Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HERDÍS STEFÁNSDÓTTIR + Herdís Stefáns- dóttir fæddist á Sauðárkróki 10. niars 1951. Hún lést í sjúkrahúsi í Roch- ester í New York- ríki í Bandaríkjun- um hinn 8. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðný Þuríður Pétursdóttir hús- móðir og Stefán Sigurðsson skip- stjóri, d. 24. októ- ber 1966. Systir Herdísar er Anna Sjöfn Stefánsdóttir, f. 24. júlí 1949. Eftirlifandi eiginmaður Her- dísar er Þór Sigurðsson prent- smiður á Akureyri, f. 9. júní 1949. Börn þeirra eru: Stefán, f. 16. október 1974, stundar nám í Dan- mörku, Sigurður, f. 26. nóvember 1978, vinnur við bygg- ingariðnað á Akur- eyri, og Þórdís, f. 14. september 1989, nemandi í Brekkuskóla á Ak- ureyri. Herdís lauk sjúkraliðaprófi og starfaði lengst af á Vistheimilinu á Sól- borg og síðar á geðdeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Utför Herdísar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fyrir rúmum þremur árum kom Herdís frænka mín og vinkona upp stigann hjá mér að kvöldlagi með stóra skál af bláberjum í fanginu til að gefa mér. Hún hafði tínt þau í landi Sellands við sumarbústaðinn sinn Lækjarkot í Fnjóskadal. Hún var brosandi, Ijúf og falleg að vanda en sagðist vera þreytt. Daginn eftir var ljóst að hún gekk með þann ill- víga sjúkdóm sem nú hefur dregið hana til dauða aðeins 48 ára gamla. Baráttan var löng og hörð en háð af hugrekki og æðruleysi. Fyrir rúm- um mánuði kom hún aftur upp stig- ann hjá mér síðla kvölds og nú með körfur fullar af hríslum sem skört- uðu heimsins fegurstu haustlitum. Þær voru einnig frá Lækjarkoti, en þar hafði hún unnið alla helgina við að fegra og rækta landið sitt, gróð- ursetja og búa til gangstíga. Hrísl- umar voru kveðjugjöfin til mín áð- ur en hún lagði upp í för til Bandaríkjanna til að leita sér enn lækninga. Eg hef á samvistarárum okkar á Akureyri þegið af henni margar gjafir þar sem efniviðurinn, fonn, litir og aðrai' fyrirmyndir eru sótt í norðlenskt umhverfi og ís- lenska náttúru. Hún hafði óvenju ríka sköpunargáfu, auga fyrir að skreyta og fegra alla hluti í kring- um sig og fá gömlum hlutum nýtt líf og nýjan tilgang. Og hún fór ekkert endilega troðnar slóðir á því sviði fremur en öðrum. Heimili þeirra Þórs og krakkanna, sumarbústað- urinn og allt umhverfi þeirra bar þess stöðugt vitna að frjótt ímynd- unarafl var að verki og ólatar manneskjur tóku til hendi. Þór og Herdís eignuðust þrjú börn, tvo drengi, Stefán og Sigurð, sem nú eru komnir yfir tvítugt, og svo sólargeislann hana Þórdísi sem er nýlega orðin tíu ára og heitir eft- ir báðum foreldrum sínum. Heimili þeiiTa í Helgamagrastræti er ein- stakt, hlýjan og gestrisni þeirra all- ra slík að straumana leggur á móti manni langt út á götu. Inni bíður andleg næring í samvistum við þau í sorg og gleði. I lyrirrúmi eru börn- in, að hlúa sem best að þeim og að eiga með þeim góðar stundir í næði var Herdísi afar mikils virði. Að því veganesti munu þau búa alla tíð. Hún tók lífið og sjálfa sig mátu- lega hátíðlega og skoðaði oft heim- inn með kímniglampa í auga, var húmoristi og stundum prakkari. Frásagnargáfa hennar var mjög sérstæð, hún sagði skemmtilegar sögur af sjálfri sér og öðrum án þess að kasta