Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÖÁGtM 23. NÓ\U3MBER 1999 55 MINNINGAR ' VERONIKA JÓHANNESDÓTTIR + Veronika Jó- hannesdóttir fæddist í Búdapest 6. apríl 1940. Hún lést á heimili sínu í Mosfellssveit 2. nó- vember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Benke Janos og Haloze Veronika Janosné. Systir Ver- oniku og hálfbróðir lifa systur sína og eru búsett í Ung- verjalandi. Veron- ika kom til íslands árið 1956 sem flóttamaður en festi fljótt rætur hér. Hinn 28. desem- ber 1963 giftist Veronika Axel Al- bertssyni, f. 3.7. 1933. Börn Veron- iku og Axels eru: Aldís Anna, böm: Karl Axel og Svein- dís Björk; Albert, börn: Halla Ýr, Tinna Rut og Vera Ósk. Hálfbróðir þeirra er Agnar Logi, kvæntur Ágústu Hallsdóttur, börn: Hallur Ólafur og Gunnar Logi. Útför Veroniku fór fram frá Lágafellskirkju 12. nóvember. Kær samferðakona er fallin frá. Að vera við útför vinkonu sinnar sem fellur frá svo skyndilega snert- ir tilfínningar sem eru innra með manni, upp kemur söknuður, minn- ingar koma fram og hvetur það til þess að minnast þeirrar látnu með nokkrum rituðum orðum. Það var falleg athöfn í Lágafells- kirkju við útför Veroniku Jóhann- esdóttur þann 12. nóvember síðast- liðinn, haustveðrið skartaði sínu fegursta á þessum fallega kirkjust- að. Sóknarprestur okkar, séra Jón Þorsteinsson, flutti vandaða útfar- arræðu og rak hann eftirminnilega uppvöxt Veroniku á erfiðum tímum í Ungverjalandi um miðja öldina, snerti það alla sem á hlýddu. Þá voru leikin tónverk frá æsku- stöðvum hennar, kirkjukór Lága- fellssóknar flutti sín lög vel undir stjórn Jónasar Þóris. Stjama okkar og nágranni úr Mosfellsdalnum söng einsöng og gerði það glæsi- lega að vanda, Sveinn Birgisson, næsti nági’anni fjölskyldunnar í Lágholtinu, lék á trompet. Að sjá svo stóran hóp vina og vandamanna fylgja þeim látna hinsta spölinn, hlýða á orð prests- ins, hlusta á flutning listafólksins, votta virðingu og þökk við gröfina, koma svo saman við erfisdrykkju eins og ein fjölskylda er fallegt og vonandi styður fjölskylduna að Lágholti 2 í sorg hennar. Undirritaður sá Veroniku fyrst þegar hún kom á hlaðið í Hlégarði á aðfangadag 1956, tO dvalar yfir jól- in ásamt löndum sínum frá Ung- verjalandi sem flóttafólk. Þegar maður lítur tO baka er þessi kvöldstund táknræn og einkenni- legt að í nokkurra metra fjarlægð frá Hlégarði skyldi heimili Veron- iku og fjölskyldu hennar verða meðan hún lifði. Frá þessu fólki sem þama kom til íslands er kom- inn fjöldi mannvænlegra Islend- inga. Eftir aðlögunartíma stundaði Veronika ýmis störf og hússtjórn- arnám og var hún afar góð húsmóð- ir, eiginkona og uppalandi. Undirritaður minnist þess enn þegar Axel, eiginmaður Vera og vinnufélagi minn í Vinnuvélum íyrr á áram, tók upp nestisboxið sitt í Blómastofa Friðjtnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. matar- og kaffitímum hversu inni- haldið var fallega saman sett, gert af kunnáttu, snyrtimennsku og list- fengi eins og seinna var umbúið á heimOi þeirra í Lágholtinu. Þar sem við Axel vorum vinnufélagar var samgangur miOi heimila okkar og með velvild vinnuveitenda okkar í sandnáminu nutum við aðstöðunn- ar að fá lánaðar vélar þegar byggð vora hús fyrir fjölskyldurnar og hjálpuðum við hvort öðru á margan hátt. Þegar Axel og Vera voru flutt í nýja húsið sást best hversu frábær húsmóðir hún var, heimilið var gegnum hreint og fjölskyldan gladdist innilega við hvern áfanga sem hægt var að taka fjárhagslega. Þá var lóð hússins tO fyrirmyndar og „að rækta garðinn sinn“ er mál- tæki sem á þarna vel við, því bæði var garðurinn fallegur, stflhreinn, trjárækt og matjurtagarður tií búsflags. Allur búskapur þeirra hjóna bar raunar vott um mikla ráðdeildarsemi og snyrtimennsku. Það var ávallt notalegt að koma í Lágholtið á Þorláksmessukvöld, minnast komu Vera til landsins og þiggja veitingar og gerðum við það oft hjónin. Þann tíma sem Vera og Axel bjuggu í litla húsinu í Vinnuvélum voru þau í meiri tengslum við Kjal- nesinga og sóttu þá þær skemmt- anir sem haldnar voru, s.s. þorra- blót og fleira. Veru þótti mjög gaman að dansa og var hún mjög góður dansfélagi enda afar tónelsk og naut hljómlistar mjög. Tónlist- aráhugi Vera var mikfll og þarf ekki að undrast með tilliti til þess hvaðan hún