Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 52
Wd. ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HESTAR Vel þeir skenkja sjálfum sér... FRÁ því að síðustu kjarasamningar verkafólks voru undir- ritaðir 24. mars 1997 '-''•fcfur launamisrétti sí- fellt aukist í landinu, þótt nóg væri það fyr- ir. Áður en skrifað var undir þá samninga virtust allir sammála um að hækka bæri lægstu launin sérstak- Jega og létta skatt- byrði lágtekjufólks. En þegar búið var að samþykkja samning- ana og loka þeim til þriggja ára kom annað hljóð í strokkinn. Ýmsir hærra launaðir hópar ruku upp til handa og fóta og náðu til sín umtalsverðum hækkunum umfram Trl«j.ð sem verkafólk hafði fengið í sinn hlut. Stjómvöld bættu síðan Kjaramál Lægstu launataxtar verkafólks eru nú innan við 67 þús. krónur á mánuði, segir Sigurður T. Sigurðsson. Eru ekki allir sammála um að hækka beri þessi laun umtalsvert? gráu ofan á svart með því að þyngja skattbyrði láglaunafólks en létta á þeim tekjuhærri. Þama svikust stjómvöld aftan að lágtekjufólki á vægast sagt ruddalegan hátt. Hafí þeir menn sem að því stóðu skömm fyrir. Óvild og fjandskapur Hátt í þriggja ára samningstíma- bil hefur að öllu leyti sannfært ^Biprkafólk um þær bláköldu stað- reyndir að hér eftir eigi ekki að gera kjarasamning til lengri tíma en 10-12 mánaða í senn. Það hefur sýnt sig svo ekki verður um villst að ekki einu einasta orði er trúandi frá atvinnurekendum og stjómvöldum um að kjör verkafólks dragist ekki aftur úr. Bæði samtök atvinnurek- enda og ríkisstjórnin virðast hafa það eina markmið að halda launum verkafólks niðri, svo eigin gróði verði sem mestur. Þessir aðilar sögðu þær kauphækkanir sem verkafólk fékk svo háar að þær væru við ystu mörk þess mögulega svo ekki kæmi til efnahagslegrar kollsteypu í þjóðfélaginu. Sömu að- _Jfcir semja síðan við sjálfa sig og aðra hærra launaða hópa um verulega meiri kjarabætur. Óvild og fjandskap- ur þessara aðila leynir sér ekki í garð verka- fólks. Þeir ríku verða ríkari I viðræðum við stjómvöld í ársbyijun 1997 skömmu áður en skrifað var undir gild- andi kjarasamninga, fóm fulltrúar verka- fólks fram á að skatt- leysismörk yrðu hækkuð og gerðar yrðu breytingar á skattkerfinu til að létta skattbyrði á lágtekjufólki. Stjómvöld brugðust við þessum kröfum á þann hátt að þyngja skattbyrðina á þeim sem lægstar hafa tekjumar en létta verulega á skattgreiðslum hátekjufólks. Því hærri tekjur því meiri skattívilnan- ir. Þannig fá þeir tekjuhæstu í þjóð- félaginu hver fyrir sig árlega skattalækkun sem nemur árstekj- um verkamanns. Einkunnarorð tveggja ríkisstjóma Davíðs Odds- sonar ættu að vera: „Við gemm þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari." Eftirfarandi, vísa sem varð til í Karphúsinu í mars 1997, virðist halda gildi sínu að öllu leyti: Vel þeir skenkja sjálfum sér og sínum frændum gefa, en almenningi ætlað er aðétaskítúrhnefa. Ójöfnuður Á síðustu tveimur og hálfu ári hefur taxtakaup verkafólks hækk- að um 15% til 17% að jafnaði. Á sama tíma hækka laun embættis- manna ríkis og bæja, þingmanna og ráðherra um 30%. Einungis mánað- arleg hækkunin á þingfararkaupi ráðherra var 135 þús. krónur, en sú upphæð svarar til dagvinnulauna verkamanns í tvo mánuði. Þar að auki hafa ráðherrar önnur laun og sporslur sem hækkuðu einnig um tugi prósenta. Þegar þessar hækkanir áttu sér stað heyrðust engin vamaðarorð frá Davíð Oddssyni eða öðmm ráð- herrum og þingmönnum um hættu á verðbólgu en þegar talað er um að hækka kauptaxta verkafólks úr 66 þús. krónum í 100 þús. krónur ætl- ar allt vitlaust að verða. I stað þess að jafna lífskjörin stefna stjómvöld og samtök atvinnurekenda leynt og ljóst að því að auka launamunin og þar með misréttið í þjóðfélaginu. 