rýrð á neinn. Hún var eins og glöggur bókmenntarýnir sem opnar augu manns fyrir nýjum víddum sögunnar, en hennar sögur voru lífið sjálft, smáu atriðin sem eru að gerast allt í kringum okkur en við sjáum oft ekki í amstri dag- anna. Herdís var mikil útivistarkona en leitaði á ferðum sínum ekki endi- lega langt yfir skammt. Daglega gengu þau hjónin saman hér í ná- grenni Akureyrar sér til skemmt- unar og heilsubótar og við þrjár stöllur og vinkonur á Akureyri vor- um árum saman í afar óformlegum og skemmtilegum gönguhópi. Á einum góðum degi gengum við Fnjóskadalinn undir leiðsögn Her- dísar. Það voni hennar uppáhalds- slóðir, þótt stundum saknaði hún hérna megin Tröllaskaga víðsýnis- ins úr Skagafirði, þar sem hún var fædd og uppalin. Síðustu gönguferðina fórum við saman í haust upp að nývígðum kirkjusteininum í hlíðum Kjarna- skógar. Þar þótti henni gott að eiga hljóða stund úti í náttúrunni og njóta útsýnisins yfir Eyjafjörð. Græðlingarnir sem Herdís gróð- ursetti skjóta nú rótum í Fnjóska- dal. Það gera líka minningar um ómetanlegar samverustundir með henni sem skjóta upp kollinum fleiri og fleiri og munu fylgja okkur öllum um ókomna tíð sem dýrmæt eign. Við Haraldur, Sigrún Stella, Guðrún, Brandur og Kristín móð- ursystir Herdísar sendum Þór, Ste- fáni, Sigurði, Þórdísi, Þurý, Sjöfn og hennar fjölskyldu innilegustu samúðarkveðjur. Margrét Björgvinsdóttir. Að liðnutn öllum þessum þrautum þessum þrotlausu erfíðleikum þessum endurteknu vonbrigðum þessum hverfulu gleðistundum spyrjum við þrátt fyrir allt þegar því er skyndilega lokið: Hversvegna ekki einn dag enn aðeinseinndag? Daginn sem við fengum aldrei að lifa. (Halldóra B. Bjömsson.) I dag kveðjum við þig, elsku Dísa, og skiljum ekki af hverju þú ert tekin frá okkur alltof snemma. Unnar Þór sagði við mig þegar ég færði honum fréttina: „Mamma, líf- ið er óréttlátt," og seinna spurði hann: „Af hverju deyr enginn heil- brigður í okkar fjölskyldu?" Ég skildi ekki alveg hvað hann meinti en fékk þó þá skýringu að honum fyndist ættingjarnii- sínir fara of ungir frá okkur og enginn yrði gamall, eins og eðlilegt er. Þetta lýsir vel mínum hugsunum nú en einhver tilgangur hlýtur að vera með því þegar fólk í blóma lífins er kallað burt og ég veit að stór hópur af góðu fólki hefur tekið vel á móti þér og við eigum eftir að hittast öll aftur. Þegar ég rifja upp kynni okkar man ég fyrst eftir því þegar Vósi frændi var kominn með kærustu sem hét Dísa og ég sönglaði Dísa í dalakofanum til að stríða honum, þá var ég sennilega 13 ára gömul og fannst ég voða sniðug. Ég hætti nú fljótt að söngla og varð ánægð með að fá þig í fjölskylduna okkar. Eftir að ég fullorðnaðist urðum við góðar vinkonur og ég gat komið á heimili ykkai- eins og hver annar heimilis- maður hvenær sem var. Þetta var mér dýmætt og þó sérstaklega eftir að amma dó og æskuheimili mitt á Akureyri var ekki lengur til. Því miður urðu samverustun- dimar færri eftir að ég flutti frá Ak- ureyri en alltaf var jafn gott að koma til ykkar í Helgamagrastræti eða Lækjarkot þegar við komum norður. Eg á eftir að sakna þess að geta ekki komið og spjallað við þig og trúað þér fyrir leyndarmálum mínum eða rifjað upp liðnar stund- ir. Síðustu ár hafa verið