð fyrirtækisins, „Síminn spar- ar sporin“, en með þeim væri hægt að stunda bankaviðskipti óháð stund og stað. Hann sagði að þótt SPK væri fyrsti bankinn sem tæki upp samstarf um GSM-banka við Símann GSM þættist hann viss um að ekki liði á löngu áður en fleiri bankastofnanir fylgdu í kjölfarið. Alyktun Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra Yilja heils- ársveg að Dettifossi FE RÐAMÁLASAMTÖK Norð- urlands eystra hvetja stjórnvöld til að leggja fram aukið fé til markaðssetningar á ferðamögu- leikum landsbyggðarinnar og tryggja áframhaldandi rekstur innanlandsflugs á Reykjavíkur- flugvelli. Þá skora samtökin á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir því að gerður verði heilsársvegur að Detti- fossi og Jökulsárgljúfrum. Þetta er meðal ályktana sem samtökin samþykktu á aðal- fundi sínum fyrir skömmu. Samtökin telja að stjórnvöldum beri að leggja fram aukið fé til markaðssetningar á ferðamögu- leikum landsbyggðarinnar til mótvægis við það fé sem varið er til markaðssetningar á höfuð- borgarsvæðinu og nágrenni þess. Samtökin skora á ferða- málayfirvöld að koma í veg fyrir þann málflutning sem verið hef- ur uppi, að sögn samtakanna, að allt hótelpláss á landinu sé upp- bókað yfir vor- og haustmánuð- ina. Það sé ekki rétt þar sem hótel og gististaðir á lands- byggðinni standi nánast auð á sama tíma. Vilja halda Reykjavíkurflugvelli Samtökin skora á stjórnvöld að tryggja áframhaldandi rekst- ur innanlandsflugs á Reykjavík- urflugvelli og að endurbótum á vellinum verði flýtt svo honum verði komið í viðunandi horf á næstu árum. Samtökin telja æskilegt að flug milli Reykja- víkur og landsbyggðarinnar verði eflt á næstu árum í tengsl- um við aukna umferð ferða- manna út á land. Þá skora sam- tökin á flugmálayfirvöld og flug- félög að hefja beint millilanda- flug til Akureyrar og Egils- staða. „Til þess að ferðaþjónust- an vaxi og dafni er mikilvægt að fá farþegana beint hingað norð- ur og austur. Við viljum að hér verði gerð fullnægjandi aðstaða til þess að unnt verði að taka á móti erlendum gestum,“ segir Asbjörn Björgvinsson, ritari samtakanna. Samtökin skora á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir því að hafnar verði framkvæmd- ir við heilsársveg að Dettifossi og Jökulsárgljúfrum. „Það yrði eitt mesta framfaraspor sem stigið yrði í ferðaþjónustu hér á svæðinu. Það myndi skapa auk- in tækifæri fyrir ferðaþjónustu- fólk á svæðinu til þess að byggja upp ferðamennsku á veturna og haustin og vorin. A þeim tímum er bæði ódýrt hótelpláss í boði og langferðabílar cru vannýtt- ir,“ segir Ásbjörn. Samtökin lýsa jafnframt yfir stuðningi við Bjarnarflagsvirkj- un, að undangengnu mati á um- hverfísáhrifum. „Ef virkjunin verður samþykkt af skipulags- stjóra þá styðjum við fram- kvæmd við hana. Við sjáum þar sóknarfæri og teljum að þar verði hægt að bjóða ferðamönn- um að skoða hvernig við nýtum jarðhitann með skoðunarferð í virkjuninni og einnig verður hægt að byggja upp baðstað við blátt lón sem þegar hefur myndast á svæðinu," segir As- björn. ORKUFREKURIÐNAÐUR OG ATVINNUMÁL Framsóknarflokkurinn boðar fund um ORKUFREKAN IÐNAÐ OG ATVINNUMÁL dagana 24. og 25. nóvember. Fundirnir hefjast allir kl. 20.30 og verða haldnir á eftirtöldum stöðum: Um 160 manns á aukalandsþingi Frjálslynda flokksins Frumvörp um físk- veiðisljórn lög*ð fram á Alþingi á næstunni Akureyri, Fosshótel KEA Miðvikudaginn 