100 þúsund krónur Lægstu launataxtar verkafólks era nú innan við 67 þús. krónur á mánuði. Era ekki allir sammála um að hækka beri þessi laun umtals- vert í næstu kjarasamningagerð, svo þau dugi til eðlilegrar fram- færslu? Era ekki allir sammála um að þegar húsaleiga fyrir meðalfjöl- skyldu er komin í 60-80 þús. krón- ur þá megi dagvinnulaun ekki vera undir 100 þús. krónum svo endar nái saman? Era ekki allir sammála um að létta þurfi skattbyrðar lág- launafólks svo alþýðuheimilin hætti að safna skuldum? Ég veit að meirihluti þjóðarinnar er á þeirri skoðun að hækka eigi laun verkafólks veralega en því miður á það ekki við um stjórnvöld og ákveðinn hóp atvinnurekenda. Það verður því á þeirra ábyrgð ef til átaka kemur á vinnumarkaðin- um í febrúar nk. Höfundur er formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sigurður T. Sigurðsson Hin árlega uppskeruhá- tíð hestamanna var haldin um helgina í íþróttahúsinu í Digra- nesi þar sem útnefndir voru knapi ársins og ræktunarmaður ársins. Hátíðin var um leið 50 ára afmælisfagnaður Landssambands hesta- mannafélaga og þar var heiðursgestur kvöldsins Steinþór Gestsson, fyrr- verandi formaður sam- takanna. Valdimar Kristinsson brá sér í Digranesið og tók þátt í fagnaði hestamanna. VAL Á knapa ársins að þessu sinni hefur sjálfsagt ekki komið neinum á óvart þar sem tvöfaldur heims- meistari og nýbakaður heimsmet- hafi í 250 metra skeiði, Sigurbjöm Bárðarson, þótti standa öðram bet- ur að vígi í valinu. Eins og undan- farin ár voru það hestafréttamenn sem sáu um að velja knapa ársins og var það samdóma álit að Sigur- birni bæri titillinn að þessu sinni. Hann er ekki alveg ókunnur þess- um titli sem reyndar hét framan af hestaíþróttamaður ársins, því hann hefur alltaf unnið hann, að þremur skiptum undanskildum. Það er öðra fremur árangur Sigurbjörns á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í sumar sem tryggir honum útnefn- inguna að þessu sinni þegar hann setur hreint ótrúlegt heimsmet í 250 metra skeiði, 21,16 sek. Að- stæðumar vora slíkar að ekki var búist við slíku af þeim félögum, Sig- urbirni og Gordon frá Stóru-Ás- geirsá. Daginn áður áttu þeir mis- heppnaða tilraun í að verja heimsmeistaratitil þeirra í gæð- ingaskeiði og þegar kom að 250 metranum stóð spurningin fyrst og fremst um það hvort þeir næðu nægilega góðum tíma til að tryggja sér sigur í stigakeppni mótsins. Sannaðist þá vel að Sigurbjöm er alltaf sterkastur þegar mest á reynir og sem flest spjót standa á Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Ræktunarfólk ársins, hjónin Gunnar Amarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir. Knapi ársins, Sigurbjöm Bárðarson, með Alsvinn, grip sem hann er ekki alveg ókunnur. Heiðursgestur kvöldsins, Steinþór Gestsson, sem tók þátt í stofnun LH og varð síðar formaður, ávarpaði samkomuna. Með honum á myndinni er Kári Amórsson sem einnig gegndi stöðu formanns. Veislustjórinn Reynir Hjartarson afhenti Bjamleifi Bjamleifssyni með djúpri lotningu sérstök ræktunarverðlaun í formi reðursalts- stauks sem gladdi hann mjög. honum. Og til að kóróna þetta frá- bæra met sem líklega verður seint, ef nokkumtímann, slegið gerðu þeir félagar sér lítið fyrir og fóru aftur undir gamla metinu. Fagráð í hrossarækt sér um að velja ræktunarmann ársins og hlutu hann að þessu sinni hjónin Gunnar Amarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir sem rækta hross í sumarsetri sínu, Auðsholtshjáleigu. Þau hjón hafa átt mikilli velgengni að fagna í hrossarækt sinni og má segja að frami þeirra hafi verið skjótur. Á árinu komu um níu hross fædd hjá þeim í dóm og hlutu fimm þeirra einkunn yfir 8,00 og þar á meðal era stóðhestarnir Garpur 50 ára afmælishátíð Landssambands hestamannafélaga Hestamenn árs- ins heiðraðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.