erfið, mikil og hetjuleg barátta var háð en þó varstu svo sterk og ákveðin í að sigrast á sjúkdómi þínum að ég trúði aldrei öðru en að þú kæmir heil heim frá Bandaríkjunum eftir læknismeðferð þar. Áfallið var því stórt þegar fréttist að þú lægir mik- ið veik og ekki von um bata, helst hefðum við öll viljað vera komin til ykkai' þá en komumst ekki nema í huganum. Dísa mín, ég sakna þín og kveð þig með þessum fáu orðum og þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Elsku Vósi, Stebbi, Siggi og Þór- dís mín, ég vona að þið finnið styrk til að takast á við þá miklu sorg og söknuð sem þið glímið við nú og getið yljað ykkur við góðar minn- ingar um yndislega eiginkonu og mömmu um ókomna tíð. Ykkar Sólveig Látin er vinkona okkar, Herdís Stefánsdóttir, 48 ára gömul. Und- anfarin þrjú ár barðist hún eins og hetja við hvítblæði sem heltók hana án þess að gera boð á undan sér. Það vita víst allt of margir hvað það er að eiga vini og ættingja sem berj- ast við svona sjúkdóm. Nagandi kvíði, von um kraftaverk og brenn- andi löngun til að lífið sigri dauðann móta öll samskipti. Jafnframt verða allar samverustundir svo margfalt dýrmætari en áður. I návist dauð- ans nennum við ekki að þykjast. Fyrir tilstilli Margrétar, frænku Herdísar, gengu Magga, Júlla og Dísa í fóstbræðralag fyrir um það bil átta árum. Makar þeirra og böm bundust vináttuböndum. Líka ömmur og frænkur. Samveru- stundir einkenndust af sameigin- legum áhugamálum: elsku á ís- Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Svem'r Einarsson, útfararsyóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíó 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ jnii iiiuiiniir H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 HriiimiimiuÍ HORÐUR HINRIKSSON + Hörður Hinriksson fæddist á Framnesi í Neskaupstað 16. des- ember 1923. Hann lést á Heimili aldraðra í Neskaupstað 11. nó- vember síðastliðinn. Faðir hans var Hinrik Sigurðsson, f. 6.9. 1890, d. 4.11. 1980. Móðir hans var Sigur- rós Jóhannsdóttir, f. 9.10. 1899, d. 28.5. 1987. Bróðir Harðar er Halldór Hinriksson, f. 13.8.1927. Hörður bjó alla tíð á Framnesi eða þar til hann fluttist á deild fyrir aldraða á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað. Hann var ókvæntur og bam- laus. Útför Harðar fer fram frá Norðfjarð- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er genginn mikill Þróttari, Hörður Hinriksson eða Höddi á Stofnað 1990 Útfararþjónustan ehf. Aðstoðum við skrif minningarrgreina Rúnar Geirmundsson, útfararstjóri Sírni 567 9110 Framnesi eins og hann var ætíð kallaður. Þar er horfinn af sjónar- sviðinu mikill sómamaður sem verður sárt saknað. Hvar og hve- nær sem maður hitti Hödda var hann alltaf léttlyndur og húmor- inn til staðar og ekki síst já- kvæðnin. Hann sá alltaf eitthvað gott í öllum og var mikill mann- vinur. Hann hafði afar ákveðnar skoðanir á öllum málefnum og var trúr og hollur sínu fólki eins og þar stendur. Hjá honum var eig- inlega þrennt heilagt í lífinu, þ.e. Þróttur, Síldarvinnslan og Al- þýðubandalagið, og get ég fullyrt fyrir hönd okkar Þróttara allra að hann hafi alltaf verið Þróttari númer 1. Á hverjum degi rölti Hörður frá heimili sínu niður á skrifstofu SVN og fékk nýjustu