24. nóvember kl. 20.30. Ræðumenn: Finnur Ingólfsson, iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður, Jón Kristjánsson, alþingismaður. Reykjavxk, Grand Hótel Miðvikudaginn 24. nóvember kl. 20.30. Ræðumenn: Halldór Asgrímsson, utanríkisráðherra, Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður, Hjálmar Árnason, alþingismaður. Egilsstaðir, Hótel Valaskjálf Fimmtudaginn 25. nóvember kl. 20.30. Ræðumenn: Finnur Ingóifsson, iðnaðarráðherra, Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður. Fundir eru opnir og er allt áhugafólk hvatt til þess að mæta. Framsóknarflokkurinn SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að auka- landsþing Frjálslynda flokksins um helgina hafi verið afskaplega ánægjulegt en að sögn fram- kvæmdastjóra flokksins, Margrétar Sverrisdóttur, voru um 160 manns á þinginu þegar mest var. Sverrir seg- ir að vel hafí legið á mönnum og að almenn bjartsýni hafi ríkt á þinginu þrátt fyrir lélega útkomu flokksins í nýlegum skoðanakönnunum. „En það létu menn ekkert á sig fá og telja að við höfum náð fótfestu og munum geta notfært okkur það,“ segir Sverrir. Aðspurður hvað helst hafí verið til umfjöllunar á þinginu nefndi Sverrir að sjálfsögðu sjávarútvegsmálin en að öðru leyti ræddu menn „hinar al- varlegu horfur í verðþróunarmálum á íslandi og hnykktu mjög á eindreg- inni stefnu í umhverfismálum", segir Sverrir. „En almennt má segja að þarna var á þröngum fundartíma stiklað á öllu því sem höfuðmáli skiptir í okkar búskap.“ í ályktun þingsins um sjávarúh vegsmál segir m.a. að afnema beri sem fyrst úr lögum kvótabrask og sjálftöku kvóta með svokallaðri teg- undatilfærslu og segir Guðjón A Ki’istjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, að hann hyggist á næstunni leggja fram þrjú lagafrumvörp á Al- þingi sem miði m.a. að þessum breyt- ingum, þ.e.a.s. sem miði að afnámi tegundatilfærslu og kvótabrasks. I lok ályktunarinnar um sjávai’út- vegsmál segir hins vegar að náist ekki fram breytingar á núverandi fiskveiðistjórn á Alþingi íslendinga eða á annan lýði’æðislegan hátt verði leitað allra leiða með málsóknum, ef nauðsyn beri til, innan lands sem ut- an, til „þess að hnekkja þessu kerfí ójafnræðis og siðleysis", eins og seg- ir í ályktuninni. Island undirriti Kyoto-sáttmálann í lok aukalandsþingsins á sunnu- dag var afgreidd stjórnmálaályktun og segir þar m.a. að landsþingið telji að ítrustu aðgæslu þurfi að beita í kjarasamningum sem bíða á næsta leiti, þar sem verðbólga bitni harðast á þeim sem minna mega sín. „Óhjá- kvæmilegt er að bæta verulega kjör hinna lægstlaunuðu, öryrkja, aldr- aðra og barnafólks. Það er hinu auð- uga íslenska þjóðfélagi til vansa hvernig þeir eru leiknir með sköttum á þurftarlaun og tekjutengingum líf- eyi’is og barnabóta. í sjálfu góðær- inu hefur þessi fjölmenni hópur þegnanna með öllu gleymst.“ I stjórnmálaályktun þingsins um umhverfísmál segir m.a. að Frjáls- lyndi flokkurinn vilji hafa sjálfbæra iandnýtingu, landvernd og land- græðslu að leiðarljósi. Þá skulu óbyggðir Islands, þar með talið há- lendið, vera sameign íslensku þjóð- arinnar. I ályktuninni er sérstök at- hygii vakin á nýjum viðhorfum til verndar hafsbotni sem hljóti að hafa gagnger áhrif á nýtingu fiskimið- anna í framtíðinni og að lokum er hvatt til þess að ísland undirriti Kyoto-sáttmálann þegar í stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.