Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ættingjar Kosovo-Albana sem búsettir eru hér á landi komu til landsins í gær Morgunblaðið/Kristinn Xhyla Doshlaku kom hingað ásamt eiginmanni sinum Tafil Zogaj frá Kosovo í gær og voru þau að vonum himinlifandi yfir endurfundunum við börn sín og barnabörn sem hér búa. ÞAÐ urðu fagnaðarfundir í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar síðdégis í gær þegar fimm manna hópur Kosovo-Albana kom til landsins, en í hópnum eru ættingjar fólks sem er búsett hér á íslandi. Hjónin Xhyla Doshlaku og Tafil Zogaj eru um áttrætt og eiga tvo sym og eina dóttur sem eiga heima hér ásamt fjölskyldum sinum. Þau voru að vonum himinlifandi yfir endurfúndunum við börn sín og barnabörn sem tóku á móti þeim í flugstöðinni í gær. Xhyla og Tafil fluttust sjálf til íslands fyrir þremur árum en í ágúst í fyrra fóru þau í heimsókn til Kosovo, en þá var talið óhætt að ferðast þangað. Á meðan þau voru þar snarversnaði ástandið, þau urðu innlyksa og þurftu að flýja upp i fjöll. Sonur þeirra Idriz Zogu hefur ásamt konu sinni, Tamilu, og börn- um þeirra búið hér frá árinu 1987 og voru þau fyrstu Kosovo-Alban- arnir sem fluttu hingað til lands. Morgunblaðið/Kristinn Þrír ungir flóttamenn frá Kosovo komu hingað í gær, tveir bræður, 19 og 24 ára, og 19 ára frændi þeirra. Bræðurnir eiga tvo aðra bræður á Dalvík og frændi þeirra á móður og fjögur systkini. lands. Tilgangur farar hennar var einnig að fylgja konu og fimm börnum hennar, sem hafði verið á Dalvík um skeið, aftur heim til sín. Maður hennar hafði verið talinn af en fannst svo á lífi og segir Hólm- fríður að það hafi verið yndislegt að fá að fylgja henni og börnunum aftur heim og sjá fjölskylduna sameinast. Þar hafi maðurinn hennar verið ásamt foreldrum sín- um, móður hennar og fleiri ætt- ingjum og húsið og allt umhverfi hafi litið alveg ótrúlega vel út og var ástandið miklu betra en við hefði mátt búast. I þeirra þorpi sé staðan ekki svo slæm en segir hún hana verri á öðrum stöðum. Að sjálfsögðu er mjög þýðingarmikið að fjölskyldur fái að sameinast á ný eftir aðskilnað og segir Hólm- fríður Rauða krossinn vinna sér- staklega að sameiningu fjöl- skyldna á alþjóðavettvangi og að ungu piltarnir þrfr sem komu hingað í gær séu dæmi um árang- ur þess starfs. Hann scgir það mikla gleði fyrir alla fjölskylduna að foreldrar hans séu nú komnir aftur eftir rúmlega árs fjarveru. Fjölskyldan hér heima hafi verið orðin mjög áhyggjufull því þau hafi verið ein- hvers staðar uppi í fjöllum og ekki i simasambandi svo mánuðum skipti. Því hafi það verið mikill léttir þegar í Ijós kom að þau kæmust aftur hingað. í hópnum eru einnig þrír ungir flóttamenn sem eru að koma hing- að í fyrsta sinn, tveir bræður, 19 og 24 fjögurra ára og 19 ára frændi þeirra. Bræðurnir eiga tvo Fjölskyldur sameinast aðra bræður hér sem voru í hópi flóttamanna sem komu hingað frá Kosovo í sumar og eiga þeir heima á Dalvík, annar með eigin fjöl- skyldu. Frændi þeirra á móður og fjögur systkini sem eru einnig í hópi þeirra sem kom hingað í sum- ar og eiga heima á Dalvík. Piltarn- ir þrír urðu viðskila við fjölskyldur sínar á