fréttir um aflabrögð og reyndar allt sem við- kom fyrirtækinu. Og alltaf var fólk tilbúið að stoppa hjá honum og ræða málin. Það einhvern veg- inn tilheyrði hér í hans heimabæ. Hörður hafði einfaldar en ákveðnar skoðanir á flestum hlut- um og ekki síst pólitík. Hjá hon- um var bara einn flokkur til, Al- þýðubandalagið, og hélt hann þar mikið upp á þremenningana Bjarna, Lúðvík og Jóhannes sem svo mikið létu að sér kveða hér á árum áður. Eins og áður kom fram var Hörður mikill Þróttari og munum við eftir honum á öll- um leikjum félagsins til margra ára. Á fótboltaleikjum fannst mér Hörður alltaf njóta sín best. Hann lifði sig mjög inn í hvern leik, æsti sig oft upp og hrópaði, en alltaf á jákvæðan og skemmtilegan hátt. Ef að við töpuðum var hann fyrst- ur til okkar eftir leik og stappaði í okkur stálinu og hvatti til að gera bara betur næst. Nú er hann farinn í betri heim og viljum við að síðustu kveðja þennan góða dreng og senda öll- um á Framnesi samúðarkveðjur. fþróttafélagið Þróttur. lenskri sagnahefð, ljóðlist, lánlausum skáldum, söng og trega- blöndnum textum. Þessi áhugamál var hægt að stunda jafnt úti sem inni, á göngu yfir brýrnar á ósun- um, heima í stofu í Helgamagrast- ræti eða austur í Sellandi. Herdís og maður hennar, Þór, unnu útivist og íslenskri náttúru. Dísa elskaði lyngið, kjarrið, sólarlagið og Maíst- jörnuna. Við ræddum það stundum í gönguferðum, vinkonurnar, hvort við ættum núna að vera með sektar- kennd yfir því að þurrka ekki rykið af sófaborðinu, þvo ekki blauta íþróttasokka af börnunum eða hlusta ekki á eldhúsdagsumræð- urnar. Oftast var það Herdís sem sannfærði okkur um að kærleik- sríkt barnauppeldi og gott heimilis- líf fælist ekki í hreinum sokkum. Öllum aðstandendum Herdísar vottum við okkar dýpstu samúð. Við kveikjum á kertum, hlýðum á „Yfir í Fjörðum allt er hljótt“ og minnumst Dísu. Hún var falleg og yndisleg kona og við þökkum fýrir að hafa átt hana að vini. Júlíana og Björn. Kæra vinkona. Nú þegar leiðir skilja leitar margt á hugann. Allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Þá var oft mikið hleg- ið því þú sást gjarnan spaugilegu hliðarnar á málunum. Við munum hlýju þína og samúð þegar aðrir áttu erfitt. Og þegar alvaran blasti við var kjarkur þinn og æðruleysi mikið. En nú ertu farin og það er sárt. Hryggðar hrærist strengur hröðerliðinvaka ekki lifir lengur ljósáþínum stjaka skarðerfyrirskildi skyggirveröldina eftir harða hildi horfinertuvina. Klukkur tímans tifa teljaævistundir ætíð lengi lifa ljúfirvinaíundir drottinn veg þér vísi velþigætíðgeymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson.) Elsku Þór, Stebbi, Siggi og Þór- dís, sendum ykkur og öðrum ást- vinum innilegustu samúðarkveðjm- okkar. Guðrún og Ágústa. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson.) Við vottum Þór, Stefáni, Sigurði, Þórdísi og öðrum aðstandendum Herdísar Stefánsdóttur okkar dýpstu samúð vegna fráfalls henn- ar. Samstarfsfólk á geðdeild FSA. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minning- argreinum íylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systk- ini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein- unum sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.