Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Harriet Berg aðstoðarráðherra iðnað- ar- og viðskiptamála í Noregi i GrfAUt\)D Ég get bara sagt ykkur það að Norsk Hydro vill ekki sjá að virkjunin fari í umhverfismat. ASI vill að virtar séu lág- markskröfur A batavegi á Land- spítalanum LITLI drengurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til aðgerð- ar í Skotlandi fyrir nokkru er nú kominn heim og á batavegi. Segir Asgeir Haraldsson, for- stöðulæknir Bamaspítala Hr- ingsins, þar sem drengurinn er nú til meðferðar, að líðan hans fari batnandi. Svíar hlupu undir bagga þegar ljóst varð að ekki var unnt að veita honum þá sér- hæfðu meðferð sem nauðsyn- leg var hérlendis og aðstoðuðu þeir við flutning drengsins til Skotlands. Drengurinn er haldinn sjaldgæfum lungna- sjúkdómi. Var fengin Herkúles-flugvél til landsins með sérútbúnum sjúkrabíl m.a. með gervilunga, sem flutti drenginn um borð í vélina og á spítala erlendis. Upphaflega var leitað til sjúkrahúsa á Norðurlöndum en þau gátu ekki sinnt beiðinni sakir anna. SAMB ANDSST J ÓRN Alþýðu- sambands íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á stjómvöld að tryggja að þannig verði staðið að vömflutningum til og frá Islandi að kjör og aðbúnað- ur séu í samræmi við íslenska kjarasamninga. Fer ályktun sam- bandsstjómarfundarins hér á eft- ir: „Fundur sambandsstjómar Al- þýðusambands íslands, haldinn 22.-23. nóvember 1999 varar við þeirri þróun að kaupskipaflota landsmanna er í síauknum mæli flaggað út undir fána fátækra þró- unarlanda. Það er alvarlegt mál þegar íslensk skipafélög taka á leigu skip þar sem ekki em virtar lágmarkskröfur og samningar um kjör áhafnarmeðlima sem gerðir hafa verið af Alþjóðasambandi flutningaverkamanna (ITF). Alþýðusamband Islands skorar á stjómvöld að grípa nú þegar til aðgerða sem miði að því að tryggja að unnt sé að standa að vömflutn- ingum til og frá Islandi með eðli- legum hætti, á skipum undir ís- lenskum fána þar sem kjör og að- búnaður um borð em í samræmi við íslenska kjarasamninga. Alþýðusambandið átelur vinnu- brögð Eimskipafélags íslands, og fleiri skipafélaga og lýsir yfir full- um stuðningi við baráttu Sjó- mannafélags Reykjavíkur og AI- þjóða flutningaverkamannasam- bandsins til að tryggja að lág- markssamningar séu virtir um borð í þeim skipum sem stunda vöraflutninga til og frá íslandi. 45 cm 1.090 kr. 60 cm 1.290 kr. 50 cm 8B0 kr. Z-brautir & luggatjöld Faxafeni 14 sími 533 5333 Réttarstaða barna á stríðstímum Öbreyttir borgarar og barnahermenn Stríð og afleiðingar þess er mönnum of- arlega í huga um þessar mundir og þarf ekki að horfa á marga fréttatíma til þess að skilja að þetta er vem- leiki fjölmargra, jafnt barna sem fullorðinna. Þótt við íslendingar höf- um ekki hafa af beinu stríðsástandi að segja í rösk fimmtíu ár kemur hingað jafnaðarlega fólk sem á um sárt að binda vegna stríðs í heimaland- inu. Strið breytir örlög- um fólks mikið, ekki síst þeirra bama sem gerð em komung að hermönn- um og þeirra sem missa foreldra sína eða verða viðskila við þá. Þetta efni m.a. fjallar Þómnn María Bjarkadóttir lögmaður um í rit- gerð; Réttarstaða bama á stríðs- tímum, sem hún skrifaði er hún lauk lagaprófi fyi’ir skömmu. „Það hefur ekki verið skrifað neitt að ráði um réttarstöðu bama á stríðstímum en þetta er hins vegar áleitið efni, hvort heldur er þegar böm em fómar- lömb stríðsástands eða era þátt- takendur." -Að hverju komstu í þessari athugun? „Böm em í miklum mæli fórn- ariömb og þátttakendur í stríði og það er ekki til neinn heildar- samningur sem tekur á réttar- stöðu þeirra. Akvæði t.d. í Sátt- mála Sameinuðu þjóðanna um réttindi bamsins, 38. gr., kveður þó á um ýmis réttindi barna