flóttanum en tókst með að- stoð Rauða krossins að komast til Islands og fara þeir norður til Dal- víkur í dag eða á morgun. Hólmfríður Gísladóttir hjá Rauða krossi Islands fór út til Kosovo og fylgdi hópnum til Is- Andstaða við yfirtöku á Fishery Products Tortryggja fyrirætlan- ir NEOS BÆTJARSTJÓRAR nokkurra smá- bæja á Nýfundnalandi telja yfirtöku NEOS Seafoods á Fishery Products International (FPI) ekki vera dreifð- um byggðum í hag þegar til lengri tíma sé litið. Bæjarstjórarnii- hafa farið fram á fund með Brian Tobin, forsætisráðherra Nýfundnalands, vegna málsins. NEOS Seafoods, sem m.a. er í eigu Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna hf., hefur gert tilboð í öll hluta- bréf FPI en til að hægt sé að taka tilboðinu þurfa stjórnvöld í Nýfundnalandi að afnema lög sem kveða á um 15% hámarkseignaraðild einstaklinga og félaga í fyrirtækjum þar í landi. Bæjarstjórar í þremur smábæjum þar sem FPI rekur fisk- vinnsluhús segja hinsvegar við kanadíska blaðið The Telegram að tilgangur laganna hafi verið að vernda dreifðar byggðir í landinu. Verði lögunum breytt þrufi að tryggja að þau geri það áfram. Þá lýsa bæjarstjórarnir yfir áhyggjum sínum af fyrirætlunum NEOS, félag- ið leggi mikið í auglýsingar og líta þannig vel út í augum almennings. Þá efast bæjarstjórarnir um að NEOS geti staðið við það sem félag- ið hefur lofað. Meðal annars telja bæjarstjórarnir að erfitt geti verið að afla hráefnis vegna samdráttar í aflaheimildum í Barentshafi og því verði erfitt fyrir NEOS að efna lof- orð um stækkun og fjölgun frysti- húsa og útdeilingu varanlegra afla- heimilda. Bæjarstjórarnir telja því að yfirtakan verði dreifðum byggð- um ekki til góðs í framtíðinni og hafa farið fram á fund með forsætisráð- herra Nýfundnalands til að kynna honum sjónarmið sín. Aukínn lestur á sér- blöðum Morgunblaðsins Sérblöð Morgunblaðsins Hlutfall þeirra sem las blaðið á viðkomandi degi skv. fjölmiðlakönnun Gallup Meðal- einkunn 7,1 j? Ferðalög □ 42,5% 163% 7,0 j Lesbók ] 39,6% 156% □ 38,7% 133.4% 134.1% 48% 48% 7,1 Úr verinu 7,2 } Dagskrá 7,4 Myndasögur . , 19% 23% ] 25,7% CZI íapríl 1999 í október 1999 Lágmarkssamningi hafnað af útgerðinni MIKIL aukning hefur orðið á lestri á sérblöðum Morgunblaðsins að því er fram kemur í fjölmiðlakönnun Gallups sem framkvæmd var í októ- ber. Sérblöð Morgunblaðsins eru tíu. Tiltölulega jöfn aldursdreifing er meðal lesenda Ferðalaga. Lesendur eru þó flestir í aldurshópunum 30- 34 ára og 35-39 ára, 69% lesenda í hvorum aldursflokki lásu blaðið. Flestir lesenda Bíla, eða 48%, eru í aldurshópnum 35-39 ára. Daglegt líf var mest lesið af aldurshópnum 30- 34 ára, 61%, og lesendur Viðskipta- blaðs voru flestir í aldurshópnum 68-80 ára, 54%. Aldurshópurinn 68- 80 var sömuleiðis stærsti lesenda- hópur Lesbókar en 80% í þessum aldurshópi lásu blaðið. 51% í aldurs- hópnum 40-49 ára las Heimili/fast- eignir. Tveir aldurshópar skáru sig úr hvað varðar íþróttir. 