var ættuð. En hér íylgdist hún mjög vel með öllu sem laut að tónlist og reyndar var hún vel heima á öflum sviðum þjóðlífs- ins enda mjög eftirtektarsöm og vel gefin. Það var mér alltaf sönn án- ægja þegar hún spurði um styrkt- arfélagsmiðana sína að hljómleik- um karlakórsins Stefnis og yljaði það mér um hjartarætur að sjá hana í salnum. Seinni ár hafði Vera misst nokk- uð sjón og háði það henni mjög og hindraði hana í að fara um ein síns liðs og að stunda vinnu. Það var sérstakt hveru heym hennai’ var góð og er mér minnisstætt hve næm hún var þegar hún heyrði hvaða rödd bauð góðan dag áður en hún sá komumann við útidyr. Sem starfskraftur meðan full heilsa leyfði var Veronika afar sam- viskusöm og dugleg. Það sagði mér Unnur á Móum að betri starfsmann og félaga væri ekki hægt að fá, en Vera vann um árabil hjá sæmdar- hjónunum Unni og Teiti á Móum við frágang og pökkun á Móakjúkl- ingum. Sem fjölskylduvinur hugsa ég afar hlýtt til Vera og dái öll hennar verk. Þar ber hæst hlutverk húsmóðurinnar, eiginmanni sínum bjó hún gott heimili og bömin sín ól hún vel upp. Það var fallegt veður og athöfn þann 12. nóvember. Það var líka fallegt veður og athöfn 1. aprfl síð- astliðinn þegar fjölskyldur okkar vora saman í Lágafellskirkju þegar bamaböm okkar voru fermd sam- an, ný kynslóð að vaxa úr grasi. Unga stúlkan sem kom á hlaðið í Hlégarði aðfangadag 1956 og hefur gengið veginn fram til góðs og skfl- ur eftir sig góð börn, barnabörn og sjóð minninga. Minningagreinin er skrifuð í 1. persónu en enn frekar vora Hanna, kona mín, og Veronika góðir vinir og áttu margt sameiginlegt. Vottum fjölskyldunni Lágholti 2 dýpstu samúð. Jón Sverrir og Hanna, Varmadal. -\ Hjartkær sonur okkar, ■ KRISTINN DAVÍÐSSON, lést sunnudaginn 21. nóvember. Fyrir hönd annarra aðstandenda, María Guðmundsdóttir, Davíð Erlendsson. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför PÁLSÁRNASONAR, Setbergi, Hornafirði. Ari og Helgi Árnasynir og aðrir aðstandendur. Setjum upp lýsingar á Jeiði Fossvogskirhjugarði Raflýsin^arjijónustan í Fossvo^slíirlíjugarái Sfmi: 869 1608 - 867 1896 Fax: 557 8485 • E*niail: aeg@vortex.is t Elsku eiginkona mín, dóttir, móðir og amma, JÓSEFÍNA STELLA ÞORBJÖRNSDÓTTIR, Ásholti 5, Mosfellsbæ, lést á krabbameinsdeild Landspítalans fimmtu- daginn 18. nóvember. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju föstudag- inn 26. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á krabbameinsdeild Landspítalans. Jónas Helgi Sveinsson, Elín Sigurtryggvadóttir, Jón Hannesson, Jón Hannes Kristjánsson, Sigrún Gísladóttir, Sigurður Hólmar Kristjánsson, Anna Hulda Hjaltadóttir, Jóhannes Ægir Kristjánsson, Sigurbjörn Þór Einarsson, Elín Guðmunda Einarsdóttir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA Þ. OTTESEN, síðast til heimilis á dvalarheimiii aldraðra, Hlaðhömrum, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Digraneskirkju, Kópavogi miðvikudaginn 24. nóvember kl. 13.30. Hrafnhildur Sigurðardóttir, Halldór Kristinsson, Hildigunnur Sigurðardóttir, Jónas Jónsson, Jónas Sigurðsson, Guðrún Skúladóttir, Þráinn Sigurðsson, Hrönn Finnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar ástkæri, KRISTJÁN KARL GUÐJÓNSSON fyrrverandi flugstjóri, Safamýri 89, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 19. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Ingibjörg Sigurðardóttir, Tinna Kristjánsdóttir, Sólveig Hallgrímsdóttir, Kolbrún Kolbeinsdóttir, Ásgeír Svan Herbertsson, Sigurður Óli Kolbeinsson, Marta Sigurðardóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir, Unnar Þór, Elísabet Metta, Sólveig og Ingibjörg. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐMUNDUR H. JÓNSSON fyrrverandi forstjóri BYKO, Efstaleiti 1, Reykjavík, lést á Landakotsspítala að morgni mánu- dagsins 22. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Helga Henrýsdóttir, Jón H. Guðmundsson, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir, Björk Guðmundsdóttir, Sjöfn Guðmundsdóttir. t Ástkær sonur okkar og bróðir, HARALDUR BRAGI BÖÐVARSSON, Reykjavíkurvegi 35, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 21. nóvember sl. Gígja Haraldsdóttir, Böðvar Bragason, Ragnheiður Ólöf Böðvarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.