í stríði, síðan em ýmis önnur ákvæði þess samning sem snerta réttindi bama á stríðstímum. Verið er að vinna að gerð val- frjálsrar bókunar um barnaher- menn við umræddan samning og það er þá m.a. verið að reyna að hækka lágmarksaldur þein-a sem þátt mega taka í stríði úr fimmtán ára í átján ára. Vegna ágreinings hefur enn ekki náðst samkomulag um ákvæði bókun- arinnar. I febrúar sl. hélt Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna fund um vemd óbreyttra borgara á stríðstímum og þar lýstu margai- þjóðir, þ. á m. Island, yfir stuðningi við að hækka lág- marksaldur fyrir nýliða, skrán- ingu og þátttöku í stríði úr fimmtán ámm í átján ár. Við lok haustfundar utanrík- isráðherra sem hald- inn var á Egilsstöðum í ágúst sl. undirrituðu ráðherrarnir yfirlýs- ingu þar sem hvatt er til þess að þátttaka bama og ungmenna undir 18 ára aldri verði bönnuð." - Er algengt víða um heim að böm undir fímmtán ára aldri taki þátt í stríðsátökum? „I gildandi alþjóðasamningum er ýmist lagt bann við þátttöku bama undir fimmtán ára í stríðs- þátttöku eða aðildarríki skylduð til að gera allar raunhæfar ráð- stafanir til að tryggja að þeir sem ekki hafa náð fimmtán aldri taki ekki beinan þátt í vopnuðum átökum. Þrátt fyrir þessi ákvæði em mörg böm undir fimmtán ára liðsmenn herja og herflokka." -Hvaða lönd eru það helst sem hafa börn íher sínum? „Samkvæmt yfirliti ársins 1998 sem ég fékk sænsku sam- tökunum Radda Bamen eru það 28 lönd af 36 þar sem böm undir ► Þórunn María Bjarkadóttir fæddist 3. september 1974 í Reykjavík. Hún tók stúdents- próf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1994, var í sæpnsku- námi sumarið þar á eftir en fór svo í lagadeild Háskóla Islands og Iauk þaðan prófí í haust. Hún hefur starfað timabundið hjá dóms-og kirkjumálaráðuneytinu og í utanríkisráðuneytinu. fimmtán ára aldri taka þátt í vopnuðum átökum. Þar má nefna lönd eins og Sierra Leone, Sri Lanka, Israel á hemumdu svæð- unum og Ruanda." - Hvað er hægt að gera fyrir þessi börn? „Það er einkum að reyna að fá þessa valfrjálsu bókun sam- þykkta sem myndi leiða til þess að aldur yrði hækkaður úr fimmtán áram í átján ár. Slík al- þjóðleg og formleg viðurkenning á átján ára lágmarksaldri gæti að hluta tekið á þeim vanda sem er til staðar í dag varðandi böm sem taka þátt í stríðsátökum. Þótt slík viðurkenning ein og sér myndi ekki koma í veg fyrir þátt- töku bama í stríði yrði hún engu að síður stórt ski-ef í rétta átt.“ - Hvað er hægt að gera fyrir börn sem verða munaðarlaus eða viðskila við foreldra sína? „Flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna tekur á málum flóttamanna og þar með bama. Hún viðurkennir rétt barna til sérstakrar aðstoðar og hefur gef- ið út leiðbeiningareglur varðandi vemd og umönnun flóttabarna. Hún hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að aðgreina þarfir slíkra bama frá þörfum annarra flóttamanna og stofn- unin tekur m.a. þátt í mótun stefnu málefna sem varða flóttamenn og með þessum hætti tekur stofnunin þátt í fram- kvæmd þeirra meginreglna al- þjóðalöggjafar sem taka til vemdar barna. Þegar hugað er að endurappbyggingu að stríði loknu er nauðsynlegt að allir þeir sem koma að málinu hafi böm í huga við gerð áætlana." -Hvernig gekk þér að fá heimildir í þessa ritgerð? „Það var aðallega Rauði kross- inn, Mannréttindaskrifstofa Is- lands og Amnesty á íslandi sem hjálpuðu mér um heimildir, síð- ast en ekki síst fékk ég aðstoð hjá Grétu Gunnarsdóttur sendi- fulltrúa í utanríkisráðuneytinu sem var umsjónarmaður með rit- gerð minni. Einnig fékk ég heil- miklar heimildir á Netinu.“ Brýnt að hækka lág- marksaldur barna í stríði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.