Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Nefnd um tekjustofna í stað söfn- unarkassa í ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGU sem lögð hefur verið fram á Alþingi er lagt til að ríkisstjórn verði falið að skipa nefnd sem geri tillögur um leiðir til fjáröflunar fyrir Háskóla Islands, Rauða krossinn, SÁA og Slysavarnafélagið Landsbjörg sem komið geti í stað tekna af rekstri söfnunarkassa. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfíngarinnar - græns framboðs, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en meðflutningsmenn eru þingmenn úr öllum öðrum flokkum sem fulltrúa eiga á þingi; þeir Gísli S. Einarsson, Samfylk- ingu, Hjálmar Árnason, Framsókn- arflokki, Pétur H. Blöndal, Sjálf- stæðisflokki, og Sverrir Hermanns- son, Frjálslynda flokknum. Eru flutningsmenn, að undanskildum Hjálmari Árnasyni, jafnframt flutn- ingsmenn frumvarpa sem kveða á um bann við rekstri söfnunarkassa. I greinargerð með tillögunni er vísað í svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ögmundar Jónassonar, sem lagt var fram á Alþingi fyrir skömmu, þar sem fram kom að rekstraraðilar söfnunarkassa á Is- landi hefðu 1.069 millj. kr. í tekjur árið 1998 þegar frá höfðu verið dregnir vinningar og rekstrarkostn- aður. „Því er ljóst að viðkomandi aðilar eiga mikið undir tekjum af rekstri söfnunarkassanna," segir í tillög- unni Loksins • / snjor BÖRNUM sunnanlands, sem mörg hver voru orðin langeyg eftir fyrsta snjó vetrarins, varð að ósk sinni um helgina þegar snjónum kyngdi niður. Engin breyting er sjáanleg í þeim efn- um á næstunni því Veðurstofan spáir áfram frosti og éljagangi víða um land fram eftir vikunni. Það er því hætt við að áfram verði nóg að gera við að moka göturnar, eins og unnið var við á Selfossi í gær. Nýjar hiigmyndir um framtíð Reykjavrkurflugvallar Flugvöllurinn verði ein flugbraut HELGI Hjörvar, forseti borgarstjómar, segir fulla ástæðu til að skoða hvort í Reykjavík eigi að vera flugbraut í stað flugvallar. Með því að loka einni flugbraut og stytta aðra verulega, eða jafnvel loka tveimur geti Reykjavíkurborg nýtt verðmæt svæði til uppbyggingar íbúa- og atvinnu- byggðar án þess þó að skerða flugöryggi við völlinn verulega. Morgunblaðið/RAX Björn Bjarnason menntamálaráðherra á málræktarþingi Staða tungunnar sterkari nú en um síðustu aldamót „LÍKLEGA hefur aldrei í sögu þjóð- arinnar verið unnið jafnötullega að því að rækta íslenska tungu og nú á tímum. Staða tungunnar er mun sterkari um þessi aldamót en hin síð- ustu. Um það vitnar margþætt bóka- , tímarita- og blaðaútgáfa, málrækt- arstarf og kennsla í skólum, félags- starf hvers konar, íðorðastarf og starfsemi orðanefnda og Islenskrar málstöðvar. Erlendir sérfræðingar um stöðu tungumála telja íslensku standa vel að vígi í alþjóðlegum sam- anburði," sagði Bjöm Bjamason menntamálaráðherra á málræktar- þingi um helgina. Menntamálaráðherra sagði að nokkrar umræður hefðu orðið um málfarslega stöðu nýbúa og kröfur til þeirra. Hann kvaðst ekki þeirrar skoðunar að skylda ætti skóla til að kenna móðurmál nýbúa, enda væri víða verið að hverfa frá þeirri stefriu erlendis. „Hins vegar á að þróa námsefni og kennsluaðferðir til að auðvelda nýbúum að tileinka sér ís- lensku. Er vert að vekja athygli á því að nú hefur í fyrsta skipti verið gerð námskrá í íslenskukennslu fyrir ný- búa, þ.e. nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku og þá nem- endur sem hafa íslensku að móður- máli en hafa dvalist lengi erlendis, og auk þess er sérstök námskrá fyrir táknmáls- og íslenskukennslu heym- arlausra nemenda," sagði mennta- málaráðherra. Menntamálaráðherra sagði að aukið framboð á margskon- ar afþreyingarefni hefði ekki dregið úr íslenskri bókaútgáfu, aldrei hefðu komið út fleiri nýir titlar á einu ári en 1998. Útgáfa vandaðra fræðirita og handbóka fyrir almenning og þar á meðal böm hefði stóraukist. Með launasjóði fræðaiithöfunda, sem tæki til starfa á næsta ári með átta milljóna króna fjárveitingu úr ríkis- sjóði, ætti enn að verða ýtt undir gerð vandaðra fræðirita á íslensku. „Þótt margt sýni sterka stöðu ís- lenskrar tungu er þó víða pottur brotinn. Skortur á hugmyndaflugi við að velja verslunum og veitinga- stöðum íslensk nöfn er sorglega mik- ill, svo að dæmi sé tekið. Leti við að íslenska heiti á kvikmyndum sýnist færast í vöxt. Agaleysi í notkun tungunnar er einnig áberandi og svo virðist sem orðaforði minnki og skilningur á inntaki orðtaka. Efla þarf virðingu mai'gra fyrir móður- málinu í daglegri notkun þess,“ sagði menntamálaráðherra meðal annars í ræðu sinni. Andlát \úr nýjum bókum úfistanum þriðjudagskvöld 23. nóvember kl. 20 GUÐMUNDUR H. JÓNSSON ísak Harðarson tes úr skáldsögu sinni ivianmfáiðllhancibókín Elísabet Jökulsdóttir les úr skáldsögu sinni Laufey Þórður Helgason les úr bók sinni Einn fyrir alla Hjaltí Rögnvaldsson ies úr bók Hrafns Jökulssonar Mlklu meira en mest Mál og menning malogmenning.is Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Síðumúla 7 • Simi 510 2500 GUÐMUNDUR H. Jónsson, fyrrverandi forstjóri BYKO, er lát- inn. Guðmundur fædd- ist 1. ágúst 1923 í Haganesvík í Fljótum og ólst upp á Móskóg- um í sömu sveit. Hann fór að heiman rúmlega tvítugur en hafði þá unnið hjá Samvinnufé- lagi Fljótamanna í þrjú ár en hann stundaði nám í Samvinnuskólan- um 1943 og 1944. Guðmundur starfaði í þrjú ár hjá Kaupfélagi Amesinga á Selfossi og var útibússtjóri á Stokkseyri. Hann starfaði síðar á skrifstofu SÍS. Hann stofnaði byggingarvöru- verslun sem SIS rak á Grandavegi. Hann hætti hjá SÍS og stofnaði BYKO 1962 í 135 fer- metra húsnæði á mótum gamla Hafnarfjarðar- vegarins og Kársnes- brautar. BYKO keypti lóð á Nýbýlavegi 6 og flutti verslun og skrif- stofur þangað 1972. Síðan hafa bæst við verslanir í Hafnarfirði, tvær verslanir í Reykja- vík, Keflavík og Akureyri. Eftirlif- andi eiginkona Guðmundar er Helga Heruysdóttir og áttu þau saman fimm eftirlifandi böm. Helgi segir að mikil áhersla hafi verið lögð á það við Reykjavíkurflug- völl að halda uppi góðri þjónustu. Nýtingarhlutfall vallarins, þ.e. hversu oft er hægt að lenda á vellin- um árlega vegna vinds, er 98%. Helgi bendir á að viðmið Alþjóða flugmálastofnunarinnar við hönnun flugvalla er 95% svo nýtingarhlutfall Reykjavíkurflugvallar er töluvert hærra en gerðar séu kröfur um. Til samanburðar bendir Helgi á að nýt- ingarhlutfall Keflavíkurflugvallar hafí verið 98% en eftir að Banda- ríkjamenn lokuðu einni flugbraut vallarins fór hlutfallið niður í 95%. „Að gefnum þessum forsendum spyr maður sig hvort gera þurfí kröfu um hærra þjónustustig á Reykjavíkurflugvelli heldur en gert er á alþjóðaflugvellinum í Keflavík Fyrir utan æfinga- og kennsluflug þjónar völlurinn einna helst flugi til Ákureyrar, Isafjarðar, Egilsstaða og Vestmannaeyja. Á Akureyri er að- eins ein flugbraut og þar hefur eng- um dottið í hug að fara fram á þrjár flugbrautir, hvorki af öryggisástæð- um né þjónustuástæðum," segir Helgi. Snjóbræðslukerfí í flugbrautina Á Reykjavíkurflugvelli era eins og stendur þrjár flugbrautir og miðstöð fyrir æfínga- og kennsluflug. Helgi segir að flytja hefði átt æfínga- og kennsluflug fyrir löngu frá Reykja- víkurflugvelli, en meirihluti lendinga og flugtaka á vellinum sé af þeim toga. „Eg tel að það sé ástæða til að skoða hvort ekki ætti að loka tveimur flugbrautum og halda eingöngu eftir flugbrautinni sem liggui- frá norðri til suðurs og leggja í hana snjóbræðslu- kerfí. Nýtingarhlutfall brautarinnar fyrir stærri vélar í innanlandsflugi gæti orðið allt að 95%, samkvæmt grófum útreikningum, sem er nálægt viðmiði Alþjóða flugmálastjómarinn- ar,“ segir Helgi. Að sögn Helga hefur Orkuveita Reykjavíkur reiknað út stofn- og rekstrarkostnað fyrir lagningu snjóbræðslukerfis í eina flugbraut og yrði kostnaður við það rúmlega 30 milljónir króna á ári. „Önnur tillaga er að leggja áherslu á austur-vestur brautina og lengja hana jafnvel, en stytta norður-suður brautina verulega þannig að aðflug yfir miðborgina legðist að mestu af og verðmætasti hluti flugvallarsvæðisins næst miðborginni, Háskólanum og Landspítalanum myndi losna. Megin- atriðið er að menn skoði til íúlls val- kosti sem komið geti til móts við sjón- armið landsbyggðarinnar og borgar- innar en stilli ekki bara upp kostun- um annaðhvort eða,“ segir Helgi. * Arekstur í Bakkasels- brekku ÖKUMAÐUR og farþegi fólksbíls vora flutt á slysadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri á sunnu- dagskvöld eftir harðan árekstur við jeppa en hann varð í Bakkasels- brekkunni á Öxnadalsheiði um kl. 6. Fólksbíllinn var á suðurleið en jeppanum var ekið niður Bakkasels- brekkuna. Mikil hálka var á þessum stað í brekkunni og er talið að hálk- an og snörp vindhviða hafi valdið því að jeppinn rann stjórnlaust niður þar til hann skall á fólksbílnum sem kom á móti. Ökumaðurinn hlaut slæma áverka á höfði og fór í aðgerð á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, en farþegi bílsins kenndi til í ökkla en slapp að öðru leyti með skrámur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.