64% í aldurs- hópnum 35-39 ára lásu Iþróttir og 63% á aldrinum 12-19 ára. 20-24 ára var stærsti lesendahópur Mynda- sagna, 34% og 20-24 ára og 35-39 ára voru stærstu lesendahópar Dagskrár, eða 36% í hvorum aldurs- flokk, 44% lesenda Ur verinu voru á aldrinum 35-39 ára. ENN hefur flutningaskipið Nordheim, sem liggur við Sunda- höfn, ekki verið affermt nema að litlu leyti eftir að félagar í Alþjóða flutningasambandinu komu í veg fyrir vinnu við affermingu skipsins á föstudag vegna meintra brota út- gerðafélags skipsins á alþjóða- kjarasamningum. Nordheim er skráð á Kýpur og er í leiguverkefnum fyrir Eimskip. Að sögn Borgþórs Kærnested, hjá Alþjóða flutningasambandinu, hefur útgerðarfélag skipsins hafn- að því að gera svokallaðan ITF samning við áhöfnina, sem er lág- markssamningur Alþjóða flutn- ingasambandsins. Grundvallarat- riði samningsins fela í sér 1.104 dollara mánaðarlaun fyrir háseta að meðtöldum 103 yfirvinnustund- um, en þeir átta hásetar sem eru um borð hafa nú um 300 dollara á mánuði að sögn Borgþórs. Borgþór segir að sínir menn muni verja aðgerðir Alþjóða flutn- ingasambandsins fram í fmgur- góma og segir hann að það sé illa komið fyrir íslensku samfélagi þeg- ar ekki sé hægt að ráðast á þræla- kjör manna þótt erlendir séu. „Vel getur verið að íslensk lög banni ekki uppskipun á þessu skipi og því séu aðgerðir okkar ólög- mætar eins og Eimskip heldur fram, en það þýðir þá að hingað geta komið þrælaskip því íslensk lög banna hvorki hingaðkomu þeiiTa né uppskipun," segir Borg- þór. Stóra fíkniefnamálið Einum sleppt KARLMANNI, sem setið hefur í tveggja mánaða gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn stóra fíkni- efnamálsins, var sleppt úr gæslu- varðhaldi í gær. Lögreglan í Reykjavík taldi ekki ástæðu til að krefjast framlengingar á gæslu- varðhaldi hans. Enn sitja tíu sakborningar í gæsluvarðhaldi vegna málsins, en að auki sitja þrír karlmenn á fer- tugsaldri í gæsluvarðhaldi vegna stóra hassmálsins, sem upp kom í byrjun síðustu viku. Rennur viku gæsluvarðhald út yfir tveimur þeirra í dag, þriðjudag, en lögreglan hefur ekki ákveðið hvort krafist verði framlengingar á gæslu þeirra. ------------- Leikskólagjöld hækka um 13% LEIKSKÓLAGJÖLD í Reykjavík hækka um 13% frá og með áramót- um, eða um 2.500 krónur á mánuði á bam fyrir þá sem mest borga nú. Leikskólaráð tók ákvörðun um hækkunina í gær og er búist við að borgarráð samþykki hana í dag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í leikskólaráði sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Bergur Felixson, fram- kvæmdastjóri Leikskóla Reykjavík- ur, segir að framlög borgarinnar til leikskólanna hafi hækkað og því séú framlög foreldra aukin til samræm- is. Hann segir að miðað sé við að framlag foreldra sé í framtíðinnj fast hlutfall af kostnaðinum, eða um þriðjungur. Nú er hlutur foreldra í kostnaðinum rúm 32%. Þjónusta númer eitt! Til sölu MMC Pajero 2500 Diesel. 3ja dyra, nýskráður 29.05.1998. Kastaragrind, CD, álfelgur. Ásett verð kr. 2.250.000. Nánari upplýsingar hjá Bíla- þingi Heklu í síma 569 5500. Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-I8 laugardagar kl. I2-I6 . BÍLAÞINGÍEKLU Númck e-ÍH í noiv?vm tílvm! Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500 www.bilalhinq.is • www.bila1hiiuj.is • www.bilalbituj.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.